Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 15/2013
Beinagrind af 25 m langri
steypireyði sem rak á land við
eyðibýlið Ásbúðir á Skaga
sumarið 2010 kemur
sennilega til með að vera til
sýnis í Perlunni sem hluti af
náttúruminjasýningu, vilji
hönnuðir sýningarinnar fá
grindina. Mbl.is greinir frá
þessu.
Jón Gunnar Ottósson,
forstjóri Náttúrufræðistofnunar
Íslands, sagði í samtali við Mbl.is
að beinagrindin væri nú geymd
á Keflavíkurflugvelli þar sem
húsnæði var leigt til þriggja ára.
Hann sagði það vera gríðarlega
mikið verk að setja beinagrind-
ina saman og að það yrði ekki
gert nema til langs tíma. Hægt
væri að koma flestum beinunum
inn í Perluna nema hauskúpunni.
Gera verður sérstakar ráðstafanir
til að koma henni þar inn. Fleiri
hafa lýst áhuga á að fá
beinagrindina þar á meðal
Hvalasafnið á Húsavík, en þar
þyrfti að byggja yfir beina-
grindina. /BÞ
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Veldu þann sem
að þér þykir bestur
Jæja, þá er komið að því! Alþingiskosningar, þar sem hægt er
að horfa örlítið lengra fram í tímann en í þeim síðustu. Erfið
ár að baki og mikil sár víða eftir hatrömm átök í þjóðfélaginu,
en Ísland stendur enn og framtíðin ætti að færa okkur
Frónbúum betri tíð með blóm í haga. Allavega eru framboðin
öll með lausnir sem bæta munu hag okkar en útfærslurnar
eru þó mismunandi og trúlega allar færar. Alls verða tólf
framboð sem bjóðast til að vinna fyrir okkur í Norðvestur-
kjördæmi, gott fólk sem er tilbúið að færa fórnir í þágu lands
og þjóðar. Alls eru 21294 á kjörskrá í kjördæminu, 10919
karlar og 10375 konur.
Norðvesturkjördæmi er stórt, nær frá Hvalfirði í suðri að
Tröllaskaga í austri eða frá Akraneskaupstað til Akrahrepps
í Skagafirði og hefur það sjö kjördæmissæti á að skipa og eitt
jöfnunarsæti á Alþingi. Sveitarfélög í kjördæminu eru
fjölmörg og hafa þingmenn í nógu að snúast eigi þeir að
sinna þeim öllum eða þekkja þau í þaula og í raun varla hægt
að ætla þeim það. Þau eru: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðar-
sveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholts-
hreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit,
Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vestur-
byggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísa-
fjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananes-
hreppur, Strandabyggð, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur,
Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd,
Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.
Ágæti kjósandi, ég hvet þig til að nýta kosningarétt þinn
laugardaginn 27. apríl nk. og kjósa þann sem þér þykir
bestur. Láttu hjartað ráða för, skynsemin leynist yfirleitt þar.
Páll Friðriksson,
ritstjóri
Landrekna steypireyðurin af Skaga
Höfð til sýnis í Perlunni
Viðhald sauðfjár-
veikivarnargirðinga
Vantar
fjármagn
Búnaðarfélag Bæjarhrepps
og Bitru vill að byggðarráð
Húnaþings vestra beini því
til Matvælastofnunar,
Bændasamtaka Íslands og
sveitarfélaga á svæðinu að
þau sjái til þess að fjár-
magn fáist til áframhald-
andi viðhalds sauðfjárveiki-
varnargirðinga.
Byggðarráðið tók erindið
fyrir á síðasta fundi sínum og
tekur heilshugar undir tillögu
félagsins. Sveitarstjórn Húna-
þings vestra hefur þegar sent
ályktun sama efnis til Mat-
vælastofnunar, atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins,
atvinnuveganefndar Alþingis
og alþingisþingmanna Norð-
vesturkjördæmis. /PF
Um 25 milljón króna styrkur
til rannsóknarverkefna
AVS rannsóknasjóður
AVS rannsóknasjóður í
sjávarútvegi styrkir fjögur
rannsóknaverkefni þar sem
fiskeldis- og fiskalíffræði-
deild Háskólans á Hólum er
þátttakandi. Þremur
þessara verkefna er stýrt af
Helga Thorarensen,
prófessor við deildina.
Á heimasíðu Versins
Vísindagarða á Sauðárkróki
kemur fram að þar á meðal sé
nýtt verkefni þar sem reynt er
að varpa frekara ljósi á hvað
ræður og hvernig má bæta
fóðurnýtingu bleikju.
„Mikill munur getur verið á
fóðurnýtingu milli fiskeldis-
stöðva og svigrúm til að bæta
hana er mikið. Fóðurnýting
hefur veruleg áhrif á eldis-
kostnað og er því mikill
áhrifavaldur á afkomu fisk-
eldisstöðva,“ segir á heimasíð-
unni. Verkefnið er unnið í
samstarfi við Íslandsbleikju,
Matís og Akvaplan Niva.
Annað verkefni sem AVS
styrkir hefur staðið yfir undan-
farið ár og fjallar um áhrif
súrefnis og koldíoxíðs á vöxt
bleikju.
„Í landeldisstöðvum er
mikilvægt að viðhalda kjör-
aðstæðum fyrir vöxt, og þar
eru bæði þessi efni megin-
umhverfisþættir auk þess að
vera lykilbreytur í vatnsnýt-
ingu. Fyrstu niðurstöður liggja
fyrir og frekari tilraunir eru
ráðgerðar síðar á árinu,“ segir á
heimasíðu Versins. Verkefnið
er unnið í samstarfi við
fjölmörg fiskeldisfyrirtæki og
rannsóknastofnanir og hefur
það áður hlotið 8 milljóna króna
styrk frá AVS.
Um miðjan ágúst verður
alþjóðleg ráðstefna um
smoltun laxfiska (Smolt
workshop) haldin á Hólum og
fékkst styrkur frá AVS til að
halda ráðstefnuna. Smoltun er
heiti á lífeðlisfræðilegum
breytingum sem verða á lax-
fiskum þegar þeir ganga úr
fersku vatni í sjó. Á ráðstefnuna
koma allir helstu sérfræðingar
heims á sviði smoltunar og
seltuþols fiska og kynna
niðurstöður rannsókna sinna.
Fjórða verkefnið sem AVS
styrkir fjallar um samspil fitu
og litarefnis í fóðri á vöxt og
gæði bleikju. Auk Hólaskóla
(Ólafs Sigurgeirssonar) eru
Matís, Íslandsbleikja og Fóður-
verksmiðjan Laxá þátttakendur
í verkefninu.
„Markmiðið er að meta
áhrif fituinnihalds og sam-
setningu fituhráefnis í fóðri á
vöxt og fóðurnýtingu hjá
bleikju. Jafnframt verður leitað
að hagkvæmustu leið við
notkun og nýtingu litarefnis í
fóðri og samspil þess við
fituinnihald í fóðri og fiski
könnuð,“ segir loks á vef
Versins en meginmarkmiðið
er að lækka framleiðslukostnað
í bleikjueldi. Verkefnið er til
tveggja ára. /BÞ
Þverárfjallsvegur
Enn varað við
skemmdum
Vegagerðin varar enn við
vegaskemmdum á
Þverárfjallsvegi og eru
vegfarendur beðnir um að
sýna aðgát. Þar er vegur
mjög ósléttur og er hraði því
tekinn niður í 70 km/klst.
Veðurstofan spáir heldur
kólnandi veðri er líður á
vikuna en hlýnar aftur er
kemur að helginni með hita
frá 1 til 6 stiga. /BÞ
Steypireyðina rak á land við eyðibýlið Ásbúðir
á Skaga sumarið 2010.
Mynd: Guðmundur St. Sigurðarson
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi
Framkvæmdir að klárast
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir á Dvalardeild
Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi en samkvæmt heimasíðu
stofnunarinnar verður herbergjum fækkað úr átta í fimm.
Með breytingunum munu herbergin stækka til muna en auk
annarra framkvæmda verður nýr neyðarútgangur tekinn í notkun
og fleira. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum ljúki fljótlega./PF
Nýjung í nálastungu-
meðferð fyrir dýr
Laser-tæki
í stað nála
Ulrike Brilling á Blönduósi
auglýsir spennandi nýjung í
nálastungumeðferð fyrir dýr
en hún hefur fjárfest í
Laser-tæki sem notaðar eru
í staðinn fyrir nálar.
Þar með er meðferðin
orðin algjörlega verkjalaus
sem og nákvæmari og
öruggari. Auk þess á nú að
vera hægt að meðhöndla fleiri
dýr en hunda og hesta,
samkvæmt Ulrike, svo sem
eins og ketti og kýr.
Meðferðin verður áfram
ódýr, segir hún og hvetur fólk
til að hafa samband til að fá
nánari upplýsingar. Síminn er
869 9626. /PF
Hér er ýmislegt í gangi. Mynd: HSB