Feykir


Feykir - 23.11.2016, Side 11

Feykir - 23.11.2016, Side 11
1 12 01 6 Þórólfur á Hjaltastöðum við Fossána. Foringinn og þingforsetinn: Við vinirnir, Stefán Hrólfsson foringi okkar gangnamanna. Við frændurnir Dúddi á Skörðugili og ég riðum eitt síðsumarskvöldið fyrir margt löngu upp á Ásinn ofan við Langholtið, eins og var siður okkar í allmörg ár, löngu eftir að ég var hættur að vera sumardrengur í sveit á Syðra-Skörðugili hjá þeim Sigrúnu Júlíusdóttur og Dúdda. Veðrið var blítt og bjart, bílaniður af brautinni náði ekki eyrum okkar, aðeins kvakið í mófuglunum og hófatök hestanna. Við námum staðar efst á ásnum og Dúddi rauf þögnina þegar hann sagði við mig: „Frændi, mikið óskaplega hefur nú drottni almáttugum tekist vel til þegar hann skapaði Skagafjörð“. Þetta voru orð að sönnu. Og núna, þegar við erum komin fram í hinn einstæða Austurdal, geri ég orð frænda míns að mínum: Mikið óskaplega hefur nú drottni almáttugum tekst vel til þegar hann skapaði Austurdalinn. Seiðmagn Austurdals Það verður enginn samur, eftir að hafa farið um Austurdalinn í Skagafirði. Seiðmagni hans verður ekki með orðum lýst. Náttúran, umhverfið, sagan; já og sögurnar sem lifað hafa mann fram af manni. Það er þetta sem ég held að geri dalinn svona minnisstæðan og veldur því að maður laðast að honum. Það er ekki eitthvað eitt sem þessu veldur. Heldur þetta allt, sem heillar þá sem ferðast um Austurdalinn með staðkunnugum. Ég gæti auðvitað nefnt Fögruhlíðina, þann sælureit þar sem gróskumiklar birkihríslurnar eru líkt og aldingarður rétt norðan við hina fögru Hvítá. Eða Fossána, fallegu og kraftmiklu bergvatnsána sem var mikið torleiði gangandi fólks áður en dugmiklir menn réðust í að brúa hana fyrir skemmstu. Og stuðlabergið ofan við Tinnárselið, þangað sem menn sóttu stuðlabergssteininn á legstað Hildigunnar á Keldulandi. Upp í hugann kemur svo að á Nýjabæ bjó Bólu-Hjálmar á árunum 1824 til 1829. Gangnamenn nútímans syngja á þeim slóðum erindi úr Austurdalsrímum: Hjá Nýjabæ er fagnaskál úr fleygnum sopin. Klyftaskan er alltaf opin ef að skyldi klárast sopinn. Um Austurdalinn má þess vegna vel segja, eins og Jón Thoroddsen orti á sinni tíð: Fræðir lýði fyrr og síð/ fallega smíðar drottinn. En jafnvel þessar smíðar almættisins, lýsa ekki að fullu þeim hughrifum sem maður verður fyrir hér í dalnum. Því þó náttúra Íslands sé hér stórkostleg og birtist okkur í allri sinni fjölbreytni nægir það ekki til þess að skapa Austurdalnum þann einstæða sess sem hann skipar í hugum og hjörtum okkar sem unnum dalnum; Dalnum eina. Hafði Austurdalurinn mótandi áhrif á „Listaskáldið góða“? Mér hefur stundum verið hugsað til þess að það er einhvern veginn svo viðeigandi að náttúrufræðingurinn og listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, fór á sinni tíð könnunarferð hér um dalinn. Hann sem orti um Íslands farsælda frón og kunni skil á náttúrufarinu, var skáld rómantíkurinnar og unni landinu sínu, en var einnig raunvísindamaður og nátt- úrufræðingur. Hinn eiginlegi tilgangur ferðar hans var að skoða möguleika á nýtingu brúnkola, svo sem frammi á Tinnárdal og víðar. En auðvitað hafa áhrifin af dalnum, náttúrufegurð hans og sögu, mótað þennan tilfinningaríka mann, listaskáldið sjálft og vel get ég ímyndað mér að hughrifin úr Austurdal hafi tekið sér bólfestu í hugskoti hans og haft áhrif á sumt af því fegursta sem hann síðar orti, þó þess sé ekki getið endilega í heimildum. Áhrifin af Dalnum fylgja manni nefnilega á leið í lífinu, vitandi og óafvitandi. Um það get ég borið, sem hef notið þeirra forréttinda að fara hér um haust hvert undanfarin sex ár, auk þess að hafa gengið dalinn allt frá Skatastöðum og fram í Grána og raunar enn lengra, eða í Laugafell. „Gang þú til fjalla ef leið er þín lund“ Og skáldin hafa ort um Austurdalinn. Vinur minn og kær gangnafélagi, Sig- urður Hansen, einn fremsti hagyrð- ingur samtímans, hefur á síðari árum verið þar fremstur á meðal jafningja. Það er dauður maður sem ekki er snortinn af að lesa eða heyra kveðskap hans um dalinn. Ógleymanlegt er síðdegið, eitt haustið, þar sem við stóðum frammi við Hvítá nokkrir gangnafélagar og Siggi rifjaði það upp fyrir okkur að þar, – nákvæmlega í þeim sporum sem við stóðum eftir að hafa farið af baki til þess að hressa okkur, – hefði hann ort sitt fagra kvæði Í öræfadal. Að beiðni minni flutti hann kvæðið fyrir okkur félaga sína í kyrrðinni og einhvern veginn varð maður ekki samur maður á eftir. Gang þú til fjalla ef leið er þín lund og löngun og þrá eru í dvala. Það vermir þitt hjarta á viðkvæmri stund ef vitjar þú öræfadala. Og háttaðu einn undir himinsins sæng og hlustaðu á þögnina tala. Þar mófuglamóðirin vermir með væng, vorgróður öræfadala. Gefðu þér tíma og fangaðu frið, sem fýkur með morgunsins svala. Er heyrir þú svanina hefja sinn klið af heiðarbrún öræfadala. Jafnvel miðaldra kallar, eins og við gangnamenn, komast aðeins við að heyra þennan fallega kveðskap fluttan þar sem hann varð til, úti í guðsgrænni íslensku náttúrunni, í sjálfum öræfa- dalnum. Austurdalurinn er ómetanlegur En hvers virði er Austurdalurinn? Ég spyr vegna þess að leitast hefur verið við að svara þessari spurningu í starfi framkvæmdanefndar um svo kallaða Rammaáætlun, um vernd og nýtingu landsvæða. Það kemur mér ekki á óvart að í mati þeirra sérfræðinga sem um málin hafa vélað á þeim vettvangi er komist að þeirri niðurstöðu að verndargildi svæðisins skori hvað hæst, allra þeirra kosta sem skoðaðir voru í landinu. Sjálfur hef ég vitaskuld aldrei reynt að leggja slíkt mat á þessa hluti, enda kann ég ekki þær forsendur sem til þess verks eru brúkaðar. Né heldur hef ég neina þá kunnáttu á þessu sviði sem sérfræðingar styðjast við. Ég er bara aumur smali í Austurdal sem hef meðtekið seiðmagn hans af tíðum ferðum, innblásinn af sögunum og sögnunum úr Dalnum. Og mitt svar við spurningunni sem ég bar fram áðan um virði Austurdalsins er þess vegna stutt og laggott. Austurdalurinn er ómetanlegur. Ómetanlegur eins og hann birtist manni, prýddur þeirri sögu sem hann hefur að geyma og kryddaður sögnunum sem hafa varðveist og verða stöðugt til af þeim sem Dalinn byggðu og okkur sem um hann förum, núverandi og komandi kynslóðum til gleði og yndisauka. Hvers vegna laðaðist ég að Austurdalnum? En hvernig laðaðist ég upphaflega að Austurdalnum? Það er svolítil saga að segja frá því. Ég er í gönguhópi sem Austurdalurinn er ómetanlegur UMSJÓN Páll Friðriksson Ræða Einars K. Guðfinnssonar í Ábæjarkirkju 31. júlí 2016 Sunnudag í verslunarmannahelgi ár hvert er efnt til messugjörðar í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði. Auk hefðbundinnar athafnar er fenginn ræðumaður til að flytja hugleiðingar sínar fyrir kirkjugesti og í sumar steig Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í predikunarstólinn og sagði frá kynnum sínum af Austurdal og fólki sem honum tengist sterkum böndum. Einar veitti góðfúslegt leyfi til að birta hugleiðingar sínar í Jólablaði Feykis. Gangnamenn í Austurdal, haustið 2015. MYNDIR: FRÁ EINARI K. GUÐFINNSSYNI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.