Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 26

Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Íbókinni Sapiens frá 2011 dregur Yuval Noah Harari saman kenningarum sögu mannsins, og dvelur við tungumálið – eina meginforsenduþess að mannleg samfélög hafi komist langt fram úr dýrunum. Það áþó ekki við um íþróttir á borð við lyftingar, köst, sund, hlaup og stökk (nema stangarstökk), en með tungumálinu hafi maðurinn getað skipulagt samfélög sín í stærri heildir en áður. Þar á þróun ritmálsins líka stóran þátt. Með skriffinnsku í stjórnsýslu voru byggð upp heimsveldi af áður óþekktri stærðargráðu og þegar trúarbrögð tóku að snúast um guðspjöll á helgri bók var hægt að breiða út samræmt fagnaðarerindi um alla heims- byggðina. Lykillinn að því að menn sameinist í friðvænlegum samfélögum er fólginn í því að þeir játi sömu kennisetningarnar um hvað sé gott og vont, rétt og rangt – séu tilbúnir til að lúta sömu lögum og reglum. Engin lög og regluverk duga til að hemja fólk sem fylgir ekki þeim óskrifuðu siðaboðum sem samfélög manna hvíla á. Gert er ráð fyrir að tungumálið hafi orðið mögu- legt vegna stökkbreytingar fyrir 30-70.000 árum. Harari veltir skemmtilega vöngum yfir því hvað geri það svo frábrugðið tjá- skiptum dýra. Alkunna sé að þau skiptist á upplýsingum um aðsteðjandi ógn og segi hvert öðru frá fæðuvon á tilteknum stað. Ótal dæmi eru líka um að dýr tjái tilfinningar. Mennirnir byrji hins vegar að síga framúr dýrunum þegar komi að slúðrinu. Þótt apar slúðri töluvert séu þeir lengur að afla þeirra upplýsinga sem maðurinn geti miðlað í stuttu samtali. Þar nefnir Harari slúður um hver sé með hverjum, hver vilji vera með hverjum og hverjum megi treysta í samböndum og samvinnuverkefnum um fæðuöflun, uppeldi, umönnun og varnir – svo nokkur af sameiginlegum verkefnum séu nefnd. Slúður snúist að jafnaði um ranga hegðun náungans, svo önnur megi vara sig á honum, og nú á dögum megi segja að fjölmiðlar gegni upplýs- ingaskyldu slúðurbera fyrri árþúsunda – og verndi samfélögin þannig fyrir svindli og svikráðum. Mikilvægasta nýmæli tungumálsins hafi þó verið að maðurinn öðlaðist hæfileikann til að hugsa og tala um óefnisleg fyrirbæri: allt frá guðum til fyrirtækja. Þannig trúi kristnir menn því að brauð og vín breytist í líkama og blóð Krists við blessunarorð og signingar, sem Harari líkir við þá trú að fyrirtæki séu til eftir að lögfræðingar hafi skrifað orð á pappír og fengið þá stimplaða á þar til gerðum skrifstofum – án þess að nokkur lifandi maður sé persónulega ábyrgur fyrir skuldbindingum fyrirtækjanna. Oft getur verið hressandi að hugleiða hve mikið af hinum svokallaða veru- leika okkar hvílir eingöngu á því sem við höfum búið til með tungumálinu. Sum ganga svo langt að fullyrða að það sé enginn veruleiki til, bara frásagn- ir – og að valdabarátta allra alda snúist um hver fái að segja frá því sem gerðist „í raun og veru“, ef það var þá eitthvað. Hinn trúaði maður Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Slúður „Nú á dögum má segja að fjölmiðlar gegni upplýsingaskyldu slúð- urbera fyrri árþúsunda.“ Áallra síðustu árum hefur þjóðin verið að návopnum sínum efnahagslega eftir banka-hrunið haustið 2008. Það hefur tekizt hraðaren ætla mátti og byggist að töluverðu leyti á hreinni heppni, þ.e. vaxandi straumi ferðamanna til landsins, en líka því að réttar ákvarðanir voru teknar af stjórnvöldum í kjölfar hrunsins, þótt á það hafi skort síðustu árin fyrir hrun. En á sama tíma og efnahagurinn batnar á ný gætir vaxandi sundurlyndis á hinum pólitíska vettvangi og nú er svo komið að það er farið að valda verulegum áhyggjum og flækjast fyrir framgangi mála. Þetta er alvarlegt umhugsunarefni vegna þess, að nú eru fá mál á dagskrá þjóðfélagsumræðna, sem eru þess eðlis, að ekki ætti að vera mögulegt að ná mála- miðlun um þau, ef vilji væri fyrir hendi. En það má spyrja að gefnu tilefni og fleiri en einu, hvort slíkur vilji sé til staðar. Sú var tíðin að þetta litla samfélag okkar var klofið í herðar niður vegna kalda stríðsins, sem gegnsýrði öll samskipti fólks. Í kalda stríðinu skiptist þjóðin í tvær fylkingar í afstöðu til þeirra átaka. Margir áttu erfitt með að þola að hér var erlendur her í meira en hálfa öld en aðrir töldu að ekki yrði hjá því komist. Áhrif kalda stríðsins voru ekki einskorðuð við hinn pólitíska vett- vang. Þau voru mikil í menningarlíf- inu, svo mikil að verk rithöfunda og skálda og annarra listamanna voru dæmd á pólitískum forsendum á báða bóga. Kalda stríðinu lauk fyrir rúmum aldarfjórðungi og þá hefði mátt ætla að friðsamlegra yrði á vettvangi ís- lenzkra stjórnmála. Það varð ekki. Þvert á móti. Deilurnar um kvótann áttu þátt í því og í kjölfarið hófst eins konar viðskiptastríð, sem endaði með hruninu. Það eitt og út af fyrir sig framkallaði harkaleg átök í samfélaginu. Grundvallarágreiningur um, hvort Ísland ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu, bætti ekki úr skák. Útgerðin greiðir nú auðlindagjald, þótt enn sé deilt um hvort það sé of hátt eða of lágt, efnahagsleg end- urreisn Íslands er orðin staðreynd og ESB komið á hliðarlínu. Hvað veldur þá þeirri misklíð, sem er á vettvangi stjórnmálanna, sem kannski ætti frekar að kalla víg- völl og er svo mikil, að hún er augljóslega farin að skaða samfélagið og framþróun þess? Mín kynslóð kann að eiga erfitt með að yfirgefa skotgrafir kalda stríðsins, en yngri kynslóðir, sem hafa tekið við stjórn landsins, vita varla hvað um er rætt, þegar þau átök fyrri tíðar ber á góma. En það liggur við að pólitísk átök séu nú persónu- legri og hatrammari en þau voru þá. Hinir nýju sam- skiptamiðlar eiga að einhverju leyti hlut að máli. Þar telja almennir borgarar sér leyfilegt að segja nánast hvað sem er um annað fólk, sem oft er meira í ætt við kjaftasögur fyrri tíma en veruleikann í kringum okkur. Þessi fjölmiðlun nútímans á þátt í að skapa hér and- rúmsloft, sem oft verður beinlínis eitrað. Hatrinu virð- ast lítil takmörk sett. Það er tími til kominn að þeir sem hafa boðið sig fram og eru að bjóða sig fram til að annast stjórn á sameiginlegum málefnum þjóðarinnar taki þennan samfélagsvanda til umræðu, bæði sín í milli og við þjóðina. Við erum að skaða sjálf okkur með því að láta sem þessi vandi sé ekki til staðar. Hann er djúpstæður. Fyrir utan spurninguna um aðild að Evrópusam- bandinu eru engin þau mál á döfinni, sem fólk með ólíkar skoðanir í stjórnmálum á ekki að geta náð mála- miðlun um. Svo dæmi sé tekið er engin ástæða til að ætla að ekki eigi að vera hægt að ná samkomulagi um þau mál sem forseti Alþingis hefur verið að ræða við forystumenn þingflokka síðustu daga. Þótt skoðanir séu skiptar um að hve miklu leyti einkarekstur eigi að koma við sögu í heilbrigðisþjónustu eða skólastarfi á að vera hægt að ná málamiðlun um slík mál – nema það sé staðfastur vilji stjórnmálamanna að hírast sem lengst í skotgröfum. Það er augljóst að það er markmið annarra flokka og framboða að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá áhrifum á landstjórnina. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki jafn öflugur flokkur og hann var er þó ljóst að fylgi hans hleypur á milli fjórðungs og þriðjungs kjósenda. Það er lítið vit í því að útiloka sjónarmið svo stórs hóps fólks frá áhrifum á stjórn landsins. Um leið verður sá sami flokkur að gera sér ljóst að áhrif hans eru ekki þau sömu og áður og byggjast nú fremur á sundurlyndi andstæðinga en eigin styrkleika. En gagnkvæm óvild, andúð og jafnvel hatur er kom- ið á það stig, að nú verður skynsamt fólk í öllum flokk- um að taka höndum saman um að hreinsa þetta eitur út úr þjóðarlíkamanum. Við vissum öll að það var ljótt að skilja einhvern eða einhverja útundan á leikvellinum við skólann í gamla daga. Við eigum að hafa þroska til að skilja að á leikvelli landsmálanna, getur það ekki verið sérstakt markmið að þessi eða hinn megi ekki vera með. Við erum of fá til þess að láta það eftir okkur að standa í svona sandkassaleik. Hagsmunir okkar sem búum á þessari eyju eru að standa saman og snúa bökum saman við uppbyggingu samfélagsins. Við erum ótrúlega heppin að búa hér og að eiga svo gjöfular auðlindir sem landið og hafið í kringum það er svo ríkt að. Það er tímabært að slíðra sverðin og fara að vinna saman. Sundurlyndið er að stórskaða okkur Tími til kominn að yfirgefa skotgrafirnar Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Mín er sums staðar getið í er-lendum ritum um banka- hrunið, meðal annars í bók eftir bandarískan hagfræðing, Barry Eichengreen, Speglasölum (Hall of Mirrors, 2014). Hann kveður mig sérfræðing um fiskveiðar, sem lagt hafi til að Ísland yrði fjár- málamiðstöð. Hið fyrra er ofsagt, hið síðara rétt. En þá átti ég vit- anlega við fjármálamiðstöð, sem byði fjármagnseigendum og fyrir- tækjum lága skatta, öryggi og trúnað, en líka lága vexti. Ég hafði ekki í huga skefjalausar lán- tökur íslenskra banka erlendis. Því miður eru nokkrar villur um Ísland í bók Eichengreens. Hann segir (bls. 220), að við setningu Neyðarlaganna 6. október 2008 hafi ekki verið hirt um erlenda eigendur Icesave-reikninga Landsbankans og Edge-reikninga Kaupþings, svo að Bretar hafi gripið til sinna ráða. En Neyðar- lögin veittu öllum innstæðueigend- um, erlendum og íslenskum, for- gang í bú bankanna, þar á meðal Landsbankans. Og Edge- reikningarnir í Bretlandi voru í dótturfélagi og því tryggðir þar og ekki á Íslandi. Eichengreen segir líka (bls. 221), að Árni Mathiesen hafi 7. október 2008 sagt Alistair (sem hann kallar Alisdair) Darling, fjár- málaráðherra Breta, að íslenska ríkið, sem nú væri orðinn eigandi bankanna, gæti ekki greitt út inn- stæðueigendum. En þegar þeir Árni og Darling töluðu saman, hafði Fjármálaeftirlitið aðeins tek- ið í sínar hendur einn banka, og það var ekki ríkið, sem átti að greiða út innstæðueigendum, held- ur Tryggingasjóður innstæðueig- enda. Eichengreen virðist ekki heldur vita, að kröfur innstæðu- eigenda hafa fyrir löngu verið greiddar að fullu úr búum bank- anna. Enn fremur segir Eichengreen (bls. 397), að Geir H. Haarde hafi verið fundinn sekur um stórfellda vanrækslu fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi í kreppunni. En hann var fundinn sekur um van- rækslu, ekki stórfellda vanrækslu. Og „sakarefnið“ var að taka ekki á dagsrá í ríkisstjórn vanda bank- anna. Auðvitað hélt Geir fjölda ríkisstjórnarfunda í kreppunni. Eichengreen kveður aðalheim- ildarmann sinn um Ísland vera Sigrúnu Davíðsdóttur. Ekki veit ég, hvað henni gengur til að bera út land sitt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Blefken er víða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.