Fréttablaðið - 31.05.2018, Side 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Ljóst er að
hægt er að
komast upp
með svívirði-
legustu hluti á
leigumarkaði,
vitanlega á
kostnað
annarra.
Fjölgun
hjúkrunar-
rýma hefur
auðvitað fyrst
og fremst
jákvæð áhrif
á lífsgæði
aldraðra sem
eru á bið-
listum eftir
slíkum
rýmum.
Græðgin gengur ljósum logum á leigu-markaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu
mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt
er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigu-
markaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar
margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um
okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar
finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en
sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með
reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það.
Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk.
Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrar-
arnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur
sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta
það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki ein-
ungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni
á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með
orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og
hann verður að fá að ráða!
Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum.
Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá
samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur
forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega
safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggi-
legu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum
vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir
þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu.
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði
hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir
sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi
og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar
VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til
verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR
er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á
fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að
láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða.
Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason,
hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist
hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði.
Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigu-
félaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort
rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað
en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar
erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á
fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma
með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í
markaðslögmál.
Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra
tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftir-
minnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið
öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði
áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á
sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og
hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á
ferð!
Okrarar
Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými
106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir
árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir
hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu.
Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými
og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú
er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils
fjármálaáætlunar.
Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar
hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað
fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru
á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur
einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými
létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum
um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbygg-
ingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjón-
ustu í meiri mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast
gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri.
Heildarfjöldi hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmda-
áætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og
rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður
verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við
frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 nýtt
rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning
fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti
en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til
heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það
skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að
verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar fram-
kvæmdir.
Vinnan sem fram undan er við staðarval, byggingu og
rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið
og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt
frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og
ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð
áhrif á heilbrigðiskerfið allt.
Átak í uppbyggingu
hjúkrunarrýma
Svandís Svavars-
dóttir
heilbrigðis
ráðherra
Skráning og nánari upplýsingar á
www.frettabladid.is/hmleikur
HM leikur
Fréttablaðsins og Heimilistækja
þú gætir unnið Philips 65“
snjallsjónvarp!
Pubqiz helvítis
við Austurvöll
Fyrirspurnagleði Píratans
Björns Levís Gunnarssonar er
landsfræg. Andrés Magnússon,
blaðamaður á Viðskipta-
blaðinu, gerir athugasemd
við fyrirspurn hans um hvaða
óskráðar reglur og hefðir gilda
um störf þingmanna. Andrés
dregur þá ályktun að næst
muni Björn Leví meðal annars
spyrja um hver sé besta leiðin
til þess að búa til góðan latte,
um tilgang lífsins og hvað
Óðinn hafi mælt í eyra Baldri.
„Velkomin í pubquiz helvítis.“
Sósíalistar X
Sjálfsagt settu margir x við
sósíalista til þess að koma
þeim til áhrifa og furða sig á að
oddvitinn, Sanna Magdalena,
hafi afþakkað slíkt með vísan
í Malcholm X. Myndlistar-
maðurinn Jón Óskar er einn
þeirra sem klóra sér í hausnum
yfir þessu á Facebook: „Heyrir
maður nokkurn tíma rödd
minnihlutans? Malcolm X; er
ekki viss um að síteringar í
hann sé góður leikur.“ Gunnar
Smári Egilsson, einn stofnenda
Sósíalistaflokksins og helsti
hugmyndafræðingur, tekur
illa í orð Jóns og spyr: „Og
hvers vegna kvartar þú nú yfir
tilvitnunum í Malcolm X? Slag-
orð sósíalista í kosningunum
var Valdið til fólksins, slagorð
Black Panther Party.“
thorarinn@frettabladid.is
3 1 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð
SKOÐUN
3
1
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
F
4
-F
0
D
C
1
F
F
4
-E
F
A
0
1
F
F
4
-E
E
6
4
1
F
F
4
-E
D
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K