Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 6
6 Feykir 15/2013
FRAMSÓKNARFLOKKUR FRAMBJÓÐENDUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS SKRIFA
Atvinna er velferð
Atvinna
Öflugt atvinnulíf er forsenda
þess að Ísland verði áfram
eftirsótt til búsetu og heim-
sókna. Efling atvinnulífsins
verður best tryggð með samtali
og samvinnu stjórnvalda og
þeirra sem eiga og reka stór og
smá fyrirtæki. Möguleikar
Íslands eru nánast óþrjótandi ef
samstarf þessara aðila er með
eðlilegum hætti. Það er tómt
mál að tala um öflugt
velferðarkerfi eða annað sem
kostar samfélagið fjármuni ef
enginn er til staðar að búa þá
fjármuni til. Fjármunir þeir
sem þarf til að reka samfélagið
verða fyrst og fremst til í öflugu
atvinnulífi. Tækifæri til að efla
fjárfestingu, skapa atvinnu og
búa til verðmæti fyrir íslenskt
samfélag verðum við að nálgast
fordómalaust, hvort sem þau
teljast lítil eða stór, allt verður
að skoða.
Heimilin
Það að leiðrétta verðtryggð
fasteignalán sem stökkbreyttust
í fjármálahruninu er forsenda
þess að heimilin geti aftur orðið
virkur þátttakandi í efnahagslífi
landsins. Það er hægt að gera
með samningum, með því að
skattleggja þá fjármuni sem t.d.
vogunarsjóðir vilja fara með úr
landi, með því að skattleggja
hagnað fjármálastofnana
o.s.frv. Þetta er hægt ef viljinn
er fyrir hendi. En það þarf að
grípa til fleiri aðgerða en
leiðréttingar. Við lögðum fram
frumvarp á alþingi þar sem
m.a. er lagt til að þak t.d. 4%
verði sett á verðtrygginguna
sem þýðir að fari verðbólgan
umfram það sé áhættan
lánveitandans og að opinberir
aðilar hætti að tengja
gjaldahækkanir við vísitölu.
Það er óeðlilegt að hækkun á
bensíni eða áfengi hækki
húsnæðislánin.
Byggðamál
Framsóknarflokkurinn vill að
fulltrúar ríkisvalds og sveitar-
félaga móti í sameiningu stefnu
í byggðamálum sem m.a.
byggir á norskri hugmynda-
fræði. Landinu verði skipt upp í
ákveðin dreifbýlissvæði og á
þeim grunni lagðar til almenn-
ar byggðajafnréttisaðgerðir.
Þessar aðgerðir byggja á því að
t.d. skattar, gjöld á einstaklinga
og fyrirtæki, afborgunarbyrgði
námslána, barnabætur, orku-
kostnaður o.fl. er hagstæðara
eftir því sem lengra er komið
frá þéttbýlli svæðum. Reynsla
Norðmanna sýnir að með
bættri umgjörð og almennum
byggðaaðgerðum er mögulegt
að nýta þau fjölmörgu
sóknarfæri sem landsbyggðin
býður uppá. Almennar
byggðaaðgerðir efla ekki
einungis dreifbýl svæði landsins
heldur fær ríkissjóður og
þjóðin öll þetta margfalt til
baka í aukinni verðmætasköpun
og gjaldeyristekjum. Þá leggj-
um við til að komið verði á fót
sérstökum jöfnunarsjóði raf-
orku sem fjármagnaður yrði
með 0,10 kr. skattlagningu á
hverja kWst. Fjármagnið yrði
síðan notað til að niðurgreiða
flutning og dreifingu á raforku
til hitunar íbúðarhúsnæðis í
dreifbýli og á köldum svæðum.
Heilbrigðismál
Heilbrigðismál eru einn mikil-
vægasti þátturinn í grunnþjón-
ustu landsmanna. Þar skiptir
engu hvar á landinu við búum.
Öllum má vera ljóst að ekki
verður meira skorið niður í
heilbrigðismálum. Mikilvægt
er að þjónustuþörf á hverju
svæði sé skilgreind í samstarfi
við notendur þjónustunnar og
að tryggt sé fjármagn til þeirrar
þjónustu. Slíkt samstarf þarf að
komast á sem allra fyrst.
Húsnæði og tæki Landsspítalans
verður að bæta en núverandi
hugmyndir verður að endur-
skoða og leita hagkvæmari og
fljótlegri lausna.
Evrópusambandið
Framsóknarflokkurinn vill
hætta viðræðum við Evrópu-
sambandið og að þær verði ekki
hafnar að nýju nema að undan-
genginni þjóðaratkvæða-
greiðslu. X-B er nei við ESB.
Gunnar Bragi Sveinsson
1. sæti Framsóknarflokks
Ásmundur Einar Daðason
2. sæti Framsóknarflokks
Elsa Lára Arnardóttir
3. sæti Framsóknarflokks
Jóhanna M. Sigmundsdóttir
4. sæti Framsóknarflokks