Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 10
E
nn og aftur sýnir það sig
hversu óendanlega klókt
það var hjá Kia Motors að
klófesta Þjóðverjann Peter
Schreyer á sínum tíma, til að koma
skikki á gæði jafnt sem hönnun
bílanna frá þessum suður-kóreska
framleiðanda. Herbragðið hefur í
flestum aðalatriðum gengið upp og
rúmlega það. Kia er eina bílamerkið,
vel að merkja, sem hefur aukið söl-
una milli ára síðustu 8 árin. Sölu-
aukningin á þessu ári nemur tæpum
8% það sem af er árinu 2017 og
markaðshlutdeildin í Evrópu hefur á
sama tíma aukist um 3%. Þennan ár-
angur má þakka gæðum bílanna en
ekki síður gæjalegu útliti. Hér í eina
tíð voru Kia-bílar hálfgerður brand-
ari, afleitir útlits og endingin mest-
anpart á sömu bókina lærð. Nú er
öldin önnur og þar sem góðir hlutir
hafa lag á að spyrjast út breiðist Kia-
erindið ört út og sölutölur eru til
vitnis um það. Með tilkomu nýjasta
meðlims fjölskyldunnar, Kia Stinger,
er hins vegar brotið ákveðið blað í
sögu fyrirtækisins og líklegt að
vatnaskil séu framundan. Hér er
nefnilega á ferðinni bíll sem mun
marka spor, eða eigum við að segja,
hjólför.
„Stinger is all about the brand“
Eins og Artur Martins, yfirmaður
markaðsmála hjá Kia Europe, sagði
þegar hann hélt stutta tölu við kynn-
ingu bílsins á Mallorca í þarsíðustu
viku, þá er Kia Stinger skapaður í
þágu vörumerkis Kia og ímyndar
þess. Ekki einasta á hann að styrkja
ímynd merkisins heldur styðja við
vörumerkjavitund allrar vörulínu
Kia. Þetta er verulega sterkur leikur
af hálfu Kia því Stinger er ... tja, hvað
skal segja? Hvað í veröldinni er Kia
Stinger?
Í stuttu máli sagt er Kia Stinger
bíll af GT ætt. Það er bíltegund sú
sem Ítalir kalla „Gran Tourismo“ og
Bretar kalla „Grand Tourer“. Þar er
átt við bíl sem kemst hratt, fer langt
og gerir það með stæl og lúxus. Til
nánari útskýringar þá er Stinger í
sama stærðarflokki og Audi A6,
Mercedes-Benz E-Class, BMW 5
Series og Lexus GS, svo fáein þekkt
dæmi séu tekin. Og svo því sé haldið
til haga þá tikkar Stinger í öll boxin
sem lýsa einkennum alvöru GT bíls.
Hann er kemst dúndrandi hratt,
hentar ljómandi vel í langkeyrslur,
er hlaðinn búnaði og það sem einna
mest er um vert – hann er alveg
hreint hörkufallegur að sjá.
Sko Kia – þetta gátuð þið!
Það er virðingarvert framtak hjá
Kia að leggja til atlögu við E-
stærðarflokkinn, hvar ýmsir rót-
grónir góðkunningjar ráða ríkjum og
hafa gert um áratuga skeið. Hitt er
svo aftur ennþá ótrúlegra að þeir nái
svo góðum árangri í fyrstu atrennu
sem raun ber vitni. Að utan markar
Kia Stinger tímamót því hér eru
stóru strákarnir í hverfinu skoraðir á
hólm, og það með fullu sjálfstrausti.
Stinger sver sig í ættina – tígrisnefs-
grillið er á sínum stað – en línurnar
allar miklu sportlegri og aggressífari
en áður hefur sést á þessum bæ. Bíll-
inn er ekki eiginlegur „sedan“ heldur
meira í ætt við Coupé-lagið, með af-
líðandi halla á afturrúðu og mjög
stuttum skotthlera, í stað þess að
Leikbreytir á leiðinni frá Kia
+
Flott útlit, kraftur,
aksturseiginleikar GT
bílsins
–
GT Line útgáfan hefði
þolað 50 hesta til
3,3 lítra bensínvél
370 hestöfl
8 gíra sjálfskipting
0-100 km/klst.: 4,9 sek.
Hámarkshr.: 270 km/klst.
Fjórhjóladrifinn
18“ álfelgur
Eigin þyngd: 2.260 kg
Farangursrými: 406 lítrar
Mengunargildi: 244 g/km
Verð: frá 7.990.777 kr.
10,6 l í blönduðum akstri
Umboð: Askja
Kia Stinger GT
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
ReynsluaksturHér sést hversu vel
heppnað coupé-lagið á
Kia Stinger er enda tals-
vert dýnamískara en á
hefðbundnum sedan.
19 tommu álfelgurnar fara Kia
Stinger vel enda má það ekki
minna vera þegar 370 hestöfl
knýja farartækið. Hönnunin
nýtur sér ekki síður vel ásýndar
þegar bíllinn er á ferð.
Ljósmynd/Kia Europe
Baksvipurinn er ekki síður
voldugur að sjá og minnir
greinarhöfund nokkuð á
nýrri árgerðir Maserati
Quattroporte.
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13
FAI varahlutir
Ódýrari kostur í varahlutum!
stýrishlutir
hafa verið leiðandi í yfir 10 ár.
Framleiddir undir ströngu
eftirliti til samræmis
við OE gæði.
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ