Morgunblaðið - 23.09.2017, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.09.2017, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 Þó að Hjörvar Steinn Grét-arsson sé stigahæsti kepp-andinn á Haustmóti Tafl-félags Reykjavíkur og meistaramóti Hugins er hann langt í frá öruggur með sigur en þátttaka hans í báðum mótunum er ánægju- leg og nokkrir aðrir hafa farið að dæmi hans og tefla bæði í Faxafen- inu og í Mjóddinni þar sem Meist- aramót Hugins fer fram. Á Haust- móti TR eru keppendur í efsta flokki 30 talsins og staða efstu manna þeg- ar tefldar hafa verið sjö umferðir af níu er þessi: 1. Hjörvar Steinn Grét- arsson 6 v. (af 7) 2. Magnús Örn Úlf- arsson 5 ½ v. 3.-5. Einar Hjalti Jens- son, Þorvarður Ólafsson og Björgvin Víglundsson 5 v. Varðandi stöðuna á Meistaramóti Hugins er vert að hafa í huga að keppendur geta tekið tvær yfirsetur en reikna má með að úrslit fáist í uppgjöri efstu manna í lokaumferð- unum. Efstu menn eru þessir: 1.-3. Vignir Vatnar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Þor- finnsson 4 v. (af 5). Á Akureyri stendur yfir haustmót Skákfélags Akureyrar og þar er Jón Kristinn Þorgeirsson efstur með 3 ½ v. eftir fjórar umferðir en með ½ vinningi minna eru þeir Sigurður Arnarson og Smári Ólafsson. Taflfélag Reykjavíkur hefur látið slá inn allar viðureignir mótsins og birt á netinu, þar vakti athygli mína skák Hjörvars Steins og Einars Hjalta Jenssonar úr sjöttu umferð. Eftir átakalitla byrjun fór spennan að magnast og eftir 28. leik hvíts kom þessi staða upp: Haustmót TR 2017: Hjörvar Steinn – Einar Hjalti 28. … Dxa4?! Teflt á tæpasta vað. Öruggara var að valda f5-reitinn og leika 28. … g6. 29. Dc4+ Kf8 30. b5! Einar hafði búist við þessu, hann má ekki fara í drottningakaup en treysti á … 30. … Da3! 31. Df1! Valdar hrókinn og hótar 32. Rc4. 31. … Ra5 32. Ha1 Dxc3 33. Hc1 Dd3 34. Dh3! Eftir allar þessar vendingar búast menn hvíts til innrásar, svartur er í raun varnarlaus. 34. … Dd7 35. Hc8+?! Ke7 36. Rf5+ Ke6 Setningin að hótunin sé sterkari en leikurinn er talin ein mesta spek- in úr herfræði skákarinnar og á vel við stöðuna sem kom upp eftir 34. leik svarts og einnig þessa. „Vél- arnar“ staðhæfa að 35. Dxh7 hefði verið betra en 35. Hcc8+ og að nú sé 37. Dg4! leikurinn, t.d. 37. … g6 38. Rh6+ f5 39. Rxf5 gxf5 40. Dg8+ og vinnur. 37. He8+? Kd5 Nú sleppur kóngurinn yfir á drottningarvænginn og sókn hvíts er runnin út í sandinn. Í framhaldinu gat Einar leikið 44. … a5 með vinn- ingsstöðu. Hjörvar var laginn við skapa sér gagnfæri og vann að lok- um. 38. He7 Dxb5 39. Re3 Kc5 40. Dc8 Kb4 41. Dg4 Ka3 42. Df3 Ka2 43. Hxg7 Rc6 44. Dxf6 Db1 45. Kg2 De4 46. Kh3 Hb2 47. Rd1 Hb3 48. Hxb7 Dg6 49. Dxg6 hxg6 50. Hc7 Hb6 51. Rc3 Kb3 52. Rd5 Hb5 53. Hxc6 Hxd5 54. Ha6 Hd7 55. Kg4 Kc4 56. h4 Kb5 57. Hxg6 Hf7 58. He6 Hxf2 59. Hxe5 Kb4 60. h5 a5 61. h6 Hf8 62. h7 a4 63. Kg5 a3 64. g4 a2 65. He1 Ha8 66. Ha1 - og svartur gafst upp. Aronjan og Ding tefla til úrslita Armeninn Levon Aronjan og Kín- verjinn Liren Ding tefla til úrslita á heimsbikarmótinu í Tiblisi í Georgíu. Aronjan vann Frakkann Vachier- Lagrave í armageddon-skák sl. fimmtudag og samtals 5:4. Áður hafði Liren Ding unnið Wesley So 3 ½ : 2 ½. Einvígi Aronjan og Ding hefst í dag og tefla þeir fjórar skák- ir. Þeir hafa báðir unnið rétt til þátt- töku í næsta áskorendamóti. Hótunin er sterkari en leikurinn Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jóns- son. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) kemur í heim- sókn og syngur dægurlög. Kór kirkjunnar syng- ur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar Helgadóttur og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Magn- ús Ragnarsson, sem senn lætur af störfum við Áskirkju, og verður þetta síðasta messan sem hann þjónar við þar. Kaffisopi og safatár í Dal eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Prestur er Stefán Már Gunn- laugsson, héraðsprestur og meðhjálpari Sig- urður Þórisson. Sunnudagaskóli er á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk og sr. Hans Guðberg. Kl. 17 Síðdegismessa í Bessastaðakirkju. Umsjón með stundinni hafa Margrét djákni og sr. Hans Guðberg, Lærisveinar HANS leika undir stjórn Bjarts Loga organista. BREIÐHOLTSKIRKJA | Hausthátíð fjölskyld- unnar kl. 11. Hátíðin byrjar með sunnudaga- skólafjöri í kirkjunni. Sr. Þórhallur fer með söfn- uðinn í indjánaleik. Leikur, andlitsmálun, blöðrur og grillaðar pylsur í safnaðarheimilinu. Tómasarmessa kl. 20. Stór hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar Tómasarmessu. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syng- ur, Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar að- stoða Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson, organisti Sólveig Sigríð- ur Einarsdóttir. Einsöngvari Ásdís Arnalds. Sunnudagaskóli á sama tíma á neðri hæð. Veitingar í safnaðarsal að lokinni messu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnu- dagsmessa. DÓMKIRKJAN | Prests- og djáknavígsla kl. 11. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, vígir djáknakandídat Elísabetu Gísla- dóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Einnig verður cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskóli milli kl. 11 og 12 á kirkjuloftinu. Öll börn velkomin í fylgd með fullorðnum. Bílastæði aftan við Alþingishúsið. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Fermingarbörnum ásamt foreldrum og forráðamönnum er sér- staklega boðið. Kynnt verður fyrirkomulag fermingarfræðslunnar í vetur. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar ásamt sr. Guð- mundi Karli Ágústssyni. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Pétur og Ásta taka á móti börnunum í sunnu- dagaskólann. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Kaffi og djús eftir stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs- þjónusta sunnudaginn 24. september kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Fermingarbörn taka þátt. Söng- hópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Barnakór Frí- kirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björg- vinsdóttur. GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsmessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Há- kon Leifsson. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu og Þórdís Sævarsdóttir syngur. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Brúðuleikhús, söngvar, sögur og límmiðar. Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólm- fríður Frostadóttir hafa umsjón. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunn- arsson prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl . 11, um- sjón hefur Daníel Ágúst o.fl. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot til Gideonfélagsins. Messuhópur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grens- áskirkju syngja. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur María Ágústsdóttir. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18.10- 18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14 í hátíðasal. Séra Sigurður Pálsson þjónar. Grundarkórinn leiðir söng og organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organisti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guðríðarkirkju. Barnastarf í umsjá Sigurðar Óskars og Hákons Darra. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi og djús í boði eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir flytur erindi: Siðbót og umhverfismál. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Börn úr Suzuki tónlistarskólanum í Reykjavík leika á hljóðfæri undir stjórn Ewu To- sik. Organisti Kári Allansson. Prestur Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn og sunnu- dagsmessan sameinast í kirkjunni. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir leiðir stundina ásamt sunnu- dagaskólakennurunum Markúsi og Heiðbjörtu. Guðný Einarsdóttir verður við orgelið. HRAFNISTA HAFNARFIRÐI | Guðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum á 1. hæð. Hrafn- istukórinn leiðir safnaðarsöng. Kórstjóri er Böðvar Magnússon. Ritningarlestra les Birna Jónsdóttir. Meðhjálpari er Guðmundur Ólafs- son. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HVALSNESSÓKN | Messa í Safnaðarheim- ilinu í Sandgerði kl. 17. Sigga og Líni afhenda formlega snúningsborð fyrir líkkistur. Almennur söngur. Séra Sigurður Grétar segir stuttlega frá Noregsdvöl. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn | Kynningarfundur um fermingarfræðslu verður kl. 12 í Húsi Jóns Sigurðssonar. Unglingar ásamt foreldrum eru velkomnir til að fræðast um tilhögun kennslunnar. Íslensk guðsþjónusta kl. 14 í Skt Pauls kirkju. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. Orgelleik annast Stefán Arason og Sólveig Anna Aradóttir. Prest- ur Ágúst Einarsson. Messukaffi í Jónshúsi í umsjón Kammerkórsins Stöku. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Kl. 13. Barna- kirkja/fjölbreytt starf fyrir aldursskipta hópa og á sama tíma er lofgjörð og eftir það verður heil- ög kvöldmáltíð. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Kl. 11 munu Lára Grétarsdóttir og Hafsteinn Hjartarson leiða söng. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Systu og leiðtoga. Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir eru messuþjónar. Sr. Erla Guð- mundusdóttir þjónar. Súpa og brauð lagt á borð af fermingarforeldrum. Miðvikudag 27. sept. kl. 12 er kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Súpa og brauð í boði. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syng- ur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Jóhanna Elísa Skúladóttir og Anna Lovísa Daníelsdóttir leiða starfið. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn- arprestur þjónar, organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson sem stýrir söng Gradualekórs Lang- holtskirkju við messuna. Sara Gríms tekur á móti krökkunum í sunnudagaskólanum. Heitt á könnunni í safnaðarheimilinu eftir messu. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. El- ísabet Þórðardóttir verður við flygilinn ásamt Karólínu Rut Lárusdóttur söngkonu. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Helgistund kl. 13 í Há- túni 12 með Elísabetu og sr. Davíð Þór. Þriðjudagur 26.9. 19.30, kyrrðarbæn kl. 19.30, pílagrímafélagið kl. 20. Fimmtudagur 28.9. Kyrrðarstund kl. 12. Tón- list, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa í safnaðarheimilinu á eftir. Samvera eldri borg- ara kl. 13.30. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og prédikar. Þórður Sigurðarson er organ- isti og Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safn- aðarsöng. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar organista. Ása Laufey og Ari leiða barnastarfið. María Ágústsdóttir héraðs- prestur þjónar. Kaffi á Torginu að messu lok- inni og haldið verður í rútuferð á söguslóðir Neskirkju í fylgd sr. Steinunnar A. Björnsdóttur og Önnu Þ. Þorgrímsdóttur. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Brynja Vigdís og Heiðar sjá um sunnudagaskólann ásamt Stef- áni Helga organista. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Tónlistarmessa og barnastarf kl. 14. Sr. Pétur Þorsteinsson pre- dikar og þjónar fyrir altari. Heiðbjört og Markús sjá um barnastarfið. Messugutti er Petra Jóns- dóttir og organisti er Árni Heiðar Karlsson. Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum. Maul í efri safnaðarsal kirkjunnar eftir messuna. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður: Oddvar Sovik. Túlkað á ensku/íslensku. Barnastarf. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Nýr límmiði og ávaxtahressing í lokin. Messa kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Tómas Guðni Eggerts- son leikur á orgel og Kór Seljakirkju syngur. Kaffi að messu lokinni. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30, sr. Bryn- dís Malla Elídóttir þjónar og Kór Seljakirkju syngur. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjón- ar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Leið- togar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safn- aðarsöng. Veitingar eftir athöfn og samfélag. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. STOKKSEYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Stokkseyrarkirkju syngur. Organisti og stjórn- andi er Haukur Arnarr Gíslason. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega boðin að koma. Kaffi- sopi og spjall á eftir í Safnaðarheimili Stokks- eyrarkirkju. Sr. Kristján Björnsson. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 20. Almennur söngur. Séra Sigurður Grétar segir stuttlega frá Noregsdvöl. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigfinn- ur Þorleifsson þjónar fyrir altari og predikar en Jóhann Baldvinsson, ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju, mun leiða söng. Á sama tíma er sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu. Eftir messuna er samvera með kaffisopa og djús. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista. Prestur Hulda Hrönn Helgadóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón: María og Bryndís. Hressing í safnaðarsalnum eftir guðsþjónustur. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hálskirkja Orð dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6) Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.