Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 12
Rússland Volodímír Grojsman, for-
sætisráðherra Úkraínu, sagði í gær
að „alræðisvélin í Rússlandi“ bæri
ábyrgð á því að rússneski blaða-
maðurinn Arkadij Babsjenkó hefði
verið myrtur í úkraínsku höfuð-
borginni Kænugarði á þriðjudag.
Óleska, eiginkona hans, fann hann
samkvæmt fjölmiðlum alblóðugan
við innganginn að heimili þeirra og
sagði úkraínska lögreglan frá því að
hann hefði dáið á leiðinni á sjúkra-
hús með þrjú skotsár í bakinu.
„Ég er viss um að alræðisvélin
í Rússlandi hafi ekki fyrirgefið
honum hreinskilni sína og afstöðu.
Hann var sannur vinur Úkraínu
sem sagði heimsbyggðinni allri frá
árásum Rússa. Morðingjunum ætti
að refsa,“ sagði Grojsman.
Rússar svöruðu ásökununum um
leið og sagði Sergei Lavrov utan-
ríkisráðherra að ásakanirnar væru
uppspuni. Vladimír Peskov, fjöl-
miðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar,
sagði svo að Rússar vonuðust eftir
raunverulegri rannsókn, ekki svið-
settri til að koma óorði á Rússa.
Alexander Bortníkov, stjórnandi
alríkislögreglunnar (FSB), sagði að
málið væri sambærilegt því þegar
eitrað var fyrir Skrípal-feðginunum
í Salisbury.
Fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um
málið. Meðal annars greindi BBC
frá því að Babsjenkó hefði lengi
gagnrýnt yfirvöld í Rússlandi.
Hann hefði hins vegar neyðst til
að flýja til Úkraínu á síðasta ári
eftir að hafa verið hótað lífláti fyrir
stöðuuppfærslu sem hann setti inn
á Face book. Í færslunni skrifaði
Babsjenkó um að rússneski her-
inn varpaði sprengjum á almenna
borgara í Aleppo í Sýrlandi.
Eftir þessi orðaskipti Rússa og
Úkraínumanna, og umfjöllun fjöl-
miðla, kom það því gífurlega á óvart
þegar Arkadí Babsjenkó sjálfur
gekk inn á blaðamannafund í
Kænugarði, við hestaheilsu, í gær. Á
blaðamannafundinum sagði Vasijl
Hrijtsak, forsvarsmaður úkraínsku
leyniþjónustunnar (SBU), frá því
að leyniþjónustan hefði sviðsett
morðið á Babsjenkó.
Hrijtsak sagði morðið hafa verið
sviðsett til þess að góma menn sem
væru að reyna að koma Babsjenkó
fyrir kattarnef. Rússnesk yfirvöld
hefðu ráðið úkraínskan ríkis-
borgara til að finna fyrir sig leigu-
morðingja. Hann hefði rætt við
ýmsa kunningja sína, meðal ann-
ars uppgjafahermenn, og boðið
rúmar þrjár milljónir króna fyrir
verkið. Einn hermannanna gaf sig
síðan á tal við SBU, að sögn Hrijt-
saks. Fyrir liggur að einn hefur verið
handtekinn í tengslum við málið en
ekkert hefur verið gert opinbert um
handtökuna.
Júrij Lútsenkó ríkissaksóknari
hélt fundinn með Hrijtsak og Babsj-
enkó. Sagði hann sviðsetninguna
hafa verið nauðsynlega til að sann-
færa þá sem vildu Babsjenkó feigan
um að þeim hefði tekist ætlunar-
verk sitt.
Það kom blaðamönnunum sem
sóttu fundinn skiljanlega í opna
skjöldu þegar þeir sáu að Babsjenkó
væri risinn upp frá dauðum. Bað
Babsjenkó kollega sína afsökunar
og sagði: „Ég hef of oft þurft að fylgja
vinum mínum og samstarfsmönn-
um til grafar og ég þekki tilfinn-
inguna vel.“ Að sögn Babsjenkós tók
tvo heila mánuði að undirbúa þessa
aðgerð. Hann hefði sjálfur fengið að
vita hvað til stæði fyrir mánuði.
Russia Today, ríkismiðill sem hefur
verið kallaður hluti áróðursvélar
Rússlandsstjórnar, greindi frá þessari
óvæntu vendingu. Sagði RT að óljóst
væri hvort úkraínskir stjórnmála-
menn hefðu vitað af sviðsetningunni
eða „einfaldlega haldið áfram að saka
Moskvu um alla þá alvarlegu glæpi
sem eru framdir í Úkraínu“.
María Sakaróva, fjölmiðlafulltrúi
rússneska utanríkisráðuneytisins,
sagði í samtali við rússneska miðil-
inn Interfax að morðið hefði verið
sviðsett í áróðursskyni. Sagði hún
Rússa þó ánægða að heyra að Babsj-
enkó væri á lífi. Konstantín Kosasjev,
formaður utanríkismálanefndar
rússneska þingsins, sagði við sama
miðil að um væri að ræða enn eina
aðgerð úkraínskra yfirvalda sem
beindist sérstaklega gegn rússneska
ríkinu.
Forseti Úkraínu, Petró Porosjenkó,
sagði að nú myndi úkraínska ríkið
halda varnarskildi yfir Babsjenkó.
„Það er ólíklegt að yfirvöld í Moskvu
róist núna. Ég hef fyrirskipað að
vernda skuli Arkadij og fjölskyldu
hans.“
Daily Beast sagði í umfjöllun sinni
að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem
atburðarás sem þessi ætti sér stað.
Árið 1984 hefðu Egyptar sviðsett
morð líbísks stjórnarandstæðings.
„En í fjölmiðlaumhverfi nútímans er
svona stórkostlegt dæmi um falsfrétt
til þess fallið að rýra trúverðugleika
þeirra sem að málinu standa, ekki
bara þeirra sem gætu framið glæpinn
í raun og veru,“ sagði í umfjölluninni.
Fjöldi blaðamanna lýsti sams
konar skoðun á Twitter. Natalija
Vasiljeva, blaðamaður AP, sagði til
dæmis að nú gætu andstæðingar
fjölmiðlafrelsis notað mál Babsj-
enkós sem dæmi um að fjölmiðlum
væri ekki treystandi. John Sweeney,
blaðamaður BBC sem hefur fjallað
um Rússlandsstjórn, tók í sama
streng og sagði slæmar hliðar máls-
ins fleiri en þær góðu.
thorgnyr@frettabladid.is
Lygileg atburðarás í Kænugarði
Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og
reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi.
spánn Spænska utanríkisráðu-
neytið hefur tilkynnt um ný verð-
laun sem verða veitt þeim erlenda
blaðamanni sem gerir mest til þess
að bæta orðspor Spánar út á við.
Frá þessu greindi katalónski mið-
illinn El Nacional.
„Sem sagt, ráðuneytið mun líta
sérstaklega til þeirra skoðana sem
koma fram í umfjölluninni og er
því um að ræða verðlaun fyrir að
tala vel um spænsku ríkisstjórn-
ina og stefnumál hennar,“ sagði í
umfjöllun Katalóníumiðilsins en
sá blaðamaður sem hlýtur þessi
verðlaun fær í vasann nærri eina
og hálfa milljón króna.
El Nacional setur verðlaunin
í samhengi við katalónsku sjálf-
stæðisbaráttuna og heldur því
fram að spænska ríkisstjórnin líti
svo á að alþjóðapressan hafi ekki
verið nægilega gagnrýnin á hreyf-
inguna.
Graham Keeley, blaðamaður
The Times á Spáni, sagði í skoð-
anagrein í gær að þessi tilraun
Spánverja myndi ekki ganga upp.
„Blaðamenn elska að vinna verð-
laun, þau bæta okkar viðkvæmu
sjálfsmynd. En nú berast fréttir
af verðlaunum sem hvorki ég né
nokkur annar blaðamaður með
vott af sjálfsvirðingu ætti að vilja,
hljóta þrátt fyrir verðlaunaféð.“
Styr stendur nú um Mariano
Rajoy forsætisráðherra og ríkis-
stjórn hans vegna sakfellingar
tuga flokksmanna í spillingar-
málum. Atkvæðagreiðsla um van-
traust á Rajoy fer fram á morgun.
Þó er ólíklegt að vantraust verði
samþykkt þar sem Ciudadanos-
flokkurinn mun standa með Rajoy.
Ciudadanos-menn hafa þó farið
fram á að boðað verði til kosninga
sem fyrst. Miðað við kannanir
myndi flokkur Rajoys, Partido
Popular, fá um 20 prósent atkvæða
en fékk 33 prósent í kosningunum
2016. – þea
Verðlauna jákvæða umfjöllun um Spán
Það sló viðstadda út af laginu þegar Vasijl Hrijtsak, stjórnandi SBU, (t.v.) kynnti Arkadij Babsjenkó til leiks á blaðamannafundi í gær. NordicpHotoS/AFp
Skráning stendur yfir í síma
564 4030 og á tennishollin.is
BYRJENDANÁMSKEIÐ Í
TENNIS FYRIR FULLORÐNA
eru að hefjast
Upplýsingar & skráning í síma
564 4030 og á tfk.is
TENNISÆFINGAR
FYRIR 13-18 ÁRA
byrjendur í sumar
virka daga kl. 16.30-18
Tennisfélag Kópavogs
Nærri 1,5 milljónir eru í
boði fyrir þá sem fjalla um
Spán á jákvæðan hátt.
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Mariano rajoy,
forsætisráðherra
Spánar.
3 1 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U d a G U R12 F R é T T I R ∙ F R é T T a B l a ð I ð
3
1
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
F
5
-0
9
8
C
1
F
F
5
-0
8
5
0
1
F
F
5
-0
7
1
4
1
F
F
5
-0
5
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K