Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 2
Hinn dæmigerði bíllykill gæti ver-
ið á útleið og að snjallsíminn taki
við hlutverki hans. Þessi þróun
hefur nú þegar náð til fjölda bíla
sem opnaðir eru og gangsettir
með stafrænum lyklum og símum.
Slíkir lyklar aflæsa hurðunum
þegar nálgast er bílinn og gerir
ökumanni kleift að gangsetja
hann með því að ýta einungis á
hnapp í mælaborði. Enn sem kom-
ið eru þó litlir lyklar hluti af staf-
rænum lykli ef neyð kæmi upp,
svo sem ef rafhlaðan gengi óvænt
til þurrðar.
Útrýmingin skammt undan
Með tilkomu lyklakerfa í öppum
stefnir BMW að því að losna al-
gjörlega við hefðbundna bíllykla.
Á bílasýningunni í Frankfurt á
dögunum sagði stjórnarmaðurinn
Ian Robertson við fréttastofu Reu-
ters, að skammt væri í útrýmingu
gamla og góða bíllykilsins.
„Til hvers ættu menn að bera
lykil á sér ef engin þörf er fyrir
hann“ spurði BMW-fulltrúinn.
Hann sagði þýska bílsmiðinn vera
að kanna möguleika á því að út-
rýma lyklunum alveg. En það
verður ekki fyrsti bílsmiðurinn
sem það gerir.
Þannig fylgir enginn lykill þeg-
ar menn kaupa sér eintak af
Tesla 3-rafbílnum. Í staðinn brúka
menn app sambærilegt BMW-
appinu og kort á stærð við
greiðslukort sem renna má eftir
þakstoðum til að opna bílinn hafi
menn á annað borð gleymt að
taka snjallsímann með sér.
Í fyrra kynnti íhlutasmiðurinn
Continental til leiks app sem ger-
ir bíleiganda kleift að senda staf-
rænan lykil að bílnum í snjallsíma
annars aðila svo hann geti brúkað
bílinn. Segir Continental að þetta
app verði tekið í gagnið á næsta
ári, 2018, en tilgreinir ekki hvaða
bílaframleiðandi verður þar á
ferð.
agas@mbl.is
Snjallsíminn gæti gert
út af við bíllykilinn
Hringdu bílinn þinn opinn!
Lykill að BMW-bíl
sem heyra mun
brátt sögunni til.
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Hálf öld var í fyrradag, sunnudag,
frá því fyrsti ökumaðurinn var lát-
inn blása í færanlegan áfengismæli í
vegarkanti í Bretlandi. Fram að því
hafði lögreglan, hafi hún haft grun
um ölvun undir stýri, orðið að not-
ast við skringilegar aðferðir til að
kanna ástand viðkomandi, svo sem
að láta viðkomandi standa á öðrum
fæti eða styðja fingri á nefbroddinn.
Árið sem áfengismælirinn kom til
sögunnar, 1967, var dauði 1.640
manna á vegunum rakinn til ölv-
unaraksturs. Í millitíðinni hefur sá
fjöldi minnkað áttfalt – og það þrátt
fyrir að bílaeign hafi stóraukist í
millitíðinni.
Karlar helmingi líklegri
Það má því segja að almenningur
standi í þakkarskuld við áfeng-
ismælinn. Í honum fólst fæling-
armáttur. Á það vantar þó enn að
menn setjist ekki ölvaðir undir stýri
því enn þann dag í dag láta um 200
manns lífið í umferðinni ár hvert
þar, þar sem að minnsta kosti einn
ökumaður var undir áhrifum áfeng-
is.
Samkvæmt tölfræði ársins 2015
jukust alvarleg meiðsl ferðalanga í
bílslysum sem rakin voru til áfeng-
isnotkunar um 9% frá árinu áður.
Þetta ár greip lögregla 520.219
sinnum til áfengismælisins og féllu á
því, eða neituðu að blása, rúmlega
60.000 ökumenn. Tölur sýna að
karlar eru tvisvar sinnum líklegri til
að falla á öndunarprófi en konur. Á
það við um alla aldurshópa, að sögn
breska samgönguráðuneytisins.
agas@mbl.is
Blásið í áfengismæli í árdaga þessa mikilvæga vopns gegn ölvunarakstri.
Áfengismælirinn hálfrar aldar
Fimmtíu ára fyllerísbani
Toyota mun senn svipta hulu af og
frumsýna nýjan stóran lúxusbíl,
Century, sem ætlað er að keppa við
bíla sem BMW af 7 seríunni og
Mercedes-Benz S-Class.
Athöfnin fer fram á bílasýning-
unni sem hefst í Tókýó í lok október.
Toyota Century verður búinn
þægindum, hvort sem er til persónu-
legra nota eða í þágu fyrirtækis. Á
það við um allan búnað í innanrým-
inu, en þar er að finna bólstraða
þægindastóla, skrifborð, stóran
tölvuskjá, lesljós, afþreyingarbúnað
í aftursætum og 20 hátalara hljóð-
kerfi. Allur er búnaðurinn og þæg-
indin af bestu gæðum eins og lúxus-
bíl hæfir.
Breyttur að innan sem utan
Um er að ræða þriðju kynslóðina
af Century og er þróun bílsins lokið.
Fer hann í raðsmíði á næsta ári og
kemur á götuna um mitt ár 2018.
Hönnun bílsins innan sem utan ku
hafa verið gjörbreytt.
Í aflrás Toyota Century verður 5,0
lítra V8-vél og tvinnbúnaður til að
ná fram betri eldsneytisnýtingu.
Hjólhafið hefur verið lengt en sam-
tals er bíllinn 5,33 metrar á lengd,
1,93 á breidd og 1,50 á hæð.
agas@mbl.is
Toyota sýnir nýjan lúxusbíl
Toyota Century er sannkallaður lúxusbíll.
Unaður og munaður að austan
Þægindi eru mikil í Toyota Century.
Menn gera sér margt og misjafnt
til dundurs og reyna að slá
heimsmet í hinum undarlegustu
greinum. Út á það fá menn aug-
lýsingar og athygli en til þess er
leikurinn enda og oftast gerður.
Nú hefur Jaguar XF Sport-
brake teymt fyrrverandi breskan
skíðagarp, Graham Bell, á 189
km/klst. hraða, sem skráð hefur
verið sem heimsmet í metabók
Guinness. Stórbætti hann eldra
metið í þessum flokki uppátækja,
eða um 75 km.
Met, verðlaun og fjölmargar
viðurkenningar
Metakstur þessi fór fram á
Revi-tilraunasvæðinu við Arjep-
loga í Svíþjóð á snæviþakinni og
lokaðri braut í 28°C frosti.
Frá því Jaguar XF kom á göt-
una árið 2007 hefur hann sankað
að sér 190 verðlaunum og við-
urkenningum, eða fleiri en nokk-
ur annar bíll frá Jaguar Land Ro-
ver.
agas@mbl.is
Graham Bell með skjalið um heimsmetið og til vinstri er Jaguar XF sem dró hann.
Dró skíðamann á 189 km hraða
Allt er nú gert fyrir Guinness
Enska sportbílafyrirtækið McLa-
ren Automotive hefur vaxið hrað-
ast allra breskra fyrirtækja í ár,
en það er reiknað út frá sölu,
veltuaukningu og arðbærni.
Það er breska blaðið Sunday
Times sem fyrir úttektinni árlegu
stendur en í henni er 250 breskum
fyrirtækjum raðað á lista eftir
frammistöðu. Trónir McLaren Au-
tomotive þar efst nú en sportbíla-
smiðurinn er hluti af McLaren-
samsteypunni sem líka heldur úti
keppnisliði í Formúlu 1.
Aðeins sex ár eru frá stofnun
sportbílasmiðsins en á þeim tíma
hefur rekstrarhagnaður myndast á
fjórum rekstrarárum. Tap af starf-
seminni hefur aðeins reiknast tvö
áranna. Um góða afkomu McLaren
er tilkynnt á sama tíma og keppi-
nautarnir Ferrari og Porsche skila
æ betri afkomu og sívaxandi veltu.
Í fyrra varð rekstrarafgangur Mc-
Laren 65,8 milljónir sterlings-
punda og var þar um að ræða
180% aukningu frá árinu áður,
2015. Nam rekstrarhagnaðurinn
10%. Í heildina jókst sala um 44% í
650 milljónir punda. Seldi McLa-
ren alls 3.286 sportbíla 2016, sem
er met í sögu fyrirtækisins sem
2.100 manns starfa hjá.
Í áætlunum McLaren um vöxt
sportbílasmíðinnar í framtíðinni er
takmarkið að framleiðslan verði
komin í 4.500 bíla árið 2022.
Helmingur þeirra mun búinn ein-
hvers konar tvinntækni. Á næstu
fimm árum boðar McLaren Au-
tomotiv 15 ný sportbílamódel úr
smiðju sinni. Fyrsti bíllinn í þess-
um hópi er módelið McLaren
720S.
agas@mbl.is
Myljandi sigling á McLaren
Hraður vöxtur McLaren
McLaren 720S er nýjasta módelið frá McLaren Automotiv.