Feykir - 18.04.2013, Blaðsíða 18
18 Feykir 15/2013
LÝÐRÆÐISVAKTIN EYÞÓR JÓVINSSON SKRIFAR
Góð byggðastefna þarf
ekki að vera flókin
Ég er einn þeirra fáu sem
snéri aftur heim að námi
loknu. 16 ára gamall flutti ég
til Reykjavíkur frá Flateyri til
að fara í menntaskóla og
síðar háskóla. Fyrir tveimur
árum flutti ég svo loks aftur
vestur, eftir tíu ára fjarveru.
Einni háskólagráðu og
reynslunni ríkari.
Það er óhætt að segja að
samfélagið á Flateyri var orðið
annað en þegar ég fór þaðan
upphaflega. Á Flateyri beið
mín ekkert annað en uppgjöf
og atvinnuleysi. Samfélagið var
lamað og lítið við að vera. Ég lét
það þó ekki á mig fá, skráði
mig á atvinnuleysisbætur og
reyndi eftir fremsta megni að
nýta þau úrræði sem
Vinnumálastofnun hafði upp á
að bjóða.
Nú tveimur árum síðar
rek ég verslun og
útgáfustarfsemi fyrir
vestan, svo eitthvað sé
nefnt. Með stuðningi og
aðstoð tókst mér að skapa
mér mína eigin vinnu og
framtíð. Tækifæri til að
flytja aftur heim að námi
loknu og setjast að á
mínum heimaslóðum.
Því miður eru ekki
margir sem ákveða að taka
byggðinni og gera hana að
raunverulegum valkosti fyrir
ungt fólk til að koma heim að
námi loknu.
Landsbyggðina á að byggja
upp á forsendum landsbyggð-
arinnar. Hún á ekki að bíða
eftir lausnum og plástrum frá
Reykjavík. Vandi landsbyggð-
arinnar verður aðeins leystur
með heilstæðum lausnum sem
ganga út á að gefa lands-
byggðinni frelsi og sjálfstæði.
Ákvörðunarrétt í eigin málum.
Fyrir tuttugu árum sat ég í
þriðja bekk Grunnskóla Flat-
eyrar. Þá stunduðu 57
nemendur nám við skólann. Í
dag eru aðeins fjórir af þeim
búsettir á Flateyri. 93% af
framtíð Flateyrar valdi sér
framtíð fjarri Flateyri. Sú
kynslóð sem ætti að vera í hvað
mestum blóma er horfin af
sjónarsviðinu, farin annað. Sú
kynslóð sem ætti að vera að
byggja upp framtíð Flateyrar og
ala upp næstu kynslóð fyrir
Flateyri.
Þessari þróun vill
Lýðræðisvaktin snúa við.
Ekki með sértækum
aðgerðum fyrir Flateyri,
heldur með heildstæðum
lausnum fyrir alla lands-
byggðina.
Eyþór Jóvinsson
Oddviti Lýðræðisvaktarinnar í
Norðvesturkjördæmi - XL
stökkið heim að námi loknu,
þrátt fyrir þau ótal tækifæri
sem standa til boða á landinu
öllu. Það sem vantar uppá er að
veita ungu fólki meiri stuðning
og aðstoð til að skapa sér
tækifæri og lífsviðurværi á
landsbyggðinni. Fyrir það
stendur Lýðræðisvaktin.
Að gefa landsbyggðinni
þann grundvöll sem hún þarf
til að byggja upp landið á ný.
Við viljum efla aðstoð við ungt
fólk og sprotafyrirtæki sam-
hliða skattaafslætti fyrir ný
fyrirtæki á landsbyggðinni. Við
viljum skapa grundvöll á
landsbyggðinni til að gera fólki
kleift að nýta þau tækifæri sem
standa til boða.
Það er brýnt að efla grunn-
þjónustuna til að skapa ákjós-
anlegar aðstæður á lands-
Karlakórinn Heimir og Rökkurkórinn
Hefðbundið form
Kóramóts brotið upp
verður hefðbundið form á
Sæluvikutónleikunum brot-
ið svolítið upp. „Við fáum
til liðs við okkur Skólakór
Árskóla undir stjórn Írisar
Baldvinsdóttur og munu
þessir þrír kórar sjá um
dagskrána fyrir hlé, hver með
sínum hætti. Eftir hlé bjóðum
við svo upp á sellóhljómsveit,
sem kemur alla leið frá St.
Pétursborg í Rússlandi. Það
má segja að talsvert sé færst í
fang með að fá tónlistarfólk frá
öðrum löndum,“ segir Gísli.
Hann segir frá því
hvernig það atvikaðist að
sellóhljómsveitin var fengin
til að taka þátt í Sæluviku-
tónleikunum. „Ástæða þess
að við fáum sellósveit alla
leið frá Rússlandi til liðs
Karlakórinn Heimir og og
Rökkurkórinn munu að venju
halda Sæluvikutónleika í
Miðgarði á síðasta degi
Sæluviku, laugardaginn 4.
maí kl. 20:30. Kórarnir hafa
fengið Skólakór Árskóla til
liðs við sig en einnig mun
sellóhljómsveit sem kemur
alla leið frá St. Pétursborg í
Rússlandi koma þar fram og
mun Helga Rós Indriðadóttir
syngja sem gestasöngvari með
sellósveitinni.
Að sögn Gísla Árnasonar,
formanni stjórnar Heimis,
verður dagskráin með nokkuð
öðru sniði en á árum áður og
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
Sellóhljómsveit St. Pétursborgar. Mynd: Cellomusic.info
við okkur, má rekja til þess
að sumarið 2008 fórum við
Heimismenn í alveg ágæta ferð
til Rússlands, eða nánar tiltekið
til St. Pétursborgar. Fararstjóri
okkar var Skagfirðingurinn
Pétur Óli Pétursson frá
Vindheimum, sem sá um alla
skipulagningu ferðarinnar
á Rússneskri grundu eins
og honum einum er lagið. Í
einni kvöldverðarveislunni
lék þessi sveit fyrir
okkur, Sellóhljómsveit St.
Pétursborgar, átta sellóleikarar
ásamt píanóleikara. Svona
fyrirfram höfðum við kórmenn
ekki miklar væntingar til þess
að þetta form væri spennandi
en annað kom nú aldeilis á
daginn,“ segir Gísli og bætir
við að það hafi verið álit
flestra Heimismanna að um
stórgóða sveit væri að ræða
og að mjög gaman hafi verið
af tónlistarflutningi hennar.
„Það var svo fyrir rúmu ári
síðan, á þrettándatónleikum
okkar, að Pétur Óli minnist
á það við okkur hvort ekki
væri möguleiki á því að gefa
Skagfirðingum kost á sömu
upplifun og við Heimismenn
nutum úti í borg Péturs.
Rökkurkórinn var einnig
jákvæður fyrir þessu, og er
mjög ánægjulegt að af þessu er
nú að verða,“ segir hann.
Sellóhljómsveitin Rúss-
neska heldur tónleika í
Hörpu daginn áður en þeir
bruna norður til að taka þátt
í Sæluvikugleði Skagfirðinga
en þess má geta að lagaval
hljómsveitarinnar mun spanna
allt frá dægurtónlist upp í
háklassísk verk.
Leikfélagið Kjallarinn á Skagaströnd
Manstu?
Leikfélagið Kjallarinn sýndi
framlag Höfðaskóla til
Þjóðleiks 2012-2013
Manstu? eftir Sölku
Guðmundsdóttur í Fellsborg
á Skagaströnd í síðustu viku.
Sýningin gekk vel að sögn
Maríu Aspar Ómarsdóttur
leikstjóra en leikhópurinn
tók þátt í lokahátíð verkefn-
isins á Akureyri um helgina.
Ekki eru fleiri sýningar á
döfinni hjá hópnum í
heimabyggð, en þó hefur
hann verið beðinn um að
hafa þær fleiri svo það er allt
opið, að sögn Maríu. Þetta er í
annað skiptið sem Kjallarinn
tekur þátt í Þjóðleiksverk-
efninu og hefur María veitt
krökkunum leiðsögn.
-Ég hef kennt leiklist hér í
vali á unglingastigi í þrjá
vetur, tekið þátt í Þjóðleik
tvisvar og sett upp
barnasýningu. Það hafa veið í
kringum fimmtán nemendur
í hópunum hjá mér þessi þrjú
ár. Sýningarnar hjá okkur
hafa alltaf gengið mjög vel og
krökkunum þykir þetta
skemmtilegt og þroskast þau
mikið í svona vinnu, segir
María Ösp. /PF Eyþór Jóvinsson
oddviti Lýðræðisvaktarinnar