Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 22
Handbolti Ísland tapaði 24-26 fyrir Tékklandi í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM kvenna í hand- bolta í gær. Íslendingar eru enn með eitt stig á botni síns riðils. Íslenska liðið mætir Danmörku í lokaleik sínum í undankeppninni á laugar- daginn. Íslenska liðið virtist þjakað af spennu í upphafi leiks í gær. Tékkar skoruðu fyrstu fjögur mörkin og náðu mest sjö marka forskoti. Sóknarleikurinn var, eins og svo oft í undankeppninni, stirður og mis- tökin alltof mörg. Þá vantaði mikið upp á markvörsluna. Í stöðunni 7-14 undir lok fyrri hálfleiks fór íslenska liðið loks í gang. Það skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var því 9-14, Tékklandi í vil. Ísland byrjaði svo seinni hálf- leikinn af miklum krafti og Arna Sif Pálsdóttir minnkaði muninn í 15-17. Íslendingar náðu svo öðru góðu áhlaupi þegar um 10 mínútur voru til leiksloka, minnkuðu mun- inn í eitt mark og fengu tækifæri til að jafna metin. Þau fóru hins vegar í súginn og Tékkar gerðu nóg til að landa tveggja marka sigri, 24-26. Landsliðsþjálfarinn Axel Stefáns- son getur verið sáttur við frammi- stöðuna í seinni hálfleik sem var framúrskarandi. Byrjunin reyndist hins vegar dýrkeypt. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti frábæra innkomu í íslenska markið og varði 13 skot. Ísland hélt Tékk- landi í aðeins 12 mörkum í seinni hálfleik þar sem varnarleikurinn var sterkur. Líkt og í síðustu leikjum lék Ester Óskarsdóttir fremst í 5-1 vörn og leysti það vel. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki nógu beittur og er enn aðalveikleiki íslenska liðsins. ingvithor@frettabladid.is Of lengi í gang gegn Tékkum Slæm byrjun varð Íslandi að falli gegn Tékklandi í síðasta heimaleiknum í undankeppni EM 2018 í gær. Ísland lenti sjö mörkum undir í fyrri hálfleik en spilaði vel í þeim seinni og var ekki langt frá því að ná í stig. Ester Óskarsdóttir átti góðan leik í íslensku vörninni gegn Tékklandi í gær. Hér sést Eyjakonan hins vegar sækja að marki Tékka. FréTTablaðið/EyþÓr Fótbolti Birkir Bjarnason mætti á sína fyrstu æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í undirbúningi liðsins fyrir HM í gær. Birkir lauk tímabili sínu með Aston Villa um síðustu helgi, en liðið tapaði þá fyrir Fulham í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Birkir sagði gott að koma hingað til Íslands, hitta strákana og komast frá vonbrigð- unum sem umlykja Aston Villa- hluta Birmingham. „Það er góð tilfinning að vera kominn heim eftir langt og strangt keppnistímabil með Aston Villa. Ég er hægt og rólega að jafna mig eftir vonbrigðin yfir að komast ekki upp í efstu deild með Aston Villa. Það var mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri á að hafa áhrif á leikinn. Ég hefði viljað spila í þessum leik og reyna að hafa jákvæð áhrif á niður- stöðuna, en svona er þetta og ég er búinn að leggja þetta að baki mér. Nú er bara einbeitingin komin á fullt á íslenska landsliðið og HM,“ segir Birkir í samtali við Frétta- blaðið. Birkir glímdi við meiðsli í kálfa og baki í apríl og missti af nokkrum leikjum með Aston Villa, en hann segist vera laus við meiðslin núna. Íslenska þjóðin þarf því ekki að bæta honum við á listann yfir þá leikmenn sem þeir hafa áhyggjur af þessa dagana, það er hvort þeir verði klárir í tæka tíð vegna meiðsla. „Ég er bara fínn og alveg laus við þau meiðsli sem voru að plaga mig undir lok deildarkeppninnar úti. Ég var orðinn alveg leikfær í síðustu leikjum Aston Villa á tímabilinu og er bara í fínu standi þessa stundina. Mér líður vel í skrokknum og svo vex spennan með hverjum deginum fyrir stóru stundinni. Þetta er bara fyrsti dagurinn hjá mér í undirbún- ingnum og ég finn það strax hvað leikmenn og allir í kringum liðið eru spenntir,“ segir Birkir um andlegt og líkamlegt ástand sitt. – hó Svekkjandi að fá ekki að spila gegn Fulham birkir á æfingu landsliðsins á laugardalsvelli í gær. FréTTablaðið/SigTryggur ari 3 1 . m a í 2 0 1 8 F i m m t U d a G U R22 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport Ólafur ingi Skúlason aldur: 35 ára Staða: Miðjumaður Félag: Fylkir landsleikir: 35/1 16 Undankeppni EM 2018 ísland 24-26 tékkland (9-14) Mörk Íslands Karen Knútsdóttir 7/2, Arna Sif Pálsdóttir 5, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Stein- unn Björnsdóttir 1, Thea Sturlu- dóttir 1, Steinunn Hansdóttir 1. Varin skot: Hafdís Renötudóttir 2, Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13/1. ÍbV - Valur 1-3 0-1 Thelma Björk Einarsdóttir (49.), 0-2 Elín Metta Jensen, víti (62.), 1-2 Shameeka Fis- hley (78.), 1-3 Elín Metta (82.). Nýjast Pepsi-deild kvenna Valur - ÍbV 3-2 1-0 Sigurður Egill Lárusson (6.), 1-1 Kaj Leo í Bartalsstovu (46.), 1-2 Sigurður Grétar Benónýsson (71.), 2-2 Sindri Björnsson (84.), 3-2 Tobias Thomsen (101.). Fjölnir - þór 4-5 (1-1) 0-1 Ignacio Gil Echevarria (42.), 1-1 Valmir Berisha (87.). Þór vann 3-4 í vítaspyrnukeppni. Stjarnan - þróttur r. 5-0 1-0 Baldur Sigurðsson (36.), 2-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (43.), 3-0 Guðmundur Steinn (62.), 4-0 Guðmundur Steinn (80.), 5-0 Hilmar Árni Halldórsson (89.). Fram - Víkingur Ó. 0-1 0-1 Vignir Snær Stefánsson (36.). breiðablik - Kr 1-0 1-0 Oliver Sigurjónsson (5.). grindavík - Ía 1-2 0-1 Steinar Þorsteinsson (48.), 1-1 Aron Jóhannsson (79.), 1-2 Arnar Már Guðjóns- son (88.). Mjólkurbikar karla guðný Jenný Ásmundsdóttir varði frábærlega í seinni hálfleiknum gegn Tékklandi. FréTTablaðið/EyþÓr Þurfum meiri stöðugleika Handbolti „Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir. Við kláruðum ekki brotin í fyrri hálfleik og vörðu boltarnir enduðu oft í höndunum á Tékkun- um,“ sagði Guðný Jenný Ásmunds- dóttir sem átti flotta innkomu í íslenska markið í leiknum gegn Tékklandi í gær og varði 13 skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn skelfilega en spilaði vel í seinni hálf- leik. Það dugði þó ekki til að fá stig. Lokatölur 24-26, Tékklandi í vil. „Mér finnst við vera á réttri leið en það spurning hvort spennustigið hafi verið of hátt og leikmenn ætlað að gera of marga hluti í einu. En við drögum lærdóm af því,“ sagði Jenný. „Í seinni hálfleik brutum við betur á þeim, þannig að þær náðu ekki að brjótast í gegn. Það hjálp- aði heilan helling. Við þurfum að ná meiri stöðugleika, þannig að við séum ekki að lenda í löngum slæmum köflum.“ – iþs 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 5 -1 8 5 C 1 F F 5 -1 7 2 0 1 F F 5 -1 5 E 4 1 F F 5 -1 4 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.