Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 4
JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK TORFÆRUÚTGÁFAN AF ÞESSUM FRÁBÆRA JEPPA ® Quadra-DriveTM fjórhjóladrif, driflæsing að aftan, loftpúðafjöðrun, 18” álfelgur, grófari dekk, 8,4” snertiskjár, lykillaust aðgengi og ræsing, rafdrifin sport sæti frammi í með hita og kælingu, leður/rúskinnsáklæði, rafdrifinn afturhleri, Bi-Xenon og LED framljós, bakkmyndavél, hiti í stýrishjóli, íslenskt leiðsögukerfi, hlífðarplötur undir vél, kössum og eldsneytistönkum o.fl. DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING HÁTT OG LÁGT DRIF TRAILHAWK VERÐ FRÁ: 9.990.000 KR. Grand Cherokee Laredo verð frá: 8.690.000 kr. UMBOÐSAÐILI JEEP • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.JEEP.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r Kjaramál Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mán- uði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjar- stjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þús- und krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Frétta- blaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjar- stjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra ann- arra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópa- vogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stór- borga úti í heimi. Samfylkingin á Seltjarnar- nesi gagnrýndi launakjör bæjar- Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar fær rúmlega 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun. Bæjarfulltrúar minnihlut- ans gagnrýndu nýverið launin sem væru allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag, sem telur rúmlega 4.500 íbúa. Ásgerður Halldórsdóttir meðal launahæstu bæjarstjóra landsins sem eru með laun á við stórborgarstjóra. Launin sem Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, fær þykja ótæk. FréttabLaðið/GVa stjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfull- trúar flokksins á að laun bæjar- stjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launa- kjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálf- stæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að fram- kvæmdastjóri í jafn litlu sveitar- félagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnar- launa,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergs- dóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnar- nesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnar- nesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 sam- kvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður. mikael@frettabladid.is Guðmundur ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi. Heilbrigðismál Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heima- þjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofu- stjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heima- þjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónust- una alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum. „Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bæt- ast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félags- lega heimaþjónustu,“ segir Berglind. „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítal- anum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrir- tæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“ – smj Gengið illa að manna og biðlistar yfirvofandi í heimahjúkrun Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víða áhrif. FréttabLaðið/ViLHeLm Kjaramál Forstjóri Hörpu tilkynnti í dag á stjórnarfundi Hörpu að kjör þjónustufulltrúa yrðu leiðrétt og taka mið af þeim samningum sem voru í gildi á síðasta ári. Í tilkynningu frá Hörpu kemur fram að  stjórnin telji að þannig sé komið til móts við þá gagnrýni sem Harpa hefur sætt í tengslum við rekstrarhagræðingu, en eins og greint var frá í Fréttablaðinu voru laun þjónustufulltrúa lækkuð á sama tíma og laun forstjóra voru hækkuð. Breytingin tekur gildi 1. júní og verður tímakaup þá 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukku- stund í yfirvinnu, en stærstur hluti þjónustufulltrúanna, eða 85 pró- sent þeirra, vinnur á kvöldin og um helgar. – la Harpa leiðréttir laun starfsfólks ViðsKiPTi Hagnaður HB Granda dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hagnaðurinn nam 3,3 milljónum evra en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 3,7 millj- ónir evra. Rekstrartekjur voru 50,2 millj- ónir á fyrstu mánuðum ársins 2018 en voru á fyrsta ársfjórðungi 2017 42 milljónir evra. EBITDA fyrir- tækisins var 7,8 milljónir í ár en 7,4 milljónir á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu frá HB Granda segir að einungis hafi verið fryst 1.265 tonn af loðnuhrognum nú á móti 3.736 tonnum árið 2017. – khn Hagnaður HB Granda dregst saman 3 1 . m a í 2 0 1 8 F i m m T U D a g U r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 4 -F A B C 1 F F 4 -F 9 8 0 1 F F 4 -F 8 4 4 1 F F 4 -F 7 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.