Morgunblaðið - 23.09.2017, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
✝ RagnheiðurGuðrún
Baldursdóttir
fæddist á Varma-
læk í Skagafirði
20. nóvember
1955. Hún lést á
Heilbrigð-
isstofnun Norður-
lands á Sauð-
árkróki 16.
september 2017.
Foreldrar henn-
ar eru Gíslíana Guðmunds-
dóttir, f. 12. janúar 1933 frá
Ytra-Vatni í Lýtings-
staðahreppi, og Baldur Sig-
urðsson, f. 21. febrúar 1932
frá Jökli í Eyjafirði.
ursson, f. 18. júlí 1973.
Eiginmaður Rögnu er
Magnús Einar Svavarsson, f.
28. október 1954. Þau eiga
eina dóttur, Kristínu Elfu, f.
23. apríl 1976. Sambýlismaður
hennar er Sigurpáll Þór Að-
alsteinsson, f. 8. nóvember
1970. Börn þeirra eru: Brynja
Dögg, f. 28. október 1993, sem
Sigurpáll átti fyrir, Unnur
Rún, 25. júní 1999, og Einar Ís-
fjörð, f. 24. júní 2005.
Ragna ólst upp á Ytra-Vatni
í Skagafirði og bjó síðan á
Sauðárkróki. Hún starfaði við
ýmis afgreiðslu-, þjónustu- og
skrifstofustörf og rak vöru-
flutningafyrirtæki ásamt
Magnúsi til margra ára. Síðast
starfaði hún hjá Vörumiðlun
ehf. við hlið hans.
Ragna verður jarðsungin
frá Sauðárkrókskirkju í dag,
23. september 2017, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Alsystir Rögnu
er Hrafnhildur
Baldursdóttir, f.
13. júlí 1954. Hálf-
systkini hennar
samfeðra eru Sig-
urður Unnar Bald-
ursson, f. 17. júní
1962, Gunnar Mar-
geir Baldursson, f.
21. október 1963,
Pétur Heiðar
Baldursson, f. 30.
nóvember 1965, Baldur Ingi
Baldursson, f. 9. júlí 1967, Sig-
rún Jónína Baldursdóttir, f. 6.
október 1968, Guðrún Björk
Baldursdóttir, f. 17. mars
1972, og Hilmar Addi Bald-
Elsku mamma, mikið vildi ég
geta rifjað upp með þér allar
minningarnar sem hafa farið í
gegnum huga minn síðan þú
kvaddir okkur. Vildi að ég gæti
sagt þér hversu mikið ég elska þig
og hversu mikilvæg þú ert mér og
verður alltaf. Þótt við værum ekki
alltaf sammála og þér fyndist ég
stundum mega vera skipulagðari
og stundvísari tókst þér ótrúlega
vel að vísa mér veginn í gegnum
lífið. Þú hafðir ákveðnar skoðanir
og gafst mér þá trú að best væri
að koma hreint og beint fram,
fylgja sinni sannfæringu, standa
og falla með sínum ákvörðunum.
Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér
og koma ekki upp í hendurnar á
manni þótt maður sé einkabarn.
Þau skilaboð frá þér voru alltaf
skýr.
Ég er þér þakklát fyrir uppeld-
ið, elsku mamma, og kann vel að
meta það í dag. Að stunda skóla
og íþróttir, skila árangri, setja í
þvottavélina og hjálpa til heima
og í vinnunni var vel launað, alltaf
fékk ég allt sem ég þurfti. Ég á
fullt af góðum minningum frá því
ég var lítil, lífið var áhyggjulaust
og gott. Þið pabbi voruð alltaf til
taks og þú nánast alltaf við hliðina
á mér. Þegar ég byrjaði í skóla
ákvaðstu að þú yrðir að vera
heima til að taka á móti mér að
skóladegi loknum, ljúft var að
skila skólatöskunni, fá að drekka
og fara út að leika við krakkana í
Víðihlíðinni. Víðihlíðin iðaði af lífi
en var líka friðsæl þrátt fyrir
flutningabíla, vörubíla og rútur
við annað hvert hús. Farið var í
ferðalög og útilegur um landið til
að vera saman. Þegar ég stækk-
aði komu áhugamálin, ég fór á
óteljandi reiðnámskeið en lengra
náði hestamennskan ekki, þá fót-
boltinn og síðan tók körfuboltinn
völdin. Í mörg ár voruð þið pabbi
eins og skugginn á eftir mér út
um allt land, keyrðuð okkur stelp-
urnar á leiki og fylgduð okkur til
útlanda. Þetta var það sem þú
taldir mikilvægast, að fylgja mér
eftir. Í framhaldsskóla last þú lík-
lega fleiri bækur en ég og af námi
mínu í textílmennt í Kennarahá-
skólanum lærðir þú örugglega
jafn mikið ef ekki meira en ég, svo
vel fylgdist þú með og aðstoðaðir.
Saumaskapur, hannyrðir og fönd-
ur var alltaf viðloðandi þig. Þegar
ég var krakki var saumavélin allt-
af í gangi. Já, þessir spottar og
tuskur léku í höndunum á þér.
Þótt áhugi þinn á gardínum hafi
ekki náð til mín þá deildum við
áhuga á fötum þótt við höfum ekki
alltaf verið uppstrílaðar. Fátt er
betra en falleg föt sem fara vel,
ekki er verra að allt sé í stíl og úr
góðum efnum. Fáir gætu slegið
okkur út í fataumræðum daginn
eftir flotta veislu. Þú elskaðir að
ferðast, njóta íslenskrar náttúru,
fara utan og sjá eitthvað nýtt.
Skransalarnir heilluðu þig og þú
gast alls staðar fundið eitthvert
fallegt glingur til að fara með
heim. Það var eins með götusal-
ana í útlöndum og aðra sem þér
fannst þú þurfa að styðja. Þeir
ýmist áttu ekki mikið og þú vildir
bæta úr því eða þig langaði bara
að vera góð við þá. Þér fannst að
bera ætti jafna virðingu fyrir fólki
óháð efnahag.
Elsku mamma, hetjulegri rúm-
lega níu ára baráttu þinni við
krabbamein með pabba þér við
hlið er lokið, sú barátta tók sinn
toll. Þið lögðuð bæði allt í barátt-
una. Stórt skarð er nú í lífi mínu,
pabba, Sigga og krakkanna sem
ekki verður reynt að fylla af öðru
en minningum. Við munum hjálpa
hvert öðru og styðja elsku pabba
við að halda áfram með lífið sem
hann þekkir ekki án þín.
Mamma, ég mun alltaf elska
þig, muna þig og virða lífsgildi
þín.
Þín dóttir,
Kristín Elfa.
Elsku tengdamamma og
amma. Það verðmætasta í lífi
þínu var fjölskyldan og við vorum
gullmolarnir þínir. Fyrst einka-
dóttirin sem fékk alla þína at-
hygli, svo uppáhalds tengdason-
urinn, ég, Siggi Doddi, sem þú
eignaðist í einni af ferðum þínum
til Portúgals, það var kannski
ekki alveg á planinu hjá þér að
eignast trukkabílstjóra sem
tengdason því stundum varstu
búin að fá nóg af þessum flutn-
ingabransa.
Með tímanum kom í ljós að við
náðum bara ansi vel saman. Mér
fylgdi lítil ljóshærð stelpa, hún
Brynja Dögg, sem strax varð litla
ömmustelpan þín. Þegar þú
fékkst þær fréttir að þú ættir von
á ömmubarni, fyrsta barni einka-
dótturinnar, varstu ekkert upp-
rifin en þegar litla dekurrófan þín
hún Unnur Rún kom í heiminn
bræddi hún hjarta þitt strax. Hún
varð þinn augasteinn og var
stundum við það að sprengja
hjarta þitt af ást. Síðan bættist
Einar Ísfjörð í hópinn, litli ljúfi
prinsinn þinn sem allt í einu
stækkaði svo hratt en var samt
enn ljúfi drengurinn þinn. Þú
taldir það verkefni þitt að gera
okkur að góðu fólki, fylgja okkur
öllum eftir og halda utan um ung-
ana þína, stóra sem smáa.
Fyrir okkur barðist þú hetju-
lega í rúmlega níu ár við krabba-
mein. Sigurinn í þeirri baráttu er
tíminn sem við höfum átt saman,
minningar og það að geta tekið
við öllu sem þú færðir okkur. Þú
varst alltaf til taks fyrir okkur og
við höfðum alltaf forgang í lífi
þínu. Þér tókst með krafti og
hörku að gefa okkur veganesti út í
lifið. Brynja þín er komin í fram-
haldsnám til Sviss, Unnur Rún,
sveitastelpan þín, kolfallin fyrir
hestamennskunni og farin að
nálgast útskrift úr framhalds-
skóla auk þess að vera Skagfirð-
ingur eins og þú. Prinsinn hann
Einar orðinn stálpaður strákur í
fótbolta, körfubolta og tónlist,
sem veit að amma segir að allt
nám gerir okkur gott.
Margar ljúfar stundir hefur þú
gefið barnabörnunum þínum,
háttatímar voru oft gæðastundir
með söng og bænum. Takk, elsku
amma, fyrir bænirnar, þær munu
fylgja okkur alla ævi. Við eigum
fjársjóð minninga af samverust-
unum okkar t.d. í Víðihlíðinni,
sumarbústaðnum og ferðalögum
hér heima og erlendis.
Við munum geyma þær og eiga
saman. Við eigum oft eftir að
spyrja okkur hvað myndi amma
Ragna gera? Og segja: þetta
þætti ömmu Rögnu fallegt.
Elsku amma Ragna, við mun-
um ávallt elska þig og muna, þú
átt stórt pláss í hjarta okkar. Við
söknum þín sárt og munum hugsa
vel um afa Magga fyrir þig. Við
vitum að þú passar áfram upp á
okkur.
Elsku tengdamamma, takk
fyrir allt, við eigum þér margt að
þakka. Við munum halda verki
þínu áfram, halda utan um litlu
fjölskylduna þína svo hún muni
áfram dafna vel. Þú verður að
treysta okkur fyrir honum Magga
þínum sem alltaf var þinn klettur
og Diddu systur þinni. Við mun-
um styðja þau og hvetja áfram í
sorginni og lífinu.
framundan.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Hvíldu í friði, við munum alltaf
elska þig.
Sigurpáll og barnabörnin.
Elsku besta amma mín, það er
erfitt að hugsa til þess að fá ekki
að sjá þig aftur. Þú varst lang-
besta amma í heimi. Þú varst svo
hlý og góð og vildir allt fyrir alla
gera.
Ég veit ekki hvernig er best að
koma orðunum frá mér því ég er
ekki eins góður penni og þú varst.
Ég er aðallega þakklát. Þakklát
fyrir tímann sem ég fékk með þér.
Því þú varst ekki bara amma mín,
þú varst líka besta vinkona mín.
Við sögðum hvor annarri allt
og þú stóðst við bakið á mér í
hverju sem er. Þú hjálpaðir mér
að velja hvaða leið ég ætti að fara í
lífinu og skulda ég þér að ná þeim
markmiðum sem þú taldir mig
geta náð.
Ég ber nafn þitt, Rún eins og
Guðrún. Mér hefur alla tíð þótt
það mikill heiður þótt mér hafi á
ákveðnu aldursskeiði ekki þótt
nafnið fallegt. Ég hef oft hugsað
með mér hvernig manneskja ég
vildi verða og svarið kom fljótt:
„Ég vil verða eins og amma mín.“
Þú hefur alla tíð verið mér fyr-
irmynd, dugnaður þinn og hjarta-
hlýja.
Þegar ég minnist þín man ég
fyrst og fremst eftir hlýlegu and-
liti þínu. Þú var alltaf svo góð og
barst umhyggju fyrir öllum sem
umgengust þig. Allar ömmur eru
góðar, en þú varst langbest.
Heima hjá þér og afa er svo
óskaplega gott að vera, svo nota-
legt andrúmsloft og þar var regl-
an að ef mamma sagði nei þá
spurði ég bara þig. Ég gisti hjá
ykkur afa margar helgar og ólst
mikið upp hjá ykkur. Minning-
arnar frá því eru óteljandi marg-
ar, t.d. þegar við vorum að fara að
sofa og afi svaf í næsta herbergi
svo ég gæti kúrt uppi í hjá þér. Þú
last fyrir mig Fíusól, við skoðuð-
um hestabækur, þú söngst fyrir
mig Litlu fluguna og svo fórum
við með faðirvorið saman á hverju
kvöldi.
Þú varst svona ekta mjúk
amma sem var svo gott að koma
þreytt til eftir skóla, því þú hafðir
alltaf tíma fyrir mann þótt allir
aðrir væru önnum kafnir. Þú
hafðir alltaf tíma til að svara
endalausu spurningunum mínum
og enginn hafði eins mikinn áhuga
á öllum smáatriðunum í lífi mínu
eða sagði mér jafn oft hversu
vænt þeim þætti um mig og okkur
systkinin.
Við vorum mjög nánar og
tengdumst órjúfanlegum og sér-
stökum böndum allt fram á þinn
síðasta dag. Þú varst búin að berj-
ast hetjulega við krabbamein síð-
an árið 2008 og man ég þegar þú
fórst í þína fyrstu geislameðferð
til Reykjavíkur og ég fór með þér
til stuðnings, þá níu ára gömul.
Við fórum í bakaríið saman á
morgnana fyrir geisla og ég rölti
svo og sótti pítsu á kvöldin. Þá
sagðir þú við mig að þú værir svo
heppin að eiga mig að og ég svar-
aði þér að við værum heppnar að
eiga hvor aðra og þá svaraðir þú:
Já, Unnur mín, og við verðum sko
alltaf bestu vinkonur. Já, ég var
svo sannarlega heppin með
ömmu, þú veittir mér félagsskap,
hvattir mig og efast ég um að ég
eigi eftir að finna aðra slíka vin-
konu. Ég mun standa við það sem
ég lofaði þér, ég skal passa afa og
hestana því ég veit að ef þú hefðir
átt heiminn þá hefðir þú gefið mér
hann. Ég sagði þér öll mín leynd-
armál, engum öðrum.
Elsku amma, takk fyrir að vera
amma mín og besta vinkona.
Ég elska þig að eilífu.
Þín
Unnur Rún.
Í dag kveð ég elskulega mág-
konu mína og samferðakonu allt
frá því að við vorum unglingar. Í
fyrstu bjuggu hún og Magnús
bróðir minn heima hjá foreldrum
mínum, en ekki leið á löngu uns
þau voru farin að byggja sér ein-
býlishús. Þau voru flutt inn í það
þegar þau voru um tvítugt, eftir
að hafa unnið þar öllum stundum
eftir langan vinnudag og um helg-
ar.
Þetta lýsir þeim hjónum afar
vel, kjarkur og þor að takast á við
verkefni og sjá hlutina verða að
veruleika.
Magnús stofnaði fyrirtæki,
sem var í fyrstu einn flutningabíll,
ók hann milli Sauðárkróks og Ak-
ureyrar, í þessari útgerð veitti
Ragna honum dyggan stuðning.
Afgreiðslan á vörunum var á
heimili þeirra og hjálpuðust þau
að og var oft fjör. Kristín dóttir
þeirra var ekki há í loftinu þegar
hún var farin að afgreiða líka, hún
lærði fljótt að hlutirnir gera sig
ekki sjálfir.
Ragna var afar hraust og ósér-
hlífin, man ég þegar hún var að
aðstoða við að afferma bílinn.
Fyrirtækið óx og dafnaði og varð
að því fyrirtæki sem Vörumiðlun
er í dag og vann Ragna alla tíð
með Magnúsi þar. Það var ein-
hvern veginn þannig að ef eitt-
hvað þurfti að gerast hratt og
örugglega þá hafði maður sam-
band við þau.
Fá hjón hef ég þekkt sem hafa
unnið jafn mikið saman og þau,
bæði í vinnu og heima fyrir, enda
búin að vera saman frá unglings-
aldri.
Það er eiginlega ekki hægt að
nefna Rögnu nema að nefna
Magnús í sömu andrá, svo náin
voru þau, og hann alltaf hennar
klettur. Ég hef notið félagsskap-
ar þeirra hjóna, við höfum
skemmt okkur saman, við höfum
ferðast saman innanlands og er-
lendis, við höfum farið í ógleym-
anlegar bústaðaferðir svo ekki sé
talað um samveru á heimilum
okkar.
Ragna var mikil hannyrða-
kona, sama hvort hún var að
sauma á saumavél, prjóna, hekla
eða föndra ýmiskonar hluti. Ég á
ýmislegt sem hún hefur gert í
höndunum og gefið mér í jólagjöf,
það eru dýrmætar minningar.
Oft leitaði ég hjálpar hjá
Rögnu á árunum þegar við vorum
að sauma föt á okkur og börnin,
það var sama hvað var, hún var
alltaf tilbúin að hjálpa. Þannig
var hún innrætt, var alltaf boðin
og búin að hjálpa öðrum.
Ragna naut mjög allra ferða-
laga og fóru þau Magnús ófáar
ferðir utan- og innanlands. Ég
naut oft góðs af þegar þau voru
að fara til Glasgow fyrir jólin í
gamla daga.
Þrátt fyrir veikindin síðustu ár
gat hún farið nokkrar ferðir til út-
landa. Ekki var annað hægt er að
dást að dugnaðinum bæði í henni
og Magnúsi, en hún hafði mikið
gaman af. Hún naut þess að vera
með fjölskyldunni sinni, þeim
Kristínu, Sigga og börnunum.
Hún lét veikindin ekki stoppa
sig, þá fannst henni líka að hún
væri að skemma fyrir öðrum og
það vildi hún síst af öllu. Þvílíkt
hörkutól er vandfundið.
Barnabörnin voru henni afar
mikils virði og voru þau mikið hjá
henni. Hún kenndi þeim margt
sem þau munu búa að allt sitt líf.
Nú ferðast Ragna um, frjáls og
laus frá sjúkdómum í sumarland-
inu eina. Minningin um elsku
Rögnu lifir, ég þakka henni vin-
áttu öll árin. Elsku Magnús,
Kristín, Siggi, Brynja Dögg,
Unnur Rún og Einar Ísfjörð,
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður Svavarsdóttir.
Ragna er farin. Hún er farin
inn í drauminn sinn og töltir á
glófextu hryssunni sinni Birtu
fram Mælifellsdalinn.
En við Eyjafélagarnir eigum
minningarnar um bráðskemmti-
lega og orðheppna konu, sem
hafði ákveðnar skoðanir og var
aldrei að skafa neitt utan af hlut-
unum. Hún var hreinskilin, fylgin
sér og kröftug og gafst aldrei
upp, þótt svarti hundurinn fylgdi
henni mörg síðustu æviárin.
Allt lék í höndunum á henni
Rögnu. Hún heklaði og prjónaði
ógrynni af fallegum teppum.
Flest teppanna gaf hún til góð-
gerðarmála. Ragna var húmoristi
og mikill dýravinur. Hún elskaði
steinaldarmanninn sinn og fjöl-
skylda hennar var henni mjög
kær.
Eyjaferðirnar okkar voru ár-
legir og einstakir viðburðir.
Minningar um þessar ferðir á
sumrin og þorrablótin á veturna
eru ógleymanlegar. Pakkaleikur-
inn var hápunkturinn og það sem
gat komið innan úr pökkunum
var engu líkt.
Fyrir okkur Eyjafélagana var
Ragna eins og Drangey. Hún var
stór og sterk og reis eins og klett-
ur úr hafinu og öldurnar brotn-
uðu á henni og urðu að sléttum
sjó.
Hún átti sér draum. „Stóran
og fallegan draum. Draum um að
eignast rauða glófexta hryssu
með mikið, já mjög mikið fax og
tagl. Draum um að tölta fram
Mælifellsdalinn á hryssunni
minni. Fara um Efribyggðarfjöll-
in og rifja upp gamla tíma.
Hryssan mín væri blíð, góð og
viljug og hún mundi heita Birta.
En þetta er eins og í auglýsing-
unni, bara rosalega góður draum-
ur, en hann verður aldrei að veru-
leika.
Það finnst mér synd, en fæstir
fá alla sína drauma uppfyllta.“
Minning Rögnu lifir með okk-
ur öllum.
Fyrir hönd Eyjafélagsins,
Guðmundur Arnaldsson.
Ragnheiður Guð-
rún Baldursdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Fjarðarbakka 9,
Seyðisfirði,
lést aðfaranótt laugardagsins 16. septem-
ber. Útför hennar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju þriðjudaginn
26. september klukkan 14.
Jóhann Grétar Einarsson
Þórunn Gróa Jóhannsdóttir Þorsteinn Aðalbjörn Jónasson
Helga Ingibj. Jóhannsdóttir Jóhann Björn Jónasson
Sigrún Ingibj. Jóhannsdóttir Hjálmar Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
RANNVER STEFÁN SVEINSSON,
áður til heimilis að Álfhólsvegi 28a,
Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu,
Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. september.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 27. september
klukkan 13.
Sigurjón Sveinn Rannverss. Fjóla Finnsdóttir
Guðrún Magnea Rannversd. Snorri Snorrason
Katla Björk Rannversdóttir Kristján Albert Eiríksson
Birna Mjöll Rannversdóttir Arnfinnur Daníelsson
barnabörn og barnabarnabörn