Morgunblaðið - 23.09.2017, Qupperneq 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
Skoðunarferð Mannlífið er jafnan fjölskrúðugt á Austurstræti og margt að sjá. Sumir hafa með sér dýr í bandi en aðrir ýta á undan sér fallegu barni sem skoðar heiminn í þessum líka fína vagni.
Eggert
Það er einkenni
slakra stjórnmála-
manna að hækka
skatta og auka rík-
isútgjöld og það er
mikilvægt að sumir
ráðherrar fráfarandi
ríkisstjórnar líti sér
nær þegar rætt er um
hagræðingu í atvinnu-
lífinu. Mikilvægt er
að ráðherrar komi
fram sem leiðtogar sem leiða í
stað þess að setja framsögu sína
fram í spurningaformi. Sumir ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar kenna ís-
lensku krónunni um allt sem illa
fer í efnahagsmálum í stað þess að
líta sér nær, en upp í hugann kem-
ur „árinni kennir illur ræðari“. Á
síðustu árum hafa orðið miklar
breytingar á gengi og vöxtum ein-
stakra gjaldmiðla og fátt bendir til
þess að minni breytingar séu
framundan á næstu misserum.
Breytingar á vöxtum og gengi
gjaldmiðla hafa veruleg áhrif á
rekstur fyrirtækja bæði á Íslandi
og á alþjóðlegum mörkuðum.
Vextir hafa verið lágir á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum frá
árinu 2008 og hafa verið neikvæðir
í einstökum löndum. Á Íslandi
hafa verið háir vextir á sama tíma
og vaxtamunur hefur verið á bilinu
4-5% í samanburði við önnur lönd,
þó gera megi ráð fyrir 2-3% nátt-
úrulegum vaxtamun vegna smæð-
ar íslenska hagkerfisins. Gengi
einstakra gjaldmiðla
hefur síðan sveiflast
mikið og ekki verið
minni en sveiflur á ís-
lensku krónunni þrátt
fyrir að hún sé ör-
mynt í samanburði við
aðra gjaldmiðla. Ís-
lenska krónan hefur
komið að góðum not-
um fyrir íslenska auð-
lindahagkerfið sem
þarf að upplifa miklar
sveiflur sem oft ein-
kenna slík hagkerfi.
Vandamálið snýr miklu fremur
að hagstjórn og skynsamlegum
ríkisrekstri. Það væri tilbreyting
að fá lausn á þeim vandamálum
frá sumum ráðherrum ríkisstjórn-
arinnar.
Auðlindahagkerfi og
fermingarjakkinn
Robert Aliber, hagfræðiprófess-
or við Chicago-háskóla, sagði á
ráðstefnu í Háskóla Íslands á
árinu 2008 að upptöku á öðrum
gjaldmiðli á Íslandi væri hægt að
líkja við að miðaldra karlmaður
reyndi að fara í fermingarjakkann
sinn, þ.e.a.s. sveigjanleiki skiptir
auðlindahagkerfi eins og hið ís-
lenska miklu máli þó mörg rök
mæli með upptöku annars gjald-
miðils, t.a.m Bandaríkjadals.
Óhagstæð gengisþróun getur haft
mikil áhrif á rekstrarafkomu fyr-
irtækja og hafa t.a.m. fyrirtæki í
sjávarútvegi og ferðaþjónustu orð-
ið fyrir töluverðu höggi á undan-
förnum misserum vegna styrking-
ar íslensku krónunnar. Á fjár-
málamarkaði eru mörg tæki og
fjármálaafurðir í boði til að stýra
vaxta- og gjaldmiðlaáhættu sem
flest alþjóðleg fyrirtæki nýta sér
við stýringu á sínum fjármálum og
áhættu. Þess vegna er ekki hægt
að kenna íslensku krónunni um
allt sem aflaga fer í íslensku efna-
hagslífi. Nú reynir meira á fyrir-
tæki og fjárfesta að stýra áhættu
sinni með fjármálaafurðum sem
eru í boði á fjármálamarkaði með
svipuðum hætti og alþjóðleg stór-
fyrirtæki hafa tileinkað sér á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum.
Nútímafjármálastjórn í sí-
breytilegu heimshagkerfi
Á undanförnum misserum hefur
mikið verið talað um sveiflur ís-
lensku krónunnar, en sveiflur eru
einnig miklar í einstökum gjald-
miðlum á alþjóðlegum gjaldeyris-
mörkuðum, eins og t.a.m. þróun á
EUR/USD-gjaldmiðlakrossinum.
EUR/USD-gjaldmiðlakrossinn var
1,40 í maí 2014 og 1,04 í febrúar
2017 en er núna 1,17. Miklar
hreyfingar á gjaldmiðlum og vöxt-
um geta haft mikil áhrif á tekju-
streymi og skuldir fyrirtækja sé
ekki brugðist við. Fjármálastjórn
fyrirtækja hefur tekið mið af þess-
ari breytingu með því að sífellt
fleiri fyrirtæki leitast við að tak-
marka áhættu sína með því að
beita verkfærum sem eru þekkt
erlendis en hafa verið að ryðja sér
til rúms hjá innlendum fjármála-
stofnunum. Helstu hlutverk fjár-
málastjóra hafa þannig orðið fleiri
og flóknari eftir því sem fleiri tæki
til að minnka áhættu hafa komið á
markaðinn. Hlutverk fjármála-
stjóra fyrirtækis er margþætt og
felast m.a. í að halda lánstöku-
kostnaði í lágmarki og áhrifum
vaxta- og gjaldmiðlabreytinga í
lágmarki og að hámarka arðsemi
fjárfestinga þess. Við mat á
áhættu er nauðsynlegt að skoða
samsetningu efnahagsreiknings,
en markmið hvers fyrirtækis er
væntanlega að skila hluthöfum
sem mestum arði. Nauðsynlegt er
því að skoða eigna- og skuldahlið
auk tekjuhliðar og setja mark-
miðin um hvar tækifærin liggja í
efnahagsreikningi, þ.e.a.s. hærri
ávöxtun og minni áhættu. Dæmi
um mikilvæga þætti eru lausa-
fjárstýring sem felst m.a. í stýr-
ingu á lausafé fyrirtækisins. Há-
marka nýtingu fjármögnunar og
halda viðskiptakostnaði í lágmarki
auk ávöxtunar fjármagns. Eigna-
og skuldastýring sem felst meðal
annars í eftirliti með kostnaði við
fjármögnun, vöxtum, ávöxtun á
markaði, tækifærum til breytinga
milli fastra eða fljótandi vaxta,
gæðum útistandandi viðskipta-
krafna og upplausnarmöguleikum
þeirra. Hægt er að breyta föstum
vöxtum í breytilega og öfugt og
einnig er hægt að breyta vaxta-
tímabilum. Gjaldmiðlaskiptasamn-
ingar sem henta til stýringar á
gengisáhættu til lengri tíma en
eins árs og veita möguleika á því
að nýta hlutfallslega yfirburði á
einum markaði umfram annan til
að ná fram lægri vöxtum. Síðan er
hægt að nýta framvirka gjald-
miðlaskiptasamninga sem eyða
óvissu um gengi á væntanlegum
greiðslum. Hægt er að gera samn-
inga sem veita vörn gegn óhag-
stæðum sveiflum og einnig að
hagnast á hagstæðum markaðs-
hreyfingum. Áhættustýring sem
felst í því að fylgjast með breyt-
ingum á verðmæti eigna með tilliti
til vaxtastigs og hreyfinga í er-
lendum gjaldmiðlum. Stýring efna-
hagsstærða, þar sem eftirlit er
með mismun í tíma milli eigna og
skulda. Síðan er eftirlit með tekju-
streymi fyrirtækisins sem felst í
því að fylgjast með tekjum og
hagnaði, markaðsverðmæti og
gengissveiflum fyrirtækisins.
Stefna í stýringu á áhættu vegna
vaxta, gjaldmiðlaþróunar og tekju-
streymis getur ýmist verið með
þeim hætti að gera ekki neitt eða
beita virkri stýringu.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Sumir ráðherrar rík-
isstjórnarinnar
kenna íslensku krón-
unni um allt sem illa fer
í efnahagsmálum í stað
þess að líta sér nær, en
upp í hugann kemur
„árinni kennir illur
ræðari“.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.
Íslenska krónan er ekki vandamálið