Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 Trésagarblöð, álsagarblöð, járn- sagarblöð, demantssagarblöð. Allar stærðir, allar gerðir. Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár HJÓLSAGARBLÖÐ Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Fá mótorhjól hafa vakið viðlíka gleði undanfarna mánuði og Triumph Bonneville Bobber og skyldi engan undra því hjólið er ómótstæðilega fallegt á að líta, drekkhlaðið tíma- lausum og eilítið gamaldags sjarma, en um leið nútímalegt verk- fræðiundur með nýjustu tækni. Und- irritaður hefur ekki reynslu af að prófa það en myndirnar heilla engu að síður og ekki erfitt að sjá hvers vegna „Bobberinn“ hefur fengið jafn fína dóma og raun ber vitni. Triumph Bonneville Bobber er það sem kalla mætti „hjól aðeins fyr- ir einfara“ því engin leið er að bæta við farþegasæti. Eins er ekki gert ráð fyrir framrúðu enda eru slík praktísk smáatriði ekki fyrir menn sem rúlla um á svona hjóli. Vökva- kældur 1.200cc mótorinn mun hins vegar án vafa vekja óskipta athygli og aðdáun allra sem á hlýða þegar hann er ræstur eða rennir hjá. jonagnar@mbl.is Riddarar götunnar óskast: Fegurri vélfákar vandfundnir Það er nánast eins og að virða fyrir sér listaverk, að skoða vélarkost Triumph Bonneville Bobber. Það er enginn hægð- arleikur að sjá fyrir sér fal- legra mótorhjól en þetta; gamaldags sjarmi í bland við nútíma tækni setja þetta hjó á stall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.