Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 ✝ Örn Gíslasonfæddist í Jóns- húsi á Bíldudal 6. febrúar 1939. Hann lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 15. september 2017. Foreldrar hans voru Sigríður Ágústsdóttir frá Bíldudal, f. 23.5. 1914, d. 15.2. 1990, og Gísli Guðmunds- son frá Tálknafirði, f. 13.7. 1908, d. 17.2. 1943. Seinni maður Sig- ríðar er Gunnar Þórðarson, f. 9.8. 1922, hann gekk sonum Sig- ríðar í föðurstað. Bróðir Arnar er Ágúst Gíslason, f. 5.12. 1941. Þann 3.8. 1963 giftist Arnar Val- gerði Jónasdóttur, f. 16.9. 1944. Dætur þeirra eru 1) Bríet Arnar- dóttir, f. 23.4. 1968, eiginmaður hennar er Smári Gestsson og synir þeirra eru a) Örn, f. 21.11. 1987, hann á soninn Sæþór Ólaf, f. 21.1. 2011, b) Magni, f. 18.1. 1993 c) Valur, f. 24.9. 1995. 2) Sigríður Arnardóttir, f. 14.9. 1971, eiginmaður hennar er Guðm. Örvar Hallgrímsson og dætur þeirra eru a) Urður Vala, hófu sinn búskap þar í skjóli Jak- obs móðurbróður og Álfheiðar. Þar hóf hann nám í bifvélavirkj- un við Iðnskólann og útskrifaðist með sveinspróf vorið 1965 og hlaut meistararéttindi þremur árum síðar. Árið 1965 fluttu hjónin aftur til Bíldudals. Keyptu þau Sólheima og hafa búið þar síðan. Öddi rak eigið vélaverk- stæði í mörg ár og gerði við allt sem til féll á Bíldudal, jafnt báta, bíla, hrærivélar og allt þar á milli. Hann var um tíma vélstjóri hjá rækjuvinnslunni. Síðustu árin starfaði hann hjá Flugmálastjórn á Bíldudalsflugvelli, allt þar til hann fór á eftirlaun. Öddi tók virkan þátt í félags- störfum á Bíldudal, lék mikið með leikfélaginu Baldri og þá iðulega í aðalhlutverki; Skugga- Svein, Lenny í Mýs og menn og fleiri. Öddi var félagi til margra ára í Lions, stofnaði björgunar- sveitina Kóp ásamt félögum og var formaður sveitarinnar í mörg ár. Einnig var hann slökkviliðsstjóri í áratugi og sat í hreppsnefnd. Hann var í sóknar- nefnd í mörg ár og félagi í kirkjukórnum. Útför Arnar fer fram frá Bíldudalskirkju í dag, 23. september 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. f. 1.3. 2003 b) Agnes Gígja, f. 12.10. 2005 c) Sunna Bríet, f. 10.12. 2008. 3) Tumi Arnarson, f. 3.10. 1978, dáinn sama dag. 4) Arna Margrét Arn- ardóttir, f. 16.2. 1986, sambýlis- maður hennar er Siggeir Guðnason og börn þeirra eru a) Jóhanna Kristín, f. 27.6. 2010 b) Snæbjörn Tumi, f. 28.8. 2014. Öddi og Ági bróðir hans ólust upp á Bíldudal í faðmi móður sinnar og systkina hennar. Öll sumur var hann í Tálknafirði hjá föðurömmu sinni og afa og Ein- ari föðurbróður. Hann gekk í Barnaskóla Bíldudals, var í stúku hjá sr. Jóni Kr. Ísfeld og í héraðs- skólanum í Reykholti í Borgar- firði. Sem ungur maður vann hann ýmiss störf, m.a. við uppbygg- ingu Mjólkárvirkjunar, hjá FÍB við vegaeftirlit, lagði vatnsveitu og vann við fiskvinnslu. Öddi og Vala fluttu til Ólafsfjarðar og Elsku besti pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur og í hjarta mínu er stórt skarð. Ég veit að það var tekið vel á móti þér þar sem þú ert núna. Þú varst nefnilega alveg viss um það að tekið væri á móti manni þegar líf- ið tæki enda. Nú ertu búinn að hitta pabba þinn aftur, mömmu þína og loksins ertu búinn að hitta Tuma þinn. Það hafa örugg- lega verið fagnaðarfundir. Ég veit að þið feðgarnir vakið yfir mömmu, okkur systrunum og fjölskyldum okkar. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til baka er allar stundirnar sem við áttum saman á verkstæðinu þínu. Þar skottaðist ég oft í kringum þig, forvitin um hvað þú værir að gera. Ég á svo stórt safn af góð- um minningum sem ylja mér og hjálpa mér í sorginni. Eitt sinn fór mamma til Reykjavíkur og vorum við tvö þá bara eftir heima. Ég og þú veltum því mikið fyrir okkur hvað við ættum að borða á meðan mamma væri í burtu. Þú ákvaðst að elda eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, djúpsteiktan steinbít. Þú eldaðir svo mikið að við gátum borðað það í kvöldmat, í hádegismat og kvöldmat daginn eftir. Þú varst besti pabbinn sem ég gat eignast og fyrir það er ég þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þennan tíma sem við fengum saman en samt hefði hann mátt vera mikið lengri. Þú varst svo hjartahlýr og góður við alla. Þú varst líka svo góður afi. Alltaf að segja barnabörnunum sögur, syngja fyrir þau og gefa þeim hafragraut í morgunmat. Takk fyrir allar vísurnar sem þú kenndir henni Jóhönnu Kristínu. Takk fyrir að hafa kennt henni að negla nagla. Takk fyrir allar sög- urnar sem þú sagðir Snæbirni Tuma. Síðustu daga hef ég upplifað það að við fjölskyldan þín erum ekki þau einu sem eru að upplifa missi. Þorpið þitt og íbúar þess finna fyrir þessu líka. Það síðasta sem þú sagðir við mig var að gráta ekki. Það var þegar ég var hjá þér á sjúkrahús- inu og ég var svo leið yfir því að þú væri veikur. Ég sagði þér að ég væri að gráta af því að þú vær- ir pabbi minn, þú værir veikur og mér þætti það vont. Það er í lagi að gráta þá sem maður elskar og saknar. Á laugardaginn sátum við fjöl- skylda þín við eldhúsborðið í Sól- heimum. Snæbjörn Tumi sá úrið þitt og sagði að þú þyrftir að fá það þegar þú kæmir heim. Ég mun tala um þig við Tuma minn og segja honum hversu frábær og góður þú varst. Elsku pabbi, ég veit að þú átt eftir að vaka yfir okkur og passa upp á að allt sé í góðu lagi hjá okkur. Ég elska þig, pabbi minn, og mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín. Þín litla pabbastelpa, Arna Margrét. Ég man eftir því sem barn að sitja og hugsa um að þú misstir pabba þinn svo ungur. Barnið sem ég var gat ekki hugsað sér slíkar aðstæður, fór að hágráta þín vegna og þess að þú hafðir ekki pabba þinn nema svo stutt. Þú komst til mín og spurðir hvað væri að og með ekka sagði ég frá því sem bærðist í barnshuganum. Þú klappaðir mér á kollinn og sagðir: „Þetta er allt í lagi, stúlk- an mín, ég á þig.“ Nú er sú stund sem ég óttaðist mest komin, en í hjarta mínu er ég bara barn og ekki tilbúin að takast á við heim- inn án þín. Ég er samt heppin því þú kenndir mér svo margt og ein- mitt þess vegna get ég tekist á við söknuðinn. Þú varst alltaf réttsýnn og raungóður, vildir öllum mönnum vel og kenndir okkur systrum að allir menn væru jafnir. Engum varstu þó betri en þeim sem minna máttu sín, lagðir þig fram við að greiða götu þeirra og hjálpa þeim þegar þörf var á. Veraldlegur auður var þér ekki mikilvægur og oft var þröngt í búi hjá okkur fjölskyld- unni en frekar var sultarólin hert en að minna á að einhver átti eftir borga þér fyrir síðasta viðvik. Í þínum huga höfðum við það mjög gott því við áttum hvort annað og svo marga góða ættingja og vini. Nýtt hlutverk færði ég þér fyr- ir 30 árum, afi, þetta hlutverk tókstu alvarlega og sást ekki sól- ina fyrir strákunum mínum þremur. Fátt fannst þér betra en að fá strákana til að bardúsa með þér. Smíða, gera við sláttuvél, skipta um dekk og bæta, fara að veiða eða hengja upp harðfisk þar til öllum var orðið ískalt. Þeir fengu svo mikla ást hjá þér og virðingu. Endalaust máttu þeir vera með þér, endalaust varstu að kenna þeim, t.d. skrúfa skrúfu, tálga spýtu, keyra bíl, hnýta hnúta, smíða báta til að draga með og um leið að kenna þeim að vera útsjónarsamir og finna lausnir. Lausnir sem lágu oft í ryðguðum nagla eða gömlum spotta sem fannst í fjörunni. Þeir voru heppnir afastrákarnir þínir, nafni minn, besti drengurinn og draumadrengurinn eins og þú nefndir þá oft, heppnir að fá mik- inn tíma með þér. Heppnir að eft- ir langan vinnudag með afa tók amma við og gaf að borða og strauk framan úr. Þú varst líka orðinn langafi og fannst það merkilegt hlutverk, stoltur þegar litli langafastrákurinn söng, fór í hin ýmsu hlutverk, var á fullu í leik og notaði ímyndunaraflið óspart. Þú hugsaðir alltaf svo fallega um okkur stúlkurnar þínar og vildir hafa okkur hjá þér alltaf. Við vorum einmitt hjá þér síðustu dagana þína og það gefur okkur styrk að hafa fengið það. Síðustu orðin þín voru „hvar er stúlkan mín“ og sendir þá mömmu að sækja mig þar sem ég hafði farið fram á gang. Elsku mamma, takk fyrir að hugsa um hann pabba minn í blíðu og stríðu því það hefur þú svo sannarlega gert þó að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. En ástin sem þið áttuð til hvors ann- ars sást í augum ykkar og mér fannst svo gaman að sjá hvað hann pabbi var skotinn í þér. Örn Gíslason ✝ Sigurður JónasMarinósson fæddist á Álfgeirs- völlum í Skagafirði 10. september 1945. Hann lést á heimili sínu, Hvítuhlíð í Bitrufirði, 13. september 2017. Foreldrar hans voru Guðlaug Egils- dóttir, f. 23. júlí 1920, d. 8. janúar 2010, og Marinó Ásvaldur Sig- urðsson, f. 3. febrúar 1920, d. 25. febrúar 2010. Systkini Sigurðar: Svandís Lilja, f. 1949, d. 24. júní 2017, Jórunn María, f. 1951, Árný Ingibjörg, f. 1955, Álfheið- ur Björk, f. 1959, og Álfgeir Egill Þór, f. 1960. 1988. Einnig lætur Sigurður eftir sig fjölmörg barnabörn. Sigurður var fæddur og upp- alinn á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Hann var barnaskólaárin í Steinsstaðaskóla en stundaði svo nám við bændaskólann á Hvann- eyri. Sigurður var bóndi mestan hluta ævinnar. Fyrst með sauð- fjárrækt á Álfgeirsvöllum, svo fluttist hann með Sigríði, þáver- andi sambýliskonu sinni, að Hvalsá við Steingrímsfjörð. Þar stofnuðu þau fjölskyldu og fluttu svo að Kollafjarðarnesi við Kollafjörð. Sigríður og Sigurður slitu samvistir árið 2003 og flutti hann þá í Hvítuhlíð í Bitrufirði. Auk þess að sinna búskap vann Sigurður á ýmsum vinnuvélum og var með útgerð auk þess að taka sér ýmis verkefni fyrir hendur. Sigurður barðist við krabbamein síðustu 10 æviárin. Útför Sigurðar fer fram frá Kollafjarðarneskirkju í dag, 23. september 2017, klukkan 15. Sigurður á fjóra syni með fyrrver- andi sambýliskonu sinni, Sigríði Jóns- dóttur frá Stóra- Fjarðarhorni. Þeir eru Jón Álfgeir, f. 1972, Víðir Álfgeir, f. 1973, Marinó Álf- geir, f. 1977, og Sig- urður Álfgeir, f. 1978. Sigurður á einnig eina dóttur, með Jóhönnu Hrund Hreins- dóttur úr Mosfellssveit, Fjólu Karen, f. 2000. Núverandi sam- býliskona Sigurðar er Gróa Bjarnadóttir frá Þingeyri. Hún á þrjú uppkomin börn. Þau eru Ey- rún Harpa, f. 1978, Berglind Hrönn, f. 1981, og Arnþór Ingi, f. Elsku tengdapabbi. Þegar ég læt hugann reika og hugsa til samverustunda okkar og ekki síst samveru- stunda þinna með börnunum mínum er margt sem kemur í hugann. Þú varst börnunum góður afi, lagðir þig fram um að gera allt með þeim sem þau langaði til að gera í sveitinni, hvort sem það þurfti að gera þessa hluti eða ekki. Eitt skipt- ið sem við komum vestur lang- aði krakkana að smala. Þau tóku ekki þátt í þeirri iðju á haustin og kunnu ekki til verka svo að þá var ekki annað að gera en fara að smala. Þú fórst með þeim og sóttir þær kindur sem voru nærri og kenndir þeim að standa fyrir og reka þær á rétta staði. Þetta þótti þeim afskaplega skemmtilegt. Þó að komur okkar til ykkar Gróu hafi ekki verið margar voru þær góðar. Fyrir tveimur árum ákváðum við hjónin að reyna að hóa öllum til ykkar svo að hægt væri að halda upp á sjötugsafmælið þitt. Allir bræðurnir mættu og með öll börnin sín. Þú sagðir mér að þetta væri besta afmæl- isgjöf sem nokkur gat gefið þér, samvera með börnum, tengdabörnum og barnabörnum þínum. Krakkarnir ákváðu að æfa sig að spila á gítar og syngja fyrir þig og voru haldnir tónleikar. Þú fylgdist stoltur með og sagðir mér hversu stoltur þú værir af barnabörn- um þínum, hvað þau væru flott- ir og vel gerðir einstaklingar. Ekki þótti þér nú heldur leiðinlegt að fá gjöfina frá bræðrunum sem hann Marinó lét útbúa, myndir af afkomend- um þínum og tengdabörnum. Mynd sem þú horfðir á lang- tímum saman eftir að hún fór upp. Við hittumst í síðasta skiptið í sumar, einhvern veginn var það á bak við eyrað að svona gæti farið, þess vegna brun- uðum við vestur rétt fyrir verslunarmannahelgina, bara svo að börnin og við gætum hitt þig hressan að minnsta kosti einu sinni enn. Mikið sem ég er glöð í dag að við fórum þessa ferð. Þó að þú værir slappur framkvæmdir þú ótrúlegustu hluti með krökkunum. Þú varst lúinn en lést það ekki hafa áhrif á þig, því þrátt fyrir erfið veik- indi varstu aldrei sjúklingur. Hjördís María sagði svo eftir ferðina: „Afi þurfti ótrúlega oft að fá sér kaffibolla, en ég veit að þá var hann að hvíla sig.“ Börnin höfðu gaman af því að fara í hænsnakofann með þér, skoða kindurnar og taka þátt í því sem þú varst að bralla. Milli ævintýra æfðu þau sig svo að spila og syngja og sátu langtímum saman frammi og spiluðu og sungu. Aftur við það tækifæri sagðir þú mér hvað þú værir stoltur af þeim og fylgd- ist með af aðdáun. Börnin sakna afa í sveitinni sem var alltaf tilbúinn að bralla eitthvað með þeim, ég mun sakna tengdaföður sem var allt- af uppfullur af alls kyns hug- myndum og vitleysu, var fer- lega sérvitur og stríðinn og gerði í því að reyna að fá mann til að brosa eða hækka raust- ina, glotti svo að öllu saman. Fyrst og fremst þó munum við bara sakna þín því að þú áttir sérstakan stað í hjarta okkar. Hvíldu í friði, elsku Siggi. Þín tengdadóttir, Elín Rán. Haustkvöld. Langvegir. Ljósafjöld sveitanna slokknuð og allt þagnað nema einn lækur einn hestur sem þræðir beinan stíg og ber mig í dimmunni yfir heiðalönd feðra minna til fjarlægs staðar. (Hannes Pétursson) Það var hljótt á hlaðinu í Hvítarhlíð þegar Sigurður kvaddi sín heimatún. Blómin drúptu höfði og ekkert raskaði ró morgunsins nema hænurnar sem voru á vappi í kring. Sólin braust fram úr skýjum og sendi geisla sína á stéttina og allt vitnaði um kyrra kveðjustund. Það er með miklum trega sem ég kveð nágranna minn og vin Sigurð Marinósson. Þó að vitað væri að sjúkdómurinn sem hann hafði gengið með síð- astliðin tíu ár væri farinn að ganga nær honum var kveðju- stundin ótímabær. Hann átti auðvelt með að breyta stað og stund í gleði og ef nágrannar ósköpuðust yfir vondu veðri sagði hann að það væri skrýtið, það væri alltaf sól hjá sér. Sannarlega var hann oft sólarmegin í lífinu, átti efni- leg börn sem hann gat verið stoltur af og tvær samferða- konur sem deildu kjörum með honum. Hafði Gróu sér við hlið í veikindum sínum síðustu ár, trausta og duglega. Hún fór með honum suður í allar læknisheimsóknir og gekk þannig með honum á þrauta- ferli síðustu ára. Sigurður bar ekki sorgir sínar á torg né stærði sig af afrekum sínum, gat verið kaldhæðinn og þótti ekki verra ef hann gat gengið fram af fólki með skoðunum sínum. Hann bar sig vel og var unglegur svo af bar. Þegar ég hitti foreldra hans háaldraða sá ég hvaðan það var komið. Faðir hans beinn í baki og sérstak- lega unglegur og móðirin glöð og kát. Hvort tveggja erfði hann frá þeim. Sigurður hafði til dæmis gaman að segja frá því þegar hjúkrunarfræðingur spurði hann fyrir fáum árum hvað hann væri gamall. Hann svaraði 45 og meinti þá fæðingarárið en hún lét það gott heita og hélt að sjálfsögðu að hann væri fjörutíu og fimm ára! Honum var margt til lista lagt. Gat öllu haldið gangandi, það sem aðrir gáfust upp á að gera við tók Sigurður að sér. Hann var hjálpsamur og greið- vikinn og fljótur til ef aðrir þurftu með og gestrisni var honum í blóð borin. Nú er fram undan sú árstíð að kaldir vindar blása af fjöll- um og myrkrið leggst að. Það haustaði þó allt of snemma í lífi Sigurðar þó að haustið væri hans tími, enda fæddur í sept- ember. Að tína ber og vinna úr þeim var honum hugleikið og að sjá kindur koma vel fram- gengnar af fjalli. Sjálfur átti hann fallegt og arðsamt fé og hafði gaman af bjástri við það. Upphafserindið úr ljóðinu Áleiðis hér að ofan fylgir Sig- urði á leið þar sem ríkir eilíft sumar og hann er laus úr viðj- um sjúkdóms sem engu eirir. Við ábúendur í Gröf þökkum samfylgdina og söknum. Samúðarkveðjur til Gróu og alls fólksins hans nær og fjær. Arnheiður Guðlaugsdóttir. Sigurður Jónas Marinósson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR HREFNU KRISTJÁNSDÓTTUR sjúkraliða, frá Hvallátrum við Patreksfjörð, Jötunsölum 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameinsdeildar, 11E, fyrir alúð og umhyggju. Guðlaug Ragnarsdóttir Birgir Bjarnason Kristján Hjálmar Ragnarsson Kristjana Una Gunnarsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir Trausti Gylfason barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Broddanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11B, Landspítalanum við Hringbraut. Einar Eysteinsson Ingunn Einarsdóttir Ísak Pétur Lárusson Guðbrandur Einarsson Eysteinn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.