Feykir


Feykir - 23.11.2016, Qupperneq 6

Feykir - 23.11.2016, Qupperneq 6
2 01 66 Rósa er fædd og uppalin í Sölvanesi í fyrrum Lýtingsstaðahreppi en flutti í Goðdali sautján ára gömul. Eiginmaður hennar, Borgar Símonarson, ólst þar upp og tók við búi af foreldrum sínum, en hann lést árið 2012. Nú hafa sonur þeirra og tengdadóttir, Smári Borgarsson og Sigríður Sveinsdóttir, tekið við búinu. „Það var oft mjög fjörugt“ VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Í Goðdölum í Skagafirði er boðið upp á kirkjukaffi á jóladag Hér áður fyrr, en þó fyrir ekki svo löngu, tíðk- aðist að bjóða upp á messukaffi á kirkjustöðum og var slíkt ekki bundið við þá staði sem prestar sátu. Goðdalir í Skagafirði eru þar engin undantekning og þar tók Rósa Guðmundsdóttir við keflinu af tengdamóður sinni, Moniku Súsönnu Sveinsdóttur og reiddi fram veitingar af miklum myndarskap. Margir minnast þessara stunda með hlýju, ekki síst messukaffisins á jóladag, og fyrir fáeinum árum ákváðu börn Rósu að endurvekja þennan sið. Rósa segist enn í dag alltaf vilja eiga eitthvað með kaffinu og býður blaðamanni upp á dýrindis eplaköku og hjónabandssælu. „Mér finnst ég alltaf þurfa eiga eitthvað með kaffinu, en sjálfsagt er það óþarfi því enginn vill vera feitur og enginn vil borða sykur,“ segir hún og hlær. MYND: KSE Bygg›asaga Skagafjar›ar Fyrsta til sjöunda bindi Byggðasögunnar er enn fáanlegt Þú getur pantað Byggðasögu Skagafjarðar með því að hringja í síma 453 6261 eða 453 6640. Einnig má senda tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is Allar bækurnar sjö fást í tilbo›s- pakka á kr. 65.000. Ofangreint ver› er félags- mannaver› Sögufélags Skagfir›inga og b‡›st einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni. Þeir sem grei›a fyrirfram fá bækurnar sendar bur›ar- gjaldsfrítt. Annars leggst vi› bur›argjald. Safnahúsinu 550 Sau›árkróki Sími 453 6261 eða 453 6640 Netfang: saga@skagafjordur.is http://sogufelag.skagafjordur.is Tilboðsverð á Byggðasögu Skagafjarðar • Fyrsta bindið um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kr. 9.000 • Annað bindið um Staðarhrepp og Seyluhrepp kr. 11.000 • Þriðja bindið um Lýtingsstaðahrepp kr. 12.000 • Fjórða bindið um Akrahrepp kr. 13.000 • Fimmta bindið um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kr. 14.000 • Sjötta bindið um Hólahrepp kr. 14.000 • Sjöunda bindið um Hofshrepp kr. 15.000 Afgreiðsla Byggðasögunnar er í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Útgáfa bókarinnar var styrkt af Menningarráði- og Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. TILBOÐ kr.65.000 FYRIR ALLAR SJÖ BÆKURNAR N Ý PR EN T eh f Rósa á fimm börn á lífi og eru þrjú þeirra búsett í Skagafirði. „Ég bjó tíu ár hérna í neðra húsinu og þá var alltaf kirkjukaffi. Það var oft mjög fjörugt. Svo fluttist þetta með mér hérna uppeftir og er hérna alveg þangað til sr. Ólafur [Hallgrímsson á Mælifelli] hætti. Þá hætti líka kirkjukórinn og það er mikil eftirsjá í því, þetta var góður félagsskapur. Ég var búin að vera í kór frá barnsaldri og fyrstu árin fór maður á kóræfingar fram í Bjarnastaðahlíð,“ rifjar Rósa upp. Rósa segir að í seinni tíð hafa færri komið í kaffi eftir messur en þó komi prestshjónin alltaf. „Svo tóku krakkarnir mínir upp á þessu aftur fyrir nokkrum árum, þeim fannst svo leiðinlegt að það væri ekki jólakaffi, svo þau fóru að bjóða í jólakaffi eftir messu hérna hjá mér,“ segir Rósa. „Fólk er samt meira að flýta sér en áður fyrr og margir að fara í jólaboð,“ segir hún. Rósa gerir ekki mikið úr bakstrinum, segist „bara hafa boðið upp á venjulegt kaffi,“ en þegar nánar er spurt kemur í ljós að gamla, góða rjómatertan var gjarnan á borðum, ásamt ýmsum öðrum kræsingum. „Tengdamóðir mín bakaði tíu til tólf sortir en ég dró nú heldur úr því. Á þeim tíma var þetta oft kapp-hlaup við tímann, að klára það sem gera þurfti í fjósinu, áður en að messan byrjaði.“ Í messukaffi í Goðdölum eftir síðustu messu sr. Ágústs Sigurðssonar þar 1983. Frá vinstri: Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Rósa, Björn Ólafsson og sr. Ágúst. Fyrir aftan er Borgar Símonarson. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.