Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 23
15/2013 Feykir 23
Sóknarnefnd Goðdalasóknar
hefur ákveðið eftirfarandi
framkvæmdir við kirkjugarðinn:
•Fylla upp í jarðvegssig
•Uppræta snarrót og annað illgresi
•Lagfæra garðflöt og tyrfa
•Lyfta upp og rétta við fallin minnismerki
•Fjarlægja ónýta leiðisramma og annað
til fegrunar kirkjugarðsins.
Þeir sem hafa eitthvað við framkvæmd þessa að athuga
eða óska eftir að láta fjarlægja steypta leiðisramma sem
ekki eru ónýtir eru vinsamlega beðnir að hafa samband
við sóknarnefndarformann, Hólmfríði Jónsdóttur,
Bjarnastaðahlíð í síma 453-8085 / 898-8052 eða
Arnþór Berg Traustason, Litlu-Hlíð
í síma 453-8086 / 862-2033 netfang lhlid@simnet
innan átta vikna frá birtingu auglýsingar þessarar
sbr. lög um kirkjugarða frá 4. maí 1993
Allt fyrir
sauðburðinn!
Fo
rs
íð
um
yn
d:
K
ris
trú
n
He
lg
a
M
ar
in
ós
dó
tti
r
ERT ÞÚ KLÁR í SAUÐBURÐINN?
• Burðargel
• E- Selen
• Lamb- og Flory Boost
• Kick start fyrir lömb
• Burðarhjálp
• Lambatúttur
• Sprautur og nálar o.fl.
SÍMI 455 4610
VINSTRI GRÆN LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR OG LÁRUS ÁSTMAR HANNESSON SKRIFA
Blásum til lífskjarasóknar
í kjölfar endurreisnar
Við Vinstri græn erum stolt
yfir þeim mikla árangri sem
náðst hefur á aðeins 4 árum
eftir efnahagshrunið við
uppbyggingu íslensks
samfélags.
Þar höfum við lagt alla áherslu
á að verja velferðarkerfið og
tryggja að grunnstoðir sam-
félagsins stæðu af sér þær
miklu hremmingar sem fylgdu
óhjákvæmilega í kjölfar
hrunsins.
Þessi vegferð hefur ekki
verið auðveld fyrir þjóðina og
ekki farin af neinni gleði heldur
illri nauðsyn. En nú erum við
stödd á þeim tímamótum að
við getum glaðst og verið
bjartsýn því niðurskurðinum
er lokið og við höfum jafnframt
komið á þrepaskiptu skattkerfi
sem dreifir skattbyrðinni með
réttlátari hætti niður á
almenning og léttir á þeim sem
hafa lágar og meðaltekjur.
Á næstu árum er raunhæft
að hefja stórsókn í bættum
lífskjörum á Íslandi og þar
viljum við Vinstri græn setja á
oddinn uppbyggingu í heil-
brigðismálum, menntamálum
og velferðarmálum um land allt.
Við höfum lagt alla áherslu
á að styðja við heimilin og
ungar barnafjölskyldur með
stórauknum barnabótum og
vaxtabótum og munum leggja
mikla áherslu á að nýta fjár-
muni ríkisins sem best og
styðja áfram fjölskyldur og
heimili sem þurfa á mestum
stuðningi að halda og tryggja
þann efnahagslega stöðugleika
sem þarf til að lífskjör almennt
verði góð í landinu.
Besta fjárfesting sem hugsast
getur er í fólkinu sjálfu, hugviti
þess og krafti og þar sjáum við
mikil sóknarfæri. Tækifærin
liggja ekki hvað síst úti á lands-
byggðinni þar sem drifkraftur
og dugnaður heimamanna er til
staðar og þar viljum við koma
að með auknum stuðningi og
þar höfum við t.d. stóreflt
rannsóknar og tæknisjóði,
framkvæmdasjóð ferðamanna-
staða og komið á fót grænum
fjárfestingasjóði.
Tækifærin liggja ekki hvað
síst í litlum og meðalstórum
fyrirtækjum og þar eru góðir
hlutir að gerast vítt og breytt um
landið og við viljum að
stjórnvöld styðji myndarlega
við þá uppbyggingu sem hafin
er í ferðaþjónustu, landbúnaði
og sjávarútvegi og jafni
búsetuskilyrði á landsbyggðinni
og tryggi samkeppnishæfni
hennar.
Við munum áfram berjast
fyrir því að auðlindir landsins
verði tryggðar í þjóðareigu og
að komið verði á nýrri fisk-
veiðilöggjöf sem tryggir jöfnuð
og atvinnuöryggi sjávarbyggð-
anna. Stórkostlegur árangur
hefur náðst í náttúruvernd á
kjörtímabilinu og þar hefur
stefna VG svo sannarlega skilað
árangri og þar munum við
halda áfram baráttunni og vera
vel á verði sem talsmenn
íslenskrar náttúru.
Áætlun Vinstri grænna í
ríkisfjármálum á næsta kjör-
tímabili gerir ráð fyrir því að
við höfum 50 til 60 milljarða
svigrúm til stórsóknar í bættum
lífskjörum í landinu og þar
verða heilbrigðismál, mennta-
mál og velferðarmál í öndvegi
og við getum einnig farið í
samgöngubætur og jöfnun
búsetuskilyrða vegna þess að
við innheimtum nú eðlilega
auðlindarentu af sameigin-
legum auðlindum þjóðarinnar
og þurfum ekki að fara í frekari
niðurskurð né skattahækkanir.
Mikið framboð er nú í
aðdraganda kosninga af allra-
handa gylliboðum þar sem
loforðin fjúka en efndirnar eiga
eftir að koma í ljós.
Við Vinstri græn höfum
komið fram af ábyrgð og
réttsýni og vitum að það er ekki
hægt að gera meira en við
höfum efni á en það er líka
hægt að forgangsraða í þágu
jöfnuðar og velferðar og það
ætlum við að gera hér eftir sem
hingað til og vonum að
kjósendur kynni sér vel
málefnaskrá okkar fyrir þessar
kosningar og treysti okkur til
þess að vinna áfram af
heilindum fyrir land og þjóð.
Við bjóðum fram krafta okkar í
þágu jöfnuðar, réttlætis,
velferðar, kvenfrelsis og
umhverfismála og ekki síst fyrir
hag barnanna sem eru framtíð
þessa lands.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
alþingismaður skipar. 1. sæti Vinstri
grænna í NV-kjördæmi
Lárus Ástmar Hannesson
kennari skipar 2. sæti Vinstri grænna
í NV- kjördæmiLilja Rafney Magnúsdóttir
1 sæti Vinstri grænna
Lárus Ástmar Hannesson
2. sæti Vinstri grænna