Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 33
Þetta snýst mikið um upplifun og að bæta í vopnabúr við­ skiptavina. Því veljum við hráefni sem fást ekki í verslunum eða fólk færi ekki út í að prófa sjálft. Við reynum alltaf að velja þrjá rétti sem passa vel saman en eru um leið nógu ólíkir til þess að kvöldverðir vikunnar verði spennandi fyrir viðskipta­ vini okkar,“ segir Snorri og bætir við að sérstaklega sé hugað að því að kynna fólk fyrir einhverju nýju. „Þetta snýst mikið um upplifun og að bæta í vopnabúr viðskipta­ vina í eldhúsinu. Því veljum við oft hráefni sem kannski fást ekki í matvöruverslunum eða fólk færi almennt ekki út í að prófa sjálft.“ Hver matarpakki inniheldur þrjár kvöldmáltíðir og það eina sem viðskiptavinir gætu þurft að eiga í eldhúsinu er hveiti, sykur, mjólk, olía, salt og pipar. „Við sendum allt annað sem þarf að eiga til þess að elda eftir uppskriftum okkar og þetta er auðvitað nokkuð fín lína sem þarf að feta. Mikill hluti þróunarvinnunnar fer því í að einfalda erfiðari aðferðir og uppskriftir, reyna að finna leiðir til að gera hlutina á sem einfaldastan hátt. Meðal þess sem við þurfum að huga að er að aðstæður eru mis­ munandi hjá viðskiptavinum, það eiga ekki allir flottustu græjurnar, og reynslan fólks í eldhúsinu er sömuleiðis breytileg. Hugsunin hjá okkur er að viðskiptavinir geti verið nánast óeldandi og í fábrotnu eldhúsi en samt gert réttinn eins og hann á að vera.“ Líka kennsla í eldamennsku Með þessari formúlu Eldum rétt má eiginlega segja að fyrirtækið bjóði einnig upp á kennslu í mat­ reiðslu. „Þessu fylgir vissulega æfing fyrir stóran hóp og þrátt fyrir að fólk læri kannski ekki eitthvað nýtt í hverjum einasta matar­ pakka þá hef ég heyrt sögur af fólki sem byrjaði í áskrift hjá okkur og kunni þá lítið sem ekkert en var orðið nokkuð sleipt í eldhúsinu eftir fáeina mánuði. Auðvitað gerist það þegar fólk kynnist alls konar aðferðum og er ekki alltaf í sama farinu. Með því að panta hjá Eldum rétt fær fólk eitthvað nýtt í hverri viku, nýjar eldunaraðferðir og hráefni.“ Snorri segir að reynt sé að forð­ ast endurtekningar eftir fremsta megni og miðað við að sömu upp­ skriftir berist ekki viðskiptavinum fyrr en að minnsta kosti þremur mánuðum liðnum. „En það hefur komið fyrir, þegar uppskrift fellur sérstaklega vel í kramið hjá við­ skiptavinum, að við höfum sent hana aftur út með styttra millibili.“ Spurður út í viðbrögð viðskipta­ vina og hvernig þeir láti þau í ljós segir Snorri viðbrögðin oft og tíðum mikil. „Við erum með þann möguleika inni á vefsvæði okkar að skráðir notendur geta gefið réttum einkunn og það er svaka­ lega gott tæki fyrir okkur sem við styðjumst við. Sömuleiðis geta notendur skilið eftir ummæli og við hvetjum þá eindregið til að gera það því þannig sjáum við best hvað er að virka og hvað ekki. Þannig geta virkir notendur haft bein áhrif á matarpakkana.“ Lífið snýst um mat Vöruþróunarteymið sér alfarið um að þróa og velja matarpakka Eldum rétt auk þess að mynda rétt­ ina fyrir heimasíðuna og auglýs­ ingar. Það kemst því fátt annað að hjá Snorra og Helgu Sif en matur. „Við verjum deginum í að sanka að okkur hugmyndum og öðru til að gera nýja og spennandi rétti, byrjum á að þróa réttinn og eldum hann svo upp á nýtt fyrir mynda­ tökuna. En það má samt segja að við séum alltaf í vinnunni því eftir hefðbundinn vinnudag tekur við að horfa á matreiðsluþætti, skoða uppskriftir á netinu og panta mat­ reiðslubækur. Lífið snýst um mat.“ Spurður að því hvað sé á döfinni segir Snorri að þau Helga séu að hefja vinnu við nýjan matarpakka, svonefndan heilsupakka. „Við höfum fundið fyrir þrýstingi frá fólki að það vilji enn heilsusam­ legri kost og við erum í þróunar­ vinnu við að mæta þeim kröfum sem er mjög spennandi. Ef allt gengur eftir ættum við hjá Eldum rétt að geta boðið upp á hann í haust.“ Hafa fengið frábær viðbrögð Snorri Guðmundsson og Helga Sif Guðmundsdóttir skipa vöruþróunarteymi Eldum rétt og fer mikill hluti vinnunnar í að sanka að sér hugmyndum og einfalda flókna rétti og uppskriftir. Helga Sif Guðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson eru í vöruþróunarteymi Eldum rétt. MYND/ERNIR Eldum rétt býður ekki ein­göngu upp á matarpakka sem útheimta eldamennsku af hálfu viðtakenda því frá síðasta hausti hefur fyrirtækið einnig boðið upp á tvo ávaxtapakka, það er að segja annars vegar fyrir tvo til þrjá og hins vegar fjóra til fimm, og innihalda þeir sjö skammta af gómsætum ávöxtum á mann eða einn ávöxt á dag út vikuna. Þá er jafnframt að finna fróðlegar greinar á vefsvæði Eldum rétt, eldumrett.is, um hina og þessa ávexti sem finna má í ávaxtapökk­ unum. „Staðreyndin er sú að Íslend­ ingar borða of lítið af ávöxtum og þyrfti að vera mun meira til að uppfylla ráðleggingar um hollt mataræði. Þarna sáum við hjá Eldum rétt okkur því leik á borði til þess að efla þennan þátt í fæðu viðskiptavina okkar,“ segir Kristó­ fer Júlíus Leifsson, annar fram­ kvæmdastjóra Eldum rétt. „Við leggjum kapp á að allir ávextir sem við sendum frá okkur séu ferskir, bragðgóðir og tilbúnir til neyslu. Þetta er því frábær viðbót við aðra matarpakka frá Eldum rétt eða ein og sér.“ Vinsældir farið vaxandi Kristófer segir að burtséð frá lýðheilsusjónarmiðum hafi hugsunin verið sú að fólk fái ferska og spennandi ávexti til að eiga út vikuna. Þrátt fyrir að epli, appelsínur og banana megi finna í ávaxtapökkunum sé lagt mikið upp úr því að velja árstíðabundna ávexti. Þannig séu í pökkunum ber, mangó, melónur og fleira í þeim dúr, allt eftir því hvað er best hverju sinni. „Málið er nefnilega það, að þrátt fyrir að flestir ávextir fáist í matvörubúðum allan ársins hring er ekki þar með sagt að þeir séu fullkomlega ferskir eða tíndir á góðum tíma.“ Þá bendir Kristófer einnig á að svonefndir þeytingar (e. smooth­ ies) séu afskaplega vinsælir um þessar mundir en oftar en ekki er að finna ávexti í uppskriftum að þeim. „Ávaxtapakkarnir passa mjög vel inn í hugsjón Eldum rétt og vinsældir þeirra hafa farið vaxandi með hverri vikunni. Við vorum nokkuð efins í byrjun því það er auðvitað svoleiðis að fólk vill skoða þá ávexti sem það kaupir og velja þá sem líta vel út. Ég held að okkur hafi einfaldlega tekist að standast þær gæðakröfur sem gerðar eru til ávaxta og þess vegna pantar fólk ávaxtapakkana aftur og aftur og sífellt fleiri bætast í hópinn. Það er því tilvalið að mæla með gómsætum ávöxtum frá Eldum rétt fyrir alla í sumar.“ Gómsætir ávextir tilvaldir í sumar Girnilegir ávextir frá Eldum rétt. HM-pakkinn er mættur! HM pakkinn inniheldur allt sem þú þarft í gott HM kvöld fyrir 6 manns og kemur í þremur útfærslum: Bon apetit Fyrir 6 HM #1 Bon apetit Fyrir 6 HM #2 Bon apetit Fyrir 12 HM #3 Pakki 1: Buffalo kjúklingavængir með gráðostasósu og ferskum grænmetisstöfum • Buffalo kjúklingavængir (2,5 kg) • Ofur-nachos Eldum rétt • Drykkir í boði Ölgerðarinnar (6 dósir) • Verð aðeins 7.590 kr (1.265 kr á mann) Pakki 2: Hamborgaraveisla – borgarar með beikoni og osti • Hamborgaraveisla – borgarar með beikoni og osti (6 hamborgarar) • Ofur-nachos Eldum rétt • Drykkir í boði Ölgerðarinnar (6 dósir) • Verð aðeins 8.590 kr (1.430 kr á mann) Pakki 3: Hamborgaraveisla og buffalo kjúklingavængir með gráðostasósu ásamt ferskum grænmetisstöfum • Hamborgaraveisla – borgarar með beikoni og osti (8 hamborgarar) • Buffalo kjúklingavængir (2,5 kg) • Ofur-nachos Eldum rétt • Drykkir í boði Ölgerðarinnar (12 dósir) • Verð aðeins 12.990 kr (1.080 kr á mann) www.eldumrett.isMinni matarsóun! xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxKYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 3 1 . m a í 2 0 1 8 NæRING, HEILSA oG LíFSSTíLL 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 4 -E B E C 1 F F 4 -E A B 0 1 F F 4 -E 9 7 4 1 F F 4 -E 8 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.