Morgunblaðið - 23.09.2017, Síða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Maður er alltaf að garfa eftir nýrri
tónlist og rekst á býsna margt fyrir
helbera tilviljun. Man ekki hvernig
ég hafði uppi á Joan Shelley en man
að ég rúllaði fjórum lögum af því
sem ég taldi vera stuttskífu, Over
and Even, á Spotify. Komst svo að
því í spjalli við listamanninn eftir
tónleikana sem hér eru til umræðu
að um hluta af breiðskífu hefði ver-
ið að ræða. „Við vildum bara ekki
setja hana alla í einu inn á Spotify,“
sagði Shelley og brosti kankvíslega.
Þegar ég hlustaði á nefnda plötu
tók ég fyrst eftir því hversu auð-
veldlega tónlistin streymdi fram og
umlukti mann. Appalasíu-
þjóðlagatónlist, en samt ensk þjóð-
lagatónlist líka en allt nútímavætt
um leið. Maður féll í þægilega ró
bara við að labba framhjá græj-
unum (og ég byrja oft daginn á
þessari hugleiðandi tónlist). Svo tók
ég eftir rödd sem ég kannaðist
ískyggilega mikið við og já, þetta
var hann! Sjálfur Will Oldham.
Kemur í ljós að þau eru bæði frá
Louisville sem skýrir þann gesta-
gang. Ég mundi eftir Shelley og
beið spenntur eftir næstu breið-
skífu sem kom út í vor, samnefnd
henni. Olli hún engum vonbrigðum
(fleiri nöfn, Jeff Tweedy (Wilco) var
á tökkunum þar).
Mig rak því í rogastans er ég
sá auglýsta tónleika með henni í
Mengi og brá mér þangað inn,
nema hvað. Mengi er einfaldlega
dásamlegur staður og búinn að
vera lengi vel skjól fyrir fram-
sækna tónlist af alls kyns toga og
bara gæðatónlist almennt. Salurinn
var myrkur mjög, sem hæfði Shel-
ley frábærlega, stemning sem bæði
er í tónlistinni og t.d. í myndinni
sem fylgir þessari grein. Hárfínn
samhljómur á öllu. Shelley rölti inn
á svið við annan mann, Nathan
Salsburg, og settust þau hvort í
sinn stólinn með gítarana sína. Hóf-
ust svo leikar. Fingrafimi beggja
var sláandi, algjört „virtúós“-flæði í
gíturunum þar sem þjóðlagalykkj-
ur og -stemmur krulluðust út í sal-
inn. Yndislegt. Shelley er góð söng-
kona, röddin bæði sterk og falleg
og kallaði að einhverju leyti Sandy
Denny eða Anne Briggs fram.
Þriðja lagið, „If the storms never
came“, keyrði efnisskrána í gang
og tvíeykið var giska öruggt – en
afslappað um leið. Létt spjall á milli
laga, brandarar og nærandi súrsæt-
ur feginleiki yfir því að nú væri
hljómleikaferðalagið þeirra loks á
enda („ég er rétt farinn að læra
lagalistann og þá er þetta búið!“
sagði Nathan og uppskar hlátur).
Shelley endaði tónleikana með
því að syngja ein og án undirleiks
stemmu sem hún taldi að hefði bor-
ist til Kentucky í gegnum járn-
brautarlagningarmenn. Heyra
mátti saumnál detta. Yndisstund í
Mengi – enn og aftur.
» Létt spjall á millilaga, brandarar og
nærandi súrsætur feg-
inleiki yfir því að nú
væri hljómleikaferða-
lagið þeirra loks á enda.
Joan Shelley, þjóðlaga- og kántrílistamaður frá Louisville, Kentucky,
lék á undursamlegum tónleikum í Mengi nú á miðvikudaginn.
Yfir og allt
um kring
Galdrar Joan Shelley
töfraði fram dásamlegar
þjóðlagastemmur í Mengi.
Fimmta starfsár tónleikaraðarinnar
Hljóðön hefst í Hafnarborg á morg-
un, sunnudag, kl. 20. Þar koma fram
Lilja María Ásmundsdóttir, píanó-
og hulduleikari, og Katie Buckley
hörpuleikari. „Á tónleikunum mæt-
ast hljóðheimar hins sérhannaða
hljóðfæris Huldu, ljósa- og hljóð-
skúlptúr og hugarsmíð Lilju Maríu,
tónheimur danska tónskáldsins Per
Nørgård og hljóðheimur bandaríska
tónskáldsins George Crumb. Tvö ný
verk eftir Jesper Pedersen og Lilju
Maríu Ásmundsdóttur verða frum-
flutt á tónleikunum samin fyrir
Huldu, hörpu, píanó og rafhljóð,“
segir í tilkynningu.
Hljóðön í Hafnarborg hefst annað kvöld
Hljóðfæraleikarar Katie Buckley
og Lilja María Ásmundsdóttir.
Guð, hvað mér líður illa, sýningu
á verkum Ragnars Kjartanssonar
í Listasafni Reykjavíkur í Hafn-
arhúsi lýkur á morgun. Guð, hvað
mér líður illa er fyrsta safnsýning
Ragnars hér á landi en haldnar
hafa verið umfangsmiklar yf-
irlitssýningar á verkum hans í
virtum söfnum beggja vegna Atl-
antshafs síðustu misseri.
Gjörningurinn „Taktu mig
hérna við uppþvottavélina –
minnisvarði um hjónaband“
stendur enn yfir í Hafnarhúsi og
er hann sá þriðji og síðasti í röð
lifandi gjörninga eftir Ragnar á sýningunni. Þátttakendur í gjörningnum
eru tíu trúbadorar sem standa vaktina þegar safnið er opið og spila og
syngja allt til sýningarloka en í bakgrunni má sjá ástaratriði úr kvikmynd-
inni Morðsögu sem foreldrar Ragnars leika í. Í fjölskyldu Ragnars gengur
sú saga að hann hafi verið getinn um það leyti er myndin var tekin upp.
Sýningu Ragnars lýkur á morgun
Eldhress Ragnar Kjartansson við opnun
sýningarinnar í Hafnarhúsi í sumar.
Morgunblaðið/Golli
Barnasýningin Á eigin fótum snýr
aftur í Tjarnarbíói á morgun, sunnu-
dag, kl. 15. Næstu sýningar verða
sunnudagana 1., 15. og 22. október
kl. 15. Sviðslistahópurinn Miðnætti
frumsýndi sýninguna í samstarfi við
Lost Watch Theatre í vor sem leið
við góðar viðtökur og sagði gagnrýn-
andi Morgunblaðsins sýninguna
gleðja „auga jafnt sem hjarta“.
Samkvæmt upplýsingum frá að-
standendum er Á eigin fótum „fal-
leg, fræðandi og fjörug Bunraku-
brúðusýning um hugrekki, ætluð
allra yngstu áhorfendunum og fjöl-
skyldum þeirra. Sýningin er 40 mín-
útur að lengd. Við sýningartímann
bætist síðan leikstund þar sem börn-
unum gefst tækifæri á að hitta
Ninnu og Snata. Leyfilegt er að taka
myndir í leikstundinni. Á eigin fót-
um fjallar um Ninnu, sex ára uppá-
tækjasama stelpu sem býr í Reykja-
vík á millistríðsárunum og er send
ein í afskekkta sveit til dvalar sum-
arlangt.“ Leikstjóri er Agens Wild,
en leikarar og brúðuleikarar sýning-
arinnar eru Nick Candy, Þorleifur
Einarsson, Rianna Dearden og
Olivia Hirst. Sigrún Harðardóttir,
tónskáld og fiðluleikari, og Margrét
Harðardóttir harmonikkuleikari sjá
um flutning tónlistar.
Á eigin fótum snýr
aftur í Tjarnarbíó
Vinátta Úr Á eigin fótum.
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 8, 10.50 SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 2
SÝND KL. 4, 6, 8, 10.20SÝND KL. 8, 10