Feykir


Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 29

Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 29
2 92 01 6 vel var Tommi Hallgríms verslunarstjóri í búðinni en hann féll frá 1978 og þegar hér var komið sögu var Davíð Jóhannsson tekinn við, Svarfdælingur í föðurættina. Jólasveinarnir ákváðu að líta við í búðinni og krakka- hópurinn fylgdi á eftir þannig að verslunarstjórinn átti ekki annarra kosta völ en vísa jólasveinum á dyr svo að fólk gæti verslað. Hinum megin við götuna og örlítið utar var Bjarni Har með sína búð og sennilega var hún með svipuðu sniði þá og í dag, enda Bjarni íhald. Hvort það var þessa Þorláksmessuna sem Bjarni fékk viðskiptavin inn í búð veit ég ekki, en sá spurði hvort Bjarni ætti til englahár. Bjarni tók ofan derhúfuna, sýndi skallann og sagði að því miður væri englahárið búið. Á móti Bjarna við Aðalgötu 23 var Kaupfélagið með verslun sem seldi ritföng og leikföng. Ysta búðin við Aðalgötuna var Grána þar sem seldar voru matvörur og ýmis konar búsáhöld. Mig minnir að á þessum árum hafi Óli Jóhanns verið verslunarstjóri í Gránu. Eftir að við vorum búnir að arka um ytri hluta Aðal- götunnar var komið að lok- um jólasveinavaktarinnar og börnunum tilkynnt að við þyrftum að hverfa til fjalla. Ekki voru allir sannfærðir um að svo væri, enda hafði einn félagi okkar lent í því fyrr um daginn að einhver guttinn reif í skeggið hjá honum og við blasti andlitið á kunnuglegum unglingi úr syðribænum. En hvað um það, við héldum upp í Skógargötu og þaðan upp í gömlu gróðrarstöðina þar sem við loks komust undan krakkahópnum. Við tók bið á Nöfunum þangað til við treystum okkur til að laumast í Gúttó og afklæðast jólasveinadressinu. Þar með var eftirminnilegur dagur kominn að kveldi og frumrauninni í jólasveina- hlutverkinu lokið. Það sem hér hefur verið skráð eru minningar frá því í lok áttunda áratugar síðustu aldar. Eitthvað kunna þær að hafa skolast til í áranna rás, en ég vona að þær gefi mynd af því að það var gott og gaman að alast upp á Króknum. Aðalgatan hefur breyst frá því sem var á þessum árum og verslun færst á aðra staði. Í dag hafa veitingastaðir víða tekið við af verslunum og er það tákn um breytta tíma, ekki bara á Króknum heldur er svo einnig víða annars staðar þar sem ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein. Sumt breytist hins vegar ekki og bakaríið er á sínum stað þó svo að Guðjón sé löngu horfinn á vit feðranna og Róbert tekinn við. Á meðan Bjarni Har stendur ennþá vaktina í Verslun Haraldar Júl við Aðalgötu 22 þá er mannlífið með kunnuglegum hætti undir Nöfum. Skugga-Sveinn leit hvasst á Ketil skræk og sagði: „Alltaf ertu sama fíflið Jón Ormar!“ Og svo var leikið áfram. Fyrir utan bakaríið var Hótel Mælifell þar sem Guðmundur Tómasson og Elsa kona hans ráku hótelið af myndarbrag. Synirnir fjórir fetuðu í fótspor foreldranna og lærðu ýmist til þjóns eða kokks. Á Mælifelli var líf og fjör á Þorláksmessu og þangað inn settust göngu- móðir og hlýjuðu sér á heitu kakói og meðlæti. Arkað út Aðalgötuna Vikjum nú sögunni að jóla- sveinunum þar sem þeir stóðu með krakkaskarann í kring- um sig og deildu út gjöfum úr strigapokum. Eitthvað var lítið um að börn á Króknum vildu borð hollt á þessum árum, því leikföng og sælgæti voru mun vinsælli en eplin og gekk lítið á þær birgðir. Reynt var að hafa ofan af fyrir krökkunum með söng og ítrekað reynt að fá þau til að syngja jólalög með misjöfnum árangri. Sverrir Björn var mér mun fremri þegar kom að lagvísi, enda alinn upp í lúðrasveit og allt hans fólk og föðurættin að stórum hluta ýmist verið í lúðrasveit eða Hljómsveit Geirmundar. Ég var hins vegar stórum skárri en Sverrir þegar kom að því að muna texta og saman vorum við því þokkalegir. Við vorum á góðu skriði í Adam átti syni sjö þegar við vorum truflaðir og okkur tilkynnt að jólasveinarnir yrðu líka að láta sjá sig utar í Aðalgötunni og að við yrðum allavega að fara út að vefnaðarvörudeildinni hjá KS. Eftir þessi skilaboð var arkað af stað og krakkahópurinn á eftir. Fyrst var farið fram- hjá Versluninni Vökli þar sem Auðbjörg og Torfi versluðu með húsgögn og ýmis konar varning, m.a. voru seld málverk eftir Jósep Kr. af ýmsum skagfirskum sögustöðum. Á móti Vökli var Þóra Árna Dan með litla verslun sem seldi m.a. vefnaðarvöru, leikföng og sælgæti. Hjá Þóru var hægt að kaup Öldusúkkulaði sem þótti frekar gott. Það var vani hjá Þóru að ræskja sig reglulega og sjúga upp í nefið. Það virtist lítið trufla hana þó svo að sumir lentu í því alveg óvart að herma eftir henni. Við Aðalgötu 12 voru Bodda og Frikki Nikk með skóbúð og umboð fyrir happdrætti. Þar fyrir utan, á Aðalgötu 14, var Itti (Ástvaldur Guðmundsson) með raftækja- þjónustu, seldi alls konar raf- magnstæki, sjónvörp, hljóm- flutningstæki og hljómplötur. Sennilega hefur Helgi Gunn verið við afgreiðslu þennan Þorláksmessudag í búðinni hjá Itta. Næsta búð utar í götunni var byggingarvörudeild KS, Byggó, en auk þess að selja byggingavörur var hægt að versla íþróttafatnað og úti- vistarbúnað og alls konar rafmagnstæki í búðinni. Maggi Sigurjóns var verslunarstjóri í byggingavörudeildinni í áratugi. Á þessum árum var litasjónvarpið að ryðja sér til rúms á Króknum. Um tíma var litasjónvarp í gangi í glugga byggingavörudeildarinnar sem snéri að Aðalgötunni. Eitthvert kvöldið var líf og fjör í ytribænum, en á sama tíma mikilvægur spennuþáttur í sjónvarpinu og góð ráð dýr. Við skátarnir, sem höfðum lykla að Gúttó, brugðum á það ráð að sækja stóla í skátaheimilið og raða þeim upp fyrir framan sjónvarpið og þar var setið og horft á þáttinn. Í miðjum þætti gekk ókunnur maður framhjá og spurði hvort hann ætti að fara heim og poppa fyrir okkur. Þetta voru okkar fyrstu kynni af Friðrik Brekkan sem var nýráðinn félagsmálastjóri og æskulýðsfull- trúi á Króknum. Mig minnir að við Aðalgötu 20 hafi ennþá verið tvær verslanir á þessum tíma. Annars vegar var íþróttavöru- búðin Aðalsport sem Magga og Palli Páls veitu- stjóri áttu og hinum megin var vefnaðar vöru- verslunin Venus sem þær Lilla Stebba Dýllu og Lilla Nonna Jós voru með. Húsið var hins vegar í eigu Hreins Sigurðssonar sem lét duga á þessum tíma að reka prentsmiðju í húsinu þar sem líkamsræktin er í dag. Á móti Aðalgötu 20 var Sauðárkróksapótek og á þessum árum var lyfsali Sigurður Jónsson, en húsið var í eigu ömmu, Minnu Bang, sem bjó í ytri hluta þess þar sem nú er gistiheimili. Jólasveinum vísað á dyr Fyrir utan Apótekið var vefnaðarvörudeild KS. Lengi „ Jólasveinarnir ákváðu að líta við í búðinni og krakka- hópurinn fylgdi á eftir þannig að verslunarstjórinn átti ekki annarra kosta völ en vísa jóla- sveinum á dyr ...

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.