Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 22
Mercedes-Benz B- Class reyndist fara allra bílanna 30 best með sopann. Hvaða dísilkúnir einrúmungar (monospaces) af minni gerðinni þurfa minnst eldsneyti á hrað- brautunum? Þessi spurning var lögð fyrir rannsóknarsveit franska bílablaðs- ins Auto Plus og biðu þeir ekki boðanna heldur leituðu svara við henni. Bílaframleiðendur hafa verið að þróa og betrumbæta bíla sína í þessum flokki og segja framfarir til sín í lækkandi eyðslutölum. Í mælingum Auto Plus á yfir 30 bíl- um reyndist Mercedes B-Class minnst þurfi. Var sú útgáfa með 109 hestafla 180-d vél sem fengin er frá franska bílsmiðnum Re- nault. Fór hann með aðeins 5,3 lítra á hundraðið. Í öðru sæti varð 150 hesta BMW 218d Gran Tourer og í því þriðja Renault Scenic með 110 hesta 1,5 dCi Hybrid Assist-aflrás. Báðir fóru þessir tveir með 5,6 lítra á hundraðið. Níu bílar af 30 voru með eyðslu undir 6,0 lítrum og sjö á sex lítrum sléttum, svo mun- urinn er ekki ýkja mikill. Meira að segja 190 hestafla og sjö manna fjórhjóladrifni bíllinn BMW 220d xDrive Grand Tourer lét sér duga 6,4 lítra. Listinn yfir bílana 30 er annars sem hér segir og er hestaflafjöldi þeirra í sviga: agas@mbl.is Benzinn bruðlar ekki með eldsneytið B-Class fer vel með sopann Eldsneytiseyðsla, lítrar/100 km hestöfl lítrar Mercedes B-Class 180 d 109 5,3 BMW218d Gran Tourer 150 5,6 Renault Scenic 1,5 dCi HA 110 5,6 BMW216d Active Tourer 116 5,8 Ford C-Max 1,5 TDCi 120 5,8 Citroën C4 Picasso 2,0 BlueHDi 150 5,9 Ford Grand C-Max 1,5 TDCi 120 5,9 Peugeot 5008 2,0 BlueHDi 150 5,9 VWGolf Sportsvan 2,0 TDI 150 5,9 Citroën C4 Picasso 1,6 BlueHDi 120 6,0 Citroën C4 Picasso 1,6 BlueHDi 100 6,0 Citroën Grand C4 Picasso 2,0 BHDi 150 6,0 Renault Grand Scenic 1,6 dCi 130 6,0 Renault Scenic 1,6 dCi 130 6,0 Renault Scenic 1,5 dCi 110 6,0 Toyota Verso 1,6 D-4D 112 6,0 BMW218d Active Tourer 150 6,1 Citroën Grand C4 Picasso 1,6 BHDi 120 6,1 Mercedes B-Class B160d 90 6,1 Peugeot 5008 1,6 BlueHDi 100 6,1 VWTouran 1,6 TDI 115 6,1 BMW220d xDrive AT BVA 190 6,2 Kia Carens 1,7 CRDi 115 6,2 Renault Grand Scenic 1,5 dCi 110 6,2 Renault Scenic 1,5 dCi 95 6,2 BMW220d xDrive Grand Tourer 190 6,4 Dacia Lodgy 1,5 dCi 110 6,4 Dacia Lodgy 1,5 dCi 90 6,4 Mercedes B-Class 200 d BVA 136 6,4 VWTouran 2,0 TDI 150 6,4 Tuttugu ár eru liðin frá því að Hekla hóf innflutning á metanbílum en það var árið 1997 sem innflutn- ingur hófst á metanknúnum Volkswagen Caddy og Volkswagen Touran. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar og Hekla býður í dag upp á fjölbreytt úrval bíla sem ganga bæði fyrir metani og bensíni. Má þar nefna Skoda Octavia, Volkswagen Caddy, Volkswagen Golf, Volkswagen up!, Volkswagen Polo, Audi A3 og Audi A5. 1.246 metanbílar hafa selst síðustu fimm ár og frá ársbyrjun 2016 er búið að nýskrá 648 metanbíla, eða 24% af öllum nýskráðum vistvænum bílum, eins og fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Heklu. „Leiðandi í vistvænum farkostum á bílamarkaði“ „Við höfum góða reynslu af sölu metanbíla sem og annarra vist- vænna bíla. Þeir bíleigendur sem prófa metanbílana eru almennt mjög ánægðir og það bætast sífellt fleiri í þann hóp ánægðra við- skiptavina. Hekla er leiðandi í vist- vænum farkostum og við munum halda áfram að bjóða upp á fjöl- marga og fjölbreytta kosti á sviði vistvænna bíla. Við hlökkum til að bjóða upp á nýja kosti á komandi misserum,“ segir María Jóna Magn- úsdóttir, framkvæmdarstjóri sölu- sviðs hjá Heklu. Í þessu sambandi má geta þess að þrír af tíu vinsælustu fólksbílunum sem seldir voru á landinu í sept- ember frá Heklu en bílar frá Mit- subishi, Skoda og Volkswagen raða sér þar á lista. Mitsubishi Out- lander PHEV er þar í fararbroddi en gríðarlega góð sala hefur verið á þessum vinsæla tengiltvinnbíl á 100 ára afmælisári Mitsubishi. Þá kom- ast hinir sívinsælu Skoda Octavia og Volkswagen Golf einnig á topp- tíu-listann. Vistvænir bílar seldir frá Heklu eru nú orðnir 953 það sem af er ári og er það 15% fjölgun miðað við allt árið í fyrra. Það er því ljóst að þegar árið verður gert upp hafa Íslendingar sýnt það í verki að þeim sé umhugað um nátt- úruna þegar þeir horfa til vist- vænna kosta í bílakaupum, segir ennfremur í tilkynningunni. jonagnar@mbl.is Metanbílar hjá Heklu í 20 ár Skoda Octavia G-Tec er grænn valkostur í um- ferðinni. Aldrei vinsælli né umhverfisvænni 22 | MORGUNBLAÐIÐ Hvað tekur það smábíla með bens- ínvél – undir 150 hestöflum – lang- an tíma að leggja að baki einn kíló- metra úr kyrrstöðu? Hver er þeirra fljótastur? Þessari spurningu er velt upp í franska bílablaðinu Auto Plus. Og ekki nóg með það, henni er einnig svarað. Tæknimenn blaðsins stefndu tug- um bíla til æfingabrautarinnar við Montlhery skammt frá París. Er þar um að ræða aflagða kappakst- ursbraut sem brúkuð er til reynslu- aksturs hvers konar. Mæla skyldi hröðun úr kyrrstöðu og þar til numið var staðar eftir að kílómetr- anum var náð. Menn þurfa ekki að aka sportbíl- um til að láta sér ekki leiðast því smábílarnir reyndust glettilega sprækir og fljótir í förum. Flestir aðeins rétt ríflega 30 sekúndur. Jafnir í fyrsta sæti urðu Audi A3 Sportback 1,5 TFSI 150 hestafla og VW Golf 1,5 TSI, einnig 150 hest- afla, en þeir voru 30,4 sekúndur að leysa þrautina. Fyrsti franski bíllinn, 130 hest- afla Peugeot 308 1,2 PureTech, var ekki langt undan með sínar 30,8 sekúndur. Listinn yfir fljótustu bíl- ana varð annars sem hér segir, en í hægri dálki er tíminn í sekúndum sem það tók viðkomandi að ljúka þrautinni og hestaflafjöldi viðkom- andi bíls í sviga: agas@mbl.is Audi A3 fljótastur með verkið Smábílar reyna með sér í hraðakstri Hinn 150 hestafla Audi A3 Sportback leysti verkið af hólmi á skemmst- um tíma. Brautartími í sek. hestöfl sek. Audi A3 Sportback 1,5 TFSI COD 150 30,4 VWGolf 1,5 TSI 150 30,4 Alfa Giulietta 1,4 MultiAir Turbo 150 30,5 Hyundai i30 1,4 T-GDi 140 30,5 Seat Leon 1,4 TSI ACT DSG 150 30,5 VWBjalla 1,4 TSI DSG7 150 30,5 BMW 116i Steptronic 136 30,6 Opel Astra 1,4 Turbo 150 30,6 Peugeot 308 1,2 PureTech 130 30,8 Renault Megane 1,2 TCe EDC 130 31,2 Citroën C4 1,2 PureTech EAT6 130 31,6 Mini Clubman Cooper 136 31,6 DS 4 1,2 PureTech 130 31,7 Hyundai Ioniq tvinnbíll 141 31,7 VWGolf 1,4 TSI DSG7 125 31,7 Opel Astra 1,4 Turbo 125 31,8 Mazda 3 2,0 SkyActiv-G 120 32,1 Seat Leon 1,0 EcoTSI DSG7 115 32,2 Toyota Auris 1,2 T 116 32,2 VWGolf 1,0 TSI 110 32,2 Seat Leon 1,2 TSI 110 32,3 Citroën C4 1,2 PureTech 110 32,4 Ford Focus 1,0 Ecoboost 125 32,4 Hyundai Ioniq Hybrid 141 32,4 Mercedes A 160 102 32,4 Honda Civic 1,0 i-VTEC CVT 129 32,5 Nissan Pulsar 1,2 DIG-T 115 32,5 Fiat Tipo 1,4 T-Jet 120 32,6 Audi A3 Sportback 1,0 TFSI 115 32,8 Volvo V40 T2 122 32,9 atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Rúðuþurrkur, rúðuvökvi og bílaperur á hálfvirði hjá okkur í október HAUSTT I L BOÐ Hollensk vetrar- og heilsársdekk á frábæru verði Apollo Alnac 4G Winter – 175/65R14 – 38.800 kr. undir komið Apollo Alnac 4G Allseason – 195/65R15 – 46.250 kr. undir komið Apollo Alnac 4G Winter – 205/55R16 – 49.300 kr. undir komið General Grabber jeppa- og jepplingadekk á frábæru verði General Grabber AT3 – 245/65R17 – 99.900 kr. undir komið General Grabber AT3 – 265/70R17 – 104.800 kr. undir komið General Grabber AT3 - LT285/70R17 – 149.900 kr. undir komið DÆMIDÆMI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) 200 Kópavogi | Sími 587 1400 |motorstilling.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.