Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 29

Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 ✝ Leifur Ársæls-son útgerðar- maður fæddist 10. júlí 1931. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja 16. september 2017. Foreldrar hans voru Ársæll Sveins- son frá Uppsölum, Vestmannaeyjum, f. 31. desember 1893, d. 14. apríl 1969, og Laufey Sig- urðardóttir frá Móum, Njarðvík, f. 2. september 1895, d. 16. ágúst 1962. Systkini Leifs voru Lárus, f. 1914, d. 1990, Sveinn, f. 1915, d. 1968, Guðrún, f. 1920, d. 1927, Petrónella, f. 1921, d. 2006, Ásta Skuld, f. 1925, d. 1928, Guðrún Ásta, f. 1929, d. 1977, Guðný Lilja, f. 1933, og Ársæll, f. 1936. Hinn 24. júní 1953 kvæntist Leifur Guðnýju Bjarnadóttur, f. 25. apríl 1931, d. 27. ágúst 2017. Foreldrar hennar voru Bjarni Eyjólfsson, f. 2. nóvember 1904, d. 30. janúar 1985, og Guðrún Guðjónsdóttir, f. 10. ágúst 1898, d. 16. ágúst 1983. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Birna Leifsdóttir, f. 1951, maki Bjarni Guðjón Samúelsson, f. 1950. Börn þeirra eru a) Guðný Bjarnadóttir, f. 1971, maki Kári Höskuldsson, f. 1973. Börn þeirra eru Höskuldur Rafn, and- vana fæddur 2002, Leifur Rafn, eyjum og bjó þar alla tíð, ef und- an er skilið rúmt ár sem hann bjó í Reykjavík vegna Vest- mannaeyjagossins. Hann gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja og Kvöldskóla iðnaðarmanna Vest- mannaeyjum, fór svo í Verzl- unarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1952. Leifur byrjaði ung- ur að vinna við útgerð föður síns. Árið 1975 byrjaði hann með sína eigin útgerð, Ísleif ehf., og gerði út Ísleif VE 63 ásamt Gunnari Jónssyni skipstjóra og Kára Birgi Sigurðssyni vélstjóra. Árið 1986 keyptu Leifur og Gunnar hlut Kára Birgis og ráku þeir Ís- leif ehf. þar til Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum keypti hana síðla árs 2003. Leifur var virkur í hinum ýmsu félögum, Íþróttafélaginu Þór, skátafélaginu Faxa, Golf- klúbbi Vestmannaeyja, Sjálf- stæðisfélagi Vestmannaeyja, Akoges, Félagi eldri borgara, Vestmannaeyjum, Útvegsbændafélagi Vest- mannaeyja og LÍÚ. Hann sat í stjórn þessara félaga ásamt því að sitja í stjórn hinna ýmsu fyr- irtækja eins og Vinnslustöðv- arinnar og SR-mjöls. Árið 1955 byggðu hjónin sér einbýlishús í Túngötu 18,Vest- mannaeyjum, en árið 1995 fluttu þau á Helgafellsbraut 23c, síð- ustu árin dvaldi hann á sjúkra- húsi Vestmannaeyja. Útför Leifs fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum í dag, 23. september 2017, og hefst athöfnin kl. 14. f. 2003, Magnús Rafn, f. 2006, og Guðrún Birna, f. 2009. b) Samúel Sveinn Bjarnason, f. 1975, maki Elín Jóhannsdóttir, f. 1979. Börn þeirra eru Bjarni Guðjón, f. 2002, Svanhvít Birna, f. 2006, og Kristófer, f. 2008. c) Margrét Bjarnadóttir, f. 1981 sambýlis- maður Einar Bjarni Halldórsson, f. 1979. Barn þeirra er Esther Birna, f. 2016. 2) Leifur Ársæll Leifsson, f. 1955, d. 2013, maki Jóna Björgvinsdóttir, f. 1957. Börn þeirra eru a) Birgir Þór Leifsson, f. 1976, maki Fríða Björk Sandholt, f. 1978. Börn þeirra eru Bjarki Þór, f. 2006, Steinar Örn, f. 2008, og Brynja Maren, f. 2011. b) Ívar Örn Leifs- son, f. 1983, sambýliskona Linda Rakel Jónsdóttir, f. 1988. Barn þeirra er Ólöf Braga, f. 2015. c) Rakel Ýr Leifsdóttir, f. 1994. 3) Elín Laufey Leifsdóttir, f. 1958, maki Jóhannes Óskar Grettis- son, f. 1958. Börn þeirra eru a) Grettir Jóhannesson, f. 1982. b) Leifur Jóhannesson, f. 1985, sambýliskona Gígja Óskarsdótt- ir, f. 1991. Barn þeirra er Eva Laufey, f. 2014. c) Guðrún Ósk Jóhannesdóttir, f. 1992. Leifur ólst upp í Vestmanna- Kallið er komið, komin er stundin segir í sálminum fallega. Kallið kom á svolítið sérstökum tíma hjá þér, elsku pabbi minn og tengdapabbi. Tíminn sem þú fórst frá okkur var að kvöldi jarð- arfarardags elsku Guðnýjar þinnar. En við vitum að þarna var ástin ykkar á milli á ferð. Þú varst með brostið hjarta og hún vildi fá þig til sín. Nú eruð þið saman á betri stað. Aldrei hefði okkur órað fyrir því að við mynd- um skrifa minningargrein um ykkur með viku millibili. Síðustu þrjú árin reyndust þér mjög erfið, þú á sjúkrahúsinu og Guðný þín á dvalarheimili aldr- aðra, Hraunbúðum, horfin í alz- heimer-sjúkdómnum. En alltaf þegar við vorum hjá þér í heim- sókn og sögðum þér að við vær- um að fara til hennar baðstu okk- ur og sagðir þessu fallegu orð: „Kyssið hana Guðnýju mína frá mér.“ Nú vitum við að þið eruð saman á ný og nú kyssir þú hana frá okkur. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Að lokum langar okkur að þakka starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun síðustu ár. Elsku pabbi minn og tengda- pabbi, við eigum svo margar fal- legar minningar um ykkur tvö, sem við geymum í hjörtum okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Elín Laufey og Jóhannes. Afi minn. Þú og amma eigið, í mínum augum, fallegustu ástarsögu sem ég hef sjálf fengið að vera þess aðnjótandi að sjá með mínum eig- in augum. Og ljúfsári endirinn þinn í faðmi fólks sem elska þig á jarðarfarardegi ömmu kóróna þessa fallegu ástarsögu ykkar, sem spannaði meira en 60 ár. Takk fyrir að sýna mér hve ástin getur verið fögur og sterk. Undanfarið hef ég fengið að heyra að ég gæti hafa komist upp með svo margt með þér sem eng- inn annar gerði. Í hárgreiðsluleik leyfðir þú mér að dundast í hárinu þínu þar sem ég, oftar en ekki, breytti skiptingunni og setti hárlengingar ásamt öðrum mik- ilvægum fylgihlutum. Það eru til svo margar myndir af okkur sam- an í þessum dulargervum og enn fleiri án þeirra. En það er eitt sem þessar myndir eiga sameig- inlegar, okkur tvö skælbrosandi. Það sem mér þykir vænt um þessar myndir og allar þær stundir sem við áttum saman, bara ég og þú. Á hverjum einasta degi í sex vikur komst þú í heim- sókn til að spila við mig þegar ég var nýkomin úr aðgerð og rúm- föst í gipsi. Ég á ennþá gjöfina sem þú gafst mér sem þú fórst einn og keyptir því þér langaði það. Ég elska hana alveg jafn mikið í dag og ég gerði þegar ég var sjö ára og gleymum ekki Flekk, mínum allra heilagasta bangsa sem fór allt með mér, meira að segja inn á skurðstofu. Þú gafst mér hann og sagan af því af hverju þú keyptir hann er mér svo dýrmæt, þú þekktir mig svo vel og vissir alveg hvað ég vildi. Hann veitir mér ennþá huggun meira en 20 árum seinna. Þó að ég hafi ekki verið í gipsi þá elskuðum við að spila við hvort annað og það þurfti ekki mikið til að sannfæra okkur til að spila, bara eitt orð „Þorirðu?“ og svo spiluðum við marga klukkutím- ana frá okkur saman og þegar ég hugsa til baka vann ég heldur oft en þér var alveg sama, ég var glöð, þá varst þú glaður. Oftar en ekki töluðum við saman á ensku, þú varst sá fyrsti til að uppgötva enskukunnáttuna mína, hún hef- ur heldur betur komið sér vel upp á síðkastið í vinnunni minni. Sam- ræðurnar okkar byrjuðu oftast á því þar sem þú horfðir til mín glottandi og spurðir hvort ég tal- aði ensku. Aðfangadagur var líka svolítið okkar, eða það var allavega upp- lifunin mín. Ég valdi hvaða pakka skyldi lesa á og rétti þér. Ef það var ekki nógu mikið hljóð í kring fyrir þig færðist smá púki yfir þig og þá kallaðir þú hátt og skýrt: „Halló, halló!“ Þá fékkstu þína þögn, gast lesið hver ætti pakk- ann og ég afhenti hann svo til eig- andans. Þú varst nú samt ekki sá eini sem púkinn færðist í um jól- in, eitt sinn ákváðum við systk- inin að hrekkja þig og spegluðum við einn merkimiðann, pakkinn var því ekki frá Gretti, Leifi og Guðrúnu Ósk heldur Ritterg, Ru- fiel go Núrðug Skó. En þú reynd- ir nú samt að lesa úr þessu og hafðir svo gaman af fyrir því þeg- ar í ljós kom hvers vegna þessi merkimiði var svona óskiljanleg- ur. Ég á svo ótal margar minning- ar með þér elsku afi og er þetta bara brot af því besta. Takk afi minn fyrir allt, þú ert besti maður sem ég þekki og mér finnst ég heppnust í heimi fyrir að vera barnabarn þitt. Ég elska þig, afi. Þín Guðrún Ósk. Elsku afi, ég verð að viður- kenna að ég hef átt erfitt með að undirbúa mig fyrir þennan dag. Ég finn fyrir tómarúmi í hjarta mínu en um leið er ég ánægður að þú sért kominn á betri stað með ömmu. Ég og þú áttum sérstakt samband, samband sem ég held að ekki margir eigi við afa sinn. Hvernig kveður maður afa sem er ekki einungis afi minn heldur einnig besti vinur minn og fyr- irmynd? Maður sem var alltaf til staðar og sem ég gat alltaf leitað til alveg sama hvað bjátaði á. Ég kveð þig stoltur og þakklátur. Takk fyrir alla bryggjurúnt- ana sem við fórum saman. Við eigum óteljandi bryggjurúnta og bílferðir um eyjuna saman. Takk fyrir að hafa hringt í mig upp á hvern einasta dag þegar ég flutti til Reykjavíkur. Símtöl sem byrjuðu alltaf eins. „Hvað segir greifinn? Ég segi bara fínt, hvað segir furstinn?“ Ég mun sakna þess að heyra þig kalla mig greif- ann. Takk fyrir að vera fyrirmynd- in í mínu lífi, ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef þú hefðir ekki hvatt mig áfram. Þegar ég var spurður sem krakki hvað ég vildi vera þegar ég yrði stór var svarið einfalt. Ég vil vera eins og afi. Takk fyrir að lesa yfir mér lífs- reglurnar sem þú fékkst að gjöf frá mömmu þinni. Reglur sem við þuldum saman þegar ég var að slæpast með þér á skrifstofunni, sem var nú ansi oft. Þetta eru lífs- reglur sem ég lifi eftir og mun miðla áfram. Takk fyrir að vera vinur minn. Vinur sem ég gat treyst fyrir öllu sem var að hrjá mig. Takk fyrir að treysta mér fyrir þínum mál- um sem ég held hjá mér í hjarta mínu. Takk fyrir að vera afi minn. Ég sakna þín. Þinn Grettir. Elsku afi. Við hefðum aldrei trúað því að við sætum hér og skrifuðum minningargrein um þig viku eftir að við skrifuðum um ömmu. Saga ykkar ömmu er svo falleg, þið endið lífsins göngu saman, þú hefur ekki getað hugsað þér lífið án hennar. Við systkinin eigum margar góðar minningar um þig, þeir voru ekki ófáir bryggjurúntarnir sem við fórum með þér á „pikk- anum“, til að kanna hvaða bátar væru í höfn og hvaða bátar voru að koma hlaðnir inn. Golfið átti hug þinn allan þar til fyrir nokkr- um árum, og kenndir þú okkur öllum fyrstu taktana á golfvell- inum þar sem þú vonaðist nú til að við yrðum einhverjir snillingar í þeirri íþrótt. Því miður tókum við systkinin það ekki að okkur en þó æfðum við öll golf á ein- hverjum tímapunkti. Þú hafðir alltaf gaman af því að segja sögur frá því að þú varst ungur, þú varst mjög stoltur af fjölskyldunni þinni og uppruna, eftir því sem við urðum eldri kunnum við að meta betur þessar sögur. Þú varst stoltur af börn- unum þínum, barnabörnum og langafabörnin glöddu þig svo mikið. Þú vildir alltaf öllum svo vel og reyndir eftir fremsta megni að rétta fram hjálparhönd ef að þú mögulega gast. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér, og þú skalt vera mín – í söng og tárum. (Davíð Stefánsson) Elsku afi, nú kveðjum við þig með söknuð í hjarta, nú gangið þið amma saman hinsta spölinn. Guðný, Samúel Sveinn, Margrét og fjölskyldur. Laugardagurinn 16. septem- ber árið 2017 er dagur sem mun seint gleymast. Ég fylgdi yndis- legu ömmu Guðnýju, eiginkonu þinni, til grafar en síðar um dag- inn kvaddir þú, elsku afi, þennan heim og má því segja að ást ykkar hafi verið svo sterk að þú gast ekki hugsað þér lífið án elsku ömmu. Ég varð þeirra forrétt- inda aðnjótandi að eiga yndislega ömmu og afa. Allt frá því ég man eftir mér hef ég litið upp til þín, elsku afi, ómetanlegar stundir á golfvellin- um, bryggjurúntarnir og sögu- stundirnar eru í fersku minni núna þegar maður lítur til baka. Um helgar eyddum við oft miklum tíma saman að horfa á enska boltann og golf. Amma töfraði svo fram sunnudagskaffið þar sem við nutum samveru fjöl- skyldunnar þar sem þú sagðir oftar en ekki sögu eða tvær. Frá árinu 2014 varstu á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Við, litla fjölskyldan á Nýjabæj- arbrautinni, komum reglulega í heimsókn og það gladdi okkur Gígju að sjá að Eva Laufey okkar gladdi þig mikið og þú brostir hringinn þegar við komum í heimsókn. Það fyrsta sem þú spurðir mig var hvort það væri eitthvað að frétta af sjónum og að sjálfsögðu var spurt um Ísleif og hvort þeir væru að fiska. Það var mikil heiður að fá að fara á sjó á Ísleifi, á bát sem var þér svo kær, ég gleymi ekki stundinni þegar ég sagði þér að ég færi á Ísleif. Gleðin sem skein úr augum þín- um var svo tær. Elsku afi, þú ert mín fyrir- mynd og hefur kennt mér svo margt í gegnum árin. „Komdu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig“ er lífs- mottó sem þú tamdir þér og sagð- ir okkur systkinunum að hafa að leiðarljósi í lífinu. Heiðarleikinn var líka mikilvægur í þínum aug- um og þú kenndir okkur að vera heiðarleg í öllu sem við tækjum okkur fyrir hendur. Elsku afi og nafni, það er heið- ur að fá að bera nafn þitt og ég ber það stoltur til æviloka. Leifur Jóhannesson. Elsku langafi. Ég mun sakna þín mikið, að koma í heimsókn til þín á spít- alann var svo gaman. Þú brostir hringinn þegar ég birtist í dyra- gættinni. Ég fékk svo að komast í nammiskálina þína og valdi handa okkur mola, ég var nú oft- ast búin með minn mola á undan en fann líka alltaf til mola handa þér, þú hafðir nú stundum ekki undan. Mamma og pabbi sögðu mér að Laufeyjarnafnið sem ég ber hefði þig dreymt þegar ég var nýfædd, Laufey var nafn mömmu þinnar og vitjaði hún þín í draumi. Elsku langi, ég elska þig. Þín Eva Laufey. Nú hefur Leifur Ársælsson kvatt þetta jarðneska líf. Það var alltaf gaman að heimsækja ykkur Guðnýju á fallega heimilið ykkar á Túngötunni. Þið áttuð alltaf nóg af kærleika og væntumþykju. Nú hafið þið sameinast á ný, þið genguð saman lífsins veg sem góðir og kærir vinir. Nú farið þið saman hina síðustu ferð þar sem Guð mun leiða ykkur í ljósið. Takk fyrir samfylgdina í lífinu. Blessuð sé minning þín. Kristín Engilbertsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana. Síðastliðinn laugardag var Guðný frænka lögð til hinstu hvílu en að kvöldi þess dags fékk eiginmaður Guð- nýjar hann Leifur Ársælsson hvíldina, kannski ekki óvænt en samt dálítið snöggt, saman höfðu þau gengið veginn í nær sjötíu ár og það var eins og lífsneistinn slokknaði með burtför Guðnýjar. Leifur átti farsælt og gott líf með henni Guðnýju sinni en hann var líka einstaklega farsæll út- gerðarmaður. Leifur ólst upp á stóru heimili athafnahjónanna og foreldra sinna á Fögrubrekku, þeirra Ársæls Sveinssonar og Laufeyjar Sigurðardóttur. Hann fór snemma að taka til hendinni eins og siður var í þá daga, en hann fór líka til náms í Verslun- arskólanum, byggði stórt hús yfir fjölskylduna og vann við útgerð og fiskvinnslu, verslunarrekstur og skipasmíðastöð fjölskyldunn- ar. Já, það var í mörgu að snúast. Á síðari tímum keypti Leifur Ísleif VE-63 út úr fjölskyldufyr- irtækinu í félagi við þá Gunnar Jónsson skipstjóra og Kára Birgi Sigurðsson vélstjóra. Það verður ekki annað sagt en þar hafi farið afar farsæl útgerð af stað og var svo alla tíð. Leifur var sjálfstæðismaður og var stoltur af en hann hafði líka mikið yndi af íþróttum alls konar, hann var auðvitað Þórari og lék knattspyrnu með Þór í gamla daga en síðari ár lagði hann rækt við golfíþróttina, sem hann hóf ungur að árum að stunda. Hann var ávallt skáti, þá var hann og félagi í Akógesfélag- inu í Vestmannaeyjum til margra ára og auðvitað tók hann virkan þátt í starfi Útvegsbændafélags Vestmannaeyja sem og LÍÚ. Við vorum ung að árum þegar við hófum búskap okkar í kjall- aranum á Fögrubrekku og það stóð ekki á hjálpsemi þeirra Guð- nýjar og Leifs, sem báru í bú okk- ar ýmsa nytjahluti. Hann var afar traustur maður sem gott var að eiga að og leita til. Það stóð ekki á því að taka fyrir okkur alls konar bygging- arefni í húsið okkar sem við vor- um að reisa um og eftir gosið 1973. Ísleifur VE kom hlaðinn milliveggjasteini, einangrun og timbri úr Reykjavík snemma árs 1974 og upp fór húsið, ekkert að ræða um borgun. Í dag kveðjum við Leif með miklum trega en um leið þakk- læti fyrir alla hans góðmennsku og væntumþykju. Farinn er góð- ur maður sem við vitum að fær einstakar móttökur hennar Guð- nýjar sinnar. Við þökkum Leifi Ársælssyni og henni Guðnýju einstaklega góða samfylgd og vottum börn- um, barnabörnum og tengda- börnum okkar innilegustu sam- úð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Engilbert Gíslason og Bryndís Hrólfsdóttir. Árið 1992 réði ég mig til starfa hjá Steina Stóra í útibúi Íslands- banka í Vestmannaeyjum. Verk- efnið var að þjónusta fyrirtækin í Eyjum. Ég kynntist útgerðar- mönnunum einum af öðrum í gegnum lánveitingar, aðallega endurfjármögnun eldri lána því reksturinn skapaði ekki nægjan- legan afgang til að greiða þau. Þeir voru tiltölulega fáir sem ekki þurftu á aðstoð að halda við end- urfjármögnun. Í þeim hópi var Ísleifsútgerðin. Ég heyrði af eig- endunum, Leifi Ársælssyni og Gunnari Jónssyni, þekkti þá ekki en vissi þó að verkaskiptingin var skýr. Leifur sá um bókhaldið og fjármálin, Gunnar um fiskiríið. Þeir áttu fá ef nokkur erindi í bankann og aldrei svo stór að fara þyrfti upp á aðra hæðina. Það var ekki fyrr en ég komst hinum megin borðs, í hóp útgerð- armanna í Eyjum, að ég fór að hitta Leif og Gunnar annað slag- ið. Leifur tók virkan þátt í starfi Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja fyrir hönd útgerðar þeirra félaga og þar kynntumst við raunverulega. Hann var hæglát- ur og brosmildur, hélt fast um hagsmuni sína og vildi að allt væri vel skipulagt og reglum samkvæmt í hvívetna. Það átti við um hann sjálfan, útgerðina hans og aðra. Leifi var ljóst hve mikilvægt væri að hvert rúm til sjós væri vel skipað. Skip yrði að vera vel búið og ekki mætti storka örlögunum á nokkurn hátt. Reglurnar voru skýrar. Aldrei mátti til að mynda byrja vertíð á mánudegi. Og þeg- ar félagarnir Gunnar og Leifur ákváðu að hætta útgerð og sam- einast Vinnslustöðinni setti Leif- ur það skilyrði að Ísleifur VE yrði grænmálaður með gulri rönd og fjögurra laufa smára. Þannig hefðu allir Ísleifar verið síðan 1916 þegar skip með því nafni var smíðað fyrir Ísfirðinga og síðar selt Ársæli Sveinssyni, föður Leifs, með sama skilyrði árið 1928: „Láttu skipið heita Ísleif, vera grænt með gulri rönd og þá mun því vel farnast.“ Á næsta ári verða því 90 ár lið- in frá því að skip með Ísleifsnafn- inu var fyrst gert út frá Eyjum. Já, Leifur vildi hafa reglu á hlutunum. Þegar ákvörðun hafði verið tekin varð henni ekki hagg- að. Hann lagði mikið upp úr vel- gengni Eyjanna og vitnaði oft til föður síns, sem var mikilvirkur atvinnurekandi í Vestmannaeyj- um og einn af stofnendum Vinnslustöðvarinnar. Leifur skildi vel inntakið í málshættin- um „veldur hver á heldur“. Hann lagði þannig mikið upp úr því að vestmanneyskir útgerðarmenn sæju til þess að tryggja atvinnu í heimabyggðinni og hafa stjórn á henni. Það voru mér mikil for- réttindi að kynnast vel félögun- um í Ísleifsútgerðinni. Fyrir mína hönd og starfsfólks Vinnslustöðvarinnar votta ég fjölskyldu Leifs Ársælssonar okkar dýpstu samúð. Sigurgeir B. Kristgeirsson. Leifur Ársælsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.