Feykir


Feykir - 23.11.2016, Síða 23

Feykir - 23.11.2016, Síða 23
2 32 01 6 Það var haustið 1934 að þeir Guðmundur, sem þá var kom- inn á sjötugsaldur, og Ingvar fóru ríðandi í Auðkúlu-rétt við Svínavatn til að sækja stóð Vatnsdælinga sem þangað kæmi og reka það til Undir- fellsréttar sem haldin var degi síðar. Aðeins þrjú tryppi komu í réttina og því átti ferðin að vera létt til baka morguninn eftir. Leiðin lá yfir Vatnsdalsfjall og niður hjá Marðarnúpi og í góðu veðri tekur ekki nema um þrjá tíma að ferðast þessa leið. Þegar leggja átti upp í heimferð þennan morgun var komið geypiveður, eins og segir í frásögninni, af norðri með slydduhríð sem latti þó ekki Guðmund til fararinnar þar sem hann taldi sig þaul- kunnugan fjallinu. Héldu þeir af stað við birtingu, sem leið lá yfir þveran Svínadal í stefnu á Vatnsdalsfjall. Við grípum niður í frásögnina þegar á fjallið var komið. „... Var undan veðri að sækja en veðurhæðin gífurleg og úrkoma og dimmviðri að sama skapi. Í byggð hafði verið slydduhríð, á mörkum krapa og snjós, en strax þegar hækka tók í fjallið breyttist úrkoman í snjó og voru báðir mennirnir þá holdvotir orðnir. Veður herti því hærra sem dró í fjallið, snjónum kyngdi niður og naumast sá handa sinna skil þótt um hábjartan daginn væri. Uppi á fjallinu náði veðurhæðin hámarki, en landið flatt, hvergi skjóls að leita og erfitt að ákveða hvert halda skyldi. Villir vegar Þannig leið langur tími og ekki komust mennirnir suður af Vatnsdalsfjalli. Varð Guð- -mundi þá ljóst að hann myndi villtur vegar og hefði lent full vestarlega á fjallinu. Þóttist hann þekkja að hann myndi vera kominn norður í svokallaðan Sauðadal, sem er óbyggður heiðardalur milli Vatnsdals og Svínadals. Þegar Guðmundur hafði áttað sig vildi hann enn halda á sömu braut og áður, enda þá skammt suður af fjallsbrúninni niður í Vatnsdal. Var nú snúið við og tryppin rekin upp á háfjallið aftur. Þegar þangað kom hafði veðurofsinn náð hámarki svo vart var stætt, enda dimmviðrið svo mikið að ekki sá handaskil. Treystist Guðmundur þá ekki að halda suður af fjallinu enda hættur þar miklar ef farið er út af réttri leið í dimmviðri. Ákvað Guðmundur þá að snúa til baka, norður Sauðadal og ætlar að freista þess að ná niður að Stóru-Giljá, enda þótt það væri miklu lengri leið. Kvaðst hann mundu rata niður með Sauðadalsánni, en hún heitir Giljá þegar nær dregur byggð. Enn er haldið áfram um stund. Veðrið helzt hið sama og á skammri stund hefur kyngt niður svo miklum snjó að kafaófærð er komin. Tekur Guðmundur þá til bragðs að skilja tryppin eftir, því þau voru latræk orðin í ófærðinni og veðurofsanum. Halda þeir tveir einir úr því niður með ánni, annar einhesta, hinn með tvo til reiðar. Um það bil sem áin brýzt fram úr dalþrönginni fellur hún í gljúfri nokkru og mynd- ar gljúfrið þar hálfhring. Guðmundur var ekki nógu kunnugur til þess að átta sig á þessum kenjum árinnar, en fann að um leið og áin beygði, að veðurstaðan breyttist. Hélt Guðmundur þá að þeir væru villtir orðnir að nýju, fór af hestbaki og ákvað að kanna hvernig áin rynni. Guðmundur veikist Þegar Guðmundur kom úr þeim leiðangri ætlaði hann að stíga á hestbak, en þá brá svo undarlega við að hann hafði ekki mátt til þess. Ingvar reyndi þá að koma honum til hjálpar, en það var sama hvernig hann reyndi - allar tilraunir til þess að koma Guðmundi á bak reyndust árangurslausar. Þegar svo var komið og Guðmundur sýnilega fársjúkur af heiftarlegri lungnabólgu, Harmleikurinn í Sauðadal SAMANTEKT Páll Friðriksson Úr fortíðinni Þann 22. október árið 1958 birtir Vísir frásögn af mikilli svaðilför þeirra Guðmundar Magnússonar bónda í Sunnuhlíð í Vatnsdal og Ingvars Steingrímssonar, þá tólf ára, frá Hvammi. Aðeins annar þeirra lifði vosbúðina af. Skjáskot úr Vísi, miðvikudaginn 22. október 1958. ákvað hann að láta fyrirberast þar sem þeir voru komnir. Var þá dimmt orðið af nótt. Í gilbrúninni hafði skeflt, þannig að þar var kominn alldjúpur skafl og ákvað Guð- mundur að í þennan skafl skyldu þeir grafa sig. Báðir voru þeir félagar holdvotir orðnir og gátu ekki annars vænst en nætur í heimi Snævarins. Guðmundur var þá helsjúkur orðinn en bar sig karlmannlega sem hans var von, enda mun hann ekki hafa viljað draga kjark úr ungmenni því sem honum var léð til fylgdar og ásjár hans heitið. Ingvar var örþreyttur orðinn og sofnaði fljótt en vaknaði brátt aftur vegna kuldans í skaflinum og yrti þá á Guðmund. Guð- mundur var vakandi og svaraði drengnum. Svo leið fram eftir nóttu Þannig leið fram eftir nóttu. Ingvar sofnaði öðru hvoru en vaknaði þess á milli og talaði þá við Guðmund. Guðmundur svaraði lengi vel öllum fyrir- spurnum Ingvars litla, en allt í einu fannst drengnum Guðmundur svara sér út í hött. Fór Guðmundur þá að tala um heimili sitt, fannst sem hann væri kominn þangað heim til konu og barna og var utan allrar vitundar um dvöl sína í köldum snjóskafli í gljúfri Sauðadalsár. Næsta skipti sem Ingvar vaknar í skaflinum og yrðir á Guðmund fær hann ekkert svar. Hélt hann þá að Guðmundur væri sofnaður, sinnti hann því ekki frekar og sofnaði sjálfur. Þegar Ingvar vaknaði næsta skipti yrti hann enn á Guð- mund og fékk þá heldur ekkert svar. Greip hann þá til Guð- mundar og fann að hann var kaldur orðinn. Ingvari var ljóst að félagi hans var látinn. Sjálfur var hann yfirgefinn, grafinn í fönn með látnum manni einhversstaðar á heiðum uppi, gegndrepa í köldum skafli um miðja nótt. Yfir honum feysaði hríðin. Mörgum jafnöldrum Ingv- ars litla mundi hafa brugðið í brún undir sömu kringum- stæðum, margir hefðu bugast, aðrir ærzt. Ingvar hélt ró sinni. Og ró hans var svo mikil, að eftir að hann hafði þuklað hinn látna mann og vissi hvað skeð hafði sofnaði hann værum svefni, holdvotur eins og hann var. Gat hann ekki búist á hverri stundu við sömu örlögum og félagi hans? Undir morgun brauzt Ingvar hrollkaldur út úr skaflinum frá látnum félaga sínum. Úti var enn myrkur og snjóhraglandi og hestarnir bundnir á streng. Hann leysti hest sinn steig á bak og spretti úr spori þrátt fyrir þæfingsófærð þar efra. Hann keyrði hest sinn sem mest hann mátti og um fótaferðartíma knúði hann dyra á Stóru-Giljá, sagði farir sínar ekki sléttar og kvað félaga sinn látinn. Drengurinn var háttaður niður í rúm, læknir fenginn og að því búnu gerður út leiðangur til þess að sækja hinn látna mann upp í Sauðadal og flytja til byggða. Þetta er válegasti atburður, sem skeð hefur í manna minnum í sambandi við Undirfellsrétt. Í Vatnsdal mundi enginn slíkt réttardagsveður.“ Skjáskot úr Vísi, miðvikudaginn 22. október 1958. Kristbjörg Kemp kom eitt sinn að föður sínum, Stefáni Kemp, þar sem hann sat hugsi við eldhúsborðið á Skagfirðingabrautinni. Á borðinu lágu nokkrir pappírar, m.a. póst- kort frá Sjóvá. Kristbjörg skynjaði að faðir sinn væri ekki alls kostar ánægður. Hún spurði hvort ekki væri allt eins og það ætti að vera. Stebbi ýtti þá kortinu að henni og spurði: „Á þetta að vera einhver brandari?“ Kristbjörg leit á kortið en á bakhlið þess stóð stórum stöfum: ERTU EINEYGÐUR? Sjóvá var þá í átaki meðal sinna viðskiptavina, sem fengu allir sent svona kort. Stebbi, sem er jú eineygður, tók þessu hins vegar sem sneið til sín og hafði ekki hugmynd um að bílar, sem væru bara með annað framljósið í lagi, væru kallaðir „eineygðir“! Ein lauflétt skagfirsk skemmtisaga

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.