Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 16
Svarið við erfiðustu spurningu dagsins er ... .. . S u m ac la mb alæ risneiðar Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Þú finnur uppskriftina á kronan.is/ uppskriftir 2499 kr.kg Sumac lambalærisneiðar 233 kr.kg Sætar kartöflur 1719 kr.kg Krónu beikon 532 kr.stk. Beikon smurostur, 250 g Arion banki hefur keypt um 1,4 pró- senta hlut, jafnvirði um 210 milljóna króna, í Kviku fjárfestingarbanka fyrir hönd viðskiptavina. Eftir við- skiptin heldur Arion á um 4,9 pró- senta hlut í fjárfestingarbankanum. Ekki er vitað hvaða fjárfestar standa á bak við hlut Arion banka. Bankinn hefur stækkað eignarhlut sinn í Kviku um hátt í þrjú prósentu- stig frá því í byrjun síðasta mánaðar. Þá hefur félag Einars Sveinssonar fjárfestis selt um 0,6 prósenta hlut í Kviku en umrætt félag, P 126, á nú 1,26 prósenta hlut. Einkahlutafélag- ið RFP, sem er í jafnri eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda fast- eignasölunnar RE/MAX Senter, hefur jafnframt keypt 0,5 prósenta hlut í bankanum og fer nú samtals með um 2 prósenta hlut. Gengi hlutabréfa í Kviku stóð í 8,1 krónu á hlut við lokun markaða í gær en bréfin hafa hækkað um 4,5 prósent í verði undanfarnar þrjár vikur eftir lækkanir vikurnar á undan. Kvika banki var skráður á First North-markaðinn í mars síðastliðnum en algengt verð í við- skiptum með bréf í bankanum fyrir skráningu var í um 6,5 krónur á hlut. – kij Arion bætir við sig í Kviku Kvika banki var skráður á markað í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/GVa Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, nam 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Suð- urnesja, stærsta hluthafa Samkaupa, en félagið og dótturfélag þess fóru með 62 prósenta hlut í matvöru- keðjunni í lok síðasta árs. Síðasta ár reyndist matvöruversl- unum krefjandi, sér í lagi vegna inn- reiðar bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands. Breytt sam- keppnisumhverfi á smásölumarkaði hefur gert það að verkum að íslensk verslunarfyrirtæki hafa þurft að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri. Þannig var sem dæmi greint frá því fyrr á árinu að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir vörumerkjum 10-11 og Iceland, en kaupin eru háð fyrirvörum um sam- þykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur í ársreikningi kaup- félagsins að eigið fé Samkaupa hafi numið um 2.430 milljónum króna í lok síðasta árs borið saman við 2.547 milljónir árið 2016. Er eignar- hlutur Kaupfélags Suðurnesja í mat- vörukeðjunni bókfærður á um 1.432 milljónir króna en til samanburðar var hluturinn metinn á 1.502 millj- ónir árið 2016. Samkaup rekur um fimmtíu verslanir um allt land, meðal ann- ars undir vörumerkjum Nettó, en í kringum þúsund manns starfa hjá félaginu. – kij Hagnaður Samkaupa dróst saman um átján prósent á milli ára afkoma Samkaupa versnaði í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur Íslenska tæknifyrirtækið Con trol- ant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti mark- aðarins er talið nema 13,4 millj- örðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræð- ingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutn- inga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Frétta- blaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli. lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kæld- um vörur sé talinn velta 13,4 millj- örðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning. „Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega sam- félagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur. Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vand- ann nýstárlega samanborið við keppi- nautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Control- ant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frum- taki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjár- magn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni.  helgivifill@frettabladid.is Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði Umtalsverður hluti bóluefna og matvæla skemmist í flutningi vegna breytinga á hitastigi. Neytendur greiða fyrir sóunina. Vodafone Global birti grein um íslenska tæknifyrirtækið Controlant og dreifði á heimsvísu. Controlant er farið að þjónusta stór alþjóðleg fyrirtæki og sækir fjármagn til fjárfesta til að vaxa frekar. Mikið samfélagslegt tjón verður þegar fólk fær skemmd lyf og enginn veit af því, segir erlingur brynjúlfsson, tæknistjóri Controlant. Fréttablaðið/aNtoN erlingur brynjúlfsson. markaðurinn 3 1 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R16 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a ð I ð 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 4 -E 2 0 C 1 F F 4 -E 0 D 0 1 F F 4 -D F 9 4 1 F F 4 -D E 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.