Feykir


Feykir - 23.11.2016, Qupperneq 12

Feykir - 23.11.2016, Qupperneq 12
2 01 61 2 Aðventan og hátíðarnar eru skemmtilegur tími og í mörgu að snúast. Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og góðrar skemmtunar við jóla undirbúninginn. Sjóvá sjova.is 440 2000 gengið hefur saman ár hvert í fimmtán sumur, lengst af á hinum ægifögru Vestfjörðum, enda allt Vestfirðingar sem hópinn skipa. Svo háttar til að við skiptumst á um að hafa forgöngu um hvert halda skuli og sjá um skipulag ferðarinnar. Fyrir einum sex eða sjö árum var komið að okkur Sigrúnu konu minni að annast það verk. Í bakþankanum hafði ég alltaf haft, að gaman væri að fara um Austurdalinn, enda hafði ég heyrt miklar sögur af dalnum, fegurð hans og dulmagni. Sögur manna eins og Þórólfs á Hjaltastöðum, Sigga Hansen og æskuvin- ar míns Agnars á Miklabæ höfðu gert dalinn í mínum huga eftirsóknarverðari til frekari kynna. Þegar ég kynnti þessi áform fyrir göngufélögum mínum skynjaði ég nokkra tortryggni. Í hópnum eru almennt óforbetranlegir vestfirskir patríótar, sem héldu ábyggilega að mín skagfirsku gen og hinar skagfirsku rætur mínar, nærðar af langri dvöl í firðinum, gætu hafa blindað mér nokkuð sýn. En þetta varð úr. Við gengum dalinn, frá norðri til suðurs, gagnstætt því sem almennt er gert, enda Vestfirðingar þekktir fyrir annað en að fara alltaf troðnar slóðir. Við fengum Gísla Rúnar Konráðsson sem fararstjóra og undir sögum hans var neistinn kveiktur. Það var mikið happ. Þetta var upphafið. Gísli bar áhuga okkar Gunnars Þórðarsonar á Ísafirði, á að fara með í göngur að hausti, undir foringjann sjálfan Stefán Hrólfsson, Stebba á Keldulandi, sem tók þá áhættu að hleypa okkur inn í hóp gangnamanna og eftir það var ekki til baka snúið. Þarna má segja að örlögin hafi verið ráðin. Frá þeirri stundu var þriðja helgi septembermánaðar ár hvert frátekin fyrir göngur í Austurdalnum og verður svo meðan okkur endist þrek og kraftur. „Fágæt hæfni…“ Og nú má ég til með að skjóta inn í einni montsögu af sjálfum mér. Þannig er mál með vexti að á aðalfundum Gangnamannafélags Austurdals sem haldnir eru í marsbyrjun ár hvert er gangnamönnum veitt viðurkenning fyrir vel unnin verk. Og haldið ekki að strax að áliðnum fyrstu göngunum hlotnaðist mér slík viðurkenning, með eftirfarandi áletrun: Gangamannafélag Austurdals veitir Einari Kristni Guðfinnssyni viðurkenningu fyrir fágæta hæfni að halda í hóp og mjaka til byggða latræku og feitu sauðfé. Gjört í Héðinsminni í marsmánuði á því herrans ári 2016. Stefán Hrólfsson Þetta þótti mér vænt um og skjalið hefur síðan verið varðveitt á virðingarstað á skrifstofu minni á Alþingi. Foringinn var bara einn Í gangnamannafélaginu er mikið ein- valalið manna sem margir hafa farið áratugum saman fram eftir. En foringinn var bara einn. Foringinn með stórum staf og greini, Stebbi á Keldulandi. Fyrir löngu orðin goðsagnakennd persóna. Þegar ég stofnaði til kynna við Stebba voru árin farin að færast yfir hann. En hugurinn var óbilaður og áhuginn og þráin eftir samvistunum í góðum hópi frammi í dalnum jafn stríð og áður. Sporin hans greikkuðu eftir því sem ferðinni fram dalinn vatt fram. Og frammi á Hildarseli barst hvell og einstök röddin um dalinn þveran og endilangan. Því líkt og vinur okkar og gangnafélagi Sigurður Hansen orti og við syngjum einatt fram frá: Fjarskiptin þau eru ekki okkar vandi, því alltaf hefur helgur andi, heyrt í Stebba á Keldulandi. Nú er skarð fyrir skildi. Stefán vinur okkar og óskoraður leiðtogi lést í apríl síðast liðnum. Hans verður saknað mjög að hausti, þegar við fetum slóðina fram eftir. En við vitum að úr eilífðinni mun hann fylgjast með okkur og mér er ekki örgrannt um að þaðan berist hvell rödd hans og bergmáli í fjöllum dalsins þegar við ríðum um hans fornu slóðir, hreifir af áhrifum seiðmagnsins sem Dalurinn hefur að geyma; og kannski líka einhvers annars sem lætur okkur einnig líða vel, en ekkert verður orðlengt frekar. Því menn hafa löngum misjafnt ævi varið, mótað spor og stigið leiðir kunnar. En þeir sem hafa lengst á fjöllum farið, fundið hafa hjartslátt náttúrunnar, eins og Sigurður Hansen orti um gangnaforingja vorn Stefán Hrólfsson á sínum tíma. „Menn eiga að hafa vit á að vera í góðu skapi“ Í huga mínum eru Austurdalurinn og ferðirnar hingað fram eftir, í hvaða tilgangi sem þær eru farnar, samtvinn- aðar fölskvalausri gleði og góðri stundu. Og einmitt hér er svo auðvelt að sam- sama sig orðum míns kæra fóstra og frænda Dúdda á Skörðugili, sem eru greypt á legstein hans í Glaum- bæjarkirkjugarði: Menn eiga að hafa vit á að vera í góðu skapi. „Afl sem aldrei brysti, aflið á guðlega trú“ Ef þjóð minni gæti ég gefið gjöf, þá væri hún sú, afl sem aldrei brysti, aflið á guðlega trú, orti Sigurður Óskarsson í Krossanesi og lýsir einlægri trú. Hér í helgi Austurdalsins, stendur þetta látlausa og fallega guðshús, Ábæjarkirkja. Hér er gott að vera, hugleiða hinstu rök tilverunnar og njóta alls þess dýrðlega sem guð hefur skapað. Kristnin og kirkjan hafa verið samferða þjóðinni í gegn um aldirnar og trúarstyrkurinn verið henni haldreipið sem aldrei hefur bilað, hvorki í gleði né sorg eða í hversdegi okkar. Á þeim umrótstímum sem við lifum núna, mitt í velferðinni og framförunum, er það okkur hollt að koma hér saman, í kyrrð Austurdalsins, njóta stundarinnar, hlýða á guðsorð og hefja okkur upp úr hversdagsamstrinu. Og hvar er þá betra að vera en einmitt hér í kirkjunni sem var reist guði okkar til dýrðar og blessunar á þessum fagra og kyrrláta stað. Eitt kunnasta kvæði Sigurðar Hansen orti hann frammi við Hvítá í Austurdal. Hér fer hann með kvæðið fyrir gangnamenn, einmitt á þeim stað þar sem kvæðið varð til. Riðið yfir Fossána.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.