Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 20
F
lestir sem þekkja eitthvað til
fatatísku þekkja nafn tísku-
hönnuðarins Ralph Lauren.
Hann telst vera „gamalt
brýni“í bransanum enda búinn að
vera í fremstu röð um áratuga skeið.
Bílaáhugamenn vita eflaust líka að
Ralph karlinn á eitt almagnaðasta
bílasafn í einkaeigu sem fyrirfinnst í
víðri veröld enda mun samanlagt
virði safnsins í nágrenni við 300 millj-
ónir Bandaríkjadala, eða sem nemur
rúmlega 31,5 milljörðum íslenskra
króna. Bílasafninu hefur hann sank-
að að sér á löngum tíma og grípur
oftar en ekki gæsina þegar fágætar
perlur skjóta upp kollinum á upp-
boðum. Lauren veit vart aura sinna
tal og segir verðmiðann engu skipta
þegar sígild hönnun fágætra bíla er
annars vegar.
Hverjar voru í raun stjörnurnar?
Í mánuðinum sem leið efndi Ralph
Lauren svo til tískusýningar þar sem
hann kynnti fyrir blaðamönnum og
ljósmyndurum fatalínu sína fyrir
haustið 2018. Það er frétt út af fyrir
sig en hér var um stórmál að ræða
því Lauren bauð sýningargestunum
til Bedford í New York-ríki, í stað
þess að nota hvern annan sal í mið-
borg New York eins og vant er, og
það sem meira er, hann raðaði upp
nokkrum ótrúlegum dýrgripum úr
bílasafni sínu víðs vegar um salinn.
Þegar allt kemur til alls má spyrja
sig hvort bílarnir voru til að ýta undir
lúxustilfinninguna eða hvort þeir
hreinlega stálu senunni og nokkur
sýningargesta muni neitt eftir fatn-
aðinum eða fallega fólkinu sem gekk
um salinn og sýndi hann?
Að öllu gamni slepptu var gerður
gríðarlega góður rómur að sýning-
unni og var mál manna að vel hefði
tekist til með að spila þessu tvennu
saman. Hér á myndunum gefur að
líta hvernig salurinn kom út og við
látum lesendum eftir að meta hvern-
ig þeim finnst þetta allt saman líta út.
jonagnar@mbl.is
Fólk fékk heldur ekki að
borða í friði fyrir ólýs-
anlega fallegum bílum
– Ralph á klassíska dýr-
gripi í tugatali.
Hausttíska og himneskir bílar
Ofurfyrirsætur hjá Ralph Lauren – og sumar á fjórum hjólum
Röð gullfallegra fyr-
irsæta gengur
framhjá kolsvörtum
Ferrari LaFerrari.
Þannig leit salurinn út
þar sem tískusýningin var
haldin. Maður veit vart
hvert skal helst horfa.
Hér er allt með allra fallegasta móti og
Ralph á heiður skilinn fyrir að slá tvær flug-
ur í einu höggi – sýna haust- og vetrartísku
sína og leyfa gestum að virða fyrir sér óvið-
jafnanlegt bílasafn hans.
Fötin þurfa að vera býsna fal-
leg til að maður hafi augun
af þessum ótrúlega fallega
Ferrari 250 GTO.
20 | MORGUNBLAÐIÐ
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma