Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 52
Haukakonur eru með
öðruvísi lið í vetur
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 266. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Fórnarlambið á fimmtugsaldri
2. Fékk spritt í stað hægðalosandi lyfs
3. Stúlkan í rústunum var aldrei til
4. Taktu mig hérna við uppþvottavélina
Voyager / Ferðalangur nefnist sýn-
ing á verkum gestalistamanns Gil-
félagsins, hinnar bandarísku Cindy
Small, sem verður opnuð í Deiglunni
á Akureyri í dag kl. 14. Í verkum sín-
um hefur hún unnið út frá gömlum ís-
lenskum landakortum og segir hún
að margt við þau hafi gripið sig, m.a.
stórfengleg sæskrímsli. Hún hafi bú-
ið til ný kort út frá uppgötvunum sín-
um.
Heillaðist af gömlum
landakortum
Helgi Hjaltalín
Eyjólfsson veitir
leiðsögn um sýn-
ingu sína Horfur á
morgun kl. 15 í
sýningarsal Lista-
safns Reykjanes-
bæjar í Duus-
safnahúsum. Á
sýningunni reynir
miðaldra karlmaður, staðsettur í
Höfnum, að útskýra fyrir sér ástand
heimsins og hverjar horfurnar séu.
Helgi Hjaltalín fjallar
um sýninguna Horfur
Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar-
fræðingur og píanóleikari, mun halda
erindi og leika á flygil á
Gljúfrasteini í dag kl. 14.
Erindi Árna Heimis
fjallar um tónlistaráhuga
Halldórs Laxness og tón-
leikahald á Gljúfra-
steini á 5. og 6. ára-
tugnum. Árni mun
leika verk eftir J.S.
Bach, Mozart og
Sjostakovitsj.
Heldur erindi og
leikur á Gljúfrasteini
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 10-18 m/s, en allt að 25 m/s syðst á land-
inu. Víða talsverð rigning og mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Suðaustan
10-18 seint í dag og léttir til norðanlands.
Á sunnudag Suðaustan hvassviðri og rigning, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 8-17
stig, hlýjast á norðausturhorninu. Hægari vindur og skúrir um kvöldið. Á mánudag All-
hvöss suðaustanátt og fer að rigna aftur á sunnanverðu landinu, en þurrt norðan heiða.
„Óli kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann á það til að vera
hálfgerður durtur, það þekkja fréttamenn nokkuð vel í gegnum sam-
skipti við hann. En undir niðri leynist húmor og glettni og kannski
feimni. Óla líður ekkert vel í sviðsljósinu. Hann fer sínar eigin leiðir
og lætur aðra um að baða sig í sviðsljósinu.“ Ítarleg umfjöllun um
Ólaf Jóhannesson í íþróttablaðinu í dag þar sem Guðmundur Hilm-
arsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, segir frá því hvernig
var að leika undir hans stjórn og fjórir aðstoðarþjálfarar hans
segja frá samstarfinu. »1, 4
Óli Jó fer sínar eigin leiðir
Haukakonur tefla fram öðruvísi
liði en á síðasta tímabili á
Íslandsmótinu í hand-
knattleik í vetur. Þær sáu
á bak sínum besta leik-
manni, Ramune Peker-
skyte yfirgaf liðið í annað
sinn á sjö árum, en eru
samt til alls líklegar. Fyr-
irliðinn segir að liðið
hefði átt að gera bet-
ur síðasta vetur.
Haukar hafa verið
sigursælasta lið
landsins undanfarna tvo
áratugi en segja má að
það hafi þurrkast út árið
2010.
Morgunblaðið kynnir
kvennalið Hauka á ítarleg-
an hátt í dag. »2-3
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í
Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistu-
heimilin heiðruðu 43 starfsmenn
sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá
heimilunum. Slíkar heiðranir fara
fram á þriggja ára fresti. Hrafnista
er með 1.200 manns í vinnu. Tveir
starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir
og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga
samanlagt 100 ára starfsafmæli.
„Mér finnst ég eiga fólkið“
„Ég náði 50 ára starfsafmæli í vor
áður en ég hætti störfum hjá Hrafn-
istu,“ segir Þórdís og bætir við að
hún hafi vitað hvað hún hafði á
Hrafnistu en ekki vitað hvað hún
fengi ef hún færi annað. „Eldra fólk
gefur mér ofboðslega mikið. Það er
yndislegt og mér finnst ég eiga allt
þetta fólk,“ segir Þórdís og heldur
áfram. „Þetta fólk gaf mér svo margt
og sagði frá ýmsu sem ég vissi ekki.
Ég græddi mikið á starfinu.“
„Ég elska eldra fólk og finnst ynd-
islegt að geta gert eitthvað fyrir það.
Látið fólki líða aðeins betur þegar ég
er í vinnunni og líða betur síðustu
æviárin. Það gladdi mitt hjarta
óendanlega,“ segir Guðlaug sem hóf
störf á Hrafnistu árið 1968.
„Vinnan hefur verið mín ástríða
en ég er ekki að yngjast. Ég er að
vinna fulla vinnu í Gerðubergi og var
í hlutastarfi á Hrafnistu.“
Guðlaug ákvað eftir 50 ár að nú
væri komið nóg. „Ég upplifi kyn-
slóðaskipti hjá starfsfólki Hrafnistu.
„Þegar ungu og hressu stelpurnar
sem tala um stráka og síma komu til
starfa þá fannst mér tími til kominn
að hætta,“ segir Guðlaug hlæjandi.
Leggjum rækt við mannauðinn
Pétur Magnússon, forstjóri
Hrafnistu, segir Hrafnistuheimilin
standa og falla með starfsfólkinu.
Hann segir að hár starfsaldur skýr-
ist væntanlega af því að starfsfólki
líði vel í vinnunni og það hafi ánægju
af störfum sínum.
„Við leggjum rækt við mannauð-
inn og markmiðið er að vinnan færi
starfsfólkinu lífsgleði og lífsgæði á
vinnustaðnum.“ Starfsmenn sem
eiga styttra starfsafmæli fá afhent-
ar viðurkenningar á vinnustað. Pét-
ur leggur ríka áherslu á að afhenda
viðurkenningarnar sjálfur. „Það
gefur mér tækifæri til að kíkja inn á
deildirnar og kynnast starfseminni
þar á dag-, kvöld- og helgar-
vöktum,“ segir hann.
Heil öld í starfi hjá Hrafnistu
Hrafnista heiðr-
aði starfsfólk sitt
í sal Hörpu
Morgunblaðið/Golli
Heiðrun Hópur starfsmanna Hrafnistu sem unnið hafa í 25 ár eða lengur var heiðraður í gærkvöldi. Fyrir miðri mynd eru Guðlaug Sigurbjörnsdóttir og
Þórdís Hreggviðsdóttir með blómvendi. Aðrir starfsmenn sem heiðraðir voru halda á rós. Pétur Magnússon forstjóri segir áherslu lagða á mannauðinn.
Pétur Magnússon, forstjóri Hrafn-
istu, afhendir um 20 starfs-
mönnum á mánuði viðurkenningar
á starfsafmælum. Starfsmenn
Hrafnistuheimilanna eru 1.200 á
sex heimilum á höfuðborgarsvæð-
inu og á Reykjanesi. Skýrar reglur
eru um viðurkenningar á starfs-
afmælum.
Auk viðurkenningarskjals fá
starfsmenn konfektkassa eftir
þrjú ár í starfi. Eftir fimm ár leik-
húsmiða fyrir tvo. Eftir 10 ár gjafa-
bréf fyrir tvo út að borða. Eftir 15
ár eru afhent 30.000 kr. gjafakort.
Upphæð kortanna fer stighækk-
andi við hver 5 ár sem bætast við
starfsaldur. Eftir 40 til 45 ára
starf fá starfsmenn 350.000 kr.
gjafabréf fyrir utanlandsferð.
Heiðursmótttaka er haldin fyrir
starfsmenn með yfir 25 ára starf.
Þeir sem lengst starfa fara út
TRÚFASTIR STARFSMENN