Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 27
15/2013 Feykir 27
RÉTTUR 1
Öppdeitaður
grjónagrautur
2,5 dl hrísgrjón
1,25 l nýmjólk
smá smjörklípa
1 tsk salt
1 msk sykur
Aðferð: Hitið ofninn í 175°C,
blandið öllum hráefnunum
saman í stórt eldfast mót.
Setjið álpappír yfir og bakið í
miðjum ofni í u.þ.b. 1,5 klst.
Þegar grauturinn er tilbúinn er
efsta laginu flett af (kemur smá
mjólkurskán) og hrært vel í.
Þynnið með mjólk ef þörf er á.
Borinn fram með kanilsykri og
slátursneið.
Öppdeitaður grjónagrautur í
sparifötunum:
Kælið grautinn, þeytið ¼ lítra
af rjóma og blandið saman við
grautinn ásamt vanillusykri,
borið fram með jarðarberjasultu.
FE
Y
K
IL
EG
A
F
LO
TT
A
A
FÞ
R
EY
IN
G
A
R
H
O
R
N
IÐ
Já
, r
ey
nd
u
þi
g
vi
ð
þe
tt
a!
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina
ætti að fá flest atkvæðin.
Tilvitnun vikunnar
Eitt mesta leyndarmál lífsins er að allt sem
einhverju máli skiptir er það sem við gerum
fyrir aðra. – Lewis Carroll
Sudoku
Hrollmundur Frostólfur snjóruðningsmaður hefur stofnað
nýtt alþingisframboð í mótmælaskyni við að honum var
einungis boðið 9. sætið á lista Norðurljósaframboðsins
en hann sóttist eftir stuðningi í 1. sæti. Nýja framboðið heitir Þreifing
og hefur ýmsar þreifingar á stefnuskránni svo sem að þreifa lítillega á
skuldavandanum, Evrópusambandinu og verðtryggingunni en aðallega á
kokteilglösum í þingmannaveislum.
HINRIK MÁR JÓNSSON
Örlaga örsögur
Guðlaug og Hjalti kokka
Öppdeitaður grjóna-
grautur og pizzasnúðar
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN berglindth@feykir.is
Guðlaug Grétarsdóttir leikskólakennari, frá Blönduósi. Hjalti
starfar á Greiðslustofu Vinnumálastofnunar ásamt því að vera
sjúkraflutningamaður og fallbyssuskytta í hjáverkum. Guðlaug á
fullt í fangi við að vera hún sjálf. Við skorum á Eyþór Theodórsson
lögfræðing hjá Vinnumálastofnun sem næsta matgæðing.
Löngum hefur örlað á ríg á milli Skagstrendinga og Blönduósinga,
fyrst eftir að fallbyssan fyrrnefnda kom til Skagastrandar töluðu gárung-
arnir um að þegar fyrsta skotinu yrði hleypt af yrði byssunni miðað á
Blönduós. Þess var gætt að orðrómurinn bærist frúnni til eyrna, sem tók
honum af miklu æðruleysi og svaraði því til að hann Hjalti væri svosem
búinn að sækja allt það á Blönduós sem hann þarfnaðist en það væri þó
óþarfi að eyðileggja staðinn.
Við ætlum að koma með tvær grunnuppskriftir, aðra er hægt að nota
sem gamaldags grjóna- eða dýrindis eftirrétt og hina er hægt að nota hvort
heldur sem er sem pizzabotn eða pizzusnúða eða breyta í kanilsnúða.“
„Við erum hjónin Hjalti Viðar
Reynisson rafvirkjameistari, frá
Neðri Harrastöðum á Skaga og
Ótrúlegt en kannski satt
Taumatawhakatangihangakoauauotamateaturipukak
apikimaungahoronukupokaiwe-nuakit natahu. Nei, ég
sofnaði ekki fram á lyklaborðið. Ótrúlegt en kannski satt
þá er þetta heiti á hæð á Nýja Sjálandi og er lengsta
örnefni í heimi sem enn er í notkun.
GUÐBRANDUR
GUÐBRANDSSON
-Nei, ég á eftir að skoða þetta
eitthvað nánar.
Feykir spyr...
Ertu búin/n að
ákveða hvað
þú ætlar að
kjósa?
[Spurt á Sauðárkróki]
MARÍA JÓHANNSDÓTTIR
-Já, ég er löngu búin að því.
KARL LÁRUSSON
-Nei, ég er ekki byrjaður
að spá í þetta.
ÁGÚST GUÐMUNDSSON
-Já, ég kýs Sjálfstæðisflokkinn og
Bjarna Ben!
INGVAR GUÐNASON
-Nei, ég mun hlusta á flokkana
fram að síðasta degi.
RÉTTUR 2
Pizzubotn eða
snúðar
500 grömm hveiti
50 grömm sykur
1 dl olía
2 dl volg mjólk
1,5 dl volg mjólk
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bréf þurrger
Pizzakrydd frá Prima
Aðferð: Þetta er algjör
snilldaruppskrift og er hægt að
nota hana hvort heldur sem er
sem pizzabotn eða í pizzasnúða.
Það er algjört lykilatriði að nota
Pizzakryddið frá Prima, þá næst
hið eina sanna ítalska bragð og
ekki skemmir að Prima kryddið
er án allra aukaefna og svo er það
auðvitað framleitt á Blönduósi.
Einnig er hægt að breyta þessari
uppskrift í kanilsnúða og sleppa
þá pizzukryddinu og setja dass
af kardimommum í staðinn, og
vefja þá snúðana upp með smjöri
og kanil.
Öllum þurrefnunum er
blandað saman, volgri mjólk og
vatni er bætt út í ásamt olíunni og
hnoðað saman. Sáldrið örlitlu
hveiti yfir og leggið viskustykki
yfir og látið hefast í 1 klst.
Að klukkustund liðinni er
deigið hnoðað lítillega upp með
hveiti og flatt út. Ef þú ætlar að
gera snúða er sett pizzasósa, álegg
að eigin vali og ostur, en ef þú
ætlar að gera snúða er pizzasósa
smurð á deigið og rifnum osti
sáldrað yfir og rúllað upp. Bakið
við 180°C í 12-18 mín., fer eftir
ofnum.
Verði ykkur að góðu!