Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019
HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER
Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017
PABLO PICASSO - Jacqueline með gulan borða (1962) /
Jacqueline au ruban jaune (1962) Langtímasýning
COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018
- Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn
Scandinavian Institute of Comparative Vandalism
ORKA 14.9. - 7.1.2018
Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu
Dr. Selma Jónsdóttir – Aldarminning 22.8. - 22.10 2017
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 15.10.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 1.12.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Laugardagur 23. september kl. 14: Sýningaropnun í Myndasal
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Guðmundur Ingólfsson – Á eigin vegum í Myndasal og á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudagur 24. september kl. 14:
Leiðsögn með sérfræðingi Landsbókasafns - Háskólasafns
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Spegill samfélagsins 1770
Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta eru allt verk sem ég hef gert
að eigin frumkvæði,“ segir Guð-
mundur Ingólfsson ljósmyndari
þegar hann er spurður út í heiti yf-
irlitssýningarinnar á verkum hans,
Á eigin vegum, en hún verður opnuð
í Myndasal Þjóðminjasafnsins í dag,
laugardag, klukkan 14. Og verkin
spanna langan tíma, hálfa öld – þau
elstu frá árinu 1967 en yngstu ljós-
myndirnar teknar í vor.
„Alla starfsævina hef ég myndað
allrahanda verkefni fyrir viðskipta-
vini en nær ekkert af því er á þessari
sýningu,“ segir Guðmundur og bæt-
ir við að líklega hafi fáir séð flestar
myndanna á sýningunni og nú er
kominn tími til að bæta úr því.
„Það getur vel verið,“ svarar Guð-
mundur síðan þegar ég segi, þar
sem við göngum milli verkanna, að
þessi framkvæmd hafi verið löngu
tímabær. „Það hefur haldið mér
gangandi í þessu starfi að ég hef
haft nennu og frumkvæði til að gera
eitthvað fyrir sjálfan mig.“
Guðmundur er svo sannarlega
einn af merkustu og mikilvægustu
ljósmyndurum okkar á undangeng-
inni hálfri öld. Skapandi listamaður
með afgerandi og persónuleg stílein-
kenni. Öguð og formhrein heim-
ildaskráning hans er til að mynda
ólík því sem aðrir hafa tekist á við
hér, hvort sem hann hefur verið að
mynda gamlar byggingar í miðborg
Reykjavíkur, sjoppur í borgarlands-
laginu eða ummerki um mannvist í
jarðri borgarinnar. Úrval úr þeim
verkefnum eru á sýningunni en líka
margskonar aðrar myndraðir, til að
mynda frá slóðum Vestur-Íslend-
inga, mannlífsmyndir, portrettraðir
og svarthvítt og dramatískt lands-
lag. Þá tekur á móti gestum á
Veggnum, framan við Myndasalinn,
flæði fjölskyldumynda sem Guð-
mundur hefur tekið af fólkinu sínu
með markvissum hætti. Samhliða
sýningunni kemur út fallega hönnuð
og vönduð sýningarskrá, með úrvali
verkanna og skrifum fræðimanna.
Sýningarstjóri Á eigin vegum er
virtur og þekktur þýskur ljósmynd-
ari og prófessor, Timm Rautert.
Hann hefur að vissu leyti verið vitni
að allri þessari sögu Guðmundar, því
þeir kynntust í námi hjá hinum
kunna þýska ljósmyndara og kenni-
smið Otto Steinert, í Folkwang
Schule für Gestaltung í Essen í
Þýskalandi, undir lok sjöunda ára-
tugarins, og hafa verið vinir síðan.
Guðmundur, sem varð sjötugur í
fyrra, var þar við nám á árunum
1968 til 1971 og þróaði þar myndsýn
sem byggist á hugmyndum sem þá
spruttu fram um svokallaða nýja
hlutlægni í skapandi ljósmyndun.
Eftir að hafa flutt aftur heim til Ís-
lands stofnaði Guðmundur ljós-
myndastofuna Ímynd og hefur allar
götur síðan verið meðal brautryðj-
enda hér í iðnaðar- og auglýsinga-
ljósmyndun, samhliða því að vinna
að persónulegu verkefnum eins og
sjá má á sýningunni.
Lúxus að fá Timm til verksins
Í mars síðastliðnum kom Rautert
til landsins og eyddi góðum tíma í
vinnustofu Guðmundar við að fara
yfir öll hans helstu persónulegu
verkefni frá undanförnum fimmtíu
árum. Þá voru verkin á sýninguna
valin og sýningarskráin mótuð.
„Það var lúxus að geta fengið
Timm til verksins, hann tók það að
sér af hreinni elskusemi,“ segir Guð-
mundur.
Ljósmyndunin er
Yfirlitssýning
á verkum Guð-
mundar Ingólfs-
sonar opnuð í
Þjóðminjasafninu
Morgunblaðið/Einar Falur
Sýningarstjórinn „Frammi fyrir veruleikanum er hann alltaf auðmjúkur og
hann trúir því sem hann sér,“ segir Timm Rautert um verk Guðmundar.
Ljósmyndarinn „Þetta eru
engir þekktir staðir, það er
nóg ljósmyndað af þeim,“
segir Guðmundur Ingólfs-
son um landslagsmynda-
raðirnar á sýningunni.
Stuttmyndin Frelsun eftir leikstjór-
ann Þóru Hilmarsdóttur verður
frumsýnd nú um helgina á heim-
ildar- og stuttmyndahátíðinni Nor-
disk Panorama í Malmö í Svíþjóð og
keppir þar í flokki norrænna stutt-
mynda en ein þeirra verður valin sú
besta undir lok hátíðarinnar. Unnur
Ösp Stefánsdóttir fer í myndinni
með hlutverk meðlims sértrúarsafn-
aðar sem fær blóðgjöf gegn vilja
sínum og verður í kjölfarið gagn-
tekin af blóðgjafanum, sem Hall-
dóra Geirharðsdóttir leikur.
Þóra segir í tilkynningu að stutt-
myndinni megi lýsa sem grafalvar-
legum sálfræðitrylli en handritið sé
skrifað af uppistandaranum Snjó-
laugu Lúðvíksdóttur. Í myndinni sé
varpað fram
spurningum um
trú og hlýðni.
„Okkur langaði
að fjalla um sér-
trúarsöfnuði og
hversu langt fólk
er tilbúið að
ganga í nafni trú-
arinnar. Sumir
trúa því að lífið
og sálin búi í
blóðinu og eru tilbúnir að fórna lífi
sínu vegna texta í trúarritum sem
skrifuð voru fyrir þúsundum ára.
Við vorum svo heppin að fá frábæra
leikara til liðs við okkur en þeim
þótti efnið áhugavert og voru fljótir
að samþykkja að vera með. Unnur
Ösp stóð sig sérstaklega vel, hún
kemur fyrir í flestum atriðum
myndarinnar en þegar tökur fóru
fram var hún hálfnuð á meðgöngu
með tvíbura – en það sást nánast
ekki neitt á henni og náðist að fela
það vel,“ segir Þóra.
Frelsun er önnur stuttmynd Þóru
og hefur hún verið valin til sýninga
á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, sem hefst í næstu
viku og einnig á kvikmyndahátíðir í
Helsinki og Leeds. Framundan er
kvikmynd í fullri lengd, Kuldi, sem
Þóra og Snjólaug eru að þróa með
framleiðandanum Evu Sigurðar-
dóttur hjá Askja Films. Myndin
mun falla í flokk vísindaskáldskap-
arkvikmynda.
Frelsun á Nordisk Panorama
Stuttmynd Þóru Hilmarsdóttur í keppni hátíðarinnar um
bestu stuttmynd Norðurlanda Afdrifarík blóðgjöf
Þóra
Hilmarsdóttir
Síðustu tónleikar Cycle-hátíð-
arinnar í Gerðarsafni þetta árið
fara fram í kvöld kl. 20. Yfirskrift
þeirra er Orviilot, en um er að ræða
afrakstur vinnustofu sem haldin var
fyrir íslenska og erlenda listamenn
í Hong Kong á sl. ári í samstarfi við
Cycle. Á tónleikunum verða frum-
flutt þrjú verk eftir kínversk og ís-
lensk tónskáld og myndlistarmenn,
m.a. Lam Lai, Sigurð Guðjónson,
Áka Ásgeirsson, Kingsley Ng og
Angus Lee. Flytjendur eru Tinna
Þorsteinsdóttir píanóleikari og
Hong Kong New Music Ensemble.
Á morgun, sunnudag, milli kl. 15
og 17 verður boðið til samræðna
undir yfirskriftinni „Hetjur hruns-
ins“. Að sögn skipuleggjenda er
Hetjur hrunsins langtíma þverfag-
legt listaverkefni sem fjallar um
„sálfræðileg og félagsleg áhrif
hrunsins á Íslandi árið 2008. Frá-
sögnin um hrunið varð ekki ein-
göngu frásögn um efnahagslegt
hrun smáríkis heldur er hún sam-
tímis frásögn og goðsögn. Rosie
Heinrich hefur eytt tveimur árum í
rannsókn á málefninu og tekið við-
töl við fjölda Íslendinga“. Vídeó-
hluti verks Heinrich verður frum-
sýndur á Cycle og samhliða því
verður rætt við nokkra viðmæl-
endur hennar úr myndinni. Sara S.
Öldudóttir félagsvísindakona stýrir
umræðum.
Tónlist Hong Kong New Music Ensemble kemur fram í Gerðarsafni.
Orviilot og hetjur
hrunsins á Cycle