Feykir


Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 21

Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 21
15/2013 Feykir 21 í héraði hjá þér Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is www.fodur.is DeLaval rekstrarvörur FB Selfossi sími 570 9840 : FB Hvolsvelli sími 570 9850 : FB Egilsstöðum sími 570 9860 SAMFYLKING GUÐBJARTUR OG ÓLÍNA SKRIFA Þannig vinna jafnaðarmenn Við vorum ekki gott samfélag árið 2007. Í vímu góðærisáranna jókst mismunun og yfirgangur í samfélagi okkar. Munur hæstu og lægstu launa var himinskautamunur, árslaun verkamannsins voru vikulaun fjármálajöfursins. Menn keyptu þyrlur, földu auðæfi í skattaskjólum og átu gull í veislum. Sífellt eru að koma upp fleiri og fleiri mál, sem sýna þá græðgi og firringu sem hér viðgekkst. Hinn almenni launamaður á síðan að borga brúsann. Kára- hnjúkavirkjun var reist, stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Nú er Lagarfljótið lífvana og lifnar varla við aftur - ólíkt íslensku hagkerfi, sem hefði getað farið sömu leið. Í átján ár léku lausum hala þau öfl í samfélagi okkar sem nú berjast fyrir því að fá 2007 ástandið aftur: Gamla bóluhagkerfið – rússíbanareiðina sem veitir falska vellíðan og spennu, þar til allt hrynur. Ætlum við að glutra niður erfiðri tiltekt? Eftir 2008 hefur það verið hlutskipti okkar jafnaðarmanna að taka til eftir frjálshyggjufylleríið. Það var mikið verk en nú er því að mestu lokið. Göran Persson kallaði það kraftaverk að ríkisstjórninni skyldi takast að ná halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum króna í 3,6 milljarða á fjórum árum og verja jafnframt velferðarkerfið. Okkur tókst það sem engri annarri þjóð hefur tekist í kreppu – að verja kjör þeirra lægst launuðu og auka jöfnuð í samfélaginu. Spurningin er bara hvort íslenska þjóðin ætlar þá strax að bjóða í óstjórnlegt partý – nýtt algleymi? Ef marka má síðustu skoðanakannanir gæti það orðið. Það má ekki gerast að þeir stjórn- málaflokkar sem stjórnuðu Hruna- dansinum í tæpa tvo áratugi og inn- leiddu græðgisvæðinguna í samfélag okkar nái hér undirtökum á ný. Þjóðin þarf ekki nýtt fyllerí. Við þurfum að byggja hér upp samfélag eins og við myndum byggja upp heimili. Við þurfum sem samfélagsþegnar öryggi og skjól. Við þráum samfélagslegan „heimilisfrið“ – uppbyggingu og endur- reisn á heilbrigðum forsendum. Að því hefur Samfylkingin unnið allt þetta kjörtímabil – að því mun hún áfram vinna. Aukinn jöfnuður Á síðustu fjórum árum hafa jafnaðar- menn á Íslandi náð að jafna lífskjör í landinu, við nánast óvinnandi skilyrði, samhliða miklu hreinsunarstarfi eftir frjálshyggjupartíið sem stóð í 18 ár á undan. Við breyttum skattkerfinu – og já, við hækkuðum skatta á þá hæst launuðu, en um leið hlífðum við lág- launahópunum og vörðum millitekju- hópinn. Við jukum stuðning við ungar barnafjölskyldur, hækkuðum barnabæt- ur, hækkuðum húsaleigubætur, komum á gjaldfrjálsum tannlækningum, lengd- um fæðingarorlofið og drógum úr skerðingum. Við stórhækkuðum vaxta- bætur og greiddum samtals hundrað milljarða í þær og barnabætur á kjör- tímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni gert. Kaupmáttur lægstu launa er hærri nú en hann var í góðærinu. Skattbyrðin er lægri. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er nú helmingi minni en árið 2007 þegar hann varð mestur. Okkur tókst það sem engri annarri þjóð hefur tekist, sem hefur lent í kreppu. Við vörðum kjör hinna lægst launuðu samhliða aukinni skattheimtu og óhjákvæmilegum niðurskurði og aukinni. Þannig vinna jafnaðarmenn. Samfylkingin býður ábyrga stefnu um stöðugleika í efnahagslífinu, heil- brigðar leikreglur, heiðarleika og gagn- sæi – og hún fylgir þeirri stefnu. Við bjóðum ekki hús reist á sandi gylliboða, heldur endurreist samfélag byggt á kletti. Sá klettur er jafnaðarstefnan. Guðbjartur Hannesson og Ólína Þorvarðardóttir Höfundar eru þingmenn Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi www.skagafjordur.is Auglýsing vegna kjörskrár Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9,00 til 16,00 f.o.m. miðvikudeginum 17. apríl 2013 til kjördags. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu innanríkisráðuneytis. Upplýsingaveita innanríkisráðuneytis: http://www.kosning.is/althingiskosningar/ Sveitarstjóri Guðbjartur Hannesson 1. sæti á lista Samfylkingar Ólína Þorvarðardóttir 2. sæti á lista Samfylkingar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.