Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Björt fram-tíð segistvera á hærri siðferðis- stalli en aðrir flokkar og hafi þess vegna orðið að hætta ríkis- stjórnarsamstarfi í skyndi. Helsti þáttur þessa háa sið- ferðis flokksins mun vera að auka samtal og samráð á milli stjórnmálamanna og að vinna faglegar en áður hafi verið gert og aðrir geri. En hvernig ætli verk Bjartrar framtíðar frá brotthlaupinu úr ríkis- stjórninni komi heim og saman við siðferðisyfirlýs- ingarnar? Brotthlaupið var framkvæmt þannig að boðað var til fundar í stjórn flokksins þar sem umræður fóru þannig fram að hver viðstaddra talaði í um eina mínútu og svo var ákveðið að hlaupast á brott. Enn hefur ekki fengist svar við því frá flokknum hver bar upp þá tillögu, en það hefur þó tæpast verið formaður flokksins, enda hafði hann vitað í nokkra daga um það mál sem notað var sem átylla slitanna. Upp úr miðnætti var svo tilkynnt um brotthvarf flokksins og athygli vekur að þrátt fyrir meinta áherslu á aukið samtal og bætt vinnubrögð var málið ekkert rætt áður við þá samstarfsmenn í ríkisstjórn sem bornir voru sökum og þeim enginn kostur gefinn á að skýra mál sitt. Þetta sérkennilega sið- ferði verður svo enn und- arlegra þegar litið er til þess að dómsmálaráðherra upplýsti á fimmtudag að enn hefði enginn hinna brotthlaupnu séð ástæðu til að taka upp símann og ræða það mál sem átti að hafa valdið brotthlaupinu. Sama dag beit þessi fag- legi fyrirmyndarflokkur svo höfuðið af skömminni með því að hunsa fund stjórn- skipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis, en þangað hafði umboðsmaður Alþing- is verið boðaður til að ræða málsmeðferðina sem orðið hafði tilefni brotthlaupsins að sögn Bjartrar framtíðar. Engin skynsamleg skýring hefur fengist á því að flokk- urinn faglegi lét sig vanta á þann fund, en óhætt er að fullyrða að hinir brott- hlaupnu hefðu haft gott af fundarsetunni enda kom fram á fundinum það álit umboðs- manns að ekkert trúnaðarbrot hefði átt sér stað og að ekkert til- efni væri til athugunar á málinu. Umboðsmaður er ekki eini lögfræðingurinn sem hefur bent á hvílík fjar- stæða öll þessi umræða hefur verið. Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við laga- deild Háskólans í Reykja- vík, ritaði grein í Viðskipta- moggann á fimmtudag þar sem hann fór yfir lagalegar hliðar málsins, þ.e. hvort „ráðherra dómsmála hafi hylmt yfir upplýsingar vegna umsókna um uppreist æru“ og hvort „trúnaðar- upplýsingum um sama mál- efni hafi verið lekið á milli ráðherra“. Skemmst er frá því að segja að um fyrra atriðið telur Eiríkur Elís meðferð dómsmálaráðherra á upp- lýsingagjöf í umræddu máli hafa verið eðlilega. Um síð- ara atriðið bendir hann á að forsætisráðherra sé leiðtogi ríkisstjórnar og segir svo: „Það er í meira lagi langsótt að ráðherra í ríkisstjórn sé ekki að lögum heimilt að upplýsa forsætisráðherra um hvers kyns málefni jafn- vel þó að um málefni sé að ræða sem leynt skuli fara gagnvart almenningi.“ Björt framtíð hefur orðið ber að því í besta falli að hlaupa illilega á sig og ætti að viðurkenna það og biðj- ast afsökunar. Flokkurinn hefur farið þvert gegn því sem hann hefur boðað um bætt vinnubrögð í stjórn- málum, aukið samtal og fag- leg vinnubrögð. Hann ræddi meintar áhyggjur sínar ekki við samstarfsflokk sinn og samstarfsmenn og gaf ekk- ert færi á upplýsingagjöf eða rökræðum áður en hin afdrifaríka ákvörðun var tekin og tilkynnt um miðja nótt. Og eftir að hann hefur hlaupist á brott mætir fulltrúi flokksins ekki á nefndarfund Alþingis þar sem málið er til umræðu. Yfirklór formanns og ann- arra flokksmanna síðustu daga dugar ekki til að bæta fyrir þessi vítaverðu vinnu- brögð. Kjósendur flokksins sem og aðrir landsmenn eiga meira og betra skilið. Björt framtíð hefur orðið ber að því að fara þvert gegn loforðum um bætt vinnubrögð} Vítaverð vinnubrögð Í dag eru 776 ár frá því að voðaverk var framið í Reykholti í Borgarfirði. Þá fór flokkur manna að Snorra Sturlu- syni, kom honum að óvörum og myrti hann. Í Sturlungu segir svo frá að hinstu orð Snorra hafi verið „Eigi skal höggva“. Mun hann hafa mælt þau tvívegis, síðara sinnið eftir að Símon Knútur skipaði Árna beisk að láta til skarar skríða með orð- unum „högg þú“. Reykholt er merkur sögustaður, bæði vegna atburðanna sem þar áttu sér stað að- faranótt 23. september 1241, og einnig menn- ingarstarfs og atburða fyrir og eftir þann dag. Lifir staðurinn í vitund þjóðarinnar sem slík- ur. Ekki er sjálfgefið að svo sé og þar ræður mestu það mikla uppbyggingarstarf á staðn- um sem á undangengnum áratugum hefur verið leitt af sr. Geir Waage og konu hans, Dagnýju Em- ilsdóttur. Með fulltingi sveitunga sinna og öflugra bak- hjarla hér heima og erlendis hefur staðurinn í raun verið endurreistur og segja þeir sem muna lengra aftur en sá sem þetta ritar að í raun hafi staðurinn verið reistur úr „öskstó“. Menningar- og kirkjusetur eru fyrstu orðin sem koma í hugann þegar staðurinn er sóttur heim en erfitt er að gera sér í hugarlund hversu mörg handtökin eru sem liggja að baki reisn þessa fornfræga staðar. Það segir sína sögu að gjarnan er vísað til Reykholts í sömu andrá og minnst er á biskupsstólana fornu, Hóla í Hjalta- dal og Skálholt í Biskupstungum. Uppbygginguna í Reykholti síðustu ára- tugi má taka til fyrirmyndar, nú þegar fyrir höndum er vígslubiskupskjör í Skálholti. Um miðja síðustu öld var ráðist í uppbyggingu þar á staðnum sem lyfti honum úr „öskustó“, rétt eins og gert hefur verið í Reykholti. En því miður hefur staðurinn látið á sjá og kirkjustjórninni ekki tekist með viðunandi hætti að halda honum við né heldur að byggja hann upp svo að hann geti þjónað hlutverki sínu á nýjum tímum. Fyrst Reykhyltingar gátu lyft því grett- istaki sem raun ber vitni, þá getur nýr vígslu- biskup, í nýju umboði og með góðum stuðn- ingi alls þjóðkirkjufólks, stuðlað að og leitt nýtt endurreisnarskeið í Skálholti. Þar þarf ekki aðeins að gera upp steinda glugga og lagfæra þjóðarhelgidóminn. Þar þarf að ráð- ast í framkvæmdir og byggja upp aðstöðu sem tryggir að allir þeir sem sækja staðinn heim, geri sér grein fyrir að þar hefur staðið miðstöð kirkjulífs í landinu um lengstan aldur. Nú þurfa þeir sem rétt hafa til að kjósa nýjan vígslu- biskup að ígrunda það vel hvaða kandídat af þeim þrem- ur sem í framboði eru, sé líklegastur til að valda þessu mikla og vandasama hlutverki. Orðskrúð og almennt tal um sögufrægð staðarins þjónar engu. Verkin þurfa að tala og það er mikilvægt að þeir sem til forystu eru kall- aðir hafi skýra sýn, sterkar stoðir að standa á og ekki síst bein í nefinu til að fylgja málum af krafti eftir. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Snorri allur en Reykholt lifir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Meirihluti þeirra 204 ís-lensku kvenna semfóru í hópmálsókn íFrakklandi gegn þýska fyrirtækinu, TÜV Rheinland hefur fengið greiddar bætur. TÜV fór með vottun á PIP-brjóstapúðunum, en málið var höfðað í Frakklandi, þar sem fyrirtækið var með útibú, því það þótti vænlegra til árangurs. Ein þeirra kvenna sem hafa fengið greitt segir málaferlunum hvergi nærri lokið. „Ég lít ekki á þetta eins og þessu sé lokið, þetta er bara hálfn- að,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getið í fjölmiðlum. Konunum voru dæmdar 3.000 evrur í skaðabætur, af því fóru 500 evrur í málskostnað, en þeim var boðið að borga 500 evrur aukalega til að halda áfram með málið til áfrýjunardómstóls. Að sögn konunnar ætla flestar að halda áfram með málið. „Nema auðvitað þær sem eru ennþá með púðana og hafa ekkert fundið fyrir þeim. Þær vilja örugglega bara fá þessar 500 evrur og loka þessu máli,“ segir hún, en hún fór í skoðun vegna sársauka í brjóstunum áður en upp komst um málið. „Ég er með sönnun fyrir öllu frá Jens Kjart- anssyni lýtalækni í mínu tilfelli. Ég mætti til hans og þar er skrifað upp á að mér væri illt í brjóstinu og hefði farið í myndatöku áður en þetta kom upp á yfirborðið.“ PIP-brjóstapúðinn sprakk í hennar tilfelli og fór hún í aðgerð vegna þess viku áður en málið komst í fjölmiðla. Hún segir upp- hæðina alls ekki nægar bætur. „Þetta er mjög lítil upphæð, en það er gott að byrja að fá einhverja greiðslu, svo þetta séu ekki 6 ár þar sem maður er ekki að fá neitt upp í hendurnar.“ Flókin og löng málaferli Saga Ýrr Jónsdóttir hefur ver- ið lögmaður kvennanna í gegnum málaferlin í Frakklandi. Upphaflega fóru 1.600 konur af stað með hóp- málsókn fyrir franska dómstóla. Þeim voru dæmdar skaðabætur á fyrsta dómstigi í Frakklandi og í kjölfarið var ákveðið að fara af stað með aðra málsókn. Í henni eru um 20.000 konur og meðal þeirra 204 ís- lenskar konur. Áður en dómur féll í máli íslensku kvennanna, sneri áfrýjunardómstóll í Frakklandi, Co- ur d’appel d’Aix-en-Provence, fyrsta dóminum við og sýknaði TÜV. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæsta- réttar Frakklands. Í millitíðinni var dæmt í máli íslensku kvennanna, þar sem komist er að tvíþættri nið- urstöðu, annars vegar að fyrirtækið sé skaðabótaskylt og að rétt- aráhrifum dómsins verði ekki frest- að með áfrýjun og þurfti því TÜV að greiða skaðabætur. Skaðabæturnar í fjárvörslu Fjárvörslufyrirtæki lögmanna- félags Frakklands CARPA, tók við fjármununum eftir að búið var að staðfesta skaðbótaskyldu á fyrsta dómstigi og nú er byrjað að geiða þeim 20.000 konum sem komu að málsókninni. Saga Ýrr segir að kröfur íslensku kvennanna hafi greinilega verið ofarlega á lista því það var einungis búið að greiða 500 öðrum konum þegar íslensku kon- urnar fengu greitt. „Við erum búin að ná til 170 kvenna en svo eru um 30 konur sem hefur verið mjög erf- itt að ná í. Tölvupósturinn virkar ekki og þær eru búnar að skipta um símanúmer. Við viljum ekki senda bréf heim til þeirra vegna trún- aðar,“ segir Saga Ýrr. Greiðsla til rúmlega 165 kvenna fór fram í vik- unni, og segir Saga að einhverjar hafi eflaust verið með vitlaust IB- AN-númer. „Við eigum eftir að fá villumeldingarnar.“ Málaferlum kvennanna hvergi nærri lokið PIP Áfrýjunardómstóllinn, Cour d’appel d’Aix-en-Provence,sem sýknaði TÜV, í fyrri hópmálsókninni. Langt gæti verið í dóm Íslendinganna. Rúm sex ár eru liðin frá því að PIP-brjóstapúðamálið komst í hámæli þegar í ljós kom að franska fyrirtækið Poly Implant Prothése hafði notað svokallað iðnaðarsílikon í brjóstafyllingar sem það framleiddi. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP- brjóstafyllingar. Íslensk stjórnvöld tóku þá ákvörðun í byrjun árs 2012 að bjóða öll- um konum með PIP-brjóstap- úða ómskoðun á brjóstum. Þær konur sem þess ósk- uðu gátu síðan farið á lýta- lækningadeild Landspítalans til að láta fjarlægja púðana sér að kostnaðarlausu, án þess þó að fá nýja púða. Margar þáðu þetta boð en margar fóru einnig beint til eigin lýtalæknis til að fá að- gerðina framkvæmda og fá nýja púða. Í kjölfarið tóku 204 íslenskar konur þátt í hópmálsókn í Frakklandi gegn þýska fyrirtækinu TÜV Rhein- land, sem vottaði PIP-púðana. 440 íslensk- ar konur SEX ÁR FRÁ UPPHAFINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.