Feykir


Feykir - 23.11.2016, Side 7

Feykir - 23.11.2016, Side 7
72 01 6 Silfurkrossinn sem varðveittur er í Goðdalakirkju Bjargaðist úr bæjarbrunanum í Sölvanesi Foreldrar Rósu í Goðdölum voru þau Sólborg Hjálmarsdóttir ljósmóðir og Guðmundur Sveinbjörnsson bóndi og bjuggu þau lengst af í Sölvanesi. Foreldrar Guðmundar bjuggu á Ánastöðum þegar hann fæddist. Þegar hann var barn gerðist merkilegur atburður, sem Rósa segir svo frá: „Stúlka sem átti heima í Bakkakoti hér í sveit, Snjólaug Hjálmarsdóttir lagði af stað þaðan, í heimsókn til ömmu þegar pabbi var á fyrsta ári. Þegar hún var komin upp á fjallið stoppaði hún við klett nokkurn, sem kallast Einbúi, og er á hálsinum milli Vesturdals og Svartárdals. Allt í einu stóð hjá henni maður og hestur og fangamark ömmu var á hnakknum. Fyrst sá hún aðeins hestinn en síðan kom maðurinn og spurði hvort hún hefði nokkuð snert hestinn en stúlkan neitaði því. „Það var gott,“ sagði maðurinn, „því þá hefði hann verið mér tapaður.“ Síðan dró hann upp bréf og bað hana að setja það sem í því væri utan um hálsinn á litla drengnum á Ánastöðum. Átti hún að gera það innan hálfs mánaðar, og helst ekki láta neinn vita, annars yrði hún mikil ógæfu- manneskja. Maðurinn snaraðist svo í hnakkinn og reið fram Heiðardalinn. Hún horfði á eftir honum en sá enginn hófför í snjónum og varð þá svo hrædd að hún hljóp niður í Ánastaði en þorði ekki í þessari ferð að segja frá atvikinu. Hún fór svo þangað aftur innan tilskilins tíma og silfurkross, sem verið hafði í umslaginu, var settur um háls drengsins.“ Rósa segist oft hafa rætt þessa sögu við föður sinn og honum hefði þótt verst að stúlkan, sem hét Snjólaug, varð hálfgerð ógæfumanneskja. Hún lærði ljósmóðurfræði, en konurnar í sveitinni tóku sig saman um að hafna henni. Hún fluttist úr héraðinu og varð ekki langlíf. Af krossinum er það að segja að hann var alla tíð varðveittur og bjargaðist þegar bærinn í Sölvanesi brann vorið 1947. Guðmundur bjó þá þar ásamt konu sinni og börnum. Var krossinn ætíð geymdur inni í Biblíu nokkurri, sem búið var að setja inn í blikkkassa, og fann Guðmundur kassann þegar hann var að róta í brunarústunum. Krossinn er nú varðveittur í ramma í Goðdalakirkju, ásamt sögunni og mynd af Guðmundi. Rósa segir að hann hafi viljað láta jarðsetja sig með krossinn, en hafi verið talaður ofan af því, þar sem sönnunargagnið hefði þar með horfið.Guðmundur með rammann með silfurkrossinum sem varðveittur er í Goðdalakirkju. MYND: HJALTI PÁLSSON Sagt er frá silfurkrossinum í Byggðasögu Skagafjarðar, III. bindi. Einnig í ævisögu Moniku Helgadóttur frá Merkigili, Konan í dalnum og dæturnar sjö og í bókinni Veraldarsaga Sveins á Mælifellsá, en Sveinn var afi Guðmundar. Jólin mín Erna Björg Jónmundsdóttir Blönduósi Ómissandi að fara í Gunnfríðar- staðarskóg og höggva jólatré Jólin eru... góður frítími með fjölskyld- unni. Hvað kemur þér í jólaskap? Jóladisk- arnir með Borgardætrum og KK og Ellen. Hvað er besta jólalagið? Eitthvað með þessum fyrrtöldu. Misjafnt eftir því hversu nálægt jólum það er. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Vera í algjörri leti á náttfötunum, borða góðan mat og alltof mikið af honum. Já og reyndar líka nokkuð ómissandi að fara í Gunnfríðarstaðarskóg og höggva jólatré. Hvað langar þig í jólagjöf? Á allt og mikið meira en það. Ef það er eitthvað þá kannski bara góð saumaskæri. Bakar þú fyrir jólin? Já, yfirleitt gerum við krakkarnir piparkökur og svo hef ég oft gert Sörur líka. Stóra Sara og Sörur lötu húsmóðurinnar eru þó ein besta uppfinning allra tíma í baksti og henta brussum eins og mér vel. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Sörurnar. www.skrautmen.com

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.