Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 23. september 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.17 106.67 106.42 Sterlingspund 143.68 144.38 144.03 Kanadadalur 86.63 87.13 86.88 Dönsk króna 17.115 17.215 17.165 Norsk króna 13.634 13.714 13.674 Sænsk króna 13.365 13.443 13.404 Svissn. franki 110.43 111.05 110.74 Japanskt jen 0.9538 0.9594 0.9566 SDR 151.17 152.07 151.62 Evra 127.37 128.09 127.73 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.5439 Hrávöruverð Gull 1297.0 ($/únsa) Ál 2153.0 ($/tonn) LME Hráolía 56.17 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Félag á vegum Örvars Kærnes- ted, stjórnarfor- manns TM, hefur selt hlutabréf í tryggingafélaginu fyrir um 172 millj- ónir króna, sam- kvæmt flöggun til Kauphallarinnar. Eftir viðskiptin er hlutur River Sidede Capital, sem er í eigu Örvars, í TM met- inn á um 400 milljónir króna. Fyrir söluna átti Örvar 2,8% hlut í tryggingafélaginu en eftir að hún gekk í gegn nemur hlutur hans 1,9%. Undanfarin tvö ár hafa bréf félagsins hækkað um 47% en undanfarna sex mánuði hafa bréfin lækkað um 9,4%. Stærsti einkafjárfestir í TM er Helga- fell, sem er í eigu fjölskyldunnar sem á heildsöluna Nathan&Olsen, með 6,6% hlut. Því næst kemur Einir, félag í eigu Einars Arnar Ólafssonar fjárfestis, sem á 2,9% hlut í tryggingafélaginu. Þriðji á lista einkafjárfesta er téð félag í eigu Örvars. Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir TM Lækkað um 9% á sex mánuðum. STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 millj- ónir evra eða um 27 milljarðar króna á núverandi gengi, runnu fyrst í gegnum aflandsfélögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrota- meðferð, og bárust þaðan til Kaup- þings. Um 10% af fjárhæðinni, eða jafnvirði um 2,7 milljarða króna, urðu eftir í félögunum tveimur. Það sem eftir stóð rann beint til Kaup- þings. Þetta kemur fram í gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Kaupþing vildi ekki tjá sig frekar um efni eða niðurstöðu samkomulagsins við Deutsche Bank þegar eftir því var leitað. Eins og fram hefur komið greiddi Deutsche Bank Kaupþingi um 400 milljónir evra í sáttagreiðslu í októ- ber fyrir tæpu ári síðan en ekki var upplýst um sáttina fyrr en í janúar. Deilan snérist í stuttu máli um að Chesterfield og Partridge höfðu fjár- fest í lánshæfistengdum skuldabréf- um sem tengd voru skuldatrygg- ingarálagi Kaupþings fyrir hrun og hafði þýski bankinn gert veðkall þeg- ar harðnaði á dalnum. Kaupþing var lánveitandi félaganna. Kaupþing eini kröfuhafi Chesterfield og Partridge Heimildir blaðsins herma að Kaupþing sé eini kröfuhafi félag- anna. Skiptastjórar félaganna starfa fyrir Grant Thornton í London. Eig- endur Chesterfield og Partridge voru Kevin Stanford og Karen Millen, Skúli Þorvaldsson og Ólafur Ólafsson. Um þau viðskipti hefur verið fjallað með ítarlegum hætti í fjölmiðlum. Skömmu eftir að sáttagreiðslan barst seldi Seðlabankinn 6% hlut í Kaupþingi. Bankinn hafði ekki vitn- eskju um sáttina og því tók söluverð- mæti hlutarins ekki mið af sátta- greiðslunni. Seðlabankinn varð af milljörðum króna við sölu á hlutnum til vogunarsjóða sem þegar voru leið- andi í eigendahópi Kaupþings. „Samningur Kaupþings og Deutsche Bank, sem kynntur var eftir sölu Seðlabankans á bréfunum, kom aðilum á þessum markaði á óvart, þar með talið Seðlabankanum. Sala bankans á Kaupþingsbréfunum var eðlileg og skynsamleg á grund- velli þeirra upplýsinga sem lágu fyrir þegar ákvörðun um hana var tekin,“ sagði Már Guðmundsson seðla- bankastjóri í Morgunblaðinu í gær. Hluti sáttagreiðslu til Kaup- þings eftir í þrotabúum Morgunblaðið/Golli Sáttagreiðsla Um 10% af fjárhæðinni, eða jafnvirði um 2,7 milljarða króna, urðu eftir í aflandsfélögunum tveimur.  Hin gjaldþrota fyrirtæki keyptu bréf tengd skuldatryggingaálagi Kaupþings Greint var frá því á vef Fjármála- eftirlitsins í gær að stofnunin og GAMMA Capital Management hefði hinn 25. júlí gert með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1ögum um verð- bréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fag- fjárfestasjóði. Fellst GAMMA á að greiða 23 milljóna króna sekt vegna málsins. Í tilkynningu frá GAMMA segir að ágreiningur hafi verið uppi við FME er laut að túlkun eftirlitsins á því hvort fjárfestingarsjóðum væri heimilt að fjárfesta í einkahluta- félögum. Sjóðir á vegum GAMMA fjárfestu í Skeljungi í gegnum eign- arhaldsfélag sem var í formi einka- hlutafélags og nýsköpunarfyrir- tækjunum Atmo Select ehf. og Kerecis ehf. Fjárfestingarnar námu að meðaltali á bilinu 0,44% til 2,9% af heildareignum viðkomandi sjóða. FME hefur túlkað lög um fjár- festingarsjóði þannig að fjárfesting- ar í einkahlutafélögum séu óheim- ilar en fjárfestingar í hlutafélögum heimilar. GAMMA hefur mótmælt þessari túlkun og telur að ekki sé lagt bann við fjárfestingum í einka- hlutafélögum í lögunum. Að mati GAMMA er það haml- andi fyrir atvinnulífið að sjóðir geti aðeins fjárfest í hlutafélögum en ekki einkahlutafélögum, enda ráði tilviljun því oft hvort félagaformið er valið. Í tilkynningu sinni vísar GAMMA til þess að fyrr á árinu gerði annað félag sátt við FME um greiðslu sektar vegna samskonar tilviks. Í febrúar sættist Stefnir á 5,7 milljóna króna sektargreiðslu vegna kaupa fjárfestingarsjóðs í einkahlutafélagi, sem Stefnir til- kynnti FME um nokkrum vikum eftir að fjárfestingin var gerð. Með vísan til þess fordæmis var það því mat GAMMA að æskilegt væri að ljúka málinu með sátt við Fjármála- eftirlitið. Morgunblaðið/RAX Sátt GAMMA hefur fallist á að greiða FME 23 milljóna króna sekt. GAMMA gerir sátt við FME  Telja túlkun eft- irlitsins hamlandi fyrir atvinnulífið Íslenskum lífeyrissjóðum var ekki boðið að kaupa 6% hlut Seðla- bankans í Kaupþingi fyrir um ári. Þetta segja forsvarsmenn helstu lífeyrissjóða landsins í samtali við Morgunblaðið. Um svipað leyti áttu lífeyris- sjóðirnir í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlut í Arion banka. Már Guðmundsson seðla- bankastjóri sagði í Morgunblaðinu í gær að bréfin hafi verð seld í „opnu söluferli og engin boð send til eigenda Kaupþings. Skuldabréf- in voru seld í opnu ferli fyrir milli- göngu alþjóðlega fjármálafyrir- tækisins Morgan Stanley og allir sem uppfylltu almenn skil- yrði … gátu gert kauptilboð“ Kaupendur voru einkum vog- unarsjóðirnir Taconic Capital og Attestor Capital, sem eru meðal helstu eigenda Kaupþings og nú leiðandi hluthafar í Arion banka. Lífeyrissjóðum ekki boðið SEÐLABANKINN SELDI VOGUNARSJÓÐUM KAUPÞINGSHLUTINN NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.