Feykir


Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 15

Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 15
15/2013 Feykir 15 Sæluvikutónleikar Skagfirska kammerkórsins „Vor, vor og aftur vor“ sumardegin-um fyrsta og munu tónleikarnir því bera yfirskriftina Sólskin um mýrar og móa og verður efnisskráin eftir því. „Vor, vor og aftur vor. Við ætlum að syngja vorið til okkar enda þráin sterk eftir vori þegar dagarnir eru orðnir svona langir,“ bætir Helga Rós við. Á eftir tónleikunum verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Helga Rós segir æfingar hafa gengið vel frá því hún tók við kórstjórn, hún sé með ágætlega skipað í raddir og að það hefur heldur fjölgað í kórnum. „Lögin og raddsetningarnar eru mörg mjög krefjandi og það er alltaf gaman þegar fólk er áhugasamt og leggur sig fram. Það er glatt á hjalla í Miklabæjarkirkju á miðvikudagskvöldum,“ segir hún og brosir. Kórinn hefur æft einu sinni í viku frá áramótum en upp á síðkastið segir Helga Rós þó hafa verið haldnar aukaæfingar þannig að allt smelli saman fyrir sumardaginn fyrsta. Skagfirski kammerkórinn ætlar að syngja vorið inn í aðdraganda Sæluviku, nánar tiltekið á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl. Tónleikarnir fara fram í Kakalaskála í Kringlumýri í Blönduhlíð kl. 16:00 og síðar um kvöldið verða haldnir aðrir tónleikar í Blönduóskirkju kl. 20:30. Feykir hafði samband við Helgu Rós Indriðadóttur sem tók nýverið við kórstjórn og spurði hana nánar um tónleikana. „Við völdum óhefðbundinn stað fyrir tónleikana okkar en Siggi [innsk. blm. Sigurður Hansen] á Kringlumýri lofar góðum hljómburði í Kakala- skálanum. Ég efast ekki um að það mun hljóma vel í timburklæðningunni. Um kvöldið verðum við síðan í Blönduóskirkju,“ segir Helga Rós. Kórinn langaði til að fagna sumri í tilefni af VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Skagfirski kammerkórinn. Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra Síðasta keppni vetrarins Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki 19. apríl kl. 18. Mótið átti upprunalega að fara fram þann 21. apríl en hefur verið flýtt vegna annarra viðburða sem fara fram í reiðhöllinni þá helgi. Þetta er þriðja og síðasta mótið í vetur og því spennandi að sjá hvaða skóli fer heim með bikarinn til varðveislu næsta árið, segir á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts. Keppt verður í fegurðarreið (1. – 3. bekkur), tvígangi (4. – 7. bekkur), þrígangi (4. – 7. bekkur), fjórgangi (8. – 10. bekkur) og skeið (8. – 10. bekkur). Nánar um reglur keppn- innar má lesa á heimasíðu Þyts. /BÞ Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl SUMARKAFFI Sjálfsbjargar Félag Sjálfsbjargar stendur fyrir fjáröflun í Húsi frítímans við Sæmundargötu 25. 4. Húsið opnað kl. 14.00 •FLÓAMARKAÐUR - Fullt af borðum - gaman að skoða! •KAFFIVEITINGAR - Tilvalið að kíkja í sumarkaffi og styrkja um leið gott málefni •TOMBÓLA - Flottir vinningar - Allir vinna! •TÓNLISTARATRIÐI - Ýmsir góðir og skólakór Írisar Baldvins. Að auki verður félagið með til sölu bakkelsi í pokum Hægt er að panta og fá sent heim! Kleinur 10 stk. kr. 500 - Muffins 10 stk. kr. 500 Pantanir í s: 866 4775, Stefanía fram að 25. apríl Hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að styrkja gott málefni ALLIR VELKOMNIR!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.