Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 19
stillingum fyrir bæði topphraða og
lágmarkshraða, GPS á Media Nav 7
tommu snertiskjá á mælaborði, leð-
urklæddu stýri og rafdrifnum rúð-
um framan sem aftan. Auk þessa má
nefna að meðal staðalbúnaðar
Stepway eru langbogar á þaki,
handfrjáls símabúnaður (Bluetooth),
aðgerðahnappar í stýri, þokuljós að
framan, bakkskynjarar, start-stop
og brekkustoð. Bakkmyndavélin er
hins vegar valbúnaður. Aftengja má
líknarbelgi í framsæti svo hægt sé
að hafa barnasæti þar.
Stepway er frábrugðinn ódýrari
útgáfunum í því að hann hefur verið
hækkaður um fjóra sentimetra.
Þessi bíll kostar um 13.000 evrur
með bensínvél á götuna í Frakk-
landi. Minna búnar útgáfur eru frá
8.000 evrum, ýmist með eins lítra og
þriggja strokka 75 eða 90 hesta vél,
svo og 1,5 lítra 75 og 90 hesta dís-
ilvél. Í dýrari gerðunum eru vél-
arnar með forþjöppu. Hefur grunn-
afl bensínvélar Sandero Stepway
aukist um sex hestöfl og snúnings-
vægið um 10 Nm. Er snún-
ingsátakið 150 Nm við 2.250 snún-
inga. Vélin skilar 90 hestum við
5.000 snúninga. Togkraftur dísilvél-
arinnar er öllu meiri, eða 220 Nm.
Smekklegur og þægilegur
Í akstri hélst Sandero Stepway
stöðugur á vegunum og var laus við
vagg og veltu á krókóttum vegum.
Hlýddi hann öllum stefnubreyt-
ingum og bremsum ákveðið og
örugglega, þökk sé að hluta ESC-
stöðugleikastýringu. Hið eina sem
ég get sett út á er að mér fannst gír-
arnir heldur hikandi í byrjun þegar
skipt var upp. Það lagaðist þó óðar
með því að stíga ákveðið á bens-
íngjöfina.
Vel fer um mann í þessum bíl og
eru innviðir hans smekklegir þótt
mikið sé um plast í innréttingunni
sem þarf ekki að koma á óvart í svo
ódýrum bíl. Með tvo um borð og dót
í farangursgeymslu fannst mér lítill
munur á afköstum hvort sem um
bensín- eða dísilvél var að ræða.
Ætla má að dísilbíllinn sé sprækari
með fimm manns um borð. Túrbóið
á bensínbílnum fannst mér ein-
staklega sprækt og gefa þessum
millistærðarbíl verulega snerpu.
Uppgefið er að hröðunin úr kyrr-
stöðu í 100 km sé 11 sekúndur. Tóm-
aþungi bílsins er 1.047 kíló og upp-
gefin eyðsla 5,1 lítrar á hundraðið í
blönduðum akstri. Heildarlengd er
4,08 metrar en til samanburðar er
Duster 22 sentimetrum lengri. Svip-
ar þeim bræðrum talsvert saman að
útliti.
Þægilegur íveru
Hér er um ágætis valkost að
ræða, ódýran velbúinn bíl sem nýtur
sín í innanbæjarakstri og er þægi-
legur íveru til lengri ferða. Í bæj-
arakstri er upplagt að nota Eco-
stillingu vélarinnar, það sparar elds-
neyti sé farið eftir fyrirmælum á
mælaborði um gírskiptingar upp eða
niður.
Myndi ég vilja eiga svona bíl?
Svarið er já, hiklaust. Upplagður í
erindrekstri innanbæjar og til ferða-
laga; sómasamlegur alþýðubíll. Ég
myndi velja bensínbílinn með hand-
skiptingu.
agas@mbl.is
Bakkmyndavélin gefur góða mynd af svæðinu fyrir aftan bílinn og gefur
nánd til kynna með pípi.
Samsetning yfirbyggingar Sandero Stepway er ekki
eins fáguð og á dýrum bílum, svo því sé haldið til haga.
Þakbogarnir gera þó engu að síður allmikið fyrir heild-
arsvipinn og bílnum því ekki alls varnað útlits.
Farangursrými er 366
lítra og gerast þau ekki
rýmri í flokki borgarbíla.
Rúmgóð sæti
fyrir þrjá aftan
í Sandero
Stepway.
Led-dagljós til vinstri, þá
aðalljósin og stefnu-
ljósin, allt í einum kúpli.
Smekkleg
áklæði á sætum
og leður á stýri.
MORGUNBLAÐIÐ | 19
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is