Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 20
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Lyon
www.patti.is
Skoðaðu úrvalið á
VIÐ BÚUM TIL
DRAUMASÓFANN ÞINN
900 útfærslur, engin stærðartakmörk
og 3.000 tegundir af áklæðum
Á laugardaginn sameinast þús-undir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og
heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það
er einstök gleði og bjartsýni sem
fylgir því þegar kynslóðir kvenna
– ömmur, mæður, dætur, systur,
frænkur og vinkonur – sameinast á
þessum skemmtilega degi.
Vísindarannsóknir síðustu ára-
tuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er
ein grunnstoð heilsu og vellíðunar.
Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum
skapa forsendur fyrir því að við
getum bætt og lengt líf fólks. Meiri-
hluta síðustu aldar var slagsíða í inn-
taki vísindarannsókna á karlbundna
þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi
til dæmis til þess að kvenbundin
einkenni og áhættuþættir hjarta-
sjúkdóma voru illa skilgreindir og
það sama gildir enn um fjölmarga
sjúkdóma sem fremur hrjá konur.
Það má einnig vera ljóst, ekki
síst með tilkomu #metoo byltingar
síðasta árs, að skuggahliðar tilveru
kvenna eru kynbundið ofbeldi og
önnur áföll sem þær upplifa, oft
snemma á lífsleiðinni. Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin hefur lýst því
yfir að sennilega verði þriðjungur
kvenna fyrir kynferðislegu eða lík-
amlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu
rannsóknir sem gerðar hafa verið
hér á landi gefa til kynna að þetta sé
einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá
eru ótalin önnur áföll á borð við ást-
vinamissi, erfiða fæðingarreynslu,
náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði.
Þó rannsóknir séu tiltölulega
skammt á veg komnar eru sterkar
vísbendingar um að ofbeldi og
önnur áföll geti haft veruleg áhrif
á bæði sálræna og líkamlega heilsu
kvenna. En betur má ef duga skal.
Við þurfum vísindarannsóknir til
þess að lyfta grettistaki í þekkingar-
sköpun og þar með forvörnum á
þessu sviði. Við þurfum að skilja
betur hvernig koma má í veg fyrir
áföll eins og ofbeldi og hvernig við
komum í veg fyrir að þolendur áfalla
missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við
þurfum sterka vísindalega þekkingu
til að breyta heiminum.
Áfallasaga kvenna er vísindarann-
sókn á vegum Háskóla Íslands sem
hefur það að markmiði að bæta
verulega þekkingu á þessu sviði.
Nú á vormánuðum hefur staðið yfir
þjóðarátak þar sem öllum konum,
18 ára og eldri, stendur til boða að
taka þátt í rannsókninni með því
að svara spurningalista á netinu.
Þúsundir kvenna hafa nú þegar
lagt okkur lið með þátttöku sinni
og þannig lagt mikilvægt lóð á
vogaskálarnar að bættri þekkingu
fyrir komandi kynslóðir. Skráning
í rannsóknina stendur enn yfir og
við hvetjum allar konur, óháð fyrri
sögu um áföll, að kynna sér málið
á www.afallasaga.is eða staldra við
upplýsingaefni og upplýsingabása
okkar á Kvennahlaupsdaginn.
Með samstilltu átaki getum við
konur breytt heiminum – gleðilegt
Kvennahlaup!
Konur, breytum
heiminum saman
Þó rannsóknir séu tiltölu-
lega skammt á veg komnar
eru sterkar vísbendingar um
að ofbeldi og önnur áföll
geti haft veruleg áhrif á bæði
sálræna og líkamlega heilsu
kvenna.
Arna
Hauksdóttir
Unnur Anna
Valdimarsdóttir
Það er athyglisvert, að enginn stjórnmálaflokkur sker sig úr á Alþingi í baráttu fyrir
bættum kjörum eldri borgara. Eng-
inn flokkur berst svo vasklega fyrir
eldri borgara, að aldraðir geti sagt
án þess að hika: Þetta er flokkurinn
okkar. Þeir flokkar, sem bera hag
aldraðra fyrir brjósti, verða því að
taka sig verulega á. Það er vissulega
mikil þörf á því í dag, að þeir geri
það. Ríkisstjórnin er aðgerðalaus
í þessum málaflokki. Og stjórnar-
andstaðan stendur sig heldur ekki
nógu vel.
Lífeyrir dugar ekki
fyrir framfærslukostnaði!
Hvað er brýnast að gera í málum
eldri borgara?
Það er þetta: Það þarf að hækka
lífeyri aldraðra frá almannatrygg-
ingum verulega. Lífeyrir almanna-
trygginga er svo naumt skammt-
aður, að þeir eldri borgarar, sem
einungis hafa tekjur frá Trygginga-
stofnun, hafa ekki nóg fyrir fram-
færslukostnaði. Einhverjir útgjalda-
liðir verða því alltaf útundan og
oftast verða það annaðhvort lyf eða
lækniskostnaður eða báðir þessir
liðir. Stundum gerist það síðustu
daga mánaðarins, að ekki er nóg
fyrir mat. Þá verður viðkomandi
eldri borgari að leita til ættingja
eða hjálparstofnana. Það eru þung
spor. Þetta er að sjálfsögðu óvið-
unandi ástand; þetta er mannrétt-
indabrot. Ríkisstjórnin getur ekki
skammtað öldruðum svo naumt,
að þeir hafi ekki fyrir framfærslu-
kostnaði. Ríkisstjórnin veit af
þessu. Ég skrifaði forsætisráðherra
bréf um þetta mál í byrjun ársins
og formaður Félags eldri borgara
snéri sér til forsætisráðherra út af
sama máli nokkru síðar. En samt
gerir ríkisstjórnin ekkert í málinu!
425 þúsund á mánuði
fyrir skatt lágmark
Hvað þarf lífeyrir aldraðra að vera
hár til þess að hann dugi til fram-
færslu? Að mínu mati er lágmarks-
lífeyrir þessi: 425 þúsund kr. á
mánuði fyrir skatt. 311 þúsund kr.
á mánuði eftir skatt. Ekki á að gera
mun á einhleypum og giftum eldri
borgurum að því er lífeyri varðar.
Framangreindur lífeyrir er algert
lágmark til þess að eldri borgarar
hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöld-
um. Þetta dugar þó tæplega, ef eldri
borgarinn þarf að greiða mikið í
húsnæðiskostnað, til dæmis háa
húsaleigu eða miklar afborganir og
vexti af íbúð. Einnig er ókleift að
kaupa og reka bíl af lífeyri, sem ein-
göngu er frá TR. Hann hrekkur ekki
til þess.
Miklar skerðingar lífeyris TR
Þeir sem hafa lágan lífeyri úr líf-
eyrissjóði eru lítið betur settir en
hinir, sem eingöngu hafa lífeyri frá
almannatryggingum. Húsnæðis-
kostnaður skiptir gífurlega miklu
máli fyrir eldri borgara. Þeir, sem
eiga skuldlaust eða skuldlítið hús-
næði, eru miklu betur staddir en
hinir. Þeir geta veitt sér meira á
efri árum. Þeir, sem hafa góðan
lífeyrissjóð, eru einnig betur settir
en hinir sem hafa engan lífeyrissjóð
eða mjög lélegan en þeim svíður, að
ríkið skuli refsa þeim fyrir að hafa
sparað i lífeyrissjóði.
Ríkið skerðir lífeyri aldraðra frá
TR hastarlega, ef þeir hafa greitt í
lífeyrissjóð. Það gengur í berhögg
við yfirlýsingar, sem voru gefnar,
þegar lífeyrissjóðirnir voru stofn-
aðir. En þá var sagt, að lífeyrissjóð-
irnir ættu að vera hrein viðbót við
almannatryggingar. Þessu lýsti m.a.
ASÍ yfir 1969. Þegar ríkið skerðir
tryggingalífeyri eldri borgara frá TR
í dag finnst umræddum eldri borg-
urum sem þeir hafi verið sviknir.
Það er brýnt að afnema skerð-
ingu tryggingalífeyris vegna líf-
eyrissjóða sem fyrst. Margir álíta
að afnema eigi skerðingarnar í
einum áfanga, þar eð ríkið hafi haft
mikinn ávinning af skerðingum svo
lengi og þessar skerðingar eigi ekki
rétt á sér. Ég tek undir það.
Kostar 35 milljarða
að afnema allar skerðingar
Dr. Haukur Arnþórsson hefur rann-
sakað skerðingarnar og skrifað
mikið um þær. Hann telur, að
það sé ekki eins dýrt fyrir ríkið
að afnema þær eins og talið hefur
verið. Hann telur, að það kosti ríkið
35 milljarða kr. að afnema alveg
allar skerðingar tryggingalífeyris
vegna annarra tekna. En auk þess
telur hann að það vanti svipaða
upphæð upp á að greiðslur ríkis-
ins hér til eftirlauna nái meðaltali
slíkra opinberra greiðslna í OECD-
ríkjunum.
Þessar tölur dr. Hauks setja málið
alveg í nýtt ljós. Það er ekki lengur
spurning um það hvort ríkið ráði
við það að afnema skerðingar
vegna lífeyrissjóða. Ríkinu ber bók-
staflega skylda til þess. Spurningin
er fremur hvort afnema eigi allar
skerðingar eða einungis vegna líf-
eyrissjóða. Miðað við OECD hefur
íslenska ríkið hlunnfarið eftir-
launamenn hér um sömu upphæð
og það kostar að afnema allar
skerðingar.
Afnema þarf skerðingu
TR vegna lífeyrissjóða
prófessorar við læknadeild Háskóla
Íslands
Björgvin
Guðmundsson
viðskipta
fræðingur
Enginn stjórnmálaflokkur
sker sig úr á Alþingi í skel-
eggri baráttu fyrir bættum
kjörum eldri borgara.
Hátt í 300 háttsettir stjórn-endur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjöl-
far umræðu um kynbundna mis-
munun. Hlutirnir hafa gerst hratt á
undanförnum mánuðum og afleið-
ingarnar eru alvarlegar. Vandamál-
ið er líka rótgróið, hefur fengið að
vaxa og verið ósnert í áratugi og í
raun öldum saman. Það getur verið
erfitt að koma orðum yfir vandann
enda er stór hluti hans óáþreifan-
legur. Talað er niður til kvenna,
þeim mismunað og áreitnin er á
tíðum kynferðisleg.
Þegar hópur hugrakkra kvenna
vakti máls á #metoo hér heima
fóru stjórnendur að líta inn á
við og sumir vöknuðu upp við
vondan draum. Fjölda karlmanna
var brugðið við frásögn kvenna af
áreitni á vinnustöðum, sögur af
samstarfsfélögum, yfirmönnum og
viðskiptavinum. Sögur af mönnum
sem eru alls ekki slæmir, í raun
bara mjög góðir náungar. Þær
sögur sýna best hversu inngreypt
hugarfarið er í menningu okkar og
við oft blind á eigin hegðun.
Í Íslandsbanka er mikil áhersla
lögð á jafnrétti og við höfum stað-
ið fyrir virkri umræðu innan sem
utan bankans um jafnréttismál.
Auk þess hafa á annað þúsund
sótt fundi bankans um jafnréttis-
mál sem við erum mjög stolt af.
Unnið hefur verið að því að jafna
kynjahlutföll en helmingur stjórn-
enda og framkvæmdastjórnar eru
konur. Við, líkt og aðrir, þurftum
að fara í naflaskoðun en frá upphafi
var ákveðið að taka málið föstum
tökum. Um leið og við lögðum
okkur fram við að gæta sanngirni
og fara varlega í ásakanir voru
skilaboðin skýr um að mál yrðu
ekki þögguð niður. Farið var yfir
starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo
ekki færi á milli mála hvernig ætti
að bregðast við kynbundinni mis-
munun og áreitni.
Stærsta verkefnið
Stærsta verkefnið var að hlusta enn
betur á starfsfólkið. Æðstu stjórn-
endur hittu fólk úr ólíkum áttum
í bankanum en það er mikilvægt
að mál sem þessi séu inni á borði
framkvæmdastjórnar en ekki
komið fyrir í mis valdamiklum
nefndum. Konur jafnt sem karlar
í bankanum ræddu markvisst
saman. Konur sögðu sögur af sinni
upplifun í gegnum tíðina og karlar
ræddu hvort þeir hefðu einhvern
tíma tekið þátt í slíku athæfi eða
orðið vitni að því.
Auðmýkt er undanfari virðingar
og það á vel við í þessari umræðu.
Það á að bera virðingu fyrir umræð-
unni og öllum sögunum en þar
skipta áherslur og viðbrögð stjórn-
enda máli því eftir höfðinu dansa
limirnir. Öll getum við litið inn á
við og spurt okkur hvort það sé eitt-
hvað sem við getum gert á annan
hátt og verið auðmjúk og einlæg í
því samtali. Það er því aðdáunar-
vert að horfa á konur segja sínar
sögur en það er ekki síður áhuga-
vert að hlusta á sögur karla sem
sjá hvaða hegðun er óásættanleg
og vilja breyta henni enda verðum
við fyrst og fremst að læra og horfa
til framtíðar.
Davia Temin, sérfræðingur í
krísustjórnun, kom til landsins í
síðustu viku og ræddi um afleið-
ingar #metoo í Bandaríkjunum.
Hún sagði að í öllum krísum þyrftu
fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er:
fólkið fyrst. Það er algjört grund-
vallaratriði og fyrirtæki ættu ekki
aðeins að hugsa um það í krísum
heldur í daglegum rekstri.
Það er enginn vinnustaður neitt
án fólksins og ef einhver gerir eitt-
hvað á hlut þess skaðar það vinnu-
staðinn. Þessi orð eiga líka vel við
gagnvart #metoo. Það eru engin
viðskipti verðmætari en fólkið
sjálft og því mest um vert að ekki sé
gengið á hlut þess. Þetta er áskorun
fyrirtækja í framhaldi af umræðu
síðustu vikna. Að tryggja starfs-
fólki sínu góðan vinnustað þar sem
það getur treyst því að það skipti
máli og komið sé fram við það af
virðingu. Ef reglur eru brotnar
skal tekið á þeim málum og línan
er skýr, kynbundin mismunun er
ekki umborin.
Fólkið fyrst
Edda
Hermanns-
dóttir
samskiptastjóri
Íslandsbanka Það er enginn vinnustaður
neitt án fólksins og ef einhver
gerir eitthvað á hlut þess
skaðar það vinnustaðinn.
Þessi orð eiga líka vel við
gagnvart #metoo. Það eru
engin viðskipti verðmætari
en fólkið sjálft og því mest
um vert að ekki sé gengið á
hlut þess. Þetta er áskorun
fyrirtækja í framhaldi af
umræðu síðustu vikna.
3 1 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð
3
1
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
F
5
-0
4
9
C
1
F
F
5
-0
3
6
0
1
F
F
5
-0
2
2
4
1
F
F
5
-0
0
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K