Feykir


Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 7

Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 7
15/2013 Feykir 7 Ljósmyndasýning í Safnahúsinu Innlit í liðinn tíma á Króknum gáfu þau íbúðarhúsið sitt. Segir þetta meira en mörg orð hvaða hug þau báru til menningarlífs hér á Króknum. Þegar Kristmundur Bjarnason ritaði sögu Sauðárkróks á sínum tíma leitaði hann mjög til Kristjáns, enda ekki að undra, því Kristján var vel heima í sögu Króksins. Hann fæddist árið 1900 og móðir hans, Hildur Pétursdóttir Eriksen, sem bjó síðustu árin hjá Kristjáni og Sigrúnu var ein af fyrstu íbúunum sem settist að á Sauðárkróki. Hún kom fyrst til Sauðárkróks árið 1876 þegar hér voru aðeins tvö timburhús, sem notuð voru sem íbúðarhús. Þau þekktu því þetta samfélag betur en flestir. Kristján tók t.d. ljósmyndir af húsum á Sauðárkróki á árunum 1950- 1960 og nýtast þær okkur vel t.d. þegar endurbyggja á hús eða lagfæra og það eru margir atburðir í sögu bæjarins sem Kristján festi á filmu. Eins og gengur þekkjum við ekki alltaf myndefnið þrátt fyrir góða hjálp frá ýmsum bæjarbúum og biðjum við því um aðstoð að þekkja andlit á myndum. Gæði myndanna koma á óvart Á undanförnum árum hefur verið unnið mikið starf við að skanna og skrá ljósmyndir Héraðsskjalasafnsins, sem eru líklega um 180.000 talsins. Þar á meðal voru filmur Kristjáns skannaðar og koma þar ýmsar myndir í ljós sem eru skemmtilegar. Filmurnar hafa líka ekki látið á sjá og eru myndirnar því margar hverjar í miklum gæðum. „Ég vona að Sæluvikugestir sýni þessu framtaki áhuga og komi við í Safnahúsinu á Sæluvikunni og fái innlit inn í liðinn tíma hér á Króknum,“ sagði Unnar Ingvarsson að lokum. Á Sæluviku verður opnuð ljósmyndasýning í Safnahúsinu og að þessu sinni verður sýndur hluti af myndasafni Kristjáns C. Magnússonar sem var stórtækur áhugaljósmyndari á 20. öld. Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður sagði í samtali við Feyki að myndir Kristjáns væri um margt einstakar og gæfu frábæra mynd af lífi og starfi íbúanna á Króknum um miðja 20. öld. „Kristján tók lítið af myndum af fjöllum eða fossum, en þeim um meira af íbúum bæjarins við leik og störf, húsum og ýmsum framkvæmdum. Kristján var merkilegur maður og var mikill áhugamaður um sögu og menningu bæjarins. Hann gerði sér vel grein fyrir því að tíminn sem hann lifði kæmi ekki aftur og tók þess vegna ljósmyndir, sem gefa okkur sem síðar komu sýn inn í fortíðina. En Kristján tók ekki bara myndir heldur safnaði ljósmyndum frá mörgum aðilum og bjargaði frá glötun þúsundum mynda, en á þessari sýningu verður sjónum beint að hans eigin myndum.“ Löngu orðið tímabært að sýna ljósmyndir Kristjáns Þau Kristján C. Magnússon og Sigrún M. Jónsdóttir kona hans gáfu Héraðsskjalasafninu ljósmyndasafn og raunar einnig stórt hljómplötusafn á sínum tíma og Tónlistarskólanum VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Gamla læknishúsið, sem nú er staðsett í Skógargötu, og Sauðáin í forgrunni en hún rennur nú aðra leið. Mynd: Kristján C. Magnússon Deildarfundur KS. Mynd: Kristján C. Magnússon Tekið til kostanna Undirbúningur gengur vel Stórsýningin Tekið til kostanna verður haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum laugardaginn 27. apríl næstkomandi. Í sýningarráði eru þau Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili, Steinunn Halldórsdóttir ráðunautur og Artimisia C. Bertus kennari við Háskólann á Hólum en í sameiningu halda þau utan um skipulag sýningarinnar. Feykir heyrði í Ingimari og spurði hvernig undirbúningur gengi. „Það gengur ágætlega, við höfum verið að funda stíft og erum að vinna í því að tvinna saman sýningaratriðin,“ segir Ingimar og bætir við að fjöldi fólks komi að því að setja saman þessa stórbrotnu sýningu. Hann segir Tekið til kostanna hafa notið mikilla vinsælda síðastliðin 12 ár en sýningin hefur verið árviss viðburður frá árinu 2001 og alltaf haldin fyrstu helgina eftir sumardaginn fyrsta. Dagskrána segir Ingi-mar hefjast kl. 13:00 á laugardeginum með því að reiðkennaraefni Háskólans á Hólum verða með kennslusýningu þar sem þau sýna hvaða tækni þau hafa tileinkað sér í gegnum námið. Sú sýning mun standa yfir til kl. 17:00 og verður aðgangur ókeypis. „Kl. 20:00 hefst svo stórsýningin sem verður um tveggja tíma prógram með fjölbreyttum atriðum á dagskrá. Sem dæmi má nefna sýningar frá ákveðnum hrossaræktarbúum og einn- ig verða sýnd afkvæmi stóðhesta,“ útskýrir Ingimar. Tekið verður gjald inn á sýninguna um kvöldið en Ingimar tekur fram að venjan hafi verið sú að færri hafi komist að en viljað. /BÞ Frá sýningu 2012. Mynd: Sveinn Brynjar Pálmason

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.