Feykir


Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 16

Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 16
16 Feykir 15/2013 SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR FRAMBJÓÐENDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SKRIFA Mikil tækifæri á Norðurlandi vestra Sumt er eftirminnilegra en annað á vettvangi stjórnmálanna. Það verður flestum ógleymanlegt, sem urðu vitni að því þegar íbúar Norðurlands vestra sneru bökum saman, þyrptust til funda og fylltu íþróttahúsin, til þess að mótmæla haustið 2010, þegar stjórnvöld höfðu ákveðið að ganga fram af yfirgengilegri hörku gegn heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Og alveg sérstaklega á Norðurlandi vestra. Það varð öllum ljóst sem við áttu að búa, að ef þessar fyrirætlanir gengju eftir, þá yrði heilbrigðisþjón- ustan aðeins svipur hjá sjón. Það var þá sem almenningur í byggðunum reis upp og mótmælti. Ekki á því að taka á sig niðurskurð á borð við aðra. Það höfðu allir skilning á því að draga þyrfti útgjöldin saman. En fólk neitaði að láta yfir sig ganga handahófskenndan og ófyrirséðan niðurskurð sem myndi baka þessum stofnunum og þar með byggðunum óbætanlegt tjón. Það vakti líka athygli að konur fóru þar einna fremstar í flokki. Konur sem kannski í mörgum tilvikum höfðu ekki mætt til stjórnmálafunda eða látið mikið að sér kveða á opinberum vettvangi. En þarna var almenningi nóg boðið, blöskraði óréttlætið og lét í sér heyra. Þarna birtist manni sam- takamátturinn í reynd. Rétt- lætiskenndinni var ögrað. Hingað og ekki lengra var sagt. Og það vannst stundarsigur. En stjórnvöld voru ekki á því að láta við svo búið standa. Enn var höggvið í sama knérunn. Kannski ekki eins harkalega og ætlunin var í upphafi. En samt. Og nú höfum við séð afleið- ingarnar. Ýmsar stofnanir – ekki bara heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi vestra – hafa verið veiktar. Þær geta ekki sinnt þeirri sömu þjónustu og áður. Þannig hafa búsetuskilyrðin verið veikt. Og starfsemi þess- ara stofnana fylgja líka störf. Þessum störfum á Norðurlandi vestra hefur fækkað. Þegar störfum til dæmis á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðár- króki er fækkað um 35 eins og hefur gerst í tíð ríkisstjórnar- innar, þá leiðir það til fólks- fækkunar, því á bak við hvert starf er fjölskylda, sem hefur kannski ekki aðra kosti en að leita annað eftir lífsviðurværi. Þetta er þeim mun dapur- legra vegna þess að tækifærin Einar Kristinn Guðfinnsson oddviti Sjálfstæðisflokks eru mörg á Norðurlandi vestra. Lega svæðisins um þjóðbraut þvera, tiltölulega stutt á helstu markaðssvæði landsins, at- vinnulífið byggir ekki síst á nýtingu auðlinda okkar til lands og sjávar, ýmis konar opinber þjónusta, ekki síst á mennta vísinda og þróunarsviði hefur byggst upp ásamt grunn- þjónustu sem hið opinbera á að standa undir. Við sáum nýlega líka við afhendingu menningar- styrkja hve menningin stendur styrkum fótum og er ótrúlega margþætt. Matvælaframleiðsla er ótrú- lega fjölbreytt á Norðurlandi vestra. Bæði á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Í henni felast gríðarleg tækifæri, sem bara eiga eftir að vaxa á komandi árum. Mikil tækifæri eru á sviði afleiddra starfa. Og sem betur fer hefur þar verið margt vel gert. Þess sjáum við stað á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og á Hólum. Í þessum efnum hefur ríkisvaldið miklu hlutverki að gegna. Það þarf að skapa atvinnulífinu frið og öruggt starfsumhverfi. Það þarf að hlúa að grunnþjónustunni og gefa fólkinu tækifæri til þess að byggja upp samfélag sitt, á sínum forsendum, án sífelldrar miðstýringaráráttu. Þá mun byggðin blómgast. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi FLOKKUR HEIMILANNA PÁLMEY GÍSLADÓTTIR SKRIFAR Stríðið um heimilin, fyrir heimilin, með heimilunum Flokkur heimilanna er flokkur allra heimila í landinu og hefur það að meginmarkmiði að standa vörð um þeirra hag og velferð. Við eigum öll heimili og heimilin eru hornsteinn í hverju þjóðfélagi. Við ætlum að taka á skulda- vanda heimilanna, taka á þeim vanda sem núverandi ríkis- stjórn lofaði að gera en gerði aldrei. Það þarf að leiðrétta stökk- breytt lán á húsnæði lands- manna og afnema verðtrygg- ingu á nýjum lánum. Við viljum breyta íbúðalánakerfinu og koma á jafnvægi á leigu- markaði. Það er óþolandi að lítið sem ekkert skuli hafa verið gert til að koma í veg fyrir stöðugar eignaupptökur. Stöðva þarf nauðungarsölur og útburð á fjölskyldum. Þrjár fjölskyldur missa heimili sín á dag og hafa gert síðastliðin fjögur ár. Er það ásættanlegt? Ég segi nei, það er til skammar. veg fyrir að nýjar reglur sem varða greiðsluþátttöku Trygg- ingarstofnunar í lyfjakostnaði landsmanna taki gildi nú í maí. Enn og aftur er vegið að þeim sem verst eru settir. Við viljum hækka skatt- leysismörkin, tryggja fram- færsluna, mörkin þar eru langt undir öllu eðlilegu. Standa þarf vörð um heil- brigðisþjónustu á landsbyggð- inni, niðurskurðarhnífnum hefur verið beitt miskunnarlaust og enn skal skorið. Það er ótækt að gera sjúkrahúsum og heilsu- gæslu, einum af grunnstoðum í hverju byggðarlagi, nánast ókleift að starfa. Flytja þarf stjórn þessara stofnanna aftur heim í hérað. Færa alla starfsemi þeirra til fyrra horfs. Ástandi er orðið óbærilegt bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Efla þarf og verja smáfyrir- tæki, þar er vaxtabroddurinn sem við þurfum til að hjól atvinnulífsins fari að taka við sér, tryggingagjaldið þarf að lækka. Stuðla þarf að hverskyns Við stöndum frammi fyrir því að stór hópur þjóðarinnar býr við neikvæða eignamyndun og kemur aldrei til með að losna úr því skuldafangelsi nema að þau fái leiðréttingu sinna mála. Við verðum að gefa þessu fólki von. Ef vonin er farin, hvað er þá eftir? Leiðrétta þarf kjör elli- og örorkulífeyrisþega, barnafólks og námsmanna. Koma þarf í atvinnusköpun á svæðinu. Nóg eru sóknarfærin, það þarf bara að nýta þau. Við þekkjum öll til sam- göngumála, það er ekki nóg að veita fjármunum í gangagerð það þarf líka að setja fjármuni í viðhald og nýbyggingar vega. Hafið þið farið Þverárfjall nýlega? Ég reikna með að auðvelt sé að finna vegi í kjör- dæminu í viðlíka ástandi. Leggja þarf áherslu á að flugvöllurinn í Reykjavík verði þar sem hann er. Kostnaðurinn vegna flutnings vallarins og áhættan fyrir sjúklinga er óásættanlegur. 5-10-15 mín- útur geta skipt sköpum þó svo að einn ágætur þingmaður léti hafa eftir sér að það skipti ekki máli. Býr greinilega ekki á landsbyggðinni. Leggja þarf ríka áherslu á að viðhalda og stuðla að sjálfstæði þeirra framhaldsskóla sem nú þegar eru á svæðinu. Efla þarf rannsóknarverkefni, nýsköpun og gefa unga fólkinu tækifæri til að mennta sig í sinni heimabyggð jafnframt því að tryggja þeim atvinnu. Við þurfum að forgangsraða og það strax, heimilin, heil- brigðismál, atvinnumál og samgöngumál. Það má engan tíma missa. Það verður að bretta upp ermar og vinna þá vinnu sem löngu átti að vera búið að vinna. Að lokum vil ég minna á að það eru grundvallarmann- réttindi að hafa þak yfir höfuðið, atvinnu og geta séð fyrir sér og sínum. Ungir sem aldraðir. Pálmey Gísladóttir Fyrsta sæti í Norðvestur kjördæmi fyrir Flokk heimilanna. Pálmey Gísladóttir oddviti Flokks heimilanna

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.