Feykir - 23.11.2016, Síða 21
2 12 01 6
Kökuborð með klassískum kræsingum
Hörpukonur í Hofsósi hafa látið gott af sér leiða í hálfa öld
Guðrún Elín Björnsdóttir
Skonsubrauðterta
3 bollar hveiti
3 tsk lyftiduft
2 msk sykur
2 egg
½ tsk salt
u.þ.b. 2 bollar mjólk
Aðferð: Hrærið allt vel saman
í hrærivél. Það þarf jafnvel
að bæta við mjólk í deigið
(ég hef það ekki þykkt,
finnst þá verra að snúa
þeim við). Bakið við vægan
hita á pönnukökupönnu,
notið pönnukökuspaða til
að snúa skonsunum við. Ég
tvöfalda og jafnvel þrefalda
eða fjórfalda uppskriftina því
ég nota þrjá botna í brauð-
tertuna, svo er líka gott að
eiga í frysti.
Á milli brauðtertubotnana:
½ dós blandað grænmeti (Ora)
1 bréf hangikjöt (er yfirleitt 10 sneiðar),
má alveg nota heimareykt
4 harðsoðin egg
majones
Aðferð: Látið safann renna af
blandaða grænmetinu. Saxið
niður hangikjötið í mjög litla
bita (skiljið smávegis eftir
til að skreyta með). Blandið
síðan saman við majonesið
ásamt eggjunum. Þá er komið
fínt hangikjötsalat.
Samsetningin: Einn brauðtertu-
botn settur á disk, síðan
salatið, síðan annar brauð-
tertubotn, salatið og að
síðustu sá þriðji. Síðan er
majones sett utan um alla
brauðtertuna (ég nota alltaf
vel af majonesi). Skreytt með
hangikjöti, harðsoðnum eggj-
um og vínberjum.
Guðrún Þórðardóttir
Súkkulaðispesíur
300 gr smjör
375 gr hveiti
150 gr sykur
100 gr saxað súkkulaði
Aðferð: Hnoðið deigið,
búið til lengjur og geymið
á köldum stað í eina
klukkustund. Skerið í
þunnar sneiðar og bakið
við 200°C í 5 mínútur.
Guðný Jóhannsdóttir
Negulkökur
250 gr hveiti
250 gr púðursykur
125 smjör
1 stk egg
1 1/2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 tsk engifer
½ tsk kanill
¼ tsk negull
Aðferð: Hafið allt hráefnið
við sama hitastig og bland-
ið öllu saman í hrærivélar-
skálina. Vinnið rólega
saman í hrærivélinni.
Kælið lítillega. Gerið litlar
kúlur og þrýstið lítillega
á með fingri. Bakið við
180°C í 8-10 mínútur.
Ingibjörg Ólafsdóttir
Fínar gyðingakökur
300 gr hveiti
250 gr smjör
150 gr sykur
½ tsk natron
1 eggjarauða
molasykur
gróft hakkaðar afhýddar möndlur
Aðferð: Hnoðið deigið létt
saman og rúllið í litlar
lengjur. Kælið í ísskáp. Skerið
lengjurnar síðar niður, ekki
mjög þunnt. Smyrjið kök-
urnar með eggjarauðu og
stráið muldum molasykri og
gróft hökkuðum afhýddum
möndlum ofan á. Bakið
kökurnar fallega ljósbrúnar.
Linda Hallsdóttir
Þórunnar kökur
350 gr hveiti
170 gr sykur
170 gr púðursykur
2 egg
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
100 gr kókosmjöl
150 gr súkkulaðispænir
100 gr smjörlíki
Aðferð: Hrærið sykur,
púðursykur, egg og smjör-
líki saman. Blandið síðan
öllu þurrefni saman við
og búið til kúlur. Bakið
150-180°C í 5-10 mínútur.
Linda Hallsdóttir
Bóndakökur
300 gr hveiti
80 gr haframjöl
200 gr Akra eða Flóru smjörlíki
200 gr sykur
2 msk síróp
1 tsk natron
1 egg
Aðferð: Hnoðið deigið
saman, rúllið því í lengjur
og kælið það. Skerið
lengjurnar í u.þ.b. 5 mm
sneiðar og raðið þeim á
plötu, þrýstið með gaffli
ofan á. Bakið við 200° C í
7-10 mínútur.
Auður Vigdís Jóhannesdóttir
Súkkulaðibitakökur
1 bolli smjörlíki
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
3 bollar hveiti
1 bolli kókosmjöl
1 tsk natrón
½ tsk salt
2 egg
200 gr suðusúkkulaði, saxað.
smá mjólk
Aðferð: Hrærið saman og
búið til smákökur á plötu.
Bakið við u.þ.b. 200°C í 10
mínútur í miðjum ofni.
Hörpukonur frá vinstri: Inga á Krossi, Guðný í Skjaldborg, Auður
Jóa, Anna Freyja, Gurra á Höfða, Guðrún Björns og Linda Halls.