Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 33

Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 ✝ Katrín Svalafæddist 14. apríl 1934 í Reykja- vík. Hún lést 14. september 2017 í Maryland í Banda- ríkjunum. Foreldrar henn- ar voru Stefán Már Benediktsson kaup- maður, f. 24. júlí 1906, d. 13. febrúar 1945, og Sigríður Oddsdóttir Benediktsson, f. 18. september 1907, d. 29. ágúst 1988. Systkini Svölu eru Einar, f. 1931, Valgerður Þóra, f. 1935, Oddur, f. 1937, d. 2010, og Ragnheiður Kristín, f. 1939. Svala, en það var hún jafnan kölluð, útskrifaðist úr Kvenna- skólanum en flutti ung að árum til Bandaríkjanna. Þar giftist hún Frederick R. Daly, síðast ofursta í Bandaríkjaher, 1954, en hann lést 1985. Sonur þeirra er Frederick Stefan Daly, f. 1956, d. 2013, sonur hans er Nicholas, f. 1980, og sonarsonur Jo- nathan, en dætur þær Joanne Linda, f. 1957, gift Lou Lu- cas, og Sandra Dee, f. 1958, gift Donald Ball. Þau síðarnefndu hafa verið búsett ásamt Svölu í Beltsville, Maryland, en Nicho- las og hans fjölskylda í Kali- forníu. Útför Svölu fer fram í dag, 23. september 2017, frá Unitarian Universalist Church, Adelphi, Maryland. Svala systir mín var okkur ná- læg þótt hún lifði lífinu í öðru landi. Fráfall hennar er saknað- ar- og sorgarefni en með fjöl- skyldu sinni og skólafélögum átti hún traust og trygg ástúðar- og vinabönd. Ég eignaðist þessa brosmildu systur í hinni kyrrlátu Reykjavík fyrir stríðið. Þau ár sitja í minn- ingu með góðviðri á sumrin að leik með krökkum í Hljómskála- garðinum. Þar gat Svala keyrt fótstiginn krossviðarbíl minn, sem er væntanlega vísir þess að hún átti vissulega eftir að sitja við bílstýrið í Bandaríkjunum og víðar. En svo tóku við skólaárin í Landakotsskóla og Kvennaskól- anum þar sem Svala eignaðist vinkonur sem það urðu ævilangt. Hinn mikli vendipunktur í lífi Svölu er á árinu 1953. Hún kom þá til Bandaríkjanna, þar sem ég var við nám, og fyrirhugaði árs- dvöl að kynna sér landið, sem ég lét vel af í bréfum heim. En lengd dvalarinnar fór á annan veg. Ég var að ljúka mínu námi vorið 1954 þegar Svala kom í heimsókn til Boston með þau óvæntu tíðindi að nú stæði til að bindast tryggðaböndum við Frederick R. Daly. Vissulega var það gott gleðiefni því að sá sami væri hugur þeirra beggja. Svala hafði hreppt ást sína í þessum ágæta manni. Ég hafði þó bent á að lífið með Fred, sem var stað- ráðinn í að vera liðsforingi í Bandaríkjaher að atvinnu og þá með dvöl á herstöðvum víðs veg- ar, myndi veikja tengslin við heimahagana. Þetta sárskamm- aðist ég mín fyrir löngu seinna þegar Svala minnti mig á þau ógætilegu orð. Það kom nefni- lega strax í ljós að Fred varð sannur Íslandsvinur, uppáhald fjölskyldunnar og vina okkar, sem kunni vart betur við sig í frí- unum en á Íslandi, ekki hvað síst í sumarbústað okkar í Borgar- firði. Hann var öllum harmdauði þegar lést skyndilega af hjarta- áfalli árið 1985, þá aðeins 53 ára. Börn þeirra Svölu og Fred voru Frederick Stefan Daly, f. 1956, d. 2013, en sonur hans er Nicholas, f. 1980, og sonarsonur Jonathan. Þau eignuðust tvær dætur, Lindu, f. 1957, gift Lou Lucas, og Söndru, f. 1958, gift Donald Ball. Herþjónustuárin fóru í hönd heima við og í Þýska- landi, á Indlandi, Filippseyjum og tvívegis í Víetnam við góðan orðstír Freds, sem hækkaði í tign með árunum og var ofursti þegar hann gat farið á eftirlaun skömmu áður en hann var allur. Hann var jarðsettur með ógleymanlegri stórviðhöfn í Ar- lington-hermannakirkjugarðin- um í Washington. Svölu er ætlað að hvíla þar honum við hlið. Saga þeirra Svölu og eigin- mannsins hennar ástkæra sem hún missti ótímabært er tvíþætt. Mér er nær að halda að við að- stæður flutninga og ekki síst með nýja skóla og vini barnanna hafi það verið hetjuhlutverk að vera móðir og húsfreyja. Fyrst og fremst var þar ást hennar og frábær umhyggja við börnin og maka þeirra og þá ekki síst Fred yngri, sem átti við vanheilsu að stríða, og son hans Nick. Eftir að eiginmaðurinn var fallinn frá þyngdist sá róður en Svala lét hvergi bugast og lauk BA-námi á leiðinni. Efnt var til mikillar fjöl- skylduferðar til Íslands, þeim og heimafólki til mikillar ánægju. En áfallið við heilablóðfall Svölu fyrir fimm árum varð ekki yf- irunnið og hrakandi heilsu lauk með hægu andláti 11. september í faðmi fjölskyldunnar, sem hana syrgir sárt. Blessuð sé hin góða minning Svölu. Einar Benediktsson. Ég gat ekki meðtekið það að þú værir dáin. Við vorum eins og tvíburar og áttum yndislega æsku þar sem við bjuggum á Marargötu 3 með móður okkar og systkinum. Foreldrar okkar áttu bústað í Andakílsárhreppi í Borgarfirði. Þar dvöldum við öll æskuár okkar og við Svala lærð- um hjá bóndakonunni á bænum við hliðina á okkur að skrifa bók- stafi eftir hennar forskrift og að sauma út nöfnin okkar og blóm í koddaver. Við Svala vorum í Kvenna- skólanum í Reykjavík og það var dásamlegt að koma heim til móð- ur okkar eftir skólann því hún var alltaf með heitan mat handa okkur klukkan hálftvö. Það er alltaf uppáhaldsmaturinn minn saltkjöt og baunir sem mamma gaf okkur meðal annars og ég finn ennþá bragðið af súpunni. Allt lífið var miklu einfaldara í þá daga. Við krakkarnir lékum okkur úti á götu á kvöldin í kýlu- bolta og stórfiskaleik og það var mjög auðvelt því bílarnir voru svo fáir á götunum. Við fórum líka í bófahasar við krakkana á Öldugötu og Túngötu. Við príl- uðum á steinveggjunum og sum- ir húseigendur voru ekki allt of hrifnir. Engin tæki og tól voru til þá til að komast í samband við fólk nema síminn. Þá var aðeins hringt á dyrabjöllurnar. Vinirnir voru margir og Svala var vinsælust af því að hún gaf sér tíma til að hlusta á fólk. Trúnaðarvinkonur mömmu okk- ar trúðu Svölu fyrir sorgum sín- um. Rannveig Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Ólafssonar kristniboða, var vinkona Svölu. Svala vann mörg sumur við byggingu Vindáshlíð- ar, sumardvalarstaðar ungra stúlkna. Við Svala fórum einu sinni á skólamót í Vatnaskógi fyrir ungt fólk. Faðir okkar dó þegar við vorum á unga aldri. Nokkrum árum eftir að við Svala lukum náminu í Kvennó fór Svala til föðurfólks okkar í Bandaríkjunum. Hún vann með- al annars við skrifstofustörf. Seinna fór hún að vinna í Kaup- höllinni í Albany, höfuðborg New York-ríkis. Starfið fólst í því að standa á stóru sviði og skrá tölur á skjá sem komu á hreyfibandi yfir stórum sal þar sem sat fólk sem fylgdist með í viðskiptum. Svala kynntist Frederick Daly, sem hafði komið sem inn- flytjandi til Bandaríkjanna frá Írlandi með fjölskyldu sinni. Ég heimsótti Fred og Svölu eftir að þau giftu sig. Það var alltaf mjög gott að vera með þeim á heimili þeirra. Ég man alltaf þegar ég og yngsta barn mitt Helgi fórum í heimsókn til Fred og Svölu til Washingon. Fred þótti svo vænt um Helga og var mikið með hon- um. Svala var í heimsókn í Reykjavík þegar Fred dó. Sonur minn saknaði Fred mikið. Við fjölskyldan og vinir söknum þeirra mikið og megi Almáttugur Guð og Jesús Kristur taka þau að sér. Valgerður Þóra Másd. Benediktsson. Mágkona mín, Katrín Svala, var skemmtileg og vinmörg kona. Hún fór ung til Bandaríkj- anna. Á þeim árum þóttu amer- ískir skór gersemi og ungu vin- konurnar á Íslandi sendu unnvörpum teikningar af fótum sínum til Svölu og báðu hana að kaupa fyrir sig skó. Þess vegna þurfti Svala oft að fara í skóbúð og þar hitti hún ungan sölumann, Fred, sem var henni hjálpar- hella. Þau gengu síðan í hjóna- band. Fred gekk í herinn og fékk þar góða menntun, tvær háskóla- gráður og skjótan frama. Svala menntaðist einnig í viðskipta- fræðum. Saman bjuggu þau sér og börnum sínum gott heimili, hvar sem þau voru stödd í heim- inum, en vegna starfa Freds þurftu ungu hjónin oft að flytjast búferlum. Hvarvetna eignuðust þau góða vini og átti glaðlyndi og þokki Svölu þar stóran þátt. Er fram liðu stundir settist fjölskyldan að í Washington DC. Ferðalög með Svölu voru stór- skemmtileg. Síðasta langferðin var þegar Ragnheiður kona mín og Svala óku með undirritaðan frá Washington til Toronto, með viðkomu í Amish-landi og gist- ingu í indíánabyggðum. Á áfangastað keyptu þær systur notaða tölvu, kenndu mér að senda tölvupóst og sáu að vel mundi fara um mig næstu tvö ár- in í sjúkranuddnáminu. Síðan var haldið til baka um Lake Pla- cid og Albany, þar sem Svala og Fred hófu búskap sinn og Oddur bróðir stundaði nám. Öllu stjórn- aði Svala af festu og öryggi. Ferðir Svölu til Íslands með fjölskyldu og eða vini voru líka skemmtilegar og eftirminnileg- ar. Vænst þótti henni um gamla sumarbústaðinn í Árdal. Afleiðingar sprungins æða- gúls í heila voru viðfangsefni Svölu síðustu sex árin, en þrátt fyrir þrautseigju og mikla bar- áttu varð hún að lokum að láta í minni pokann. Hennar er sárt saknað en við þökkum þann tíma sem við fengum að eiga samleið. Haukur Filippusson. Elsku Svala frænka, að þú sért farin er undarlegt og dap- urt. Þú sem alltaf geislaðir af krafti og gleði. Þú varst sterkur persónuleiki og gast fyllt heilu salina með nærveru þinni. Hafðir heillandi hlátur og mikla kímni- gáfu sem gat verið skemmtilega ísmeygileg. En ekki síður varstu afbragðs samræðufélagi. Ekkert var þér óviðkomandi, forvitin, íhugul og skarpgreind eins og þú varst. Að vera samvistum við þig og spjalla var hrein lystisemd, hvort sem um alvöru eða gleði var að ræða. Þú hafðir magnaðan augnsvip. Í augum þínum rúmaðist einhver undarleg djúp viska og fegurð. Stór og blá augu þín minntu mig alltaf á íslenskan fjallabláma. Sumarið sem ég dvaldi á fal- legu heimili þínu og Freds í Ar- lington í Virginíu mun aldrei líða mér úr minni. Ég var sautján ára og við frænkurnar, dætur þínar Linda og Sandra, vorum á svip- uðum aldri. Við brölluðum margt saman þetta langa og heita sum- ar í Virginíu. Yfir þessu eftir- minnilega sumri trónar þú eins og drottning í minningunni. Þú fylgdist með öllu og sendir okkur stundum ógleymanlegt augna- ráð, eins og þegar við Sandra lágum helst til lengi í rúminu eft- ir næturlangar diskótekferðir. Þú hlustaðir á og studdir mig unglinginn á þinn einstaka hátt. Allt við þig elsku frænka var stórbrotið, þú áttir ekki til að vera smá í sniðum. Leiftrandi húmor og greind. Þú varst glæsileg manneskja. Jafnvel í veikindum þínum hin síðari ár barstu þig vel. Þegar við Arthúr og krakk- arnir heimsóttum þig síðasta sumar voru líkamleg veikindi farin að herja á þig, samt gátum við gantast og hlegið að ýmsum endurminningum og þú lýstir á lifandi hátt fuglalífinu í garð- inum fyrir utan. Enn var ís- lenski fjallbláminn í geislandi augum þínum. Elsku frænka, þig er í raun- inni ekki hægt að kveðja. Til þess eru ítök þín í hugum okkar of sterk og nærvera þín of lif- andi. Þú hafðir sjálf heldur aldr- ei neinar mætur á kveðjustund- um og sagðir alltaf „við sjáumst“. Við Arthúr sendum dætrum Svölu og allri fjöl- skyldu hennar vestra okkar innilegustu og dýpstu samúðar- kveðjur. Megi allir himneskir herskar- ar fylgja þér elsku frænka mín og nafna um alla eilífð. G. Svala Arnardóttir. Katrín Svala Daly Benediktsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Lára Árnadóttir, skrifstofustjóri Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og minningu við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS BERNHARD forstjóra, Langholtsvegi 78. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun og vináttu. Ragna Gould Richard Gould G. Geir Gunnarsson Ingibjörg Snorradóttir Gylfi Gunnarsson Dóra Bjarnadóttir Edda Gunnarsdóttir Sveinn Ásgeir Baldursson Gunnar Gunnarsson Bergljót Ylfa Pétursdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, HELGU SIGFÚSDÓTTUR, Furulundi 31, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og Heimahlynningar á Akureyri. Rúnar Heiðar Sigmundsson Gunnar Örn Rúnarsson Bryndís Valgarðsdóttir Sigrún Rúnarsdóttir Magnús Magnússon Sigmundur Ernir Rúnarsson Elín Sveinsdóttir Guðrún Sigfríð Rúnarsdóttir Sigfús Karlsson Jón Gísli Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, ELÍSABET MATTHILDUR ÁRNADÓTTIR, Meistaravöllum 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 17. september. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 28. september klukkan 13. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Jökull Már Valdimarsson Gróa Jóna Valdimarsdóttir Olsen Jóna Gróa Valdimarsdóttir Guðný Þóra Valdimarsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINA HELGADÓTTIR læknafulltrúi, Ljósheimum 14, lést fimmtudaginn 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnea Berglind Högnadóttir Helga Dröfn Högnadóttir Ralph Tiedemann Magnús Rafn og Kristín Erla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.