Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 17
15/2013 Feykir 17
þegar fram líða stundir. Á
Alþingi Róberts fara fram
alvöru þingfundir þar sem
hann talar fyrir þingmennina
og stundum er tekist á. Fara
þeir oftast fram samfara þeim
á Austurvelli. Nú er þinghlé á
báðum stöðum. Róbert sýnir
blaðamanni margar blaðsíður
sem hann hefur skrifað þar
sem þingfundir eru skráðir.
Á borðinu liggur líka lítil
bók, Þingsköp Alþingis, sem
geymir mikinn fróðleik fyrir
þingmenn. –Þetta eru reglur
um ræðutíma og ýmis störf
á Alþingi, segir Róbert sem
þekkir þær flestar og eiga
eflaust eftir að koma að góðum
notum í framtíðinni.
En þrátt fyrir brennandi
áhuga á pólitíkinni er ýmislegt
annað sem Róbert fæst við.
–Ég er líka oft með vinum
mínum, leik mér í tölvunni og
er í tónlistarskólanum. Þar læri
ég á píanó hjá Jóhönnu Marín
og svo syng ég í skólakórnum
hjá Írisi, segir Róbert en ekki er
allt upptalið því einnig stundar
hann söngnám hjá Helgu
Rós Indriðadóttur og tekur
þátt í uppfærslu Leikfélags
Sauðárkróks á Tifar tímans
hjól sem sýnt er í Sæluviku.
Sannarlega hæfileikaríkur
strákur hér á ferð og verður
gaman að fylgjast með honum
í framtíðinni.
Á Sauðárkróki býr ungur drengur sem á sér sérstakt áhugamál, sé tekið tillit til ungs
aldurs. Hann heitir Róbert Smári Gunnarsson og er þrettán ára gamall, í 7. bekk Árskóla,
en áhugamálið er þingmennska og þingstörf almennt.
Á skrifborðinu í herbergi sínu
hefur hann staðsett líkan af
Alþingi og raðað upp playmo
- köllum sem sitja þingið.
Allir bera þeir nöfn þeirra
sem sátu nýliðið Alþingi og
þekkir Róbert þá alla með
nöfnum. Á forsíðu Feykis í
dag er mynd af Alþingi
Róberts og forvitnaðist Feykir
lítillega um tilurð þess og
áhuga þessa unga manns á
þingstörfunum.
Róbert er sonur þeirra Elvu
Björk Guðmundsdóttur og
Gunnars Baga Sveinssonar og
segir hann að þetta hafi byrjaði
þegar pabbi hans fór á þing árið
2009 en áhugann fékk hann
fyrir alvöru árið 2010. –Ég
byrjaði að raða köllunum upp
og síðan þróaðist þetta meira
og á endanum bjó ég til líkan
til að gera þetta raunverulegt,
segir Róbert og áhuginn leynir
sér ekki í andliti hans. Hann
þekkir alla þingmennina 63
með nöfnum og segist hafa
gaman af því að fylgjast með
störfum Alþingis og hlustar
og horfir á þau í sjónvarpinu.
Líklega, segir hann, að áhugann
megi rekja til þess að pabbi
hans er þingmaður og sjálfur
stefnir hann á þingmennsku
Róbert Smári Gunnarsson
Ætlar að verða þingmaður
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Á borðinu má sjá sérsmíðaða þingbjöllu sem er ómissandi við þingfundi og Þingsköp Alþingis er einnig innan seilingar.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Margverðlaunaður
gestakennari
Kvikmyndatökustjórinn Bergsteinn
Björgúlfsson var gestakennari hjá
kvikmyndagerðanemum við FNV sl.
föstudag. Kennslan fór fram allan
daginn og var eins konar
„krasskúrs“, eins og Bergsteinn
orðaði það. Nemarnir drukku í sig
alla þá þekkingu sem hann hafði
fram að færa og voru alsælir með
kennsluna.
Bergsteinn er einn færasti
kvikmyndatökustjóri landsins en í
starfi hans felst að vera yfirmaður allra
sem vinna að myndatökum, lýsingu og
þess háttar. Í samvinnu við leikstjóra
stjórnar hann augum áhorfandans,
velur hvert hann lítur, hvernig, hvenær
og hversu mikið hann sér og skapar
jafnframt umgjörð og stemningu í öllu
því sem áhorfandinn sér. Bergsteinn
hefur fengið sex Edduverðlaun fyrir
störf sín en þær myndir sem hann
hefur unnið að eru m.a. Mýrin, Djúpið,
Reykjavík-Rotterdam, Svartur á leik,
Hross og mörgum fleirum.
Í næsta mánuði útskrifast fyrsti
hópurinn í kvikmyndagerð við FNV
en nemendur deildarinnar koma víðs-
vegar af landinu og má þar nefna úr
Skagafirði, Húnavatnssýslum, Akur-
eyri og frá höfuðborgarsvæðinu. /BÞ
Bergsteinn og Árni Gunnarsson ásamt áhugasömum kvikmyndagerðarnemum.