Morgunblaðið - 23.09.2017, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
✝ Ríkarð Magn-ússon fæddist
23. apríl 1933 á
Hlaðseyri við Pat-
reksfjörð og ólst
þar upp. Hann lést
á dvalarheimilinu
Jaðri í Ólafsvík 13.
september 2017.
Foreldrar Rík-
arðs voru hjónin
Magnús Jónsson,
skipstjóri og bóndi,
f. 13.6. 1889, d. 1970, og Kristín
Finnbogadóttir húsmóðir, f.
14.10. 1909, d. 31.5. 1998.
Bræður Ríkarðs eru Leifur
Jónsson skipstjóri, f. 1928, d.
2004, Jón Magnússon skipstjóri,
f. 1930, Finnbogi Helgi Magn-
ússon skipstjóri, f. 1931, d. 1984,
Pálmi Svavar Magnússon vél-
stjóri, f. 1936, d. 1975, og Ólafur
Helgi Magnússon skipstjóri, f.
1939, d. 2008.
Elsta barn Ríkarðs er Bjarney
Birgitta, f. 1. febrúar 1958, og
ólst hún upp hjá móðurfor-
eldrum sínum í Neskaupstað,
maki hennar er Axel Aðalsteins-
son og eru börn þeirra Ríkarð
Svavar, f. 1978, Unnur María, f.
1982, og Ársæll, f. 1990.
Ríkarð kvæntist eftirlifandi
dóttir hennar og uppeldisdóttir
Ríkarðs er Amelíja Katalina, f.
2000. 5) Díana Harpa, f. 24. sept-
ember 1972, maki Vigfús Magn-
ússon, þau eiga tvö börn, Alex-
ander, f. 1997, og Erlu Sól, f.
2003. Barnabarnabörnin eru 16.
Eftir skyldunám þess tíma
heima í Patreksfirði fór Ríkarð í
iðnnám einn vetur í Hólmi í A-
Skaftafellssýslu. Ríkarð kom til
Ólafsvíkur 1958 og fór að róa
með Leifi bróður sínum, hann
kláraði skipstjórnarnám 1959.
Þá kynnist hann eiginkonu sinni
Bjarnýju og þau bjuggu sér
heimili í Sandholti 10, voru síðan
tvö ár, 1964 og ’65, í Grund-
arfirði þar sem Ríkarð var með
bátinn Blíðfara en fluttu þá aft-
ur til Ólafsvíkur og byggðu sér
heimili í Sandholti 38 og þar
bjuggu þau til 1. september á
þessu ári er þau fluttu á dvalar-
heimilið Jaðar.
Sjómannsferill Ríkarðs, þar
lengst af skipstjóri, spannaði
rúm 50 ár á eigin skipum og fyr-
ir aðra lengst af á Gunnari
Bjarnasyni.
Aðaláhugamál Ríkarðs voru
alls kyns veiðar úti í náttúrunni.
Útför Ríkarðs fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag, 23. sept-
ember 2017, og hefst athöfnin
kl. 14. Jarðsett verður í Ólafs-
víkurkirkjugarði.
eiginkonu sinni
Bjarnýju Sólveigu
Sigtryggdóttur frá
Mosfelli, Ólafsvík,
26. desember 1964.
Foreldrar Bjarnýj-
ar eru Sigtryggur
Sigtryggsson, f.
1898, d. 1978, og
Guðbjörg Jenný
Vigfúsdóttir, f.
1902, d. 1982.
Börn þeirra
hjóna, Ríkarðs og Bjarnýjar,
eru: 1) Guðbjörg Jenný, f. 6.
febrúar 1962, maki Hafsteinn
Garðarsson, þau eiga tvo syni,
þá Garðar, f. 1981, og Tryggva,
f. 1985. 2) Bylgja Sjöfn, f. 31. maí
1963, fyrrverandi sambýlismað-
ur Arnór Vikar Arnórsson, þau
eiga tvær dætur, Bjarnýju
Björgu, f. 1980, og Ölmu Ösp, f.
1986. 3) Magnús, f. 20. ágúst
1964, maki Anna Hulda Long,
þau eiga fjögur börn, Helenu
Ósk, f. 1986, Sólveigu Rut, f.
1988, Ríkarð, f. 1990, og Unni
Ástrós, f. 1999. 4) Ríkarð, f. 23.
maí 1968, börn hans eru fjögur,
Andri Freyr, f. 1988, Birgitta
Ýr, f. 1999, Oddný Sjöfn, f. 2004,
og Vibekka, f. 2010. Sambýlis-
kona hans er Vaida Steikuniene,
Pabbi minn Rikki Magg er dá-
inn, stóri sterki maðurinn sem
fátt virtist bíta á. En nánast allt í
einu varð hann veikur og greind-
ist með krabbamein í byrjun
ágúst.
Hann var að vestan, frá Hlaðs-
eyri við Patreksfjörð, þar ólst
hann upp fjórði í röðinni af sex
tápmiklum bræðrum. Bærinn
stendur við sjávarmálið, reru
þeir feðgar til fiskjar á Teistu,
litlum bát sem margar frækileg-
ar sögur hafa farið af. Fjárbú-
skapur var á Hlaðseyri og var
skotveiði stunduð til fæðuöflunar.
Sögurnar hans pabba frá bernsk-
unni á Hlaðseyri eru ævintýri lík-
astar í mínum huga, enda pabbi
mikill sagnamaður að eðlisfari.
Sem unglingi fannst mér pabbi
full strangur við mig, þegar ég
taldi mig ráða mér sjálf, þá var
stundum tekist á. En auðvitað
var þetta umhyggja og ást for-
eldris sem vildi barni sínu það
besta. Varla finnst meira fullorð-
ið jólabarn en pabbi var, á að-
fangadag las hann á pakkana,
dansaði síðan með þá til eig-
endanna, þetta var engu líkt,
spennan og gleðin.
Ekki minkaði gleðin þegar
fjölgaði í fjölskyldunni og barna-
börnin komu til sögunnar, fannst
mörgum þeirra engin jól nema
hjá ömmu og afa í Ólafsvík.
Pabbi og mamma ferðuðust
mikið alla tíð um landið, áttu hjól-
hýsi þegar ég var unglingur sem
lengst af var staðsett í Húsafelli,
síðan sumarbústað í Húsafelli
þar sem fjölskyldan átti margar
gleðistundir saman. Tjaldvagn
sem þau ferðuðust með um land-
ið, síðasta ferðin með hann var
bara fyrir þremur árum. Ferðuð-
ust þau líka heilmikið erlendis.
Alla sína starfsævi starfaði
pabbi á sjó, lengst af sem skip-
stjóri, fiskinn og farsæll, og eft-
irsótt að komast í pláss hjá Rikka
Magg.
Hann var ekki bara stór mað-
ur, hann hafði líka stórt skap og
var fylginn sér og ekki leyndi sér
ef honum mislíkaði eitthvað. En
fyrst og fremst var hann maður
sem unni fjölskyldunni framar
öllu, barnabörnin og barnabarna-
börnin voru helsta áhugamál
pabba og mömmu, gaman var að
segja þeim sögur af ýmsum til-
svörum og prakkarastrikum
þeirra áhuginn og gleðin svo ein-
læg. Hafsteinn eiginmaður minn
og pabbi náðu vel saman og að
mörgu leyti var Hafsteinn sem
hans þriðji sonur.
Elsku mamma hefur misst
mikið, eiginmann sinn og sálu-
félaga til 58 ára, og við systkinin
pabba sem hefur alltaf verið til
staðar. En það eru líka forrétt-
indi að fá að njóta svona lengi,
sem ber að þakka og það gerum
við af heilum hug.
Hér áttu blómsveig
bundinn af elsku,
blíðri þökk
og blikandi tárum.
Hann fölnar ei
en fagur geymist
í hjörtum allra
ástvina þinna.
(H.L.)
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Jenný.
Mig langar með örfáum orðum
að kveðja föður minn Ríkarð
Magnússon, sem lést 13. septem-
ber eftir stutt veikindi.
Honum á ég margt að þakka,
hann var ekki bara faðir heldur
líka skipsfélagi, veiðifélagi og
trúnaðarvinur sem alltaf var til
staðar þegar á þurfti að halda.
Pabbi var sjómaður allt sitt líf
og hafði sérstakan áhuga á hvar
væri verið að fiska þó svo að hann
væri sestur í helgan stein. Það er
mér sérstaklega minnisstætt
þegar ég var að tala við þig í
síma, fyrir stuttu, staddur djúpt
suðvestur úr Reykjanesi. Spurðir
þú hvort ekki væri hóll rétt hjá
okkur sem heitir Stóri Brandur
því þar hefðir þú verið sem ungur
maður á handfærum fyrir 60 ár-
um. Þegar ég rýndi í kortin pass-
aði þetta allt hjá þér. Þú hafðir
stálminni og sást þetta allt ljóslif-
andi.
Þú varst sá mesti veiðimaður
sem ég hef kynnst, afburða fiski-
maður og farsæll skipstjóri. Þú
sýndir mér hvernig ætti að um-
gangast náttúruna af virðingu og
skilningi. Eitt af því sem þú
kenndir mér var hvernig fara
ætti með skotvopn eins og þú
lærðir ungur af föður þínum á
Hlaðseyri þar sem lífið var dregið
fram á því sem fjaran og sjórinn
gaf.
Samband okkar var mjög gott
alla tíð og við töluðumst við nán-
ast á hverjum degi hvort sem ég
var á sjó eða í landi. Þú fylgdist
alltaf vel með og sýndir áhuga á
því sem við vorum að gera, þú
hafðir einstakt dálæti á barna-
börnunum og langafabörnunum
þínum.
Kvöldið áður en þú kvaddir var
þér mikið umhugað hvernig
gengi með nýsmíðina í Kína,
hvort þetta og hitt væri komið í
lag. Mikið hefði ég óskað þess að
þú hefðir lifað það að sjá þetta
glæsilega skip koma heim til Ís-
lands. Ég veit að þú verður með
okkur í anda í þeirri ferð.
Það er ótrúlegt að svona stór
og sterkur maður sem kvartaði
aldrei skuli hafa kvatt svona
snögglega. Þó að erfitt sé að
sætta sig við það er ég þakklátur
fyrir að hann hafi ekki þurft að
þjást lengi í baráttu við þennan
erfiða sjúkdóm.
Þú sýndir einstakt æðruleysi í
þínum stuttu veikindum, það er
sárt að kveðja, elsku pabbi, en ég
geri það með sorg og söknuði.
Minning um góðan föður lifir.
Þinn sonur,
Magnús Ríkarðsson.
Elsku pabbi minn. Nú ertu að
fara í þína hinstu sjóferð.
Það sem mér fannst gott að
skríða upp í heitt pabba bólið,
eldsnemma á morgnana, eftir að
þú varst farinn á sjóinn. Þú sóttir
sjóinn í hvaða veðrum sem var og
oft var ég mjög hrædd um þig,
elsku pabbi minn, og bað ég þá til
guðs að passa að ekkert kæmi
fyrir þig. Ég veit að hann mun
passa vel upp á þig þar sem þú
ert núna.
Ég man hvað mér fannst gam-
an að fá að sitja hjá þér við eld-
húsborðið á laugardagskvöldum,
mamma var oftar en ekki að baka
sódakökur. Þú varst nýkominn af
sjónum og sast við eldhúsborðið í
hvítum hlýrabol, nýkominn úr
baði, vel greiddur að vanda og
ilmaðir svo vel. Ég, sem var ný-
byrjuð að læra reikning, fékk að
hjálpa þér við að leggja saman
ávísanaheftið. Alltaf hafðir þú
nógan tími fyrir mig og aðra þeg-
ar þú varst í landi. Ég hef ávallt
verið ótrúleg stolt af því að vera
litla stelpan þín.
Þær eru óteljandi góðu stund-
irnar sem ég hef átt með þér og
þær sem þú gafst mér. Það var
alltaf svo mikil gleði hjá þér þeg-
ar þú fékkst þær fréttir að þú
værir að verða afi. Og þegar
barnabörnin komu í heiminn
dansaðir þú og hrópaðir af gleði.
Takk fyrir að vera besti afi sem
hugsast gat.
Mig dreymdi, nóttina áður en
þú kvaddir þennan heim, að stórt
skip kom að bryggju heima í
Ólafsvík. Þegar ég vaknaði um
morguninn vissi ég að verið væri
að láta mig vita að skipið væri
komið að sækja þig og sigla með
þig í nýja höfn.
Takk, elsku pabbi, fyrir þessi
45 ár sem við fengum að vera
saman í þessu jarðneska lífi. Mik-
ið þakka ég guði fyrir að hafa
sent mig til ykkar mömmu og
systkina, því ekki hefði ég getað
óskað mér betri fjölskyldu.
Takk fyrir alla hlýjuna,
gleðina, umhyggjuna, væntum-
þykjuna og minningarnar sem þú
gafst mér, elsku pabbi minn.
Til þín ég hugsa,
staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningarnar lifa
ævina á enda.
(Hulda Ólafsdóttir)
Þín að eilífu,
litla barnið þitt, „Día“.
Díana Harpa Ríkarðsdóttir.
Þegar ég var barn hélt ég að
allir krakkarnir í skólanum ættu
einn afa Rikka. Síðan óx ég úr
grasi og þá rann upp fyrir mér að
ekki væru allir jafn heppnir og
ég. Sumir áttu stranga afa, aðrir
áttu afa sem höfðu lítinn áhuga á
þeim og enn aðrir áttu engan afa.
Afi minn var uppskrift að góðum
afa. Hann var skemmtilegur,
hlýr, góðhjartaður og virðulegur.
Á hverjum jólum fékk ég sím-
tal frá jólasveininum. Við töluð-
um saman vel og lengi. Hann
spurði hvort ég væri ekki þægur
og duglegur í skólanum og ég
spurði hann út í Grýlu og Leppa-
lúða. Þegar ég hætti loks að trúa
á jólasveininn hættu samt ekki
símtölin. Ég hafði það ekki í mér
að segja afa að ég vissi að þetta
væri nú hann. Þetta stóð alveg
fram á unglingsaldur. Fyrir
nokkrum árum var ég svo stadd-
ur heima hjá afa og ömmu yfir
hátíðarnar og þá heyri ég kunn-
uglega rödd frammi í stofu. Þetta
var jólasveinninn. Ég fer fram og
þar sat afi með bros á vör í síman-
um að tala við langafabarnið sitt.
Svona var afi. Hann sýndi öllum
afkomendum sínum alla sína ást
og athygli.
Allir voru velkomnir á heimili
þeirra afa og ömmu í Sandholti í
Ólafsvík. Í mínu tilfelli var mér
tekið eins og prins. Innkoman var
alltaf í miklu uppáhaldi. Hundur-
inn á heimilinu, Lukka, stökk á
mig og sveiflaði skottinu. Amma
og afi komu síðan og föðmuðu
mig í rot. Í Sandholti biðu mín
kökur og kræsingar á borðum,
hægindastóll inni í stofu og nýbú-
ið að búa um rúmið. Þetta var
eins og að ganga inn á fimm
stjörnu hótel. Bara betra. Því
þarna leið mér best. Afi var alltaf
til í að eyða tíma með manni. Við
spiluðum oft langt fram á kvöld
og rúntuðum síðan um bæinn,
spjölluðum og hlógum.
Afi minn átti það líka til að
vera stríðinn. Hann var byrjaður
að stríða mér langt áður ég man
eftir mér. Ég var alltaf á varð-
bergi þrátt fyrir að vera ungbarn.
Þegar ég var nýbyrjaður að tala
sagði afi við mig: „Hvað segirðu,
Andri Freyr?“ Ég hélt að hann
væri að uppnefna mig og svaraði
um hæl: „Sjálfur ertu Freyr.“ Afi
æpti úr hlátri og hefur hann
minnt mig á þetta sérkennilega
svar allar götur síðan. Þetta var
eitt af okkar fyrstu samtölum og í
síðasta skipti sem ég talaði við
hann spurði hann að sömu spurn-
ingu. Ég svaraði eins og skot:
„Sjálfur ertu Freyr.“ Hann hló
sínum afalega hlátri og þannig
man ég eftir honum og mun ég
varðveita minningu hans svo
lengi sem ég lifi.
Andri Freyr Ríkarðsson.
Elsku besti afi minn,
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
afa eins og þig, afa sem var svo
kærleiksríkur, ljúfur og góður.
Ég minnist þess hvað það var
alltaf gott og yndislegt fyrir mig
sem barn að koma í Ólafsvíkina
og á ég margar ljúfar minningar
um okkar góðu stundir. Ég var
mikil afastelpa og náði að vefja
afa um fingur mér þegar mig
langaði í eitthvað. Þú kenndir
mér svo margt, þú kenndir mér
að spila og spiluðum við ólsen ól-
sen ótalsinnum, þú kenndir mér
að keyra bíl, þið amma fóruð með
mig í ótal ferðalög þar sem þú
sýndir mér landið okkar og á ég
margar góðar minningar með
ykkur í bústaðnum okkar í Húsa-
felli. Ég mátti ekki vita af ferð til
Ólafsvíkur, þá var ég mætt, mætt
í öryggið og hlýjuna til ömmu og
afa í Ólafsvík. Það var gott að
eiga athvarf hjá bestu ömmu og
afa í heimi. Við áttum góða stund
á Sandholti fyrir nokkrum vikum
þar sem við rifjuðum upp ferða-
lagið til Þýskalands, þar lentum
við í ótalmörgum ævintýrum og
gátum hlegið að því. Það yljar
mér að eiga margar fallegar og
skemmtilegar minningar í sorg-
inni.
Guð og englarnir geymi þig,
elsku afi minn.
Ég elska þig.
Þitt barnabarn,
Bjarný Björg Arnórsdóttir.
Einn sumardag rennur skel-
báturinn Tjaldur inn í Ólafsvík-
urhöfn, hvítur með gulum línum
með rúmt tonn af 12 mílunum af
Flákanum. Út úr stýrishúsinu
stígur Rikki brosandi og býður
manni í nefið. Þetta er það fyrsta
sem kemur upp í hugann þegar
við lítum til baka og hugsum um
Rikka. Rikki var farsæll skip-
stjóri.
Fyrir sjö árum keyptum við
húsið við hliðina á Baddý og
Rikka í Sandholtinu og má segja
að við höfum dottið í lukkupott-
inn með nágranna. Alltaf var það
vinalegt að heyra í Rikka og
krökkunum bak við hús og oftar
en ekki var hann kominn í bolta-
leik við þau. Aldrei minnumst við
þess að hafa hitt hann í vondu
skapi. Ef við rákumst á Rikka
fyrir utan húsið eða kíktum í kaffi
á heimili þeirra Baddýar og börn-
in okkar komu töpuðum við alltaf
athygli hans, þau fengu hana
óskipta þó svo að við værum að
ræða fiskerí. Rikki hafði sérstak-
lega gaman af að fá fréttir hjá Ás-
birni syni okkar af laxveiði, því að
lýsingarnar hjá þeim stutta voru
oft nákvæmar og dramatískar.
Rikki fylgdist alltaf vel með
allri fjölskyldu sinni og gætti sér-
staklega vel að Baddý sinni. Okk-
ur er nú efst í huga þakklæti fyrir
allar samverustundirnar, allar
reynslusögurnar sem hann miðl-
aði til okkar og fyrir hlýhug og
umhyggju fyrir börunum okkar.
Við fráfall hans mun minning um
góðan vin og nágranna lifa.
Við viljum að lokum votta
Baddý, börnum og öðrum ástvin-
um Rikka okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan Guð að leiða þau í
gegnum sorgina.
Friðbjörn Ásbjörnsson og
Soffía Elín Egilsdóttir.
Í sveitinni voru haustverk að
baki, allt klárt fyrir veturinn og
verkefnum 16 ára sveitastráksins
lokið. Hann langaði í skóla en
hafði engin efni á því. Þá var bara
eitt ráð; að koma sér í vinnu sem
gat gefið nægar tekjur og safna
fyrir skóla næsta vetur. Pabbi
heitnum datt þá í hug að koma
mér í pláss hjá Rikka Magg, eins
og Ríkarð Magnússon var alltaf
kallaður. Hann væri fiskinn og
líklegt að pláss hjá honum gæfi
nægjanlega mikið af sér til skóla-
göngu veturinn eftir. Ég var
hræðilega sjóveikur, ældi lifur og
lungum hvern dag í einn og hálf-
an mánuð á netunum á Gunnari
Bjarnasyni SH.
Hann var undurfagur Breiða-
fjörðurinn með sinn glæsta fjalla-
hring aprílmorguninn sem ég sjó-
aðist.
Eftir á skildi ég ekki af hverju
Rikki rak mig ekki og réði not-
hæfan mann í staðinn. Þvert á
móti taldi hann í mig kjarkinn,
hugaði að mér og gaf sénsinn.
Alltaf jafn rólegur, þægilegur og
yfirvegaður, sama hvað á gekk.
Hann var harðsækinn, kappsfull-
ur og útsjónarsamur sjósóknari
en allt sóttist vel með lipurð, var-
kárni og lagni. Við börðumst um
toppinn á vertíðinni sem lauk 11.
maí en urðum að láta í minni pok-
ann. Við urðum númer 2 á Snæ-
fellsnesi en ég átti næga peninga
fyrir skólavistinni.
Ég hef oft hugsað til stjórn-
unarstíls Rikka Magg. Endalaust
jafnvægi, óþrjótandi þolinmæði
og þægilegt viðmót. Allir vissu
hver réði en hann sýndi ekki vald
sitt og hækkaði aldrei róminn.
Fyrir honum var borin virðing,
ekki bara sem miklum fiski-
manni, eins og hann átti kyn til
vestan af Hlaðseyri við Patreks-
fjörð, heldur líka sem afburðafar-
sælum skipstjóra.
Rikki var í eðli sínu veiðimaður
og kunni vel að haga seglum eftir
vindi. Sjá út hvenær rétt væri að
róa og hvenær ekki. Hann þekkti
Breiðafjörðinn eins og lófann á
sér; hvern snaga, hverja lænu og
hver fiskimið. Hann hafði unun af
sportveiði, hvort heldur með
stöng eða byssu. Þeir voru ekki
gamlir Hlaðseyrarbræðurnir
þegar þeir þurftu að fara að
draga björg í bú. Sækja sjó eða
skjóta fugl.
Það voru mér miklar ánægju-
stundir að hitta Rikka hin síðari
ár. Þægileg nærvera, glettni,
sögur af sjónum rifjaðar upp og
síðast en ekki síst umræða um
fiskirí og sjósókn. Nú verða þær
stundir ekki fleiri.
Ég votta fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð og geymi minning-
ar um einstakan mann.
Sigurgeir B. Kristgeirsson.
Ríkarð Magnússon
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ SIGURGÍSLADÓTTIR,
lést föstudaginn 15. september.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 27. september klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sunnuhlíðarsamtökin.
Ástþór Gíslason Erla Gunnarsdóttir
Hrafnkell S. Gíslason Ragnheiður D. Gísladóttir
Hólmfríður Gísladóttir Kristín Erla Boland
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar,
BIRGIR STEINDÓRSSON
verkstjóri,
áður til heimilis að Bakkahlíð 13,
lést 15. september á dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 28. september
klukkan 13.30.
Guðjón Ingi Birgisson
Birgir Steinar Birgisson
og aðrir aðstandendur