Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA og ÁREIÐANLEIKI
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
VÍKURVAGNAR EHF.
MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM
FYRIR IÐNAÐARMENNOGVERKTAKA
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær að hún vildi að
Bretar fengju tveggja ára tímabil, til
ársins 2021, eftir útgönguna úr Evr-
ópusambandinu til þess að laga sig
að nýjum aðstæðum. Á þeim tíma
yrðu tengsl Breta og ESB að mestu
leyti óbreytt.
Í ræðunni, sem haldin var í ítölsku
borginni Flórens, lofaði May því að
Bretar myndu standa við sinn hlut af
fjármálum Evrópusambandsins
fram til ársins 2020 og setti fram ný
sjónarmið um það hvernig verja
mætti réttindi erlendra þegna sam-
bandsins sem byggju í Bretlandi,
sem nú eru um þrjár milljónir tals-
ins.
Michel Barnier, aðalsamninga-
maður Evrópusambandsins í út-
gönguviðræðunum, fagnaði ræðu
May og sagði hana boða jákvæðan
anda í garð hinna erfiðu viðræðna.
Fjórða samningalotan á að hefjast í
næstu viku, en lítið hefur þokast
áfram í fyrri lotum.
Munu tryggja öryggi Evrópu
May lofaði einnig að Bretar
myndu áfram leggja sitt af mörkum
til þess að tryggja öryggi Evrópu og
sagði að Bretar vildu vera „sterkasti
vinur og félagi ykkar, á sama tíma og
Evrópusambandið og Bretland
dafna hlið við hlið“.
Í tillögum May felst að Bretar
munu borga Evrópusambandinu að
minnsta kosti 20 milljarða sterlings-
punda, en það er nokkru lægra en sú
upphæð sem samningamenn Evr-
ópusambandsins hafa sagt að Bret-
um beri að borga.
Þá tók May fram að meðan á að-
lögunartímabilinu stæði, myndu rík-
isborgarar annarra ESB-ríkja áfram
geta dvalið og starfað innan Bret-
lands, en að þeir myndu þurfa að
skrá sig.
Með tillögum sínum snerti May á
tveimur af þremur helstu kröfum
Evrópusambandsins í viðræðunum,
en Barnier og félagar hans í samn-
inganefndinni hafa sagt að ganga
þurfi frá þeim, áður en hægt verður
að ræða það hver viðskiptatengsl
Breta og sambandsins verða.
Vill tveggja ára
aðlögunartíma
Barnier tók
vel í ræðu Theresu
May í Flórens
AFP
Brexit Ræðu May hafði verið beðið
með nokkurri eftirvæntingu.
Að minnsta kosti 33 voru látnir í
gær eftir að fellibylurinn María
hélt áfram för sinni um Karíba-
hafið. Þar af voru 13 sem létust á
Púertó Ríkó og 15 á Dóminíku. Þá
voru minnst þrír sagðir látnir á
Haítí og tveir á Gvadelúp.
Á Púertó Ríkó flæddi mikið í
kjölfar fellibylsins og höfðu yfirvöld
þar bjargað um 700 manns úr
háska tengdum flóðunum. Það
hamlaði björgunarstörfum að
hvorki rafmagns- né símkerfi eyj-
unnar virkuðu í kjölfar stormsins.
Nokkuð hafði dregið úr styrk
fellibylsins í gær og var María skil-
greind sem þriðja stigs fellibylur,
með vindhraða upp á 57 m/s.
Stefndi María rétt framhjá Grand
Turk-eyju í Turks- og Caicos-
eyjaklasanum og var tekið að
hvessa þar verulega um morg-
uninn. Eyjaklasinn varð illa úti
þegar fellibylurinn Irma skall á
honum fyrr í mánuðinum og höfðu
yfirvöld þar því tekið í notkun ný
skýli, þar sem óttast var að þau
gömlu myndu ekki þola annan
storm.
Stefndi út á Atlantshaf
Veðurfræðingar telja að fellibyl-
urinn muni í framhaldinu sveigja til
norðausturs og halda út á Atlants-
hafið. Mun María því til dæmis
ekki að óbreyttu lenda á austur-
strönd Bandaríkjanna, líkt og felli-
bylirnir Harvey og Irma gerðu.
Það er þó ekki talið útilokað.
ATLANTSHAF
St Kitts
& Nevis
St. Martin
Anguilla
Kúba
María
250 kmHeimild: NHC
Fimmtudagur
21. september
Kl. 24:00 GMT
Föst.
18:00
Laugardagur
06:00 GMT
Fellibylurinn María
Dominíka
Guadeloupe
St. Barthelemy
Barbúda
Bresku
jómfrúaeyjar
Bahamaeyjar
Mögulegur ferill
Væntanlegur ferill
Bandarísku
jómfrúaeyjar
Turks- og
Caicoseyjar
Púertó Ríkó
3,4 milljón íbúar
Dóminíska
lýðveldið
10,6 milljón íbúar
Haítí
Martiník
Spá
Fellibyl
Hitabeltisstormi
Varað við:
Karíbahaf
Laugardagur
18:00 GMT
Minnst 33 látnir eftir Maríu