Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Ítalski bílsmiðurinn Alfa Romeo segir jeppa sinn Stelvio Quadrifoglio hafa ekið hraðar en nokkur raðsmíðaður jeppi hafi áður gert í þýsku kappakstursbrautinni í Nürburgring, þ.e. á gamla hluta hennar, Norðurslaufunni svonefndu. Undir stýri sat reynsluökumaðurinn Fabrio Francia og lagði hann 20 kílómetra langan hringinn að baki á 7:51,7 mínútum. Að sögn Alfa Romeo bætti hann eldra jeppametið um átta sekúndur. Um var að ræða venjulegan framleiðslubíl með staðalbúnaði og á venjulegum götudekkj- um. Fabrio Francia er ekki ókunnugur Nürbur- gring því hann hefur áður sett þar met fyrir raðsmíðaða fernra dyra fólksbíla. Ók hann hringinn á 7:32 mínútum á Giulia Quadrifoglio og mun það met standa enn. Alfa Romeo Stelvio Quadrifoglio er með 2,9 lítra V6-vél með tvöfaldri forþjöppu er skilar 510 hestöflum og 600 Nm snúningsvægi. Hann er með drif á öllum fjórum hjólum og átta hraða sjálfskiptingu. Fjórir mismunandi akst- urshamir hafa áhrif á uppsetningu bílsins. Þar á meðal er keppnishamur en á þeirri stillingu var Stelvio Quadrifoglio í metakstrinum. agas@mbl.is Jeppinn frá Alfa Romeo fer hraðar en þú getur sagt „Stelvio Quadrifoglio“ Jeppamet sett í Norðurslaufunni Alfa Romeo Stelvio Quadrifoglio í me- takstrinum í Nürbur- gring, Norðurslauf- unni svonefndu. Toyota og Mercedes-Benz eru einu vörumerkin úr bílaiðnaði sem kom- ust í hóp 10 bestu vörumerkja heims hjá stofnuninni Interbrand. Á árinu jókst verðmæti Merce- des-Benz um 10% í 47,83 milljarða dollara. Verðmæti Toyota dróst aft- ur á móti saman um 6% og nam 50,29 milljörðum dollara, að sögn Interbrand, sem stendur fyrir hinni árlegu viðurkenningu „Best Global Brands“. Hún hefur verið veitt frá 1988. Verðmætustu bílamerkin Verðmæti vörumerkja metur Int- erbrand út frá þremur þáttum; styrkleika merkisins, hlutverki þess og afkomuspám. Toyota er í sjö- unda sæti á lista yfir verðmætustu fyrirtæki heims og Mercedes-Benz níunda. Í efstu þremur sætunum eru Apple, Google og Microsoft. Meðal fyrirtækja sem komu ný inn í hóp 100 bestu er Ferrari, sem metið er á 4,88 milljarða dollara. Fjölda annarra bílamerkja er að finna á listanum. BMW er í 13. sæti og verðmætið 41,52 milljarðar doll- ara. Honda er í 20. sæti með 22,70 milljarða verðmæti, Ford í 33. með 13,64 milljarða dollara, Hyundai í 35. með 13,19 milljarða, Audi í 38. með 12,02 milljarða, Nissan í 39. með 11,53 milljarða og Volkswagen í 40. sæti og verðmætið 11,52 millj- arðar dollara. Til viðbótar eru Porsche í 48. sæti (10,13), Kia í 69. sæti (6,68), Land Rover í 73. sæti (6,10), Mini í 87. sæti (5,11), Ferrari í 88. sæti sem fyrr segir og Tesla í 98. sæti (4,01 milljarður). agas@mbl.is Tvö bílamerki á topp tíu hjá Interbrand Toyota og Mercedes-Benz bestu bílamerkin Morgunblaðið/Ljósmynd/Daimler Táknmerki Mercedes-Benz, sem er níunda verðmætasta vörumerkið. Franski bílsmiðurinn Citroën er einkar hress með undirtektir neyt- enda við hinum nýja C3-bíl sem kom á markað í nóvember í fyrra. Á þessu tæpa ári hafa yfir 200.000 eintök af C3-bílnum selst og fyrstu níu mánuði ársins seldi Citroën 64% fleiri C3 í Evrópu en á sama tímabili í fyrra. Er þessi fyrsti liðsmaður nýrrar kynslóðar bílsins söluhæsti einstaki bíll Citroën á árinu. Toppútgáfu hans, „Shine“, völdu 45% kaupenda og 60% völdu bíl í tveimur litum, þ.e. þakið í öðrum lit en aðrir fletir yfirbyggingarinnar. Þá völdu 55% bíl með loftpúð- unum „airbump“ á hliðunum en þeir eru fyrst og fremst hugsaðir til að verja bílinn við samstuð og ut- anínudd, t.d. á þéttsetnum bílastæð- um stórmarkaða. Valinn bestur af Top Gear Hinum nýja Citroën C3 hafa hlotnast 30 verðlaun og viðurkenn- ingar víða í Evrópu frá því hann kom á götuna fyrir tæpu ári. Þar á meðal viðurkenninguna „besti borgarbíll ársins“ frá Top Gear, bílaþætti breska sjónvarpsins BBC. Í Grikklandi var hann útnefndur bíll ársins og einnig áskotnaðist bílnum svonefnd Red Dot- hönnunarviðurkenning sem alþjóð- legur hópur dómenda velur. Loks má nefna svonefnd „Auto Europa 2018“-verðlaun sem afhent voru á Ítalíu í síðustu viku. agas@mbl.is Citroën C3 selst og selst 200.000 eintök á tæpu ári Annar hver seldur Citroën C3 af nýju kynslóðinni er með loftpúðum á hliðunum. Margir velja tvílitann Citroën C3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.