Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 37
Það var mikið um dýrðir í dönsku konungshöllunni á laugardag þegar Frið- rik krónprins hélt upp á 50 ára afmælið. Margt fyrirmanna var þar samankomið og meðal þeirra voru íslensku forsetahjónin. Þarna mættu einnig konungshjónin í Sví- þjóð auk Viktoríu krónprinsessu. Þarna mátti sömuleiðis sjá norsku krónprinshjónin, konungshjón Belgíu og Hollands auk annarra. Friðrik þótti lengi vel einn eftir- sóttasti piparsveinn Evrópu eða þangað til hann gekk að eiga Mary Donaldson. Nú hefur skotið upp kollinum nýr myndarlegur prins sem eftir er tekið. Það er Nikolai prins, sonur Jóakims og fyrrver- andi eiginkonu hans, Alexöndru. Prinsinn verður 19 ára í ágúst og hefur þegar haslað sér völl sem eftirsótt fyrirsæta. Nikolai tók þátt í tískuvikunni í London í febrúar þar sem hann sýndi tískufatnað frá Burberry. Prinsinn þykir einstak- lega glæsilegur ungur maður og á eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni, nú þegar Harry prins er genginn út. Er flóran þín í lagi? Veldu Optibac, sérfræðing í góðgerlum. Ekki þjást að óþörfu. OptiBac For women inniheldur hágæða lifandi gerla sem hafa verið prófaðir á þúsundum kvenna um allan heim og eru með klíniskar rannsóknir á bak við sig. Sérstaklega hefur verið sýnt fram á að gerlarnir ná alla leið á kynfærasvæðið. Fæst í apotekum og heilsuvörubúðum Prins Nikolai kemur til afmælis- veislunnar ásamt föður sínum, prins Jóakim, og eiginkonu hans, Marie. NORDICPHOTO/GETTY Prins sem vekur athygli Demantaframleiðandinn De Beers, einn stærsti framleið-andi og söluaðili demanta í heimi, hefur ákveðið að byrja að selja skartgripi með manngerðum demöntum í fyrsta sinn í 130 ára sögu sinni. Fyrirtækið hefur lengi sagt að það myndi aldrei selja manngerða steina, en nú verða þeir markaðs- settir í Bandaríkjunum undir vöru- merkinu Lightbox og kosta miklu minna en demantar úr námu. Þessi ákvörðun á eftir að hafa áhrif á verðið á manngerðum demöntum. Eins karats mann- gerður demantur kostar um það bil 420 þúsund krónur en náttúru- legur demantur kostar um það bil 850 þúsund krónur. Sams konar demantur frá rannsóknarstofu De Beers kemur til með að kosta um 85 þúsund krónur. Svo virðist sem demantar höfði ekki nægilega vel til yngri neyt- enda, sem vilja oft frekar eyða peningunum sínum í dýr raftæki eða ferðalög. Demantaframleiðsla hefur líka fengið slæmt orðspor því hún tengist mannréttindabrotum og mengun. En manngerðir demantar hafa sömu eiginleika og efnasamsetn- ingu eins og náttúrulegir demantar og tæknin er svo háþróuð að sér- fræðingar þurfa vél til að greina þá í sundur. De Beers er nú þegar einn af leiðandi framleiðendum mann- gerðra demanta í heiminum, en hingað til hafa þeir bara verið notaðir í iðnað. De Beers ætlar að selja manngerða demanta Bikinítíðin kemur með sumarsólinni. l Stráhattur passar mjög vel við bikiní og er auk þess hentugur í sólinni. Hann heldur hárinu í skefjum, varnar sólbruna í and- liti og gefur stællegt útlit. l Varist saltan mat og sætindi þremur dögum fyrir bikinísýn- ingu. Forðist líka baunir, lauk og brokkólí sem valdið getur uppþembdum maga en borðið í staðinn vatnslosandi spínat, sellerí og tómata. l Tómur magi er á stærð við hnefa. Maginn helst sléttur ef borðuð er hnefafylli af mat í einu. Hafið því þurrkaða ávexti og hnetur við hendina í passlegum skömmt- um. l Það skiptir máli hvernig setið er í bikiníi. Að sitja á rassinum og draga hnén að sér er einkar falleg stelling. Það lyftir upp mögu- legri fitu af mjöðmum og dregur athygli að efri hluta líkamans og hnjám. Gott er að ýta sér aðeins dýpra ofan í sandinn ef hylja á hugsanlega aukakeppi á rassi og mjöðmum. Flott í bikiníi FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 3 1 . m a í 2 0 1 8 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 5 -1 3 6 C 1 F F 5 -1 2 3 0 1 F F 5 -1 0 F 4 1 F F 5 -0 F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.