Feykir - 23.11.2016, Side 38
2 01 63 8
Það var að vísu óvenju fá-
mennt þegar blaðamann
Feykis bar að garði, en allir
sátu afar einbeittir við hann-
yrðirnar og sumir höfðu tvö
verkefni í takinu. Föndrið
hefst á haustin og hefð er fyrir
því að hittast tvisvar í viku
fram á uppstigningardag,
en þá er jafnan sýning á
afurðum vetrarins. „Við
erum stundum lengur, ef
uppstigningardagurinn er
snemma,“ segir Stella Bára.
Sem leiðbeinandi þarf hún
að kunna ýmislegt fyrir sér í
handverki þar sem viðfangs-
efnin eru afar fjölbreytt.
Þannig er til dæmis fengist
við að smyrna, mála postulín,
sauma út, prjóna, hekla,
og mála á trémuni. Stella
Bára segir að það séu ýmsar
tískusveiflur í handverki eins
og öðru og hún fer reglulega
á námskeið til að kynna sér
nýjungar í þessum efnum.
Svo er ýmislegt annað
í boði fyrir eldri borgara á
svæðinu, meðal annars leik-
fimi, sem Stella sér einnig
um. „Við byrjum á jólaföndr-
inu í janúar og grípum í það
allt árið. Þetta er ljómandi
gott allt saman,“ segir hand-
verksfólkið og gleðin og
einbeitingin skín af hverju
andliti.
„Félagsskap-
urinn er svo
skemmtilegur”
TEXTI OG MYNDIR
Kristín S. Einarsdóttir
Eldri borgarar í Húnaþingi vestra
grípa í jólaföndur allt árið
Hátt í þrjátíu ár eru síðan
skipulagt föndurstarf hófst
fyrir eldri borgara í Húnaþingi
vestra. Það er ávallt glatt á hjalla þegar hópurinn
hittist í Nestúni á þriðjudögum og fimmtudögum og
framleiðir fjölbreytt handverk undir góðri leiðsögn
Stellu Báru Guðbjörnsdóttur. Blaðamaður Feykis
kíkti í heimsókn, skoðaði afurðirnar og spjallaði við
fólkið í hópnum yfir kaffi og meðlæti.
Baldur Skarphéðinsson Brynhildur Gísladóttir Erla Eðvaldsdóttir
Elínborg Ólafsdóttir
Hildur Guðmundsdóttir og
Vigdís Þorsteinsdóttir
Erla Pétursdóttir
Stella aðstoðar Gissur Þór Sigurðsson
Gissur Þór Sigurðsson
Guðrún Árnadóttir
Elínborg, Guðrún og Jóhanna
Jóhanna Þórarinsdóttir