Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Þ að eru ekki margir bíla- framleiðendur sem státa af því að hafa framleitt til- tekna gerð bíla síðan árið 1975, en það er einmitt tilfellið með Volkswagen Polo. Þessi smái en knái bíll hitti í mark á sínum tíma og hefur átt sinn kaupendahóp allar götur síð- an. Rétt eins og stóri bróðir, Golf, á Polo einhven veginn alltaf erindi á hverjum tíma, vitaskuld er útlitið uppfært með reglulegu millibili og víst er um það að breytingin sem hef- ur orðið á Polo þessi 42 ár sem hann hefur verið í umferð er töluverð. Það breytir því ekki að sálin er til staðar eftir sem áður og Polo nýrrar kyn- slóðar gefur ekki önnur fyrirheit en þau að hann gæti allt eins verið til staðar næstu 42 árin sömuleiðis. Vel heppnuð útlitsuppfærsla Það er ákveðin kúnst að „módern- ísera“ útlit bíls með jöfnu millibili í rúmlega 40 ár og ná að halda nægi- lega miklum svip í gegnum tíðina til að kjarni málsins – erfðaefni bílsins, ef svo má segja – glatist ekki. Ég held ég geti óhræddur fullyrt að allir sem sjá munu þennan bíl á götunum kveiki samstundis á því að hér er VW Polo á ferð. Hann hefur þó heldur stækkað upp á síðkastið og einhver hafði á orði að líkast til væri Polo orð- inn stærri en Golfinn var í gamla daga. Ég hef reyndar ekki haft fyrir því að rannsaka það nánar en hlut- föllin eru reyndar orðin þannig að á mynd þarf að rýna vel og lengi til að sjá hvort um er að ræða Golf eða Polo; það er ekki fyrr en afturljósin eru skoðuð sem glöggt má sjá hvor þeirra er á ferðinni. Hitt er ljóst að útlit bílsins er fantagott. þessi 6. kyn- slóð af VW Polo mun því án vafa bæta sæmilega við þær ríflega 14 milljónir bíla sem þegar hafa selst af Polo frá 1975. Andlitssvipurinn á Polo hefur verið uppfærður með einkar flottri fram- svuntu, með grilli og ljóskösturum, og framljósin eru stærri og svipmeiri, einkum fyrir tilstilli gæjalegra LED- ljósa. Auk þess ná þau aftur fyrir framhornin og setja því að sama skapi svip á prófíl bílsins. Hliðarsvip- urinn er auk þess skemmtilega fram- hallandi og dýnamískur, og ætti að falla ungum kaupendum einkar vel í geð, en það er eftir sem áður kjarninn í kaupendahópnum. Í heild er búið að skerpa á flestum línum, ekki ósvipað og gert var við VW Tiguan hér um ár- ið. Það lukkaðist vel og sama er upp á teningnum hér. Sportlegar og töff innréttingar Það er þó fyrst innandyra sem komið er til móts við kröfuharða unga neytendur. Þegar inn í bílinn er sest blasir við verulega skemmtileg og flott innrétting, nánast fram- úrstefnuleg, en þó í línu við það sem við höfum verið að sjá í auknum mæli frá ýmsum framleiðendum hin síð- ustu ár í tegundum þar sem ungt fólk er markhópurinn. Hér á árum áður var Polo oftar en ekki svolítið knapp- ur í stílnum innandyra, naumhyggju- legur ef ekki meinlætalegur, en 6. kynslóðin er þessleg að ekki er í kot vísað nema síður sé. Efnisvalið er reyndar í ódýrari kantinum, lítið um leður, viðarlíningar og þess háttar í innréttingunni, en markhópnum er líka mestanpartinn sama um það; krafan er að innviðirnir lúkki og séu laglega hannaðir. VW Polo kemur til móts við þessar óskir og það með stæl. Tækninni hefur líka fleygt fram hjá Polo, og leiðsögukerfi sem og snjalltengimöguleikar allir með mikl- um ágætum. Þá er vert að geta þess að Polo er fáanlegur í sérstakri Beats-útgáfu sem er samstarfsverk- efni VW og Beats Audio. Sú gerð skartar auðþekkjanlegu Beats- merkinu og hljómkerfi sem gaman er að þenja með góðri tónlist. Loks má nefna að rýmið er furð- anlega gott í Polo og ekki síst fóta- rýmið fyrir farþega í aftursæti. Hér þarf ekki að troða fólki saman. Snarpur og þéttur í akstri VW Polo verður fáanlegur í nokkr- um útfærslum hvað vélarkost varðar en ég var einna hrifnastur af eins lítra bensínvélinni, sem er þriggja strokka, spræk og skemmtileg. Polo var þó lipur og snar í snúningum hvar sem hann var prófaður innanbæjar (bílinn var tekinn til kostanna í mið- borg Hamborgar og nærsveitum) og var ánægjulegur hvert sem leiðin lá. Beinskipti gírkassinn var eft- irminnilega ljúfur og þýður, vél- arhljóð kemst nánast ekkert inn í far- þegarýmið og fjöðrunin í bílnum er hreint afbragð. Hún rígheldur honum á hraðbrautum og kæfði höggin sem urðu til er ekið var yfir götusteinana í gamla borgarhlutanum í Hamborg. Það má í stuttu máli mæla með VW Polo sem traustum kosti, fallegum ásýndar og góðum í akstri. 6. kyn- slóðin er föðurbetrungur og sýnir að þessi 42 ára unglingur á nóg inni ennþá. Volkswagen hafa framleitt Polo síðan árið 1975 en það er ekki að sjá á nýjustu kynslóðinni sem er reffileg og fersk að sjá. Búið er að skerpa allar línur framendans og stækka framluktirnar um leið til að ljá honum sterkari svip. Eins og sjá má á rauða bílnum til hægri má vart sjá á myndinni hvort um er að ræða Golf eða Polo enda bíllinn orðinn áþekkur því sem Golf var áður. Nýr og ferskur Polo fyrir nýja kynslóð Innréttingar og umgjörðin öll utan um stjórntæki og mælaborð eru stór- skemmtilega hönnuð og eftirtektarverð. 6. kynslóð Polo er bráðlagleg. Hér sést hvernig aðallitur yfirbyggingarinnar heldur áfram inn í farþega- rýmið. Aðgengi og skipulag stjórntækja er haganlega hönnuð og flott. + Flott útlit og innviðir, þéttur í akstri – takmarkað afl (en GTI bætir eflaust úr skák) 1,0 lítra bensínvél 95 hestöfl / 175 Nm 7 gíra DSG sjálfskipting 0-100 km/klst.: 10,8 sek. Hámarkshr.: 187 km/klst. Framhjóladrif 15“ álfelgur Eigin þyngd: 1.105 kg Farangursrými: 351 lítri Mengunargildi: 105 g/km Verð frá: 2.390.000 kr. 4,6 l í blönduðum akstri VW Polo 2018 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Reynsluakstur Skottið er alveg ágætt fyrir ekki stærri bíl enda kaupa fæstir VW Polo flutningsgetunnar vegna. Ljómandi pláss er fyrir farþega og það telur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.