Morgunblaðið - 23.09.2017, Page 31

Morgunblaðið - 23.09.2017, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 ✝ SteingerðurIngadóttir fæddist á Ísafirði 10. ágúst 1939. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði 13. september 2017. Foreldrar Stein- gerðar voru Ingi Guðjón Eyjólfsson, f. 8.8. 1904 á Hrófá í Kaldrananeshreppi, d. 8.1. 1962, og kona hans María Sveinfríður Sveinbjörnsdóttir, f. 16.10. 1905 á Laugum í Súg- andafirði, d. 23.2. 1986. Systkini Steingerðar eru: Erla, f. 19.2. 1929, gift Húnboga Þorsteins- syni, d. 2017, Haukur, f. 15.12. 1930, d. 2003, kvæntur Sigríði M. Aðalsteinsdóttur, d. 1996, Þor- björg, f. 18.2. 1935, d. 2009, gift Guðmundi Ingibjartssyni, d. 1983, Guðbjörn, f. 17.8. 1937, d. 2009, kvæntur Elínborgu Sigurðardóttur, Elvar, f. 23.1. 1941, kvæntur Rögnu S. Hall- dórsdóttur, Reynir, f. 16.11. 1943, d. 1999, kvæntur Ölmu K. Rósmundsdóttur, Ester, f. 19.8. 1945, gift Halldóri Ásgeirssyni, og Ernir, f. 14.6. 1947, kvæntur Rannveigu S. Pálsdóttur. 12.11. 1992, og Bárður Bjarki, f. 22.7. 1996. Dóttir Bryndísar og Vals er Steingerður Aldís, f. 17.2. 2007. 5) Kristján Freyr, f. 23.6. 1975, hann er kvæntur Bryndísi Stefánsdóttur, f. 4.12. 1975, og eiga þau Stefán Bjart, f. 28.8. 2002, og Fríðu Katrínu, f. 31.5. 2007. Steingerður bjó sín fyrstu ár á Ísafirði og sinnti þar ýmsum störfum á yngri árum, m.a. við rækjuvinnslu, afgreiðslu og síðar á sjúkrahúsinu. Þar líkaði henni vistin vel en þar unnu m.a. Erla systir hennar og æskuvinkonan Helga. Þvert á yfirlýsingar um að kynnast aldrei sjómanni né rauðhærðum manni fékk hún hvort tveggja í Halldóri Kristni frá Hnífsdal. Þau hófu sambúð á Ísafirði en fluttu skömmu síðar í Hnífsdal þar sem þau byggðu hús við Heiðarbraut. Þar ólu þau upp börnin sín fimm en fluttu svo til Ísafjarðar 1990. Steingerður vann lengst við rækjuvinnslu en einnig félagsstörf aldraðra og fleira. Hún var iðin við ýmis fé- lagsstörf, var t.a.m. virk í Kven- félaginu Hvöt og Kiwanis. Stein- gerður veiktist alvarlega í byrjun sumars þegar hún greindist með illvígt krabbamein. Hún lá í fyrstu á Landspítalanum en síðar á sjúkrahúsinu á Ísafirði þar sem hún lést eftir hetjulega baráttu. Steingerður verður jarð- sungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, 23. september 2017, og hefst at- höfnin klukkan 14. Steingerður gift- ist Halldóri Kristni Helgasyni, f. 1.12. 1938, d. 12.8. 2013, árið 1965 og eiga þau fimm uppkomin börn. Þau eru: 1) María Sveinfríður, f. 16.8. 1959, maki hennar Sigurður Valgeir Jósefsson, f. 20.4. 1960, og eiga þau Heiðdísi Höllu, f. 28.4. 1985, dóttir hennar og Hróbjarts Róbertssonar er Katr- ín María Hróbjartsdóttir, f. 2.2. 2011, og Jósef Fannar, f. 31.10. 1989. 2) Birkir Guðjón, f. 18.9. 1961, maki hans er Pia Majbrit Hansen, f. 27.3. 1961, og eiga þau Sissel Björk, f. 17.10. 1990, Maj Berglindi, f. 10.11. 1992, og Kjartan Thor, f. 5.8. 1994. 3) Kar- itas Ása, f. 9.11. 1964, hún er gift Smára Garðarssyni, f. 27.10. 1963, og eiga þau Helenu Dögg, f. 29.4. 1989, sonur Helenu og Jaroslaws Krawczyks er Garðar Smári Krzysztof Krawczyk, f. 24.9. 2010, og Aron Inga, f. 17.5. 1993. 4) Bryndís, f. 13.1. 1969, maki hennar er Valur Jóhann- esson, f. 12.5. 1967, synir Bryn- dísar eru Halldór Kristinn, f. Elsku besta mamma mín. Ég man stundirnar okkar saman. Ég man baksturinn og bakkelsið. Ég man textana og sönginn. Ég man gleðina og hláturinn. Ég man þegar ég fékk að strauja hárborð- ana mína. Ég man smurða brauð- ið og nestið. Ég man ferðalögin og útilegurnar. Ég man berjamó og berjahreinsun á svölunum. Ég man þegar þú kallaðir á okkur að koma inn að borða. Ég man barða harðfiskinn og hákarlinn (kon- fektið hennar mömmu). Ég man undirbúning hátíða. Ég man ást- ina og þolinmæðina. Ég man eftir hrósinu og stoltinu. Ég man síð- ustu stundirnar okkar saman. Ég man þig, elsku besta mamma mín og mun þér aldrei gleyma. Ég trúi því að elsku pabbi hafi tekið á móti þér í sumarlandinu og að nú séuð þið saman á ný. Gefðu hon- um kossa og knús frá okkur. Takk fyrir að vera besta mamman og amman. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumsson.) Bryndís,Valur, Halldór Kristinn, Bárður Bjarki og Steingerður Aldís. Ég ætla ekkert að fela það að nú er nýlokið erfiðasta verkefni sem ég hef fengist við. Elsku móðir mín hefur kvatt þessa jarð- vist og sú kveðjustund var erfið þrautaganga. Að þurfa að kveðja foreldra sína í hinsta sinn er vita- skuld erfitt fyrir alla. Mömmur eru okkar veröld, alheimurinn og sólin snýst í kringum mömmur. Mamma mín var og er mín hetja, ofurkona og besti vinur. Ég er yngstur fimm barna mömmu og pabba og öll áttum við góða æsku í Hnífsdal. Mikið var það nú fallegt samfélag. Þar ríkti mikil samkennd og vinskapur milli nágranna og félagslíf í blóma. Mamma og pabbi voru einnig virkilega dugleg að ferðast um landið og fyrir það er ég ávallt mjög þakklátur. Ætli ég verði ekki að viður- kenna það að ég hafi verið dekrað örverpi, ég var lengi í foreldra- húsum og naut þeirrar verndar. Ef pabbi kom heim með eitthvað sigið eða migið í soðið þá var mamma vís til að hræra í skyr fyr- ir litla barnið til að verja mig fyrir mörflotinu. Við mamma og pabbi fluttum inn á Ísafjörð og ég fór í mennta- skólann. Ég veit hversu erfitt mömmu fannst að geta ekki að- stoðað mig í náminu og því öllu en í raun fékk ég ávallt þann besta stuðning sem ég gat óskað mér. Þannig var það ávallt, hversu klikkaðar hugmyndir ég fékk, stuðninginn fann ég alltaf beint frá hjartanu. Þegar ég fíflaðist í framboð með vinum mínum til bæjarstjórnar, voru þau fyrst til að styðja við framboðið. Þetta var í nær eina skiptið sem ég veit fyrir víst hvað þau kusu. Þau voru ekki að troða ofan í okkur börnin stjórnmálaskoðunum og ég mun ávallt bera virðingu fyrir því og tileinka mér það gagnvart mínum börnum. Ég flutti svo suður til Reykja- víkur til að sækja framhaldsnám undir aldamót og það var pínu erfiður skilnaður. Þó var það svo að á sama tíma reistu þau bústað í Dýrafirði. Því húsi fylgdi mikil lukka og gæðastundir á Valseyri voru fjölmargar og dýrmætar. Það var hrein unun að sjá til þeirra mömmu og pabba þar hvað þau nánast gengu í endurnýjun lífdaga á þessum sælureit. Ég verð ávallt þakklátur þeim stað og systrum mínum sem reistu það hús með þeim. Mamma varð önnur mann- eskja þegar pabbi kvaddi fyrir fjórum árum, í raun varð það fá- einum árum fyrr þegar hún þurfti að kveðja tvö systkini sín með stuttu millibili. Systkini mömmu voru afar samrýnd og hvert öðru yndislegra. Sú glaðlynda mann- eskja hafði sig ekki í frammi leng- ur og varð meira baka til. Það var mikið högg fyrir okkur að missa pabba og ekki síst fyrir mömmu en þau voru afar náin. Það er viss huggun í því að vita að þau séu sameinuð á ný, það er okkar trú. Mömmu fannst fátt skemmtilegra en að rúnta með pabba og alveg er ég viss um að pabbi bauð henni strax í bíltúr. Nú eru þau mögu- lega á gula Wartburg-inum að fá sér pylsu í Brúarnesti, þ.e. ef bílar og bílasjoppur rata einnig til himna. Mamma, ég elska þig svo mikið og mun ávallt gera. Segðu pabba að ég elski hann voða mikið líka. Ég sakna ykkar. Ég verð ávallt stoltur af ykkur og fagna þeirri lukku á hverjum degi að hafa átt ykkur að. Ykkar, Kristján Freyr. Hún amma Didda var skemmtileg og góð kona og okkur hlýnar í hjartanu þegar við hugs- um um hana. Það var alltaf nota- legt að koma til ömmu Diddu og afa Hadda hvort sem það var á Túngötuna eða á Valseyri. Þar vorum við alltaf velkomin og viss- um að vel yrði tekið á móti okkur og eitthvað gómsætt í boði. Amma var mjög góð að baka og prjóna og kallaði Stefán hana sætabrauðs-ömmu. Hún prjónaði líka mjög flotta lopapeysu á Stef- án og fallegan bleikan kjól á Fríðu. Þegar við áttum afmæli hringdi hún alltaf í okkur til að óska okkur til hamingju með dag- inn og spurði okkur líka hvernig okkur gengi í skólanum. Elsku amma Didda, takk fyrir allar góðu og fallegu minningarn- ar sem þú skildir eftir hjá okkur. Takk fyrir að fylgja okkur áleiðis, Guð blessi þig. Krakkarnir hans Kristjáns, Stefán Bjartur og Fríða Katrín. Elsku besta amma mín. Eftir erfiða baráttu við veikindi í sumar hefur þú núna fengið hvíldina. Ég trúi því að þú sért komin á betri stað og þið afi séuð loks sameinuð á ný. Ég veit að hann, systkini þín og foreldrar hafa tekið vel á móti þér hinum megin. Ég er svo þakklát að hafa átt þig sem ömmu og að Katrín mín hafi fengið að kynnast langömmu sinni. Þú varst þessi ekta amma og minningar sem koma upp í huga minn við þessi skrif eru bakstur og söngur. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg, það vita allir sem þig þekktu. Það er erfitt að hugsa til þess að þið afi séuð bæði farin og það verður skrítið að koma vestur og hitta hvorugt ykkar þar. Ég sakna þín, elsku amma, og mun geyma allar þær góðu minningar sem ég á í hjarta mínu. Ég veit að þér líður betur í dag og ég mun hitta ykkur afa saman einn dag- inn aftur. Á meðan mun ég hugga mig við minningarnar sem ég á. Hvíldu í friði, elsku amma, ég elska þig. Góða nótt. Allt er kyrrt og orðið hljótt, eftir eril dagsins. Guð er að bjóða góða nótt, í geislum sólarlagsins. (Katrín Bílddal.) Þín, Heiðdís. Í litla þorpinu mínu þekktist það að konur væru kenndar við eiginmenn sína, að mínu mati fal- legur og góður siður. Þannig var það með Steingerði Ingadóttur, sem við krakkarnir þekktum ekki undir því nafni, hún var ætíð köll- uð Didda Hadda. Didda var góð kona, frábær mamma, sannur vinur vina sinna. Og ég var svo heppinn að Didda og Haddi voru góðir vinir foreldra minna og heimili þeirra var ætíð opið upp á gátt fyrir mig og ekki þurfti að banka á útihurð, einungis bara opna og segja halló, eða bara koma inn setjast við matarborðið. Það var einfaldlega bara sóttur aukadiskur ef maður var svangur. Já, Heiðarbraut 7 var heimili af bestu gerð. Við systkinin á Skólavegi 3 vor- um öll mikið á Heiðarbraut 7, við öll áttum okkar bestu vini í þessu húsi. Maður áttar sig á því í dag að börn sækja ekki síður í vinskap fullorðinna, þannig var það með Diddu og Hadda, manni var ætíð tekið sem jafningja, sagðar voru sögur, hlegið saman, og þess notið að vera til. Og auðvitað var maður skammaður ef svo bar undir, bara rétt eins og heima hjá sér. Og þannig vill hvert barn hafa það, maður vill vita línuna á milli þess að gera rétt eða rangt. Og Didda var ein af þessum konum í Hnífs- dal sem vildi öllum vel, stóð sína plikt í kvenfélaginu og vann sína vinnu í rækjunni, ætíð í góðu skapi, man eiginlega ekki eftir henni öðruvísi en hlæjandi. Það er því með miklu þakkæti sem ég hugsa nú til Diddu og ekki síður til Hadda, er hugurinn leitar heim í Hnífsdal, t.d. þegar hringt var úr síma 718 í síma 590 og leyfi fengið hjá mömmu til að sofa á Heiðarbraut, eða þegar þorrablót var haldið og allir púkarnir voru settir saman í eitt hús yfir nóttina. Elsku vinir mínir Maja, Birkir, Kaja, Bryndís og Kristján. Sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, minning foreldra ykkar lifir svo sannarlega. Páll Halldór Halldórsson. Steingerður Ingadóttir Þegar ég hugsa um hvernig kona hún móðir mín var kemur helst upp í hugann að hún var hlý og góð kona, hörkudugleg húsmóðir og mikill fagurkeri. Eftir að ég fæddist var hún ekki mikið útivinnandi, en á tímabili var hún þó að vinna hjá Siggu frænku okkar í Pipar & salti sem var á Klapparstígn- um. Ég man alltaf hversu nota- legt mér fannst að hafa mömmu heimavinnandi þegar ég var í grunnskóla. Það var svo góð til- finning að mamma biði eftir manni og tæki á móti manni þegar maður kæmi heim, búin að baka skúffuköku eða útbúa eitthvað gott í kaffitímanum. Henni mömmu fannst ekkert betra en að setjast út á pall á sumrin eða vinna í garðinum þegar það var sól. Það mátti ekki glitta í sólina, þá var hún komin út. Enda var hún líka alltaf orðin kaffibrún í lok sum- ars, svo brún að þeir sem voru að koma heim úr sólarlandaferð voru eins og næpur við hliðina á henni. Þegar ég var yngri þótti mér ekkert spennandi að vera úti í garði eða á palli þó að það væri sól og hiti. Mér fannst miklu skemmtilegra að hanga inni í tölvunni. Hún mamma skildi það sko ekki og gafst ekki upp á að tuða í mér fyrr en ég var kominn út á pall í sólina. Í dag er ég orðinn alveg eins og hún var, nöldrið hefur síast inn í gegnum árin því nú má ég sjálfur ekki sjá glitta í sólina, þá er ég rokinn út í garð að slá grasið, mála húsið eða hvað sem ég get fundið mér að gera úti. Og ef ég fer ekki strax út í sólina hugsa ég sjálfkrafa til mömmu og fæ gríðarlegt sam- viskubit yfir því að vera inni. Ég lærði líka af móður minni að meta fallega garða og allan gróður og náttúruna, enda voru ófáar stundirnar okkar þar sem við vorum að vinna saman í garðinum á Þinghólsbrautinni. Mamma var mjög mikið fyrir að skreyta heima hjá sér og Rósa Guðbjörg Gísladóttir ✝ Rósa GuðbjörgGísladóttir fæddist 18. maí 1941. Hún lést 1. september 2017. Útför Rósu fór fram í kyrrþey. gera fínt hjá sér. Henni þótti sér- staklega gaman af því að skreyta, en um jólin breyttist húsið okkar í jóla- hús þar sem allt var skreytt sem skreyta mátti og á öllum borðum mátti finna skálar með smákökum sem hún bakaði óteljandi sortir af. En henni fannst einnig mjög mikilvægt að setja margar fallegar jóla- seríur utan á húsið og í runn- ana og trén í garðinum, en garðurinn var mjög stór og mikið af gróðri. Ég hef nú ekki tölu á hversu margar perur voru á öllum þessum seríum, en ljóst er að þær skiptu þúsund- um. Eins og gerist gjarnan með jólaseríur eiga þær til að flækj- ast saman yfir árið í geymslu. Þetta var oft margra klukku- tíma, jafnvel daga, verk að leysa flækjurnar og skipta út ónýtum perum. Á hverju ári gerðum við pabbi þetta þó með glöðu geði því við vissum hvað þetta skipti hana miklu máli. Síðan var hóað í systkinin og barnabörnin og þeir sem gátu komið mættu til þess að setja upp jólaseríurnar í garðinum með okkur. Mamma útbjó heitt súkkulaði og kökur á meðan seríurnar voru settar upp, á milli þess að vera að fjarstýra okkur í að laga þau ljós sem ekki voru nógu vel sett upp eða ekki á réttum stað svo allt yrði fullkomið. Svona var þetta öll jól. Fullkomið. Ég gleymi aldrei öllum góðu minningunum okkar og öllu því sem þú hefur kennt. Ragnar Már Reynisson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Vogatungu 30, Kópavogi, lést á Landspítalanum 19. september. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 29. september klukkan 11. Ragnar Jónatansson Ómar Ragnarsson Nína Margrét Pálmad. Brynjar Örn Ragnarsson Brynja Magnúsdóttir Hanna Rósa Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN HELGA SVEINSDÓTTIR frá Brautarholti í Haganesvík, Túnbrekku 2, Kópavogi, lést miðvikudaginn 13. september á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 27. september klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Örn Óskarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.