Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 1 6 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 8 . M a Í 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Þórlindur Kjartansson skrifar um tilhæfulausan ótta við Íran. 15 sport Sandra María Jessen er komin heim frá Tékklandi og raðar inn mörkum í Pepsi-deild- inni. 18 Menning Fjölmenningarstarf Borgarbókasafnsins fagnar tíu ára starfsafmæli. 40 lÍFið Sápuóperan í kringum brúðkaup Harrys og Meghan nær nýjum hæðum. 34 plús 2 sérblöð l Fólk l  saFnadagurinn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Veldu um að sækja eða fá sent frá Nettó Mjódd eða Nettó Granda* *Gildir innan höfuðborgarsvæðisins heia norge! tilboðsdagar 14 – 27 maí allt að 75% afsláttur VelFerðarMál Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstakling- ar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstakling- ar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jóns- son, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala. „Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim ein- földu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkr- unarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilis- lækna og öldrunarlækna og grein- ingu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lok- unar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunar- geðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölgun- inni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi. – jóe, khn Þörf á nýrri nálgun á dvalarmál aldraðra Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala segir tíma núna til að gera breytingar á dvalarmálum aldraðra. Biðlistar eftir hjúkrunarrými hafa lengst verulega. Fjölgun þeirra skammgóður vermir og tekur ekki á undirliggjandi vanda. Meðalbiðtími 2018 er 126 dagar. 60% nemur fjölgunin á biðlista eftir hjúkrunarrými milli áranna 2014 og 2016. kóngaFólk Það verður mikið um dýrðir í Lundúnum á morgun þegar Harry Bretaprins gengur að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle við hátíðlega athöfn. Gríðarleg eftirvænting er fyrir brúðkaupinu og munu þúsundir safnast saman við Buckingham-höll á morgun til að berja nýju brúð- hjónin augum en milljónir munu fylgjast með brúðkaupinu um allan heim. Fréttablaðið gerir upp nokkuð dramatískan, og oft undarlegan, aðdraganda brúðkaupsins. Frétta- blaðið rifjar um leið upp fyrri hjónavígslur í bresku konungsfjöl- skyldunni en á seinni árum hafa hjónabönd kóngafólksins oft haft mótandi áhrif á breskt samfélag og sett sitt mark á samtímann. – khn / sjá síður 44 og 46 Styttist í stóru stundina Heimsmet í handstöðu var slegið í Laugardalshöll í gær þegar 607 manns á öllum aldri stóðu á höndum á sama tíma. Uppákoman var liður í afmælisfögnuði Fimleikasambands Íslands en það fagnaði hálfrar aldar afmæli í gær. Heimsmetið var slegið með glæsibrag en fyrra met var 399 manna handstaða. Vonast er til að Guinness staðfesti heimsmetið. Fréttablaðið/Sigtryggur ari 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D 5 -7 8 1 8 1 F D 5 -7 6 D C 1 F D 5 -7 5 A 0 1 F D 5 -7 4 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.